Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert gefin/n fyrir það að taka áhættu og nú er eitthvað upp á teningnum sem hefur heltekið þig svo ekkert fær þig stöðvað. Farðu varlega í umferðinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu varkár þegar þú þarft að tala út. Hlustaðu á það sem aðrir segja, tjáskipti eru þýðingarmeiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Metnaður þinn ýtir þér út í að leika listir þínar þegar rétta fólkið er að fylgjast með. Skortur á innblæstri er nánast óbæri- legur. Þú átt allt það besta skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú lumar á safaríku leyndarmáli og blóðlangar til þess að kjafta frá. Bara það að koma hlutunum á blað losar um innri spennu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Bara það að sækjast eftir stöðu gerir hana raunverulega í þínum augum. Þú ert í góðri stöðu til að sigra heiminn. Láttu það eftir þér að fara í dekur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu þér hægt í þeim fjárfesting- arplönum sem þú ert að hugsa um. Gefðu þér tíma til íhugunar og notaðu frítíma þinn á uppbyggilegan máta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér og þá er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Líttu á samhengi hlutanna með bros á vör og þá gengur þér allt í hag- inn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér líður eins og allar syndir heimsins hvíli á þér. Veldu þau verkefni, sem þér henta best og láttu aðra um að ganga frá hinum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Manneskja sem máli skiptir í lífi þínu þarf ekki að gera mikið til þess að koma þér úr jafnvægi. Núna finnst þér óþægilegt að láta kylfu ráða kasti, enda nægur tími til undirbúnings. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er rétti tíminn til að hringja í gamla vini eða skrifa þeim línu. Kannski gerir þú friðarsamkomulag byggt á gagnkvæmu trausti? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert á góðri leið með að taka til í þínum eigin garði. Vissar upplýsingar slá þig ekki út af laginu eins og aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft á öllum þínum innri styrk að halda til þess að komast í gegnum þá erf- iðleika sem við þér blasa. En mannveran er ótrúlega seig svo ekki gefa upp vonina. Davíð Hjálmar Haraldssonstenst ekki mátið og yrkir um nýlegan leka á persónugögnum frá símafyrirtæki í borginni: Vitnast allt hjá Voðafón sem var þar látið flakka: Selma keypti sagógrjón og 17 verjupakka. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, prjónar við það: Vitnast allt hjá Voðafón víða roðnar kinn. Halla fór að hitta Jón og hundsar kallinn sinn. Á DV.is birtist frétt um erfða- fræðing sem segir menn hafa orðið til við æxlun apa og svína. Ármann Þorgrímsson var fljótur að kasta fram: Sannleik ekki segja máttu, sjálfsagt ertu haugruglaður: „Svín og api saman áttu sælustund og úr varð maður.“ Ragnar Ingi Aðalsteinsson stenst ekki mátið: Kenning sem þessi hún kveikir á peru, það kemur til mín að langflestir meðbræður okkar þeir eru apar og svín. Jón Gissurarson rifjar upp vísur eftir Gísla Björnsson fyrrverandi bónda og oddvita á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, en þær rakst hann á er hann grúskaði í gömlu handriti Gísla. Þær eru stafsettar eins og Gísli gekk frá þeim. Sú fyrri ber yf- irskriftina Á mölinni: Hér er alin hrekk vísi hér eru galin læti hér á malar helvíti hart er undir fæti. Og Gísli var orðinn gamall er hann gerði þessa vísu: Þetta líf já það er stríð, þó skal ekki víla, bein- in mín í Blönduhríð bráðum fá að hvíla. Annars var Jón sjálfur í níræð- isafmæli Björns Eysteins Jóhann- essonar, fyrrverandi bónda í Stokk- hólma í Skagafirði. Þetta var fjölmenn veisla og Jóni varð að orði: Níutíu ára er’ann ýmislegt þó fallegt sér’ann margir hérna vildu ver’ann verðum líka öll að þér’ann. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Voðafón, helvíti, svíni og apa Í klípu „ÉG GLEYMI ÞVÍ ALLTAF - ERUM VIÐ MEÐ EÐA Á MÓTI KLÓNUN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN GETUR BEÐIÐ UM RAÐGREIÐSLUR Á 14 TUNGUMÁLUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skrúfa fyrir hljóðið þegar hún er að læra. REYNDU AÐ NÁ BANDINU, GRETTIR! BARA EF ÞAÐ OPNAR FALLHLERA. ÞETTA ER LJÚFFENGT, INNFLUTT VÍN SEM FÆST Á MJÖG GÓÐU VERÐI ... HVAÐAN ER ÞAÐ FLUTT INN? FRÁ HVERAGERÐI. Það er erfitt að skrifa um e-ð ann-að en frosthörkuna, jólahaldið og allt sem þessi erilsami jólamán- uður hefur upp á að bjóða. Á leið í vinnuna heyrði Víkverji brot út þætti á RÚV. Einstaklega skemmti- legum þætti, Sagnaslóð heitir sá. Þar er dregin upp mynd af alþýðu- fólki þessa lands á síðustu öldum. x x x Sagt var frá manni sem hafði alistupp í mikilli fátækt. Foreldrar hans hröktust á milli bæja og þurftu að endingu að skilja vegna fátæktar og honum komið fyrir hjá vandalaus- um, þar sem ást og matur var af skornum skammti. En þorstinn eftir visku og lærdómi dreif þennan ein- stakling áfram í von um betra líf. x x x Þetta vakti Víkverja aðeins til um-hugsunar. Upplýsingaflæðið, val um betra líf og menntun er enda- laust. Þessu er tekið sem sjálfsögð- um hlut í nútímasamfélagi. Víkverji hefur aðeins stundað það undanfarið að hlaupa á milli búða í kapp við tím- ann í von um að ná örugglega besta tilboðinu fyrir jólin. Sankað að sér skrani og birgt sig upp af ýmsu góð- gæti og góssi. Því ekki má nú svelta. x x x Í viðlíka frosthörku eins og hefurverið undanfarið þá getur Víkverji ekki annað en rómað þennan hlýja nýtískufatnað sem velflestir eiga. Þessar flíkur hafa vægast sagt kom- ið sér vel og veitt mikið skjól. Hvern- ig fór fólk að hér áður fyrr? spyr Víkverji oftar en ekki. Svarið er hreinlega – það dó. Íslendingurinn sem þú ert – þú mátt þakka fyrir að vera á lífi. x x x Víkverja þykir oftar en ekki fólkgleyma því að bera virðingu fyr- ir harkinu sem fyrri kynslóðir lögðu á sig til þess eins að lifa og koma af- komendum á legg. Við viljum alltaf meira og meira; ekkert er nóg. x x x Að þessu sögðu þá ætlar Víkverjiað skunda á heitum jeppanum og næla sér í súsí. Ekki sættir mað- ur sig við neitt annað. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálmarnir 66:20) HEITT & KALT Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is Hátíðarstemning að þínu vali: Þægileg jólaveisla Heimilisleg jólaveisla Klassísk jólaveisla Jólasmáréttir Jólaveisla sælkerans Verð á mann frá: 4.890 kr. Allar upplýsingar og matseðlar á www.heittogkalt.is Jólaveisla Fyrirtækja- og veisluþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.