Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 19
markaðinum London Metal Ex- change þrýst verðinu enn meira nið- ur, að mati sérfræðinga. Stóð ekki til að selja strax Eiríkur bendir á að Magma-bréfið hafi aldrei verið á eignasölulista Orkuveitunnar, en í Planinu svo- nefnda, aðgerðaáætlun sem stjórn og eigendur OR réðust í vorið 2011 til að bæta rekstrarafkomuna, var gert ráð fyrir að fyrirtækið myndi eiga skulda- bréfið fram að gjalddaga í árslok 2016. „Síðan virtist sem svo að áhugi væri fyrir kaupum á bréfinu og var þá farið yfir það hvort rétt gæti verið að agna kaupin Morgunblaðið/Árni Sæberg selja,“ segir Eiríkur Hjálmarsson. „Tilboði var tekið með fyrirvara um fjármögnun en ekki tókst að ljúka henni í tæka tíð. Menn eru nú bara að íhuga stöðuna. Það er áfram heimild sem forstjórinn hefur frá stjórn Orkuveitunnar til að selja bréfið ef önnur tækifæri gefast.“ Nokkrir fjár- festar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt bréfinu áhuga. Aðspurður hvort nú sé rétti tíminn til að selja bréfið segir Eiríkur það vera áhættusamt út af fyrir sig að eiga skuldabréf að þessari fjárhæð. Mikilvægt sé að dregið verði úr skuldabréfaáhættu á eignahlið fyrir- tækisins. Magma Orkuveita Reykjavíkur eignaðist skuldabréfið árið 2009. Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Breska ráðgjafarfyrirtækið Capital Economics telur að skuldaniðurfell- ingin, sem ríkisstjórnin kynnti í lok nóvembermánaðar, muni hafa já- kvæð áhrif á hagkerfið. Segir fyrir- tækið jafnframt að skatturinn, sem stjórnvöld hyggjast leggja á skuldir þrotabúa föllnu bankanna, geti bætt stöðu þjóðarbúsins og eflt tiltrú fjár- festa á íslensku efnahagslífi. Í greiningu fyrirtækisins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir að niðurfellingin muni bæta fjárhagsstöðu heimila og auka einka- neyslu. Þá spáir fyrirtækið um 3% hagvexti hér á landi á næstu árum. Ósammála Fitch Í umfjöllun sinni um tillögur rík- isstjórnarinnar benti matsfyrirtækið Fitch á að fyrirhugaður skattur á þrotabú föllnu bankanna gæti skað- að viðhorf fjárfesta til íslensks við- skiptaumhverfis. Í greiningu Capital Economics er hins vegar bent á að skatturinn geti hvatt erlenda kröfu- hafa til að semja fyrr en áður um uppgjör bankanna. Það geti styrkt erlenda stöðu þjóðarbúsins og þar með aukið tiltrú fjárfesta á Íslandi. Ráðgjafarfyrirtækið bendir þó á að aukin innlend eftirspurn geti sett þrýsting á verðbólgu. Verðbólgan mældist 3,7% í nóvember sem er töluvert yfir 2,5% verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands. Segir í greiningunni að skuldaniðurfellingin auki líkurnar á því að Seðlabankinn grípi til vaxtahækkana á næsta ári, sem myndu halda aftur af auknum útgjöldum íslenskra heimila. Í fyrradag benti matsfyrirtækið Moody’s á að einkaneysla myndi væntanlega aukast á næsta ári. Morgunblaðið/Þorvaldur Trú Capital Economics telur að að- gerðirnar muni hafa jákvæð áhrif. Gæti aukið tiltrú fjárfesta á Íslandi  Capital Econo- mics tjáir sig um niðurfellinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.