Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 1
dagar til jóla 6 Skyrgámur kemur í kvöld www.jolamjolk.is M I Ð V I K U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 3  294. tölublað  101. árgangur  ELVAR MÁR SÁ BESTI Í FYRRI UMFERÐINNI FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR GAF HÁRIÐ TIL AÐ HJÁLPA ÞEIM VEIKU KAMMERKÓRINN HYMNODIA 38 JÓLAKÆRLEIKSBARN 10DOMINOS-DEILDIN ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Tilboð sjóðsstýringarfyrirtækisins Landsbréfa í svonefnt Magma- skuldabréf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur fallið úr gildi. Fyrirtækinu tókst ekki að fjár- magna kaupin fyrir 30. ágúst síðast- liðinn, eins og vonir stóðu til. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, er Orkuveit- an enn opin fyrir tilboðum í bréfið og hafa bæði erlendir og innlendir fjár- festar sýnt því áhuga. Í sumar samþykkti stjórn Orku- veitunnar 8,6 milljarða króna tilboð Landsbréfa í bréfið og ætlaði fyrir- tækið að inna 5,2 milljarða króna greiðslu af hendi hinn 30. ágúst. ?Þeir ætluðu sér tiltekinn tíma til að ljúka þessari fjármögnun en náðu því síðan ekki,? segir Eiríkur. Fram- kvæmdastjóri Landsbréfa, Sigþór Jónsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bókfært virði bréfsins hefur lækk- að um 16% frá síðustu áramótum og nemur nú um 8,1 milljarði króna. Ei- ríkur segir skýringuna vera þá að bréfið sé tengt álverði, sem hefur verið undir miklum þrýstingi að und- anförnu. »18-19 Skuldabréf Magma enn til sölu  Tilboð Landsbréfa fallið úr gildi  Fyrirtækinu tókst ekki að fjármagna kaupin Tilboð Landsbréfa » Landsbréf ætluðu að inna 5,2 milljarða króna greiðslu af hendi 30. ágúst síðastliðinn. » Þeim tókst hins vegar ekki að fjármagna kaupin. » Bréfið er því enn til sölu.  Þar sem Reykjavík, nyrsta höfuð- borg fullvalda ríkis, liggur á 64. gráðu norðlægrar breiddar kemur að sjálfsögðu ekki á óvart þótt þar snjói endrum og sinnum. Á hinn bóginn er ákaflega erfitt að spá um hversu mikill snjór fellur af himn- um ofan og því er býsna algengt að áætlanir um kostnað við snjómokst- ur standist ekki. Í ár stefnir í að kostnaður borg- arinnar verði 500 milljónir, tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir og í fyrra var hann um 600 milljónir, en ekki 232 milljónir eins og búið var að áætla. »4 Morgunblaðið/Golli Snjókoma Ótíð í borginni er dýr. Ryðja í Reykjavík fyrir 500 milljónir  Meiri eftirspurn hefur verið eftir kjötafurðum beint frá býli fyrir þessi jól en nokkurn tímann áður. Kofareykt hangikjöt nýtur mikilla vinsælda og mest aukning er í tví- reykta kjötinu. Það er ekki aðeins aukning í hangikjötssölu beint frá býli því talsverð eftirspurn er eftir vistvænu svínakjöti. Fleiri afurðir eru í boði eins og ostar og ís. Þannig anna framleið- endur á rjómaís undir merkjum Holtsels ekki eftirspurn. »14 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lánastofnanir hafa afskrifað um sex milljarða króna hjá umsækjendum um greiðsluaðlögun hjá Umboðs- manni skuldara. Er eftirgjöf skulda hjá einstaklingum allt að 125 millj- ónir króna en á móti geta komið eignir sem selja má upp í skuldir. Þetta kemur fram í samantekt Umboðsmanns skuldara sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Alls hafa embættinu borist ríflega 5.000 umsóknir og er tímabili greiðsluaðlögunar lokið í 762 málum. Fleiri en einn einstaklingur geta verið á bak við hvert mál. Kröfurnar yfir 14 milljarðar Samanlagðar kröfur í þeim málum sem er lokið eru 14,06 milljarðar króna og eru þar af samningskröfur upp á 7,33 milljarða. Hitt er að mestu leyti veðkröfur vegna íbúðalána. Að jafnaði er eftirgjöf samnings- krafna í þessum málum um 95%, en í einstaka málum getur hún verið frá 0 og upp í 100%. Eftirgjöfin í þeim 762 málum sem er lokið er að meðaltali 7,9 milljónir, alls um 6 milljarðar. Hér eru lagðar saman afskrifaðar kröfur vegna eftirstöðva íbúðalána við nauðungarsölu og samningskröf- ur. Þær síðarnefndu eru ekki með veði í fasteign og geta verið yfir- dráttur eða greiðslukortaskuldir. M Eftirgjöfin að jafnaði »16 6 milljarðar afskrifaðir  Allt að 125 milljónir afskrifaðar hjá einstaklingum í greiðsluaðlögun UMS  Á móti geta komið eignir  Yfirdráttur og greiðslukortaskuldir felldar niður Alls 122.000 milljónir » Samkvæmt skýrslu leiðrétt- ingahóps ríkisstjórnarinnar hefur 75 milljörðum verið varið í úrræði vegna skuldavanda. » Eru þá frátaldir 8 milljarðar vegna greiðslujöfnunar hjá ÍLS, 33 milljarða lánafrystingar og 6 milljarðar í greiðsluaðlögun. Suðurlandsvegur tepptist um tíma síðdegis í gær þegar bíll stöðvaðist í hríð og skafrenningi ofan við Draugahlíðarbrekkuna. Vegfarendum þótti gott að geta farið í kaffi í Litlu kaffistofuna og fengið nýjustu upplýsingar um færð og veður. Margir hringja líka þegar svona skot koma. Gott að geta beðið af sér veðrið Morgunblaðið/Golli Meiri eftirspurn en nokkru sinni áður Jólin Hangikjötið nýtur vinsælda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.