Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Askasleikir Sjötti jólasveinninn kom í Þjóðminjasafnið í gær til að spjalla við gesti og skoða aska í von um að finna eitthvað gott til að sleikja. Búast má við skarkala í safninu í dag því von er á Hurðaskelli. Ómar Mikið hefur gengið á inn- an kaþólsku kirkjunnar síð- an ásökunum fór að rigna inn um skelfilega atburði sem áttu sér stað á ákveðnu tímabili í Landakotsskóla. Undirritaður var nemandi í skólanum í fimm ár á sínum tíma og vissulega var þar margt óvenjulegt. Mikill agi, svo mikill að oft grétu nemendur í og eftir tíma, sér í lagi hjá Margréti Möller, en hún kenndi allt í 8 ára bekk og enginn annar. Þetta fannst manni eðlilegt 8 ára göml- um, og ekki varð ég fyrir skaða þessi námsár mín í Landakotsskóla, tel ég, og ekki heldur í Riftúni þau sumur sem ég dvaldi þar. En sannfærður er ég þó um að ef opinberir aðilar hefðu sinnt starfs- skyldum sínum með eftirliti með skól- anum (og reyndar mörgum öðrum skól- um) þá hefði hann vart fengið endurnýjað starfsleyfi. En nóg um það. Landakotsskóli í dag er frábær skóli enda ekki stjórnað á neinu leyti af kirkj- unnar mönnum. Það get ég vottað því dóttir mín út- skrifaðist úr honum síðasta vetur. Ég sem kaþólikki hef fylgst með þessum málum af áhuga og ég veit að það hafa margir eðlilega gert. Þau mörgu tilvik sem áttu sér stað eru skelfileg og verulega ámælisverð, ekki síður hvernig þáverandi þjónar kirkjunnar og aðrir sem eru reyndar enn starfandi innan kirkjunnar leyndu upplýsingum. Einnig liggur fyrir að miklum gögnum var eytt af þáverandi aðstoðarmanni og staðgengli biskups og helsta yfirmanni og umsjónarmanni fjármála kirkjunnar, sr. Georg. Sr. Georg var fjölskylduvinur foreldra minna og okkar bræðranna þriggja. Móðir mín heitin skriftaði hjá honum og hann var trúnaðarvinur okkar allra, hann hélt undir skírn börnum sumra okkar bræðra. Hann braut á gróflegan hátt gegn bróður mínum. Fleiri dæmi eru það borðleggjandi í skýrslunni, ég þarf ekki að fjalla um það nánar. Ekki er hægt að taka trúna á Maríu mey, Jesú Krist og almáttugan Guð af fólki, hvorki af almennum kristnum mönnum og kon- um né öðrum trúfélögum heldur, bræðr- um og systrum okkar, þó „stofnanir“ líkt og kaþólska kirkjan í þessu tilfelli bregðist illa. Það er sárt að rita þessa grein. Undirritaður var í góðu vinfengi og á góðar minningar um einstakan vinskap og starf með prestum, biskupum hér á árum áður sem eru látnir nú og ég er í góðu vinfengi við marga núlif- andi farsæla þjóna kaþ- ólsku kirkjunnar um all- an heim. En það er til skammar hvernig kirkj- an kemur fram í þessu máli nú á lokakafla þess- arar vinnu sem hún kostaði miklu til og setti í gang sem sitt framlag til að „laga og bæta“ fyrir málið. En í þessu máli hefur hún bara eitt tækifæri. Ögmundur Jónasson, einn fárra „sjálfstætt hugsandi og starfandi“ þing- manna, gagnrýndi kirkjuna harðlega á Alþingi nýlega fyrir þann „dónaskap“ sem hún sýnir fórnarlömbum þessara illvirkja. Illugi Gunnarsson ráðherra tók undir þetta og kom einnig með gott innlegg í þetta mál. Hann hvetur kaþ- ólsku kirkjuna til að endurskoða þetta mál og það á hún að gera . Brjóta odd af þessu oflæti sínu og „ólíðandi“ fram- komu. Hún á að koma fram við „þol- endur“ eins og fólk en ekki eins og, ja, ég veit ekki hvað. Og af hverju er ekki haldinn fundur í Safnaðarheimili kirkjunnar og málið út- skýrt fyrir kaþólikkum á Íslandi? Telur kirkjan ekki ástæðu til að leyfa allavega þeim sem enn eru meðlimir að spyrja spurninga og fá svör frá t.d. þeim þjón- um sem störfuðu á þessum tíma og starfa enn? Fá að heyra rök þeirra ef einhver eru. Og almennar spurningar um þessi mál, viðbrögð og fleira. Ég hvet kaþólsku kirkjuna til að end- urskoða þetta mál og sýna það í verki að hún er starfi sínu vaxin og er eins og segir í góðri bók: Kirkja allra og fyrir alla. Ekki mun ég fjalla um þetta mál nema á þessum vettvangi hér en ég ítreka orð mín: Endurskoðið þetta vin- samlegast. Eftir Ara Gísla Bragason »Ég hvet kaþólsku kirkjuna til að endur- skoða þetta mál og sýna það í verki að hún er starfi sínu vaxin. Ari Gísli Bragason Höfundur er fræmkvæmdastjóri og fornbókasali í Reykjavík. Kaþólska kirkjan á tímamótum Hafi menn haft sið- ferðilegar efasemdir um ákvarðanir vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, nýta menn fyrsta tækifærið sem gefst til að draga ákvarðarnir til baka – leiðrétta það sem gert var rangt. Auðvitað getur það verið tímafrekt að lag- færa og bæta það sem miður hefur farið. Það er ekki einfalt að endurreisa skattkerfið eftir að það var eyðilagt. Að ná hallalausum fjárlögum – stoppa blæðinguna – er ekki vafningalaust eða létt verk, allra síst þegar tekju- stofnar eru veikir og leiðrétta þarf for- gangsröðun í útgjöldum ríkisins. Að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag heimilanna er langt í frá auðvelt eftir tæp fimm ár brostinna vona og fyr- irheita. En á tæpum sjö mánuðum hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tekist að rétta kúrs- inn í mörgu. Fjárlög komandi árs verða hallalaus og þar með er lagður grunnur að stöðugleika og það sem skiptir ekki síður miklu; við munum ekki senda reikninginn til komandi kynslóða. Búið er að stíga fyrstu skrefin í lækkun skatta og tíma- bil „you ain‘t seen not- hing yet-hótunarstefn- unnar“ er að baki. Umfangsmiklar að- gerðir þar sem komið er til móts við heimilin hafa verið kynntar. Uppbygging heilbrigð- iskerfisins er hafin með réttri forgangsröðun. Þannig má nefna fleiri dæmi. Ávísun á vandræði Í einu hafa ríkisstjórninni verið mis- lagðar hendur. Og kannski ætti engan að undra. Það er yfirleitt ávísun á vandræði þegar ekki er gengið hreint til verks. Í stað þess að slíta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu með formlegum hætti, var ákveðið að gera á þeim hlé, sem fæstir vita hvað þýðir. Þannig hefur ríkisstjórnin skapað póli- tíska óvissu, sem er með ólíkindum þegar haft er í huga að stjórnarflokk- arnir eru báðir andvígir aðild. Umræðan um IPA-aðlögunarstyrk- ina er birtingarmynd af pólitískri óvissu sem hefur verið búin til. Stjórn- málamenn sem eru andvígir ESB-að- ild geta aldrei samþykkt að tekið sé við greiðslum sem eru tengdar aðild- arumsókn – engu skiptir hversu góð verkefnin eru sem fjármögnuð eru með styrkjunum. Það hefði verið rétt, eðlilegt og sanngjarnt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks að gera ráðamönnum Evrópu- sambandsins grein fyrir því að Íslend- ingar tækju ekki við IPA-styrkjum, a.m.k. ekki á meðan hlé ríkir í við- ræðum. IPA-styrkirnir eru ekki aðeins dæmi um að menn geta bæði átt og sleppt, heldur ekki síður hvernig trú- verðugleiki skaðast, innanlands og ut- an. Slitið með formlegum hætti Stuðningsmönnum ríkisstjórnar- innar er að verða það æ betur ljóst hversu pólitískt mikilvægt það er að ganga hreint til verks gagnvart Evr- ópusambandinu. Það verður ekki gert nema aðildarviðræðunum sé slitið með formlegum hætti með samþykkt þingsályktunar. Slíkt er í takt við grunnstefnu beggja stjórnarflokk- anna. Þeir þingmenn, sem eru baráttu- menn fyrir aðild að Evrópusamband- inu, geta í framhaldinu lagt fram til- lögu um að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild. Með slíkri tillögu gæti formaður Samfylkingar- innar leiðrétt það sem miður fór í júlí 2009 þegar meirihluti Alþingis sam- þykkti að óska eftir aðild að Evrópu- sambandinu. Með klækjum og hrossa- kaupum var málið afgreitt. Um leið var felld tillaga um að bera aðild- arumsóknina undir landsmenn í þjóð- aratkvæði. Þeir sem hæst höfðu talað um beint lýðræði og þjóðaratkvæða- greiðslur í mikilvægum málum komu í veg fyrir að kjósendur væru hafðir með í ráðum. Fyrirheit og samþykktir um beint lýðræði reyndust innantóm. Merkingarleysi fallegra loforða um þjóðaratkvæðagreiðslur var staðfest í tvígang í Icesave-deilunni. Víti til varnaðar Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur vítin að varast frá valdatíma vinstri stjórnarinnar og þá ekki síst í utanríkismálum. Þar hafði Samfylkingin algjört forræði og lagði allt undir. En leiðin til Brussel reyndist torsótt og aðildarferlið komst í ógöngur þrátt fyrir yfirlýsingar um að Ísland fengi sérstaka flýtimeðferð. Í einfeldni sinni stóðu samfylkingar í þeirri trú að raunhæft væri að Ísland yrði fullgildur aðili að Evrópusam- bandinu þegar árið 2012. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra og formað- ur Samfylkingarinnar, hélt því fram í september 2011 að alla pólitíska for- ystu vantaði í umsóknarferlinu, enda stæði þáverandi ríkisstjórn ekki heils- hugar að umsókninni. Hún taldi rétt að draga umsóknina til baka. Rúmum tveimur árum síðar er ljóst að mat Ingibjargar Sólrúnar var rétt. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var sjálfri sér sund- urþykk. Lagt var af stað í vegferð til Brussel án þess að raunverulegur meirihluti væri fyrir henni á þingi og komið var í veg fyrir að þjóðin væri spurð álits. Þegar lagt er í vegferð illa nestaður er ekki von að vel fari. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verður að taka póli- tíska forystu í aðildarmálum að Evr- ópusambandinu. Það er ekki hægt nema stefnan sé skýr og öllum ljós. Haltu-mér-slepptu-mér-biðstefnan mun fyrr eða síðar koma ríkisstjórn- inni í vandræði. Þess vegna verður að ganga hreint til verks. Eftir Óla Björn Kárason »Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur vítin að varast frá valdatíma vinstri stjórn- arinnar og þá ekki síst í utanríkismálum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Göngum hreint til verks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.