Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 56

Morgunblaðið - 07.12.2013, Page 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 Margt býr í myrkrinu Saga um nótt bbbbn Texti: Eva Einarsdóttir. Teikningar: Lóa Hjálmtýsdóttir. Töfraland 2013. 24 bls. Í Sögu um nótt segir af stúlkunni Sögu sem vill kvöld eitt ekki fara að sofa þar sem hún er hrædd við myrkrið og nóttina. Mamma hennar útskýrir fyrir henni að ekkert sé að óttast, þvert á móti séu bæði myrkrið og nóttin full af ævintýrum. Í framhaldinu fara mæðgurnar á flug bæði í máli og myndum. Þær skoða hina ýmsu líkamsparta sem þurfa að hvíla sig á nóttunni, velta vöng- um yfir karlinum í tunglinu, ræða drauma, norðurljósin og næturdýr á borð við uglur og skjaldbökur. Hér er á ferðinni dásamlega fal- leg bók fyrir yngstu lesendurna. Texti Evu Einarsdóttur er góður og myndir Lóu Hjálm- týsdóttur yndislega heillandi. Fjörug og ljúfsár saga Amma glæpon bbbbn Texti: David Walliams. Teikningar: Tony Ross. Bókafélagið 2013. 299 bls. Amma glæpon er fjórða bók Davids Walli- ams og sú fyrsta sem út kemur á íslensku, en alls hefur hann sent frá sér sex barnabækur á sl. fimm árum. Margir muna vafalítið eftir Walliams sem lék í og skrifaði ásamt Matt Lucas handritið að sjónvarpsþáttunum Little Britain sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Aðalpersónan í Ömmu glæpon er Benni sem leiðist fátt meira en að þurfa að fara í pössun til ömmu sinnar vegna þess að „[s]jónvarpið hennar er bilað og það eina sem hún gerir er að spila scrabble og anga af káli“ (bls. 11). Álit hans á ömmunni eykst til muna þegar hann kemst óvart að því að hún er alþjóðlegur skart- gripaþjófur. Saman leggja þau á ráðin um að stela krúnudjásnum Bretlands. Ýmis ljón eru þar í veginum, m.a. Ann- as, sem var majór í hern- um og stjórnar núna Ná- grannavaktinni í hverfinu hjá ömmu með vökulu auga, og foreldrar Benna sem dreyma um að hann verði atvinnudansari meðan hann sjálfan langar að verða pípari. Walliams skrifar skemmtilegan og lipran texta þó persónurnar séu á köflum nokkuð ýktar. Atburðarásin fer svolítið hægt af stað, en nær sér fljótlega vel á skrið. Höfundur nýt- ir eigin reynslu af sundi í ánni Thames með skemmtilegum hætti í seinni hluta bókarinnar. Teikningar Tony Ross njóta sín vel og bókin er í afbragðsþýðingu Guðna Kolbeinssonar. Meg- inboðskapur bókarinnar um að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hafi kemst vel til skila í ljúfsárum endi. Fróðleiksfús könguló Karólína og eggið bbmnn Karólína og týndu skórnir bbmnn Texti: Katrín Ósk Jóhannsdóttir. Myndir: Óðinsauga. Óðinsauga 2013. Hvor bók um sig er 22 bls. Bækur Katrínar Óskar Jóhannsdóttur um köngulóna Karólínu hafa það að markmiði að kenna ungum lesendum annars vegar að telja og hins vegar um litina. Katrín er lipur penni, notar fallegt mál og segir skemmtilega frá. Því miður nær textinn hins vegar ekki að njóta sín til fulls í myndrænni framsetningu bókarinnar. Sem dæmi eru tölustafirnir í textanum í Karól- ínu og egginu of litlir til þess að fanga augað með nauðsynlegum hætti. Myndirnar eru mjög litríkar í báðum bókum, en það vinnur að nokkru gegn litapælingunum í Karólínu og týndu skónum. Þannig hverfa lituðu orðin í textanum inn í myndirnar í stað þess að vera til áhersluauka, eins og hugsunin hefur vafalít- ið verið, auk þess sem lituðu skórnir sem Kar- ólína er að leita að eru of fyrirferðar- litlir í heildar- myndinni. Athygli vekur að enginn listamaður er skráður fyrir myndunum heldur aðeins útgáfan sjálf, þ.e. Óðins- auga, sem vekur spurningu um hvort nauðsynlegt samtal og sam- vinna hafi verið milli textahöfundar annars vegar og myndahöfundar hins vegar. Þar sem flestallar bækur fyrir unga lesendur byggjast á samspili texta og mynda verður að huga að báðum þáttum jafnt, en það virðist því miður ekki raunin hér og er það útgáfunni til vansa, því textaefniviðurinn var góður frá höf- undarins hendi. Sykurhúðuð tanntaka Ferðalag Freyju framtannar bbmnn Texti: Kristín Þórunn Kristinsdóttir. Myndir: Óðinsauga. Óðinsauga 2013. 28 bls. Ferðalag Freyju framtannar fjallar, líkt og titillinn gefur til kynna, um ferðalag barnatannarinnar Freyju úr munninum á Inga yfir í drauma- veröld tannálfanna sem byggja sér álfa- hallir úr óskemmdum barnatönnum. Boðskapur sögu Kristínar Þór- unnar er skýr, þ.e. að hugsa skuli vel um tenn- urnar, borða hollan mat í stað sætinda, bursta vel og leita sér aðstoðar tannlæknis þegar þörf krefur. Bókin sver sig þannig ætt við sögu Thorbjørns Egner um bræðurna Karíus og Baktus, þó hér séu engir tannpúkar á ferð heldur aðeins sykursætir og umhyggjusamir tannálfar. Líkt og í bókunum tveimur um Karólínu könguló (sjá umfjöllun hér að framan) er eng- inn listamaður skráður fyrir myndunum held- ur aðeins útgáfan sjálf, þ.e. Óðinsauga, sem verður að teljast ankannalegt í barnabók sem byggir á samspili mynda og texta. Eitt af því sem útfæra hefði mátt betur myndrænt eru skemmdirnar sem verða á Freyju eftir syk- urát Inga. Eins hefði mátt huga betur að upp- setningunni bókarinnar hjá útgáfunni, enda ekki fallegt að enda söguna innan á kápunni sjálfri og sleppa alfarið saurblöðunum. Enginn veit hvað átt hefur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og erlendar barna- og unglingabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Falleg „Hér er á ferðinni dásamlega falleg bók fyrir yngstu lesendurna,“ segir meðal annars í umsögn um bókina Saga um nótt eftir Evu Einarsdóttur og Lóu Hjálmtýsdóttur. Selkórinn ásamt Gissuri Páli Giss- urarsyni tenór verða með tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 17. Stjórnandi er Oliver Kentish. Orgelleikari er Dagný Björgvins- dóttir auk þess sem Helga Svala Sigurðardóttir og Edda Lár- usdóttir leika einleik á flautu. Á efnisskránni eru sígild íslensk og evrópsk jólalög auk þess sem frumflutt verður lagið „Nú kviknar stjörnum öllum á“ eftir Oliver við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Af öðr- um lögum sem flutt verða má nefna „Kom þú, kom vor Immanúel“ í út- setningu Róberts A. Ottóssonar, „Ave María“ eftir Sigvalda Kalda- lóns og „Agnus Dei“ eftir Bizet. Gissur Páll á langan feril að baki. Sl. vor söng hann hlutverk Rodolfos í upp- setningu Ís- lensku óp- erunnar á La Bohème og var tilnefndur til Grímunnar. Oliver er afkastamikið tónskáld og hefur unnið til verðlauna fyrir tónsmíðar sínar. Hann hefur stjórn- að Selkórnum frá hausti 2012. Jólagleði Selkórsins á aðventu Gissur Páll Gissurarson Sigga og skessan í jólaskapi nefnist nýtt íslenskt leikrit sem Stopp- leikhópurinn frumsýndi í upphafi aðventunnar. Leikverkið byggist á sögum Herdísar Egilsdóttur um vinkonurnar góðu, en leikgerðin og leikstjórnin var í höndum leikhóps- ins sem samanstendur af Eggerti Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur. Brúðugerð var í höndum Katrínar Þorvaldsdóttur og um hljóðmynd sá Sigurþór Heimisson. „Það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast og snjónum kyngir niður. Allt er að verða ófært og það sem meira er að jólapóst- urinn kemst ekki áleiðis með jóla- kortin og jólagjafirnar til fólksins. Nú eru góð ráð dýr en með hjálp frá hvor annarri arka þær vinkonur af stað með jólaskapið eitt að vopni. Saman lenda þær svo í mörgum skondnum uppákomum og hjálpa til við að koma jólapóstinum á leið- arenda,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningartími er um 30 mínútur. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum stoppleikhópurinn.com. Næstu sýningar eru fyrirhugaðar í kirkjum, leik- og grunnskólum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Stoppleikhópurinn sýnir nýtt íslenskt jólaleikrit Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Jólaskap Sigga og skessan eru í jóla- skapi þrátt fyrir fréttir af ófærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.