Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 21

Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Vítamín, önnur en þau sem fólk fær beint úr fæðunni, hafa nær aldrei teljandi áhrif á heilsu fólks, eru pen- ingasóun og gætu jafnvel verið skað- vænleg, að sögn hóps vísindamanna við University of Warwick á Eng- landi og Johns Hopkins School of Medicine í Baltimore í Bandaríkj- unum. Til grundvallar ályktunum fræði- mannanna liggja þrjár vísinda- ritgerðir en í einni þeirra var rýnt í 24 tilraunarannsóknir, sem 450.000 manns tóku þátt í, og var niður- staðan sú að það hefði engin áhrif á lífaldur fólks að taka vítamín. Önnur rannsókn, þar sem þátttakendur voru 6.000 eldri karlmenn, fann eng- an ávinning af því að taka fæðubót- arefni yfir tólf ára tímabil og sú þriðja leiddi í ljós að 1.700 karlar og konur með hjartavandamál urðu engu bættari af því að taka vítamín um fimm ára skeið. Sérfræðingarnir, sem birtu niður- stöður sínar í vísindaritinu Annals of Internal Medicine, sögðu að fólk ætti að forðast það að neyta flestra fæðu- bótarefna, þar sem notkun þeirra væri ekki réttlætanleg. „Það ætti ekki að nota þessi vítamín sem for- vörn gegn langvinnum sjúkdómum. Nú er nóg komið,“ sögðu fræði- mennirnir. Þeir gáfu einnig til kynna að fyrirtæki sem seldu fæðu- bótarefni ælu á óþarfa heilsu- áhyggjum til að ýta undir sölu á ónauðsynlegum lækningum. Vísindamennirnir sögðu jafn- framt að fólk í vestrænum þjóð- félögum ætti að fá öll nauðsynleg vítamín úr fæðunni og aðeins lítill hópur fólks þyrfti á viðbótarvítam- ínskömmtum að halda. Morgunblaðið/Sverrir Markaðssetning? Vísindamennirnir segja að það sé aðeins fámennur hóp- ur sem hafi ávinning af því að taka vítamín sem fæðubótarefni. Lítill ávinningur af töku vítamína  Kynda undir áhyggjum í söluskyni Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að magnsöfnun Þjóðaröryggisstofn- unar Bandaríkjanna (NSA) á síma- gögnum Bandaríkjamanna gangi á rétt einstaklinga til einkalífs og brjóti jafnvel í bága við stjórnar- skrána. Úrskurði dómstólsins, í máli sem tveir einstaklingar höfð- uðu á hendur bandarískum stjórn- völdum, verður áfrýjað en ef hann verður staðfestur á hærri dóms- stigum má vera að NSA verði meinað að safna svokölluðum um- ferðargögnum um símtöl almennra borgara. „Ég get ekki ímyndað mér al- mennari né handahófskenndari inn- rás en þessa kerfisbundnu og há- tæknilegu söfnun og geymslu persónulegra gagna um nærri hvern einasta borgara,“ sagði dóm- arinn Richard Leon í úrskurði sín- um. Hann gagnrýndi einnig þá rétt- lætingu stjórnvalda að hin um- fangsmikla upplýsingasöfnun væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. „Stjórnvöld hafa ekki talið til eitt einasta tilfelli þar sem greining magnsafnaðra umferðargagna af hálfu NSA kom í veg fyrir yfirvofandi árás eða að- stoðaði stjórnvöld með öðrum hætti við að ná markmiðum innan þröngra tímamarka,“ sagði hann. Talsmaður bandaríska dóms- málaráðuneytisins sagði í samtali við AFP að ráðuneytið teldi að að- gerðir NSA stæðust stjórnar- skrána, eins og aðrir dómarar hefðu komist að niðurstöðu um, en sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið. Í yfirlýsingu frá uppljóstraran- um Edward Snowden sagðist hann ánægður með dóminn en hann hefði lekið upplýsingum sem hann stal frá NSA í þeirri sannfæringu að gagnasöfnun stofnunarinnar bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar. Hann sagði að almenningur ætti heimtingu á því að málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Dómari segir gagna- söfnun NSA ólögmæta  Þjóðaröryggisstofnunin brjóti gegn stjórnarskránni AFP Stjórnarskrárbrot? Gögnin er NSA safnar snúa ekki að innihaldi samskipta heldur tímasetningum símtala, lengd þeirra og hvaðan og hvert er hringt. Deilt um lögmæti » Snowden sagði að úrskurð- urinn, um „leynilegt verkefni, heimilað af leynilegum dóm- stól“, væri aðeins sá fyrsti af mörgum. » Bandarísk stjórnvöld hafa fordæmt leka Snowdens og staðhæfa að söfnun umferð- argagna, þ.e. upplýsinga um t.d. lengd símtala, brjóti ekki gegn stjórnarskránni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.