Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Myndlistarmaðurinn Georg Óskar Giannakoudakis opnar í kvöld kl. 20 sýninguna 9 mánuðir í ágúst í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangs- stræti 10 á Akureyri. „Georg Óskar er skreytihundur með áherslu á málverkið, hvert verk er sjónræn dagbók af björtum dögum og and- vaka nóttum,“ segir um sýninguna í tilkynningu. Georg Óskar sýnir ný málverk unnin á þessu ári og 30 teikningar. Skreytihundur Georg Óskar á vegg- spjaldi sýningar sinnar á Akureyri. 9 mánuðir í ágúst Myndlistarkonan Gunnella opnar í dag sýningu á nýjum olíumálverk- um í Gróskusal sem er á 2. hæð Garðatorgs 1 í Garðabæ. Sýningin ber yfirskriftina Hoppsalahei. Margir kannast eflaust við verk Gunnellu af bústnum sveitakonum og oftar en ekki spaugilegum hæn- um í íslensku landslagi sem hafa m.a. prýtt konfektkassa Nóa Síríus- ar. Bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hefur skrifað tvær bækur út frá verkum Gunnellu og fékk fyrsta bókin, Hænur eru her- mikrákur, viðurkenningu frá New York Times og þriðja bókin er í vinnslu. „ Ég vinn út frá einhverju sem við öll þekkjum, einhverju þjóðlegu og kunnuglegu og svo spinn ég við það eða breyti á minn hátt,“ segir Gunnella m.a. um verk sín í tilkynningu. Sýningin stendur til og með 15. desember og er opin kl. 14-18. Vinnustofan Gunnella í vinnustofu sinni með fjölda málverka í kringum sig. Hoppsalahei Gunn- ellu í Gróskusal Bandaríski diskóboltinn Sleazy McQueen mun þeyta skíf- um á Bronx- kvöldi Harlem bar við Tryggva- götu í kvöld. McQueen er einn af forsprökkum nýbylgju- diskósenunnar vestanhafs, að því er fram kemur í tilkynningu og rekur útgáfufyrir- tækið Whiskey Disco sem hefur m.a. gefið út tónlist hins íslenska B.G. Baarregaard. McQueen mun í kvöld leika nýja sem gamla diskó- tónlist og gamla gullmola úr vín- ylsafni sínu. Á Bronx-kvöldum Har- lem koma fram erlendir plötusnúðar og er kvöldið það þriðja í röðinni. Upphitun verður í höndum Steindórs Jónssonar. McQueen þeytir skífum á Harlem Sleazy McQueen Hinn karllægi tónlistarheimur Janelle Monáe Á eina af plötum ársins en ýmislegt vantar upp á viðurkenninguna. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tónlistarritið Uncut varð 200 ára í mánuðinum og birti af því tilefni örmyndir af öllum kápum blaðsins fram að þessu. Þar var að finna fimm konur. Kate Bush, Joni Mitch- ell, PJ Harvey, Patti Smith og – undarlegt nokk – Shelby Lynne. Engin Björk, Tori Amos, Dolly Par- ton ... Madonna. Og svo má telja. Meginkeppnisrit Uncut, Mojo, birti þá fyrir stuttu lista yfir bestu plötur ársins. Kona kemur ekki við sögu fyrr en í 20. sæti, og þá er það plata Lauru Mvula, Sing to the Moon, sem er heldur léttvæg plata miðað við svo margt annað sem hef- ur komið út á árinu úr þessari átt. Laura Marling, Cate Le Bon, (Al- ison) Goldfrapp, Neko Case, Julia Holter, Janelle Monáe, allar þessar konur og fleiri til áttu framúrskar- andi verk á árinu. En þegar kemur að uppgjörum prýða þær nánast án undantekninga neðri sætin – ef þær eru þá á listunum yfirleitt. Og þetta er bara ein af fjölmörgum birting- armyndum þess hvernig staða kvenna er í poppi samtímans. Innræting Nú er ljóst að hæfileikaleysi er ekki ástæða þess að konur eru sjaldséðari á svona listum. Nei, um er að ræða nokkurs konar lærða kerfisvillu, innrætingu sem við verðum öll fyrir frá því áður en við byrjum að geta gengið. En það að þetta sé ekki náttúrulögmál þýðir um leið að það er hægt að breyta þessu. En það gerist ekki nema með aukinni meðvitund, uppfræðslu og markvissum aðgerðum bæði innan frá (bransinn/tónlistarheimurinn) og utan frá (hlustendur/„móttak- endur“). Dæmi: Ég þarf að fylgjast með sjálfum mér í þessum pistlaskrifum því að áður en ég veit af er ég búinn að skrifa tíu pistla í röð um karl- menn. Dægurtónlistariðnaðurinn er það karllægur að maður sogast sjálfvirkt í þá átt. Fyrir stuttu gerði ég svo faglega gloríu sem tengist nákvæmlega sama hlut og var hún kveikjan að þessum skrifum. Helsta röksemdin gegn því sem ég er að reifa er að ef hæfileik- ar væru málið myndu þeir skila fólki í hæstu hæðir hvort sem er, og kynið skipti þá engu máli. En þetta er bara ekki rétt. Konum er haldið niðri í þessum heimi með flóknu samspili valdatækja sem hafa þróast í gegnum árþúsundir. Höfum það líka á hreinu, að flest erum við tiltölulega meðvitundar- laus gagnvart þessu, það vaknar enginn á morgnana og hugsar: „Nú ætla ég að gera mitt allra besta til að viðhalda þessu rangláta kerfi!“. Þessir hlekkir eru mikið til ósýni- legir en um leið mjög svo raunveru- legir og hindra hæfileikaríka, kven- kyns tónlistarmenn í að ná sjálf- sögðum markmiðum sem karlmenn hafa sjálfgefna flýtileið að. Í ná- kvæmlega þessu felst óréttlætið og ósanngirnin sem svo oft er rætt um í þessu samhengi. Ormagryfja Að þróa og þroska með sér meiri meðvitund að þessu leytinu til er því algerlega nauðsynlegt. Þetta virðist einfalt á pappír en þið þekk- ið líka öll ormagryfjuna sem opnast iðulega þegar svona mál ber á góma (þið takið líka eftir því að ég hef ekki einu sinni notað orðið sem hleypir öllu í bál og brand). Öll vinna og vakning að þessu leytinu til er jákvæð og ég nefni t.d. rann- sókn Láru Rúnarsdóttur og Gyðu Margrétar Pétursdóttur á þessum efnum, „Konur í tónlist“ (hægt að sækja hér: skemman.is/handle/- 1946/16776). Ég á mér draum, draum um að ritstjóri Uncut bakki tuttugustu forsíðunni af Bruce Springsteen á næsta ári og skelli inn mynd af Madonnu í staðinn ásamt yfirlits- grein um merkan feril hennar. Leiðréttingarferlið þarf nefnilega að vera áþreifanlegt, ekki bara í pælingapistlum eins og þessum hér. »Helsta röksemdingegn því sem ég er að reifa er að ef hæfi- leikar væru málið myndu þeir skila fólki í hæstu hæðir hvort sem er, og kynið skipti þá engu máli. En þetta er bara ekki rétt.  Mikil kynjaskekkja einkennir dægurtónlistina  Aukin meðvitund um þessa staðreynd er nauðsynleg Verið velkomin Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Laugardagur 7. desember kl. 13: Fyrirlestur um íslenska jólasiði Sunnudagur 8. desember kl. 14: Grýla og Leppalúði skemmta ásamt Dr. Gunna og vinum Jólasýningar og jólaratleikur Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Safnbúð og kaffihús. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar ENDURFUNDIR/REUNION Samsýning: Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson 1. nóv. – 15. des. Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAMSÆTI HEILAGRA 11.10. - 8.12. 2013 Upplestur og listamannaspjall, sunnud. kl. 12 - SÍÐASTA SÝNINGARHELGI GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánud. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Lokað í desember og janúar. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Lokað í desember og janúar. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Dvalið hjá djúpu vatni Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir Laugardaginn 7. desember er sýningin ekki opin vegna kórsöngsdagskrár sem fer fram í safninu þann dag Kærleikskúlan 2003-2013 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Óvænt kynni (7.6. – 5.1.2014) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is NÝ SÝNING Viðmið Paradigm Opnun laugardag kl. 16:30 Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.