Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verkís hefur fyrir hönd Íslandsvirkj- unar sent Sveitarfélaginu Skagafirði fyrirspurn um framkvæmdaleyfi til að endurbyggja Gönguskarðsár- virkjun við Sauðárkrók. Fram kemur í erindinu að Íslands- virkjun, sem er í eigu Auðuns S. Guðmundssonar og Péturs Bjarna- sonar, hefur verið í viðræðum við RARIK um þessa framkvæmd, bæði varðandi afnot af stíflunni og vegna vatnsréttinda. Skipulags- og byggingarnefnd tók erindið fyrir í síðustu viku og tók já- kvætt í það. Í fundargerð er bent á að gera þurfi breytingu á aðalskipu- lagi Skagafjarðar vegna þessa. Í fyr- irliggjandi erindi er óskað eftir við- ræðum við sveitarfélagið um málið. Skipulags- og byggingarnefnd legg- ur til að farið verði í viðræður við umsækjendur og vísar erindinu til sveitarstjórnar. Íslandsvirkjun á og rekur Köldu- kvíslarvirkjun á Tjörnesi, skammt norðan við Bakka á Húsavík, og sel- ur þar rafmagn inn á landskerfið hjá RARIK. Gönguskarðsárvirkjun hefur ekki verið í notkun síðan árið 2007, þegar aðrennslislögn frá virkjuninni sprakk skammt ofan stöðvarhússins á Sauðárkróki og vatn flæddi yfir nyrsta hluta gamla bæjarins á Króknum. RARIK hefur nú lokað virkjuninni eftir að aðrennslislögnin var öll rifin sem og þrýstivatnsturn. Virkjunin var komin til ára sinna, reist árið 1949 en stækkuð árið 1961. Stíflan stendur enn og hefur Íslands- virkjun verið að skoða möguleika á að leggja aðrennslislögn að nýju stöðvarhúsi neðar við Gönguskarðsá og selja raforku inn á landskerfið. Gæti orðið safn Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir stöðvarhúsið á Sauð- árkróki nú notað til að geyma minjar fyrirtækisins og til greina komi að opna þar safn í framtíðinni, þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt. ?Ef einhver hefur áhuga á að kaupa af okkur stífluna, þá erum við tilbúin að skoða það, ef sveitarfélagið samþykkir það,? segir Tryggvi Þór. Gönguskarðsárvirkjun framleiddi um 1 MW þegar mest lét en ekki liggur fyrir hve stóra virkjun Ís- landsvirkjun ráðgerir. Pétur Bjarna- son vildi ekki tjá sig um áformin að svo stöddu Viggó Jónsson, formaður skipu- lags- og byggingarnefndar Skaga- fjarðar, segir nefndarmenn almennt hafa tekið mjög jákvætt í erindið og ákveðið að vísa því næst til umfjöll- unar í sveitarstjórn. Morgunblaðið/Björn Jóhann Gönguskarðsárvirkjun Stöðvarhús virkjunarinnar á Sauðárkróki hefur staðið ónotað síðan virkjunin var aflögð 2007. Til greina kemur að RARIK opni þar síðar meir minjasafn. Virkjunin var gangsett 1949 og stækkuð 1961. Vilja kaupa af RARIK  Eigendur Íslandsvirkjunar vilja endurbyggja Göngu- skarðsárvirkjun við Sauðárkrók  Vel tekið í erindið Vatnsaflsvirkjanir » Íslandsvirkjun á og rekur Köldukvíslarvirkjun á Tjörnesi. » Smærri vatnsaflsvirkjunum hefur fjölgað sem framleiða og selja raforku inn á landsnetið. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lánardrottnar hafa veitt eftirgjöf á um 6 milljörðum af samningskröfum vegna greiðsluaðlögunar hjá umboðs- manni skuldara (UMS). Tímabili greiðsluaðlögunar er lokið í 762 mál- um og í þeim eru að meðaltali gefn- ar eftir 7,9 millj- ónir af kröfum. Að sögn Svan- borgar Sigmars- dóttur, upplýs- ingafulltrúa UMS, er upphæð eftirgjafar skulda misjöfn. Eftirgjöfin geti farið frá því að vera engin yfir í að vera allt að 125 milljónir króna. Á móti geti komið fasteignir sem seljist upp í kröfur. Af þeim 762 málum þar sem tíma- bili greiðsluaðlögunar er lokið varða um 370 mál samningskröfur án veðs í fasteign skuldara. Þær geta þó haft veð í fasteign annarra eða tryggingu, þannig að hægt sé að ganga á ábyrgðarmann. Samningskröfur geta t.d. verið skuldabréf, yfirdráttur eða greiðslukortaskuldir. Öryrkjar meðal lántaka Að sögn Svanborgar er hér um að ræða mál þar sem þykir útséð um að lántakendur ráði við afborganir. Með- al lántaka í þessum hópi eru öryrkjar og lágtekjufólk. Þá standa eftir um 400 mál þar sem veðlán í fasteign koma við sögu og í flestum tilfellum einnig samningskröfur og önnur lán, t.d. námslán. Í þeim málum halda lán- takar fasteign samkvæmt samningi. Samanlagðar kröfur í þeim 762 málum sem tímabili greiðsluaðlög- unar er lokið í eru 14,06 milljarðar kr. Þar af eru samningskröfur upp á 7,33 milljarða, en undir þær heyra afskrif- aðar kröfur vegna veðlána í fasteign. Veðlán fasteigna sem skuldarar fá að halda og kröfur utan samnings eru alls 6,7 milljarðar. Frá samningskröfum upp á 7,33 milljarða dregst verðmæti fasteigna sem verða seldar eða kröfuhafar hafa eignast og er það áætlað um einn milljarður króna. Er þar um að ræða íbúðarhúsnæði, sumarhús, hesthús og aðrar fasteignir. Eftirgjöfin að jafnaði 95% Að jafnaði er eftirgjöf samnings- krafna í þessum málum um 95%, en í einstaka málum getur hún verið frá 0 og upp í 100%. Meðalupphæð eftir- gjafar er 7,9 milljónir í þeim 762 mál- um sem er lokið, alls um 6 milljarðar. Við það bætist 271 milljón í 37 málum vegna eftirgjafar í kjölfar svo- nefndrar afmáningar af veðlánum. Með afmáningu er átt við það sem út af stendur af veðkröfu í fasteign um- fram 100% af áætluðu matsverði eignar í lok samningstíma og er sér- staklega sótt um afmáningu hjá sýslumönnum. Lántaki getur því í kjölfarið eignast eigið fé í húsnæði hækki raunverð þess umfram lánið. Eftirgjöfin að jafnaði 8 milljónir Svanborg Sigmarsdóttir  Greiðsluaðlögun lokið í 762 málum Til að halda fasteign í greiðslu- aðlögun þarf lántaki að ráða við afborganir sem eru miðaðar við matsverð fasteignar. Sé greiðslu- geta ekki fyrir hendi þarf að selja eign, ekki síðar en sex mánuðum eftir að samningur kemst á. Ef söluverðmæti dugar ekki fyrir veð- kröfum er samið um eftirgjöf af því sem eftir stendur. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu höfðu tæplega 5.000 einstaklingar sótt um greiðsluaðlögun um síðustu mán- aðamót. Svanborg áætlar að með sama áframhaldi muni þar af um 2.700 málum ljúka með samningi um greiðsluaðlögun. Hún tekur hins vegar fram að meðalhlutfall eftirgjafar framar- lega í ferlinu verði líklega hærra en það sem síðar komi, enda eigi það við um málin sem ljúki fyrst að þar sé greiðslugeta mjög lítil eða eng- in og ljóst að aðstæður skuldara munu ekki breytast til batnaðar á komandi árum. Einstaklingar í miklum greiðsluvanda geta átt rétt á greiðsluaðlögun. Þegar samningstíma lýkur fara þeir af vanskilaskrá. Útlánasögu þeirra er hins vegar haldið til haga. Býst við 2.700 samningum ÚTLITIÐ FRAMUNDAN Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ Baðinnréttingar eru fáanlegar: hvítar háglans ? hvítar mattar ? ljósbrúnar ? dökkgráar ? svört eik Allt í baðherbergið frá A til IFÖ. Opið virka daga kl. 8?18 og laugardaga kl. 10?15 Smiðjuvegi 76 ? Kópavogi ? Sími 414 1000 ? tengi@tengi.is Baldursnesi 6 ? Akureyri ? Sími 414 1050 ? www.tengi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.