Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ? ??? ?? ? ? ? ? ?? ?? ? ? ? ?? ? ?? ? ? ? ?? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?? ? ? ?? ?? ?? ? Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00 munu starfsmenn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hóla- vallagarði leiðbeina eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Þjónustusímar: Skrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 Ratkort er hægt að fá afhent á skrifstofunum eða prenta út á www. kirkjugardar.is Upplýsingar eru veittar í síma allan desembermánuð á skrifstofutíma. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 9:00 til 12:00 Á aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð ??????? ? ????? ? ? ? ??? ???? ?? ? ? ?? ? ? ?? ?? ?? ? Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFI & TE Í NESPRESSOVÉLAR Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sala á vörum beint frá býli fer stig- vaxandi ár frá ári og virðist jólasalan nú ætla að vera sú mesta hingað til. Þeir bændur sem blaðamaður ræddi við voru allir sammála um það að meiri eftirspurn væri eftir kjötafurð- um fyrir þessi jól en nokkurn tímann áður. Nýtur þá hangikjötið mestra vinsælda. ?Salan hefur verið jafnt og þétt að aukast á milli ára en stærsta upp- sveiflan er þetta árið hjá okkur. Það er mikil eftirspurn og nokkrir flokk- ar orðnir uppseldir,? segir Eiríkur Snæbjörnsson á Stað í Reykhóla- hreppi en þaðan er selt beint frá býli undir merkjum Reykskemmunnar. ?Það virðist vera að fólk sæki meira í ekta kofareykt hangikjöt og það er mesta aukningin í tvíreykta hangi- kjötinu sem hægt er að borða ósoð- ið,? segir Eiríkur. Sterka reykbragðið eftirsótt Í sama streng tekur Steinunn Ósk Stefánsdóttir á Hellu í Mývatnssveit en hún og maður hennar, Birgir Hauksson, eru með Reykkofann sem leggur áherslu á kofareykt hangi- kjöt. ?Fólk sækir mikið í tvíreykta hangikjötið sem er búið að hanga lengi og er reykt þannig að það þoli geymslu án kælis eða frystis. Það er vinsælt að borða það hrátt en fólk sýður líka tvíreykta hangikjötið og er þá að sækjast eftir sterka reykbragð- inu,? segir Steinunn og eftirspurnin hefur aukist. ?Það er aukning nú frá fyrri árum. En það er ekki bara í hangikjötinu því fólk hefur líka áhuga á að kaupa aðrar afurðir af lambinu eins og hrygg, bóga, súpu- kjöt, hakk og svo eru sperðlarnir mjög vinsælir,? segir Steinunn. Viðskiptavinir Steinunnar eru þeir sömu ár frá ári og alltaf tínast nýir inn í hópinn ár hvert. ?Fólk fer líka á milli bæja, prófar hjá mér eitt árið og svo hjá öðrum það næsta og kemur svo kannski aftur þegar það er búið að fara hringinn.? Steinunn býst við því að þau reyni að auka framleiðsluna aðeins á næstu árum en aðstaðan sé takmörkuð. ?Sala beint frá býli er alltaf takmörk- uð, maður tekur ákveðið heim af kjöti til vinnslu og svo þegar það er búið er það búið.? Síðustu hangilærin voru að koma úr reyk hjá Steinunni í gær og ljúka þau við að afhenda jólapantanirnar á föstudaginn. Meiri áhugi á svínakjöti Það er ekki aðeins aukning í hangi- kjötssölu beint frá býli því góð eft- irspurn er eftir vistvænu svínakjöti. ?Það er leitað eftir fersku eða reyktu kjöti, hamborgarhryggjum eða rúllum, beikoni og síðan eru ferskar purusteikur,? segir Sævar Kristinn Jónsson, bóndi á Miðskerj- um, Nesjum í Hornafirði en þar eru ræktuð vistvæn svín og kjötið af þeim selt beint frá býli. ?Það er meiri áhugi í ár en áður en það helst kannski líka í hendur við að fólk er að átta sig á að það er hægt að fá vist- vænt svínakjöt hér á landi,? segir Sævar. Þau selja líka hangikjöt og hafa ekki undan að anna eftirspurn í því. ?Við önnum ekki heimamarkaðinum með það en við stefnum að því að eiga meira hangikjöt næst.? Allur ís að verða búinn Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtseli í Eyjafirði er formaður fé- lags heimavinnsluaðila, Beint frá býli. Hann fylgist með þeim fyrir- spurnum sem koma inn á heimasíðu samtakanna og segir ljóst að það virðist vera meiri eftirpurn en áður eftir kjöti, sérstaklega svínakjöti, en þá sé fólk líka að leita að ostum og gjafakörfum. ?Mér finnst vera jöfn og þétt stígandi í sölu beint frá býli yfir heildina,? segir Guðmundur. Hann selur rjómaís beint frá býli undir merkjum Holtsels og er meiri sala í ísnum núna fyrir jólin en oft áð- ur. ?Við önnum ekki eftirspurn í ísn- um. Ég sendi þeim í Melabúðinni í síðustu viku og sagði við konuna í gær að nú yrði líklega friður fyrir þeim fram yfir jól. Það kom svo tölvupóstur frá þeim í morgun um að allur ís væri að verða búinn,? segir Guðmundur en þau gera nokkra tugi lítra af sérstökum jólaís hvert ár og klárast hann alltaf. ?Það er nóg að gera hjá okkur og það virðist líka vera stígandi í öllu hinu.? Sækja í vel reykt jólahangikjöt  Aukning í sölu afurða beint frá býli fyrir jólin  Tvíreykt hangikjöt, sem hægt er að borða ósoðið, vin- sælt  Góð eftirspurn er eftir vistvænu svínakjöti  Rjómaísinn frá Holtseli rýkur út í Melabúðinni Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Jólahangikjötið Hangikjöt sem er tvíreykt og fær að hanga lengi er vin- sælt. Myndin er tekin í reykkofanum á Húsum í Fljótsdal. Heimavinnsla » Hægt er að sjá hvaða bænd- ur selja beint frá býli á heima- síðunni; www.beintfrabyli.is. » Um 90 einstaklingar og bæir selja undir merkjum Beint frá býli. » ?Við finnum fyrir því að varan kynnir sig orðið svolítið sjálf; maður þekkir mann, smakkar og þykir gott. Sú markaðs- setning sem mann langaði til að sjá er að gerast ? að varan kynni sig sjálf,? segir Steinunn. Búið er að afgreiða nærri allar þær 250 kröfur sem gerðar voru í þrotabú Sparisjóðabankans fyrir utan nokkra lausa enda, að sögn Tómasar Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns sem sit- ur í slitastjórn SPB. Í viðtali í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Arnar Sigurðsson fjár- festir slitastjórnina harðlega fyrir seinagang í meðferð á kröfu hans í þrotabúið og lögin sem gilda um slita- stjórnir. Tómas telur hins vegar að krafa Arnars sé í réttum farvegi. ?Krafan frá Arnari barst um miðjan nóvember og varðar flókið fjármála- legt uppgjör. Slitastjórnin á eftir að senda formlegt svar en það verður gert innan skamms. Það er ekkert við þetta að athuga og upphlaup hans er óskiljanlegt, sérstaklega í ljósi þess að lögmaður hans tók sér tíu mánuði til að forma kröfuna frá því hæsta- réttardómurinn sem hann byggir á var kveðinn upp,? segir Tómas. Það er ekki skilgreint nákvæmlega í dögum og vikum í lögum hversu langan tíma slitastjórnir geta tekið í meðferð slíkra mála en Tómas segir það gert eins fljótt og kostur er. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur eftirlit með störfum slitastjórna en þó ekki með samskiptum kröfuhafa við þær. Kröfuhafar geta þó leitað til þess héraðsdóms sem skipaði slita- stjórn með umkvartanir. Skv. upplýs- ingum FME veit það ekki til þess að sérstakur tímafrestur sé á afgreiðslu slitastjórna á kröfumálum. Krafan sögð vera í eðlilegum farvegi  Kröfuhafar geti leitað til dómstóla Takmörkuð atvinnutækifæri nýút- skrifaðra lögfræðinga hafa leitt til þess að sumir þeirra hafa gripið til þess ráðs að bjóðast til að vinna launalaust um tíma á lögmanns- stofum til að öðlast reynslu eða að sækja um laus störf við símsvörun eða móttöku á slíkum stofum frekar en að vera atvinnulausir. Þetta kemur fram í grein Eyrúnar Ingadóttur í nýjasta tölublaði Lög- mannablaðsins. Þar fjallar hún um offjölgun í stétt lögfræðinga og af- leiðingarnar sem hún hefur haft á atvinnumöguleika þeirra. ?Þetta er kannski ekki algengt en þetta heyrði ég frá fleiri en einum lögmanni,? segir Eyrún en að henni vitandi hafa stofurnar ekki gengið að þessum tilboðum um launalaus störf. Í grein Eyrúnar kemur ennfremur fram að í ár hafa að meðaltali 70 lög- fræðingar verið á atvinnuleysisskrá á sama tíma og 150 hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá há- skólum landsins. Hófstilltari launakröfur Sagt er að umsóknum rigni yfir lögmannsstofur, ekki aðeins frá ný- útskrifuðum lögfræðingum, heldur einnig frá lögfræðingum ríkisstofn- ana sem hafa misst vinnuna í niður- skurði. Haft er eftir ónefndum fram- kvæmdastjóra lögmannsstofu að launakröfur nýútskrifaðra lögfræð- inga séu mun hófstilltari nú en áður og nýliðar séu hættir að gera kröfur um ofurlaun. kjartan@mbl.is Tilbúin að vinna án launa  Nýútskrifaðir lögfræðingar eru sagðir hættir að krefjast ofurlauna Morgunblaðið/Kristinn Laganemar Blikur eru á lofti í at- vinnuhorfum lögfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.