Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Ofurhuginn Julien Millot gekk eftir 60 metra löngum kapli í 380 metra hæð yfir skíðasvæðinu Paradiski í frönsku Ölpunum á mánudag, í tilefni tíu ára afmælis Vanoise Express-kláfferjunnar. Ferjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og tengir svæðin Les Arcs, Peisey-Vallandry og La Plagne. AFP Loftfimleikar í frönsku Ölpunum Mannréttindasamtökin Amnesty International segja hættu á því að þegar Kínverjar loka fanga- vinnubúðum muni beiting annarra vafasamra refsiúrræða aukast í staðinn. Handahófskenndar fang- elsanir muni halda áfram með „svörtum fangelsum“, meðferð- arheimilum og öðrum stofnunum. Áætlun kínverskra stjórnvalda, Endurhæfing gegnum vinnu, var tekin upp á 6. áratug 20. aldar en samkvæmt henni gátu lögreglu- nefndir úrskurðað brotamenn í allt að fjögurra ára vist í vinnubúðum án þess að réttað væri yfir þeim. Úrræðið var aðallega hugsað fyrir smáglæpamenn en yfirvöld hafa verið sökuð um að hafa notað það til að loka inni hvern sem höfðaði gagnrýni á hendur þeim. Stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hyggist leggja áætlunina af en Amnesty segir að baráttufólk fyrir mannréttindum og lýðræði, upp- ljóstrarar og aðr- ir pólitískir að- gerðasinnar hafi í auknum mæli verið látnir sæta refsiúrræðum og það sé raunveru- leg hætta á því að kínversk stjórnvöld hverfi frá einu kerfi handahófskenndra fangelsana yfir í annað. Samtökin segja að vinnubúðum í Xinjiang, Jiangsu, Sichua, Jilin og öðrum héruðum hafi verið breytt í meðferðarstöðvar fyrir eiturlyfja- fíkla en lítið fari fyrir lækningu og endurhæfingu þeirra sem þangað eru sendir. Amnesty kallar eftir því að ráðist verði í grundvallarstefnu- breytingu og fallið frá áætlunum sem leiða til þess að einstaklingum og hópum er refsað fyrir að iðka réttindi sín. Vilja raunverulega stefnubreytingu  Vinnubúðir verða meðferðarheimili Læknum í Kína tókst að varðveita vefi afsagaðrar handar 25 ára gam- als manns í heilan mánuð, með því að græða höndina á ökkla mannsins og samnýta blóðflæðið í slagæðum fót- arins. Maðurinn, sem hefur verið kall- aður Xiao Wei, missti hægri höndina í borvél þegar hann var við vinnu í Changde í Hunan-héraði. Vefir handarinnar voru of skemmdir til þess að hægt væri að festa hana strax aftur á handlegginn en læknar í borginni Changsha græddu hana á fót mannsins, rétt fyrir ofan hásin- ina, til að gefa vefjunum tækifæri til að jafna sig. Bjarga má útlimum sem hafa ver- ið skornir eða rifnir af líkamanum ef blóðflæði er komið aftur á innan nokkurra klukkustunda. Fyrr í mánuðinum var höndin grædd aftur á Xiao Wei í aðgerð sem tók um níu tíma en hann mun þurfa að gangast undir fleiri aðgerðir og endurhæfingu í framhaldinu. AFP Vísindi Læknar græddu höndina á fót Xiaos Weis, rétt fyrir ofan hásinina. Græddu höndina á ökkla mannsins Þýska þingið kaus í gær Angelu Merkel til að gegna embætti kansl- ara þriðja kjörtímabilið í röð, með 462 atkvæðum gegn 150. Níu sátu hjá. „Ég sam- þykki niðurstöður kosninganna og þakka ykkur traustið,“ sagði Merkel eftir at- kvæðagreiðsluna en úrslitin komu ekki á óvart. Merkel hét því á mánudag að leggja áherslu á að treysta efnahag þjóðarinnar og tryggja velmegun og velferð og sagði að markmiðið væri að þjóðin hefði það jafnvel betra 2017 en í dag. Hún sagði að þeim tíma sem kristilegir demókratar og samstarfsflokkur þeirra, sósíal- demókratar, hefðu eytt við að ræða um stefnumál og stöður hefði verið vel varið en flestir sérfræðingar eru sammála um að samstarfið muni ekki ganga vandræðalaust. ÞÝSKALAND Angela Merkel end- urkjörin kanslari Jólagjöf prjónarans fæst hjá okkur Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is ÓSKUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR SJÓN ER SÖGU RÍKARI! MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavíks. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ekta íslenskt handgert konfekt. Kemur í glæsilegum gjafapakkningum. Gangtu frá jólagjöfunum í dag, hringdu og pantaðu í síma 566 6145 eða á mosbak@mosbak.is Bragðgóða r jólagjafir Fyrir starfsfólk og viðskiptavin i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.