Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Jólagjafahugmyndir Peysa, sjal, leðurtaska, skór, kápa, kjóll… Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í MEIRA EN 70 ÁR! FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix.is Nilfisk er hrein snilld fyrir jólin! Um áratugaskeið hafa Nilfisk ryksugurnar sannað yfirburði sína sem gæðamerki sem uppfyllir ströngustu kröfur FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix. s Elite Comfort Almennt verð: Verð nú: 58.80 74.200 0 Coupe Neo Almennt verð: 26.800 Verð nú: 19.800 Handy 2 in 1 - 18 v Almennt verð: 29.800 Verð nú: 23.400 Handy 2 in 1 - 14 vt verð: 24.800 : 19.800 nn nú Power Eco Almennt verð: 56.800 Verð nú: 39.800 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HÁRBEITT SKEMMTISAGA „Ný Íslendingasaga. Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélagsskoðun, uppfull af gæsku og gamansemi ...“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON HHHH FRÁSAGNARGLEÐI, NÆMI, GRÁGLETTNI. „SÖGUSVIÐIÐ ER HLÍÐARDALUR ... DALURINN ER UNDARLEGA LÍKUR FLJÓTSHLÍÐINNI.“ SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON / MORGUNBLAÐIÐ Fangelsi og 92 millj- ónir í sekt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir framkvæmdastjóra einkahluta- félags fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Maðurinn var dæmd- ur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 92 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Tólf mánaða fangelsi kemur í stað sekt- arinnar verði hún ekki greidd inn- an fjögurra vikna. Hann var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélags sem tekið var til athugunar í september 2011. Skatt- rannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til embættis sérstaks sak- sóknara með bréfi dagsettu 8. júní 2012. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hann sé sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið skil á skilagreinum einkahlutafélagsins vegna stað- greiðslu opinberra gjalda á lög- mæltum tíma, vegna greiðslu- tímabilanna september til desember rekstrarárið 2009 og jan- úar til desember rekstrarárið 2010 og fyrir að hafa ekki staðið rík- issjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af laun- um starfsmanna félagsins vegna sömu greiðslutímabila, samtals að fjárhæð 46.035.824 krónur. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað samninganefndir Samtaka atvinnu- lífsins og landssambanda Alþýðu- sambands Íslands til nýs samninga- fundar eftir að upp úr viðræðum slitnaði í fyrradag. „Við sjáum hvað gerist á næstu dögum. Vonandi hreyfist eitthvað í vikunni þótt ég sé svartsýn á það,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Starfsgreinasamband Íslands, Flóabandalagið og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa vísað kjaradeilu til ríkissáttasemjara, auk VR. Formenn landssambandanna hittust á fundi í gær til að ræða stöðu mála. Skeytin hafa gengið á milli for- ystumanna ASÍ og SA. Á vef ASÍ í gær var það tekið fram að hugmynd- ir ASÍ-félaganna um launahækkanir væru vel innan þeirra þolmarka um verðbólgu sem Seðlabanki Íslands hefði nefnt. Verðbólga myndi vaxa Þessu er mótmælt í yfirlýsingu á vef Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað er það markmið samtakanna í yfir- standandi samningalotu að leggja grunn að stöðugu verðlagi og betri lífskjörum. Það mat er lagt á óform- legar tillögur ASÍ um 3,25% launa- hækkun, að lágmarki 11 þúsund kr. hækkun mánaðarlauna, að þær feli í sér liðlega 4% hækkun launakostn- aðar. „Ef sú yrði niðurstaða kjarasamn- inga og við bættist síðan önnur launamyndun […] gæti launavísitala ársins 2014 hækkað um 5-6%. Það myndi leiða til vaxandi verðbólgu og stuðla að enn hærri vöxtum sem bitna illa á skuldsettum fyrirtækjum og heimilum,“ segja Samtök atvinnu- lífsins. helgi@mbl.is Ekki boðað til nýs fundar  Deilt um áhrif óformlegs tilboðs ASÍ á verðlagsþróun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.