Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 50

Morgunblaðið - 07.12.2013, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Stjórn og stjórnendur Sjómannadagsráðs Reykjavíkur ogHafnarfjarðar og Hrafnistuheimilanna halda litlu jólin sam-eiginleg fyrsta laugardaginn í desember. Nú hittist þannig á að stjórnarformaðurinn Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi al- þingismaður, á jafnframt 71 árs afmæli í dag. „Það verður því tvö- faldur fagnaður, afmælið og þessi árlegu litlu jól,“ segir hann. Bætir við að hann hitti börn og barnabörn líka um helgina, þannig að gleðin verði allsráðandi hjá sér og sínum. Guðmundur segir að þegar hann var polli hafi honum þótt þetta óheppilegur tími til þess að eiga afmæli, vildi heldur eiga það að sumarlagi. „Ég spurði móður mína að þessu, hvernig í ósköpunum stæði á þessu að ég ætti afmæli þegar væri eiginlega dimmasti dag- urinn. Þá fékk ég þetta svar: „Þó desember sé dimmur þá dýrðleg á hann jól.“ Þar með var málið útrætt.“ Oftar en ekki hefur Guðmundur haldið upp á afmælið úti á sjó, sérstaklega á yngri árum. „Ég var fyrst að heiman þegar ég átti 14 ára afmæli,“ rifjar hann upp. „Ég var messagutti á Arnarfellinu og á aðfangadag vorum við á Eskifirði eða Reyðarfirði. Messaguttinn settist við borð með öðrum í áhöfninni en bæði brytinn og kokkurinn sáu um þjónustuna. En auðvitað var það messaguttans að vaska upp á eftir.“ steinthor@mbl.is Guðmundur Hallvarðsson 71 árs Afmælisbarnið Guðmundur var m.a. háseti á fiskiskipum, flutn- ingaskipum og varðskipum og stýrimaður á vitaskipinu Árvakri. Messaguttinn sér um uppvaskið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sauðárkrókur Þórður Pálmar fæddist 10. febrúar kl. 0.09. Hann vó 3.645 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Valbjörg Pálm- arsdóttir og Birgir Örn Hreins- son. Nýr borgari Þessar ungu dömur, Selma Nattsha Guðmundsdóttir, Sonja Nattha Guð- mundsdóttir og Vilborg Díana Jóns- dóttir, héldu tombólu við verslun Hag- kaups á Akureyri. Þær söfnuðu 6.000 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta J órunn fæddist í Reykjavík 7.12. 1918 og ólst þar upp, á Laufásvegi 35, þar sem hún var búsett lengst af. Jórunn lauk stúdentsprófi frá MR 1937, nam píanóleik, fyrst hjá móður sinni og Páli Ísólfssyni og síðar hjá Árna Kristjánssyni, lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sautján ára, stundaði nám í fiðluleik hjá Þórarni Guðmunds- syni, stundaði nám í píanóleik við Tónlistarháskólann í Berlín 1937-39, við Juilliard tónlistarháskólann í New York með áherslu á tónsmíðar 1943-45 og var síðar í framhaldsnámi í píanóleik í Vínarborg í tvo vetur. Jórunn er í hópi virtustu og af- kastamestu tónskálda þjóðarinnar. Hún hefur auk þess oft komið fram sem einleikari. Þá starfaði hún við Söngskólann í Reykjavík í rúm tutt- ugu ár. Tónverk Jórunnar eru m.a. hljóm- sveitarverk, kammerverk, kórverk, einsöngslög, verk fyrir ballett, leik- hús og kvikmynd. Hún hefur útsett mörg þjóðlög en útsetningar hennar á þulum eru brautryðjandaverk. Ballettinn Eldur mun vera fyrsta ís- Jórunn Viðar tónskáld – 95 ára Morgunblaðið/Golli Við píanóið Tónskáldið heima í stofu á Laufásvegi 35 þar sem hún ólst upp og átti heima þar til fyrir skemmstu. Tónskáld af reykvískri leikara- og tónlistarætt Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.