Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þórhallur Ólafsson fyrir hönd Neyðarlínunnar ohf. hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatns- aflsvirkjun til reksturs fjarskipta- stöðvar þeirra við Laufafell.“ Þannig er komist að orði í fund- argerð Rangárþings ytra á síðasta hreppsnefndarfundi þar sem erindi Neyðarlínunnar var tekið fyrir og samþykkt, með fyrirvara um sam- þykki Skipulagsstofnunar og um- sagnir landeigenda og fleiri aðila. Í samtali við Morgunblaðið tek- ur Þórhallur strax fram að ekki sé um stóra virkjun að ræða, enda sé vatnsaflsvirkjun ekki rétta orðið fyr- ir þá litlu rafstöð sem til stendur að setja upp við Laufafell. Neyðarlínan er með samskonar áform við Bláfell og hefur fengið heimild Bláskóga- byggðar til að reisa litla vatnsafls- stöð, eins og því er betur lýst. „Við erum að hætta allri notkun á dísilrafstöðvum til að knýja okkar fjarskiptastöðvar áfram og það er í anda okkar umhverfisstefnu,“ segir Þórhallur, en að hans sögn er um lít- il, færanleg mannvirki að ræða. Vatn verður tekið úr læk við Laufafell og leitt í rafstöðina sem mun framleiða 5kW fyrir fjarskiptamastrið. „Við gerum þetta til að losna við mengun og hávaða og flutning á olíu um viðkvæm svæði,“ segir hann en Neyðarlínan er einnig með áform um að setja upp litlar vindmyllur og sólarsellur á næsta ári til að knýja fjarskiptakerfið. Þórhallur segir þetta mun hagkvæmari kosti. Neyðarlínan hyggst reisa tvær vatnsaflsvirkjanir Morgunblaðið/Júlíus Neyðarlínan Frá stjórnstöð Neyðarlínunnar í Skógarhlíð.  Rafstöðvar fyr- ir fjarskiptasenda Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tíðarfarið tekur augljóslega alls ekk- ert tillit til útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Snjókoma og él, hríðarhraglandi og tilheyrandi hláka þess á milli hafa valdið því að borgin hefur á þessu ári þurft að verja hátt í 500 milljónum til snjómoksturs, tvöfalt hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir að moksturinn myndi kosta. Í fyrra varð heildar- kostnaður tæplega 600 milljónir en gert var ráð fyrir 232 milljónum. „Þetta er kostnaðarliður sem er mjög erfitt að áætla,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á þeirri skrifstofu borgarinnar sem sér um rekstur og umhirðu borgarlands- ins. Í gær höfðu reikningar upp á 425 milljónir borist á skrifstofuna en fleiri voru í pípunum. Frá því í sept- ember hefur moksturinn kostað 120 milljónir. Senda alla út aftur Þegar snjóar sendir borgin af stað níu snjóruðningstæki, ellefu drátt- arvélar og allt að 30-40 gröfur eða aðrar vinnuvélar. Verktakar sjá al- farið um mokstur á götum en vél- unum sem fara um göngu- og hjóla- stíga og moka af bílastæðum stofnana er ýmist stýrt af borgar- starfsmönnum eða starfsmönnum verktaka. Götum og stígum er skipt upp eftir forgangsflokkum og eru leiðirnar rauðar, bláar, grænar og loks hvítar. Mokstri á rauðum leiðum á að vera lokið fyrir kl. sjö, á þeim grænu fyrir klukkan átta, síðan er farið í grænu leiðirnar og svo koll af kolli. Þegar mikið snjóar er ekki víst að hægt sé að moka nema einungis á forgangsleiðum, segir Guðjóna. Hægt er að sjá á Borgarvefsjánni hvernig götur og stígar raðast í for- gangsflokka. Snjómoksturstækin eru öll búin gps-sendum og því getur borgin fylgst með hvernig moksturinn geng- ur. Þessar upplýsingar eru einnig að- gengilegar á Borgarvefsjánni fyrir hluta borgarinnar en fljótlega verður hægt að sjá hvernig mokstur gengur fyrir sig í allri borginni. Guðjóna segir að borgin hafi á síð- ustu árum aukið áherslu á snjó- mokstur. Með kaupum á sjö nýjum dráttarvélum sem notaðar eru til að moka göngu- og hjólastíga hafi verið hægt að auka afköstin um 30%. Þá sé lögð rík áhersla á að halda helstu hjólaleiðum opnum, enda sé það stefna borgarinnar að íbúar geti hjól- að í vinnuna og heim aftur. Starfsmenn borgarinnar leggja mat á hvenær þörf er á mokstri. Oft lendir borgin í því að vera nýbúin að moka þegar aftur skella á él og senda verður allan mannskapinn aftur út. Aðspurð segir Guðjóna að borgin hafi í vetur fengið góð viðbrögð frá borgarbúum þótt hún fái að sjálf- sögðu einnig ábendingar um eitthvað sem betur má fara. „Við fögnum ábendingum og reynum að bregðast strax við þeim,“ segir hún. Rauður, blár og grænn ráða ruðningsröðinni  Fylgjast með á Borgarvefsjánni  Leggja meiri áherslu á hjólaleiðir Morgunblaðið/RAX Útsvar Í fyrra varði borgin 600 milljónum í snjómokstur. Gatan liggur (mis-)greið » Vegagerðin sér um mokstur á þjóðvegum á þéttbýli, t.d. á Miklubraut, Kringlumýrar- braut, Gullinbrú og Hallsvegi. » Borgin sér um aðra vegi og götur og alla göngu- og hjóla- stíga. » Rauðir stígar (forgangs- stígar) eru 200 km, bláir stígar eru 150 km og aðrir stígar 350 km. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í bréfi til samstarfs- manna í gær, þar sem hann til- kynnti starfslok sín, að þrátt fyrir illnauðsynlegar niðurskurðaraðgerðir skilji hann stoltur við Ríkisútvarpið. „Samkvæmt öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta stöðu RÚV hefur hún sjaldan verið sterkari en nú. Það gildir jafnt um al- mennt viðhorf þjóðarinnar til RÚV, traust á stofnuninni sam- anborið við aðrar stofnanir samfélagsins, traust á frétta- stofu RÚV samanborið við aðra fjölmiðla, vinsældir meðal þjóðarinnar mældar í áhorfi og hlustun og loks rekstr- arstöðu félagsins,“ segir í bréfinu. Ekki náðist samband við Pál í gær til að spyrja nánar um ástæður starfsloka hans. Skilur stoltur við RÚV PÁLL MAGNÚSSON Helgi Bjarnason Una Sighvatsdóttir Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir að í ákvörðun stjórnarinnar um að auglýsa starf útvarpsstjóra laust til umsóknar felist ekki vantraust á núverandi útvarpsstjóra. Samkomu- lag varð á milli formanns og Páls Magnússonar útvarpsstjóra um að hann léti af störfum í gær. Páll telur sig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum. Ný lög um Ríkisútvarpið tóku gildi í vor. Þar var meðal annars kveðið á um að eftirleiðis skuli ráða í starf út- varpsstjóra til fimm ára í senn. Til þessa hefur ráðningin verið ótíma- bundin. Stjórn Ríkisútvarpsins hefði getað ráðið Pál Magnússon til fimm ára. „Stjórnin mat það svo, og það var af- gerandi afstaða innan stjórnar, að þetta væri ákvörðun af þeirri stærð- argráðu að óhjákvæmilegt væri að gera 5 ára ráðningarsamning að loknu umsagnarferli,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar. Formleg ákvörðun um auglýsingu stöðunnar verður væntanlega tekin á stjórnarfundi á morgun en Ingvi gerði Páli grein fyrir henni í fyrradag. Páll tilkynnti starfslok sín í gær. „Stjórn lýsir ekki yfir neinu van- trausti á Pál Magnússon. Slík afstaða er ekki forsenda þeirrar ákvörðunar að auglýsa stöðuna,“ segir Ingvi Hrafn þegar hann er spurður að því hvort Páll hafi notið trausts. Varð að grípa til aðgerða Ólga hefur verið í kringum Ríkis- útvarpið að undanförnu eftir að ákveðið var að segja upp fjölda starfs- manna vegna minni fjárveitinga og var framganga útvarpsstjóra við upp- sagnirnar sérstaklega gagnrýnd. Í til- kynningu stjórnarinnar í gær eru Páli þökkuð vel unnin störf við erfiðar að- stæður. Ekki fékkst uppgefið hverra kjara útvarpsstjóri nýtur eftir starfs- lok, samkvæmt ráðningarsamningi. Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra sagði í samtali við mbl sjónvarp að ekki hefði verið nægt traust á milli stjórnar og útvarpsstjóra og eðlilegt að bregðast við því. Hann taldi niður- stöðuna ekki áfellisdóm yfir útvarps- stjóra eða gerðum hans en fyrst skort hefði upp á traust hefði orðið að grípa til aðgerða. Á stjórnarfundinum á fimmtudag verður ákveðið hvort settur verði út- varpsstjóri tímabundið, þar til nýr verður ráðinn. Framkvæmdastjórn félagsins sinnir daglegri stjórn þang- að til. Í tilkynningu stjórnarinnar er tekið fram að vandað verði til verka við ráðningarferlið: „Meginmarkmið- ið okkar er að tryggja almenna og breiða sátt um Ríkisútvarpið og það er sameiginlegt verkefni okkar að búa svo um hnúta að hér sé rekið öflugt og metnað- arfullt Ríkisútvarp sem við getum öll verið stolt af.“ Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Gustað hefur um Ríkisútvarpið að undanförnu, meðal annars verið efnt til mótmæla við Útvarpshúsið. Segja auglýsingu ekki þýða vantraust  Páll Magnússon taldi sig ekki njóta nægilegs trausts Páll Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.