Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jú, ég þurfti að hugsa mig um ísmástund, af því ég var meðsítt og fallegt hár næstumniður á rass. En hárið vex aftur og ef ég get hjálpað einhverju barni sem hefur ekkert hár, þá vil ég það. Það þurfti ekki að klippa nema tuttugu sentimetra af hárinu,? segir Ronja Axelsdóttir sem býr í Hol- landi ásamt móður sinni, en sl. mánudag gaf hún hárið sitt til hár- kollugerðar fyrir börn og unglinga þar í landi sem hafa misst hárið vegna krabbameinsmeðferðar. Í hol- lenska sjónvarpinu er þáttur sér- staklega gerður til að auka þekkingu barna á ýmsum málefnum og þáttar- stjórnendur komu fyrir þremur vik- um í skóla Ronju til að biðja nem- endur um að bjóða sig fram til að gefa hár sitt. Sýndur var þáttur um tíu ára stelpu sem var að fara í gegn- um krabbameinsmeðferð og það var eins og við manninn mælt, fjórar stúlkur með sítt hár gáfu sig fram og Ronja var ein þeirra. Síðan var tekin upp þáttur þar sem fylgst var með Ronja gaf hár sitt til að hjálpa þeim veiku Ronja Axelsdóttir og þrjár bekkjarsystur hennar eru sannarlega góðar fyrirmynd- ir. Sl. mánudag létu þær klippa 20 sentimetra af hári sínu til að gefa í hárkollu- gerð fyrir börn og ungt fólk sem misst hafa hárið í krabbameinsmeðferð. Ronja býr í Hollandi en hún er fædd á aðfangadegi jóla, sannkallað jólakærleiksbarn. Að gefa og þiggja Ronja og Fanny sem greindist 12 ára með krabbamein. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Munið að slökkva á kertunum Aldrei má skilja eftir logandi kerti eða kerta- skreytingu í mannlausu herbergi s.s. í fundarherbergi eða á kaffistofu vinnustaðar. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Assa Cornelisdóttir, móðir Ronju sem gaf hár sitt og sagt er frá hér að ofan, heldur úti tveimur vefsíðum þar sem hægt er að sjá ýmislegt tengt náminu í skóiðnhönnun sem hún leggur stund á í Hollandi. Á assacornelisdottir.com má sjá hvaðan hún fær daglegan innblástur og þar setur hún einnig inn athyglis- verðar myndir af ferlinu að búa til skó. Á assacornelisdottir.tumblr.com setur Assa inn tilvitnanir í texta og myndir sem veita henni innblástur. Vefsíðan www.assacornelisdottir.com Skóhönnuður Assa að störfum við að búa til skó. Mörg handtök þar. Innblástur skóhönnuðar Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:30 bjóða Karlakór Selfoss og Skálholts- kórinn upp á ókeypis tónleika í Sel- fosskirkju. Tilvalið tækifæri fyrir Sel- fossbúa, Sunnlendinga og alla þá sem unna góðri tónlist að drífa sig. Kórarnir munu flytja vandaða og fal- lega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu. Tónleik- arnir hefjast með söng Skálholts- kórsins undir stjórn Jóns Bjarnason- ar og síðan flytur sr. Axel Árnason hugvekju. Þá flytur Karlakór Selfoss, undir stjórn Lofts Erlingssonar við undirleik Jóns Bjarnasonar, sína dag- skrá og endar á laginu fallega sem kemur mörgum í jólaskap, ?Ó, helga nótt?. Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Sel- fosskirkju og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund til að slaka á í amstri jólaundirbúningsins, enda fátt betra í stressinu en að hlusta á fagran söng. Ókeypis tónleikar í kvöld í Selfosskirkju Skálholtskórinn og Karlakór Selfoss stilla saman strengi Karlakór Selfoss Hér eru þeir söngmennirnir kátu fyrir framan Selfosskirkju. Ljósmynd/Jón K.B. Sigfússon Organisti Jón Bjarnason stjórnar Skálholtskórnum og leikur undir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Að gera góðverk er sannarlega sálar- bætandi fyrir gerandann og væntan- lega vel þegið fyrir þiggjandann. Því er full ástæða til að hvetja alla, kon- ur, karla og börn, til að gera sem flest góðverk á öllum tímum ársins. Þegar stutt er til jóla virðist vera auðveld- ast að ná til fólks og fá það til að láta gott af sér leiða. Endilega grípið tækifærið til að gera öðrum gott, hægt er að velja úr mörgum leiðum til þess núna, hvort sem það eru bág- staddir hér heima eða í öðrum lönd- um. Margt smátt gerir eitt stórt. Endilega ? ? gerið sem flest góðverk Morgunblaðið/Þorkell Bágstaddir Þeir eru um víða veröld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.