Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þeim heimilum hér á landisem hafa þurft á fjárhags-aðstoð sveitarfélaganna aðhalda hefur fjölgað mikið eftir hrun eða um 80% frá árinu 2007. Í fyrra þáðu 6,2% allra heimila í landinu fjárhagsaðstoð. Þetta kem- ur fram í nýrri úttekt ASÍ á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna. ?Ef litið er á heildarfjölda ein- staklinga með fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum árið 2006 voru þeir 3.433 talsins en árið 2012 voru þeir 6.209 [?],? segir í skýrslu ASÍ. Leitt er í ljós hvaða hópar það eru sem einkum hafa þurft að reiða sig á fjár- hagsaðstoðina, hversu mikið hún skerðist vegna tekna maka og hvað reglurnarnar eru ólíkar eftir sveitar- félögum. ?Stór hópur vinnufærs fólks er án atvinnuleysisbótaréttar og þarf fjárhagsaðstoð frá sveit- arfélögunum. Sá hópur mun fara stækkandi á næstunni,? segir í út- tektinni. Atvinnulaus einstaklingur sem hefur lokið bótarétti sínum hjá Vinnumálastofnun verður fyrir veru- legum tekjumissi þegar hann þarf að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfé- laganna. Mjög misjafnt er hvað sveitarfélögin reikna inn í fram- færslugrunn sinn, hvernig þau með- höndla tekjur og áhrif fjölskyldu- stærðar. Upphæð framfærslunnar er því ekki sú sama frá einu sveitarfé- lagi til annars. Grunnfjárhæðirnar eru misháar. Þær eru hæstar í Reykjavík eða 163.635 kr. en grunn- fjárhæð Garðabæjar er lægst eða 141.683 kr. af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það segir þó ekki alla söguna því í Garðabæ er tekið mið af fjölskyldustærð og hækkar grunnfjárhæðin fyrir hvert barn um 20%. Í Reykjanesbæ, Grindavík og Árborg eru grunn- fjárhæðir fjárhagsaðstoðar á bilinu 125.000 kr.-130.000 kr. svo dæmi séu tekin. Ólík staða þeirra sem þiggja að- stoðina eftir búsetu er sýnd með dæmum í úttekt ASÍ. Avinnuleys- isbætur eru 172.609 kr. Ef ein- staklingur sem misst hefur rétt til atvinnuleysisbóta þiggur fjárhags- aðstoð í Reykjavík fær hann 163.635 kr. sem er grunnfjárhæð fjárhags- aðstoðar í borginni og verður fyrir tekjumissi upp á 8.974 kr. Í Reykja- nesbæ er grunnfjárhæðin sem við- komandi getur fengið í fjárhags- aðstoð 129.766 kr og tekjumissir hans er því upp á 42.843 kr. Á Akur- eyri yrði tekjumissir hans við að fara af atvinnuleysisbótum og þiggja fjár- hagsaðstoð 28.250 kr. Í skýrslu ASÍ eru einnig sett upp dæmi um hvað hjón og sambýlisfólk hafa sér til framfærslu þegar aðeins annar aðilinn er í vinnu en hinn er á atvinnuleysisbótum og hvað tekj- urnar skerðast mikið ef viðkomandi klárar bótarétt sinn og þarf á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna að halda. Ef annar aðilinn er á lág- markslaunum en hinn aðilinn þiggur fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu þá eru samanlagðar mánaðartekjur þeirra í Reykjavík samtals 245.453 kr. Sá sem þiggur fjárhagsaðstoð frá Reykjavík fær aðeins greiddar 41.453 kr. á mánuði vegna tengingar við tekjur maka. Í Reykjanesbæ fær sá sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda aðeins 3.625 kr. á mánuði frá sveitarfélaginu vegna tekjuteng- ingar við maka, sem er þó aðeins með lágmarkslaun eins og áður seg- ir. Á Akureyri fengi hann 26.974 kr. á mánuði í fjárhagsaðstoð og 23.637 kr. á mánuði ef hann byggi í Borgarnesi að því er fram kemur í úttektinni. Búa við sama vanda en fá mismikla aðstoð Morgunblaðið/Ómar Ólík úrræði ASÍ bendir á að þeir sem fara af bótum yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fá mismunandi aðstoð eftir því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Norður-Kórea erkomm- únískt keisara- veldi, þótt það hljómi undarlega. Þriðji ættliður, Kim Jong-un, tók árið 2011 við völdum við fráfall föður síns, Kim Jong-il, sem nú hvílir í opinni kistu við hlið föður síns, ?hins mikla og elskaða leiðtoga? Kim Il- sung, sem upprunalega braut landið undir alræði öreig- anna. Helsti árangur feðg- anna þriggja er stöðugleikinn sem felst í því að tryggja að öreigarnir hafa verið illa og sífellt verr haldnir alla valda- tíð þeirra. Hinn ungi Kim Jong-un hefur sýnt mikil til- þrif á meðan hann hefur leit- ast við að festa sig í sessi. Hann hefur skotið eldflaugum út og suður, með óljósum ár- angri þó, og hann hefur fært mikil herfylki til og frá með miklu brambolti og tilkynn- ingum um að ekki verði leng- ur dregið að jafna um Banda- ríkin í eitt skipti fyrir öll. Og hann hefur rekið eða komið fyrir kattarnef þeim sem töldust, að frjálsu mati, ógna stöðu hans. Nú seinast seildist hann lengra en áar hans höfðu gert, er hann lét leiða mág föður síns heitins fyrir herrétt, sem fór yfir mörg hundruð síðna skýrslu um mál hans á dagparti, dæmdi hann svo til dauða á grundvelli hennar. Mágur föður leiðtogans unga, Jang Song Thaek, var talinn annar valdamesti mað- ur Norður-Kóreu á eftir Kim Jong-un. Hann var tekinn af lífi daginn eftir dauðadóminn, svo hann þurfti a.m.k. ekki að kvarta undan seinlegri máls- meðferð, eins og víða tíðkast. Sérfræðingum í málefnum hins einangraða kommúnista- ríkis ber ekki saman um hvað þessi síðasta aðgerð þýði. Hún sýnir að sjálfsögðu, með öðru, mikla grimmd hins unga leiðtoga og að hann sé í þeim efnum ekki eftirbátur föður og afa. En hefur hann gengið of langt? Óttast aðrir leiðtog- ar hersins áframhaldandi að- gerðir svo mjög að þeir taki áhættuna af því að losa sig við leiðtogann? Mun stóri bróðir, Kína, grípa í taumana? Margt bendir til þess, að leiðtogum risaveldisins sé ekki rótt. Sérfræðingar í málefnum landanna virðast meta það svo, að líklegra sé að leiðtog- ar Kína muni enn um sinn taka áhættuna af ólík- indastjórn Kim Jong-un fremur en að horfa framan í hugsanlega upplausn í mál- efnum landsins, sem leitt gæti til sameiningar Kóreuríkjanna í eitt bandalagsríki Bandaríkjamanna. En svo notuð sé hending, sem er ofarlega í huga um þessar mundir, er sameiginleg niðurstaða spek- inganna sú, að ?vandi sé um slíkt að spá?. En þar sem ætt- arveldistilbrigði í alræði ör- eiganna hefur verið haft í flimtingum, þá má horfa til þess að ekki eru lönd kapít- alsins í vestri, né lönd beggja kerfa í austri, með öllu laus við svipaða takta. Ian Buruma, prófessor í mannréttindafræðum, rakti slík tengsl í nágrannaríkjum ríkis Kim Jong-un í grein sem birt var hér í blaðinu í gær. Hann benti á að Sinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er barnabarn Nubusuke Kishi, sem var háttsettur embættis- maður í japanska stjórnkerf- inu fyrir síðustu heimsstyrj- öld og forsætisráðherra Japan um tíma eftir styrjöld- ina. Kishi varð hatrammur andstæðingur kommúnisma í kalda stríðinu og að sögn Buruma var Nixon forseti ná- inn vinur hans. En helsti bandamaður Kishi hafi þó verið ?harðlínumaðurinn Park Chung-hee, sem varð forseti Suður-Kóreu ?? Park Geun-hye, dóttir Park for- seta, er núverandi forseti Suður-Kóreu! En þriðji stórspilarinn á svæðinu, sem er að fylgjast með brölti forseta Norður- Kóreu, er leiðtogi Kína, Xi Jinping, en faðir hans var ?einn af helstu leiðtogum kommúnistabyltingarinnar? í Kína. Þannig að jafnvel þar sem menn hafa úr þjóð að velja sem telur vel á annan milljarð manna eru arftak- arnir valdir úr fámennum innsta hring. En svo gætu þeir fyrir austan bent á að af aðeins 44 forsetum Bandaríkjanna í rúm 200 ár má sjá Adams- feðgana og Bush-feðgana, og Roosevelt-frændurna. Og þeir gætu bent á að margir telja að næstu forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum muni snúast um hvort bróðir og sonur Bush-forsetanna, Jeb Bush, eða Hillary, eiginkona Clintons forseta, fái lyklana að Hvíta húsinu. Það er sem sagt ekki bara að hjörtunum svipi saman í Súdan og Grímsnesinu, eins og Tómas benti á, heldur virðast völd, hér og hvar um heiminn, vera ættgengur kvilli. Förum ekki út fyrir fjölskylduna nema í neyð hafa fleiri sagt en Don Corleone} Ættgengir valdamenn Ég skensa stundum granna minnog góðvin sem vinnur hjá Rík-isútvarpinu að ég sé því mjögmótfallinn að selja Rás 2, þvíréttast væri að henda henni. Einhverjum kann að þykja þetta grátt gam- an, en í því er þó það sannindakorn að ekkert er til að selja; Rás 2 er ekki hægt að reka án þess starfsfólks sem þar starfar og ekki án þeirrar hugsunar og hugmyndafræði sem felst í ríkisútvarpi yfirleitt. Liðinn er hálfur þriðji áratugur frá því út- varpsrekstur var gefinn frjáls á Íslandi. Ekki er hægt að segja annað en að sú ráðstöfun hafi verið til góðs enda hafa einkareknar út- varps- og sjónvarpsstöðvar auðgað mannlíf og verið leiðandi í ljósvakaþróun og á þeirra vegum hefur orðið til gríðarmikið af góðu menningarefni í bland við skemmtilegt ómenningarefni. Einkareknu útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar hafa líka iðulega sinnt íslenskri tónlist mjög vel, en þó yf- irleitt þeirri tónlist sem nýtur mestrar hylli, með fullri virðingu fyrir slíkri músík. Jaðartónlist, það sem er óvenjulegt og sérkennilegt og undarlegt, hefur fengið minna rými og mér er til að mynda minnisstætt þegar Stjarnan sáluga samdi um að útvarpa frá hljóm- sveitakeppninni Músíktilraunum í Tónabæ og dagskrár- stjórinn var fljótur að skrúfa fyrir þegar fyrsta þunga- rokksbandið byrjaði að spila. Ekki er þó ástæða til að amast við því að einkareknu stöðvarnar vilji forðast að stuða hlustendur, hafa alla góða, enda hljóta þær að sækja inn á miðjuna því þar eru hlustendur flestir. Skylda ríkisútvarps er aftur á móti að þjón- usta alla, eða því sem næst, ekki bara þá sem hafa gaman af almæltu; að leyfa öllu að njóta sín, þó það sé ekki við almannasmekk. Gleymum því líka ekki að það sem eitt sinn var ekki við almannasmekk verður það iðu- lega á endanum, ekki síst ef hlúð er að því og það fær tíma til að nærast og vaxa. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé Ríkisútvarpinu að þakka eða kenna að tón- listarmenn hafi náð eyrum þjóðarinnar og jafnvel eyrum þjóða heimsins, listin finnur ætíð sína leið. Ekki verður þó á móti því mælt að þáttur Rásar eitt og tvö í því að næra og skrá íslenska tónlist er veigamikill, að ekki sé talað um leiklist og bókmenntir reyndar líka. Aðrir hafa ekki sinnt slíku verki síðustu áratugi og ólík- legt að þeir taki upp á því þó rásirnar verði seldar eða þeim hent. Líkt og önnur apparöt efast ég ekki um að spara megi í rekstri Ríkisútvarpsins og sennilega má spara myndarlega og hagræða rækilega. Það að grafa undan hlutverki Ríkisútvarpsins og gera lítið úr skyldum þess gagnvart íslenskri menningu er þó að segja að ríkis- útvarp sé óþarft, að sú hugsun og hugmyndafræði sem felst í slíku útvarpi yfirleitt sé órar. Ef svo er þá er eins gott að henda öllu klabbinu. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Hendum Ríkisútvarpinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Alls voru 43% af þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð í fyrra ein- stæðir barnlausir karlar og hef- ur þeim fjölgað um tæp 6% frá 2007. Minni aukning varð hins vegar frá þeim tíma á þörf ein- stæðra barnlausra kvenna til að þiggja fjárhagsaðstoð. Hlutfall þeirra jókst úr 15,7% í 19,9%. ?Alls eru einstæðir karlar og einstæðar konur 62,9% þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð árið 2012.? Átaksverkefnið Liðs- styrkur til aðstoðar þeim sem hafa fullnýtt rétt sinn til at- vinnuleysisbóta hefur skilað ár- angri. Í lok ágúst höfðu 2.412 störf verið skráð í starfabanka vegna Liðsstyrks. Af þeim voru 1.484 á almennum vinnumark- aði, 854 hjá sveitarfélögunum og 72 hjá ríkinu. Ráðið hafði verið í 908 störf, 574 störf aft- urkölluð eða afskráð og 538 störf voru í miðlun. Flestir eru einstæðir FJÁRHAGSAÐSTOÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.