Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Bros í hverju hjarta Vodafone spjaldtölvur fyrir rafbækurnar, netið og leikina Vodafone Góð samskipti bæta lífið Vodafone 7" Spjaldtölva 39.990 kr. eða 3.690 kr á mánuði. Vodafone 10" Spjaldtölva 69.990 kr. eða 6.490 kr á mánuði. Brynhildur Pétursdóttir í Bjartriframtíð ræddi í störfum þings- ins í gær um umræðuna um fjár- lögin. „Mér finnst svolítið eins og minnihlutinn sé að tala við sjálfan sig, oftast í hálf- tómum sal,“ sagði hún. Um leið fann hún að því að lítill tími væri til umræð- unnar en tók þó fram að ekki væri verið „að tala um eitthvert málþóf“ því að stjórnarflokkunum á síðasta kjörtímabili hefði þótt til- hlýðilegt, eins og hún orðaði það, að nýta í þetta sex eða sjö daga.    Það er auðvitað fagnaðarefni aðekki sé verið að tala um málþóf á þingi þó að þingmenn stjórnar- andstöðunnar tali hverjir við aðra fyrir tómum sal. Einhvern tímann hefði slíkt hátterni einmitt verið kallað málþóf.    En vissulega er gott að stjórnar-andstaðan taki góðan tíma í að ræða fjárlögin því að þá getur hún útskýrt vandaðar fjárlaga- tillögur sínar rækilega, þó ekki sé nema fyrir eigin þingflokkum.    Þannig mætti til dæmis útskýrahvernig á að finna 3 milljarða króna með hertu skattaeftirliti eins og Samfylkingin gerir ráð fyrir í tillögum sínum.    Í fyrrnefndum umræðum bentiGuðlaugur Þór Þórðarson á að Samfylkingin væri nýstigin út úr fjármálaráðuneytinu og spurði hvort hún hefði ekki vitað af þessu fé þá?    Þarf ekki að svara því í ekki-málþófsumræðunum? Ekki verið að tala um málþóf STAKSTEINAR Guðlaugur Þór Þórðarson Brynhildur Pétursdóttir Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 slydda Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 1 alskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 5 léttskýjað Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 5 heiðskírt Brussel 7 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 heiðskírt London 6 skúrir París 7 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 5 heiðskírt Berlín 5 heiðskírt Vín -1 alskýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 8 skýjað Winnipeg -17 skafrenningur Montreal -17 skýjað New York -2 alskýjað Chicago -4 snjókoma Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 Á vegum forsæt- isráðuneytisins hefur að und- anförnu verið unnið að skipu- lagsbreytingum vegna flutnings verkefna frá mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Það eru verkefni er varða vernd menningararfs Ís- lands. Sett verður á fót ný skrifstofa menningararfs til þess að vinna að þessum nýju verkefnum í ráðuneyt- inu og ákveðið hefur verið að Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður verði flutt í embætti skrifstofustjóra á hinni nýju skrif- stofu til eins árs frá 1. febrúar 2014, að því er fram kemur í til- kynningu frá ráðuneytinu. Margrét verður í leyfi frá Þjóðminjasafni Ís- lands á sama tíma. Undir nýja skrifstofu menningar- arfs falla m.a. verkefni er lúta að vernd menningararfsins, þjóðar- verðmæta, húsa og mannvirkja og menningartengdrar byggðar. Í fjarveru Margrétar verða Anna Guðný Ásgeirsdóttir og dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir settar til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Stýrir skrif- stofu menn- ingararfs Margrét Hallgrímsdóttir Fjórir björgunarbátar leituðu á sjó í gær og gönguhópar og hundateymi á landi að skipverj- anum sem saknað er af erlendu flutningaskipi. Leitin bar ekki ár- angur. Í gær var sett út rekald með sendi sem vonast er til að gefi vísbendingar um strauma í sjón- um utan Reyðarfjarðar en um sólarhring tekur að fá þær nið- urstöður. Þegar nær dregur helgi verður ákveðið, í samvinnu við Landhelgisgæsluna, hvort og þá hvernig leitinni verður haldið áfram. Árangurslaus leit við Reyðarfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.