Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Kvíabólsstígur 1, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-9253, þingl. eig. Helgi Guðmundsson og Sesselja Rán Hjartardóttir, gerðarbeiðandi Stapi lífeyrissjóður, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 09:45. Nesgata 3, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-9555, þingl. eig. Laufskálinn ehf, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Sparisjóður Norðfjarðar, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 10:00. Dalbarð 11, 735 Fjarðabyggð, fastanr. 217-0178, þingl. eig. Pétur Halldór Georgsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 10:45. Árdalur 9, 735, Fjarðabyggð, fastanr. 231-1954, þingl. eig. Eskihús ehf, gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 11:00. Árdalur 11, 735, Fjarðabyggð, fastanr. 231-1957, þingl. eig. Eskihús ehf, gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 11:15. Bleiksárhlíð 35, 735 Fjarðabyggð, fastanr. 217-0119, þingl. eig. Jón Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 11:30. Austurvegur 70, 730 Fjarðabyggð, fastanr. 217-7400, þingl. eig. Þrándartún ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 12:15. Bakkagerði 11, 730 Fjarðabyggð, fastanr. 233-9494, þingl. eig. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hf, gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 12:30. Vallargerði 11-13, Fjarðabyggð, fastanr. 233-9552, þingl. eigandi VBS eignasafn hf., gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, miðvikudaginn 11. des- ember 2013 kl. 12:45. Hlíðargata 16, 750 Fjarðabyggð, fastanr. 217-7949, þingl. eig. Jónas Benediktsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 14:15. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 6. desember 2013, Helgi Jensson, fulltrúi. Hún amma Auður var mér og mínum alltaf góð, hún hefði gefið af sér brókina ef þess hefði þurft. Ég man þær góðu stundir er lítil ég var heima hjá ömmu og afa á Sigló, eitthvað að malla í potti, bakkelsi, vöfflur, rjúkandi kaffi, sumar og sól og afi Jón að spila á munnhörpuna sína og kalla síðan Auður mín elskan mín. Svo fal- legt var samband þeirra, elskuðu hvort annað svo heitt að unun var á að horfa og hlusta, alltaf hlakk- aði ég mikið til að koma á Sigló úr borginni í sveitasæluna til þeirra yndislegu hjóna. Þegar ég var 16 ára kom ég alfarið norður, var þá mikið hjá ömmu og afa, mér þótti svo vænt um þau og þau reyndust mér svo yndisleg og mínum manni. Þá kynntist ég betur þeirra lífi, þrautum, raunum og gleði enda var ég þroskuð og ung dama. Ömmu þótti mikið vænt um saumavélina sína en á þeim tíma saumaði ég mjög mikið og fékk lánaða vélina hennar ömmu ansi oft. Ég gleymi ekki deginum sem amma kom arkandi til mín í vinnuna með nýja saumavél undir handleggnum og gat ekki beðið eftir að afhenda mér gjöfina sem, já ég 17 ára, átti að vera brúð- argjöfin mín. Hún amma Auður var mikil Auður Gísladóttir ✝ Auður Gísla-dóttir fæddist að Ytra-Holti í Svarfaðardal 5. nóvember 1921. Hún lést á deild 13-E á Landspít- alanum 22. nóv- ember 2013. Útför Auðar fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 28. nóvember 2013. handverkskona, prjónaði, heklaði, saumaði út o.fl. og hún eldaði ofan í sig mat fram til síðasta dags, bakaði ennþá sínar vöfflur, já hún var af þeirri kyn- slóð. Svo gaman þótti mér þegar við náðum að ræða saman um gamla tíma þegar amma og afi voru ung og uppvaxtarárin hennar, já hún bjó í torfkofa, hún hafði lifað tímana tvenna. Alltaf var hún með allt á hreinu, vissi allt um alla í fjöl- skyldunni, mundi ótrúlegustu hluti fram til dauðadags en líkami ömmu var löngu búinn að lifa enda orðinn 92 ára og oftar en einu sinni talaði hún um að hún færi að hitta afa Jón sem hún sagði mér að vitjaði sín oft. Ég fór yfirleitt frá henni með súkkulaði, prjónaða sokka, húfu eða hvað sem er því ekki gat hún sent mig heim með ekki neitt og ég tala nú ekki um góða rúgbrauðið sem hún bakaði. Þetta eru bara nokkrar minn- ingar á blaði en þær eru svo margar sem ég geymi í hjarta mínu og mun varðveita. Að eiga ömmu er svo dýrmætt og ég þakka fyrir þig og alla þína gæsku, kennslu, ást, gleði og að vera til, því án þín væri ég ekki til og allt þitt fólk. Hvíl í friði, elsku amma Auður. Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. (Jónas Hallgrímsson) Þín Helena Hólm. Það var í kringum árið 1955 að mér datt það snjallræði í hug að við Guffy systir gengjum inn á Ísafjörð til að heimsækja Dísu systur sem vann þá á sjúkrahús- inu á Ísafirði. Ég fékk Rúnar Guð- mundsson heitinn til að koma með. Við gengum yfir margar skriður og komum inn í Hnífsdal seinnipartinn. Þar kom maður á móti okkur, ég held að hann hafi sagst vera hreppstjóri. Hann spurði okkur hvort við værum ekki svöng. Við játtum því og var okkur þá boðið inn í mjólk og kök- ur. Ekki grunaði okkur að þessum manni hefði verið falið það að stöðva okkur. Svo leið tíminn og okkur var farið að leiðast kallinn. Hann var alltaf í símanum. Svo kom hann fram og sagði okkur að það væri að koma bíll sem væri að keyra inn á Ísafjörð og við ættum að fara með honum heim aftur. Við vorum dauðfegin og tókum því vel. Bílstjórinn var enginn annar en Guðmundur Páll Einarsson. Ég var ekki gamall þegar leiðir okkar lágu saman og ekki í síðasta skipt- ið. Ég man þegar ég fór til hans í frystihúsið og bað hann um vinnu, þá spurði hann: „Er eitthvað hægt að nota þig, vinur?“ Ég man að ég sagði að ég kynni að spyrða fisk eins og hinir strákarnir. Aldrei Guðmundur Páll Einarsson ✝ GuðmundurPáll Einarsson fæddist í Bolung- arvík, 21. desember 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 24. nóvember 2013. Útför Guð- mundar Páls fór fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 30. nóvember 2013. var maður atvinnu- laus í þá daga. Frystihúsið sá um það í þá daga. Þarna var stór og mikil fé- lagsmiðstöð, allir fengu vinnu, stórir sem smáir. Það munaði um hverja hönd í Bolungarvík enda með stærstu verstöðvum lands- ins. Þetta rifjast upp þegar maður fréttir það að Guðmundur Páll hafi flutt aðfaranótt sunnudags. Ég segi flutt því faðir minn spurði alltaf, þegar hann sá flaggað í hálfa stöng: Hver er fluttur. Hann sagði að við flyttum en dæjum ekki. Við flest, sem unnum með Guð- mundi Páli sem verkstjóra og framkvæmdastjóra Íshúsfélags Bolungarvíkur, minnumst hans í kringum okkur goggandi í fisk niðri í móttöku, að slá úr í tækjum með okkur þegar okkur vantaði mann, berandi á borð fisk hjá kon- unum og skipandi út fiski. Hann þurfti oft að fá vettlingana lánaða hjá okkur þegar hann vildi vera inni í frystiklefa að hjálpa til. Hann spurði oft: „Þarft þú ekki að fara í pásu, vinur?“ Svona var Guðmundur Páll. Ég held að flest- ir ef ekki allir geti tekið undir að Guðmundur var hvers manns hugljúfi. Þegar frystihúsið kemur upp í hugann þá verður alltaf myndin af Guðmundi efst í huga manns. Fjölskylda mín vann þarna undir stjórn Guðmundar meira og minna í hans tíð. Við viljum votta fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Sigurður Þorleifsson og Guðmunda K. Ásgeirs- dóttir, Sandgerði. Kæri Einar. Nokkur orð til þín og fjöl- skyldu þinnar á þessari kveðju- stund. Þú hófst störf hérna í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar árið 2006, varst í fyrstu í hluta- starfi því þú varst að klára að sinna skyldum þínum á sjónum. Það er einmitt eitt af einkunnar- orðum þínum, skyldurækni, en einnig mætti telja upp fleiri þætti sem við þig áttu eins og hrein- skilni, samviskusemi, fag- mennska, fjölhæfni o.fl. Þú sinnt- ir hinum ýmsum verkefnum þann of stutta tíma sem þú varst hjá okkur en þau voru fjölbreytt. Verkefnin voru t.d. tengd við hin ýmsu hreinsunarstörf til að halda bænum hreinum, við snjómokst- ur og hálkuvarnir, við hin ýmsu garðyrkjustörf, stíga og gatna- viðhaldsstörf og síðast en ekki síst þá varstu alltaf boðinn og bú- inn að leysa hin og þessi verkefni í mötuneyti okkar, þar varstu á heimavelli. Þinni manngerð var vel lýst þegar ég talaði við þig þegar þú varst að koma úr sumarfríi í ágúst sl., hvort þú ætlaðir að vera á bakvöktum núna í vetur og ekki stóð á svari og var svar þitt eins og oft áður: „Ekki spurning, ég verð með í því.“ Jákvæðni, létt- leiki og hlátur þinn lifir með okk- ur hinum sem eftir stöndum, þú hafðir slíkan smitandi hlátur að það hálfa væri nóg. Aldrei var kvartað eða kveinað yfir neinu, þú vildir bara leysa viðkomandi verkefni af sem mestri fag- mennsku, fljótt og vel, ekkert hangs eða einhver vandræða- gangur átti við þig. En lífið er stutt og alltof stutt til að vera með einhver leiðindi. Eftir að þú veiktist núna í ágúst þá varstu ávallt jákvæður og hélst reisn þinni allt til enda. Það er minnisstæður sá fundur sem ég átti mér þér núna í október að Svöluási 1A (heima hjá þér). Þú kallaðir mig inn í herbergi til þín og lokaðir hurðinni á eftir okkur, mun fleira fólk var í íbúðinni, þú talaðir um verkferlana í vinnunni og hvað mætti betur fara í hinum og þessum verkefnum, gafst mér góð ráð og við áttum saman mjög gott spjall þar sem samviskusemi þína og rétt vinnubrögð bar m.a. á góma. Þér var langt frá því að Einar Sigurðsson ✝ Einar Sigurðs-son fæddist 23. september 1945 í Hafnarfirði. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 22. nóvember 2013. Útför Einars fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 3. desember 2013. vera sama um hvernig hlutirnir væru gerðir eftir að þú hættir þínu starfi. Ég met þetta samtal okkar þarna heima hjá þér mikils sem og önnur sam- skipti okkar, minn- ingin um ekki bara frábæran starfs- mann heldur góðan og skemmtilegan fé- laga lifir til eilífðar. Einar minn, þín verður sárt saknað hérna á vinnustaðnum okkar að Norðurhellu 2, þú fórst alltof snemma frá okkur og fjöl- skyldu þinni, en sagt er að Guð þurfi öflugt fólk til hinna ýmsu starfa og þú ert núna kominn í hans þjónustu og hann orðinn þinn verkstjóri og þú átt eftir að standa þig vel þar eins og annars staðar á lífsleiðinni. Það var heiður og ánægjulegt að fá að starfa með þér og fá að kynnast hvílíkur öðlingur að manni þú ert. Fanney mín, það hefur verið heiður að fá að kynn- ast þér og hversu sterk og dugleg þú hefur verið í öllu þessu ferli. Ég og vinnufélagar mínir viljum votta þér, Fanney, börnum og fjölskyldu þinni alla okkar dýpstu samúð, minning um góðan mann lifir. Björn Bögeskov Hilmarsson, Þjónustumiðstöð/Umhverfi og framkvæmdir. Mig langar til að minnast æskuvinar míns, Einars Sigurðs- sonar, eða Edda eins og hann var ávallt kallaður. Ég hef þekkt hann frá því ég man eftir mér. Við bjuggum hvort á móti öðru á Álfaskeiðinu, frá unga aldri og áttum margar skemmtilegar stundir með leikfélögum okkar. Álfaskeiðið var barnmörg gata og var mikið um leiki í götunni, og í hrauninu, sem var rétt við hús- dyrnar. Þetta á við gamla Álfa- skeiðið, sem endaði í stórum kletti. Í hrauninu bak við Álfaskeiðið voru byggðir dúfnakofar og alls konar mannvirki til leikja. Hraunið var í okkar huga óend- anlegt og stórt. Núna eru á þess- um slóðum götur, hús og fallegir garðar. Eddi eignaðist þarna marga leikfélaga og vini. Hann var gæddur þeim hæfileikum, að alltaf var hægt að leita til hans og gætti hann þess, að allir væru góðir hver við annan. Við rifjuð- um oft upp gömlu góðu dagana og vinina, sem við eignuðumst í æsku, s.s., Gumma, Maju, Balda, Möggu, Togga og Ollu. Fyrir réttum 15 árum voru lið- in 50 ár, frá því við frumbyggjar á Álfaskeiðinu fluttu í götuna. Haldin var einstaklega skemmti- leg götuhátíð, sem hófst með göngu um götuna, síðan var kvöldverður á veitingahúsi. Eddi og Fanney voru þar á meðal. Margt var rifjað upp frá gömlu góðu dögunum og allir skemmtu sér vel. Eddi flutti af Álfaskeiðinu, þegar þau Fanney byrjuðu bú- skap. Þá lagðist hann í sjó- mennsku og var bryti á Eim- skipafélagsskipum í áraraðir. Eddi réðst til starfa, sem kokkur í mötuneyti Hvals hf. í Hvalfirði, 1974. Hann starfaði þar þrjár vertíðir, þar til veitingahúsið Gafl-inn var stofnað. Eddi var mjög virtur af starfsfólkinu og breytti ýmsu til nútímalegra horfs í mötuneytinu. Hann var léttur í lund og hafði góða stjórn- unarhæfileika, enda dáðu starfs- stúlkurnar yfirmann sinn. Í hval- stöðinni voru yfir 100 manns starfandi á vöktum allan sólar- hringinn, svo að mikil umsvif voru í eldhúsi hvalstöðvarinnar. Þarna eignuðust Eddi og Fanney marga góða vini. Fjölskyldan flutti í Hvalfjörð- inn á sumrin og dvöldu þar með börnin sín, Halldóru og Einar. Fanney starfaði á skrifstofunni tvö sumur. Pabbi og Kristján bróðir minn töluðu oft um hversu lánsamir þeir voru að fá Edda til starfa. Einnig nutum við mamma góðrar nærveru þeirra, í þessu litla sam- félagi. Vinaböndin styrktust við þessi samskipti, þótt þau hafi verið órofin frá æskuárunum. Sendi innilegar samúðarkveðjur frá Kristjáni og fjölskyldu, sem þakkar allar samverustundirnar. Þegar ég hitti Edda á förnum vegi, eða í góðra vina hópi, ávarp- aði hann mig ævinlega á sinn fal- lega hátt. „Gott að sjá þig, ljósið mitt.“ Ég sendi Fanneyju, Hall- dóru, Einari, Helga, Halldóru tengdamóður, Guðbjörgu systur og fjölskyldum innilegar samúð- arkveðjur frá fjölskyldu minni. Minningin um góðan dreng lif- ir. Birna Loftsdóttir. Vegir Guðs eru órannsakan- legir, en við leggjum örlög okkar í hans hendur. Enginn veit sinn vitjunartíma, og við kunnum hvorki að telja okkar daga né annarra. Látinn er kær vinur, Einar Sigurðsson. Við kynntumst árið 1974 þegar Einar var ráðinn sem yfirkokkur hjá Hval hf. og hélst vinskapur okkar óslitinn alveg síðan þá. Árið 1980 mælti hann með mér í inngöngu í Oddfellow og nutum við margra ánægju- legra stunda í leik og starfi. Einar var traustur vinur, einstakur og duglegur að rækta vinaböndin. Hann stofnaði veitingastaðinn Gafl-inn, sem varð einn virtasti staður bæjarins og þar var oft margt um manninn. Þegar maður kom þangað í heimsókn tók Einar vel á móti manni og þá var alltaf slegið á létta strengi. Hann var lánsamur er hann kvæntist eiginkonu sinni, Fann- eyju, og hjónaband þeirra var einstaklega farsælt, en þau eign- uðust þrjú börn. Börnin og tengdabörnin sýndu honum mikla umhyggju í þeim veikind- um sem hann glímdi við, en þó er hlutur Fanneyjar eiginkonu hans mestur, og er sú ástúð er hún sýndi einstök. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum, í líknar mildum föðurörmum þínum, og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M.Joch.) Nú er mér minnisstæð ferðin sem ég fór með Einari rétt fyrir andlát hans, en hann vildi endi- lega bjóða mér í saltfisk á Múla- kaffi. Þangað var farið, ásamt syni hans og tengdasyni, og var Einar ákaflega glaður og ánægð- ur á þessari stundu. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt þessa stund með honum, svona stuttu áður en hann kvaddi þennan heim og geymi þessa góðu minningu, sem og allar aðrar tengdar Einari, um ókomna tíð. Það er með hlýhug og þakklæti sem við kveðjum Einar, þennan mæta og góða mann. Far þú í friði, vinur, friður Guðs þig blessi, og hafðu þökk fyri allt og allt. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig, Fanney mín, og börn þín, tengdabörn og barnabörn. Gunnlaugur Fjólar og Steinunn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.