Morgunblaðið - 18.12.2013, Side 11

Morgunblaðið - 18.12.2013, Side 11
Hárið vex aftur og ef ég get hjálpað einhverju barni sem hefur ekkert hár, þá vil ég það. því þegar þessar fórnfúsu stelpur fóru á hárgreiðslustofu til að láta klippa hárið. Þær fengu líka að hitta einstaklinga sem munu njóta góðs af gjöfum þeirra. Börn kenna náungakærleika Móðir Ronju, Assa Cornelis- dóttir, sem nemur skóiðnhönnun í Hollandi, segir að hún hafi í fyrstu verið efins þegar Ronja kom heim með blað þar sem beðið var um sam- þykki foreldris. „Mín fyrstu við- brögð voru: „Nei, ekki láta klippa af þér fallegu gullnu lokkana.“ En Ronja mín var fljót að sannfæra mig og hún útskýrði fyrir mér að hún vildi svo gjarnan hjálpa öðrum og að þetta væri ekkert mál af því hárið hennar myndi vaxa aftur. Mér hlýn- aði mjög um hjartarætur þegar hún sagði þetta og sá hvað hún var stað- föst. Auðvitað samþykkti ég. Ég er afar stolt af henni. Hún er með gott hjartalag og hún vill ávallt hjálpa öðrum. Hún er algjör engill,“ segir Assa og bætir við að lítil börn geti sannarlega kennt okkur mikið um náungakær- leik. „Ég er þakklát fyrir að eiga dóttur með gullið hjarta, það mætti vera meira um slíkt í nútímaþjóð- félagi. Hún er góð fyrirmynd.“ Amma kemur með hangikjöt Ronja er jólabarn, fædd á að- fangadegi jóla og verður níu ára í næstu viku. „Hún átti ekki að fæðast fyrr en 28. desember, en hún tók sig til og fæddist klukkan sjö, á kvöld- matartíma á aðfangadegi. Þetta var því fjörmikill aðfangadagur og Ronja er sannarlega besti óvænti jólapakki sem ég hef á ævinni feng- ið,“ segir Assa og bætir við að þær mæðgur muni nú í fyrsta sinn halda jólin saman í Hollandi. „Hún hefur alltaf farið heim til Íslands til að halda upp á afmælið sitt með pabba sínum, tveimur hálfbræðrum og öðr- um íslenskum skyldmennum. Við ætlum að halda í hefðina, halda af- mælisveislu á afmælisdeginum í há- deginu, þá verður afmæliskaka og afmælispakkar, en svo höldum við jólin klukkan sex þegar kirkjuklukk- ur hringja og þá opnar hún jólapakk- ana. Við höldum líka alltaf aðra af- mælisveislu fyrir vini hennar í júní á afmælisdegi mínum, þá eru allir krakkar ennþá í skóla hér í Hollandi og sumar og sól.“ Ronja segir að jól- in séu svolítið öðruvísi í Hollandi en á Íslandi. „Amma ætlar að koma með hangikjöt frá Íslandi til okkar, en ég er vön að borða rjúpur heima hjá pabba á jólunum sem hann skýt- ur sjálfur. Ég kem til Íslands á ann- an í jólum og mamma kemur rétt fyrir áramótin. Svo förum við aftur til Hollands um miðjan janúar.“ Gjafmildar stelpur Allar saman með síðu lokkana sína við hárkollurekka, rétt fyrir klippingu. Nýklipptar Kátar stelpur sem glaðar gefa hárið sitt til hjálpar öðrum, Ronja lengst til vinstri. Ronja stolt með hárið sem klippt var af henni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.