Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Þegar þú þarft að semja um skuldir og/ eða fá nýtt lán þá hefur venjan verið sú að skoða vanskilaskrá þess sem sækir um hjá viðkomandi stofn- un. Nú hefur Credit- info gefið út lána- yfirlit og lánshæf- ismat einstaklinga og fyrirtækja. Í lánshæfismati eru lagðar til gundvallar m.a. vaktanir á kennitölu en þar á meðal eru orkufyrirtækin og ýmis fyrirtæki sem þú hefur verið í viðskiptum við eða jafnvel bara látið gera til- boð í ákveðið verk. Einnig geta mögulega verið gömul uppboðs- ferli sem fóru fram fyrir löngu eða jafnvel uppboðsferli sem voru dregin til baka vegna ólöglegra lána. Vissir þú það? Gjalddagi láns sem komið er fram yfir gjalddaga en ekki á ein- daga getur jafnvel verið skráður sem vanskil á lánayfirliti sem Creditinfo gefur út. Einnig geta verið þar inni ólögleg lán sem bíða endurútreiknings. Vissir þú það? Allar færslur og vaktanir skerða lánshæfismat þitt í prósentum tal- ið og segja til um hvað eru mörg prósent líkur á að þú farir á vanskilalista næstu 12 mánuði. Þetta er að sjálfsögðu bara kúgun og spurn- ing hvort það standist lög að gefa út lánshæf- ismat sem er byggt á röngum forsemdum. Bankar og fjár- málastofnanir geta sótt eftirfarandi upp- lýsingar um þig hjá Creditinfo: lánshæf- ismat, sótt með þínu leyfi, lána- yfirlit, sótt með þínu leyfi, van- skilaskrá, sótt án leyfis frá þér ef þú ert í viðskiptum við þá eða ert að sækja um viðskipti við þá. Ég skora á alla að kynna sér mjög vel starfsemi Creditinfo og þær upplýsingar sem þar er að finna um þig og þína. CIP-lánshæfismat Creditinfo Eftir Gunnar Magnússon Gunnar Magnússon »Ég skora á alla að kynna sér mjög vel starfsemi Creditinfo og þær upplýsingar sem þar er að finna um þig og þína. Höfundur er fv. sjómaður. Það má segja að bor- ið sé í bakkafullan læk- inn með því að tala um samdrátt og niðurskurð hins opinbera á fjöl- mörgum sviðum, en ef grannt er skoðað þá er ljóst að ekkert hefur til þessa farið fyrir um- ræðu um stöðu Haf- rannsóknastofnunar í þessu samhengi. Nú blasir við staða sem er að mínu mati algjörlega galin og á að óbreyttu eft- ir að hafa í för með sér óásætt- anlegar afleiðingar fyrir sjávar- útveginn og þar með þjóðfélagið. Staðan er þessi: Um árabil hefur framlag ríkisins farið minnkandi sem hlutfall af heildarútgjöldum. Þannig hafa sértekjur í gegnum styrki og leiguverkefni hækkað frá því að vera 21,5% af rekstrarfé árið 2001 í það að vera 44% árið 2013. Stærsti hluti styrkja undafarin ár er úr Verk- efnasjóði sjávarútvegsins þar sem tekjur hafa dregist verulega saman. Árið 2004 voru ársverk við stofn- unina 172 en á þessu ári 144, eða fækkun um 28 ársverk. Með aðhaldi í rekstri og samdrætti hefur stofn- uninni tekist að halda kostnaði rétt- um megin við núllið þar til nú, árið 2013, þar sem 100 milljónir vantar upp á að endar nái saman. Ef fylgja ætti á næsta ári sambærilegri starfs- áætlun og gert hefur verið í ár þá yrði áætlaður rekstr- arhalli 385 milljónir að viðbættum áðurnefnd- um 100 milljónum frá 2013 eða tæpur hálfur miljarður. Afleiðingarnar Á fundi Ráð- gjafanefndar Hafrann- sóknastofnunar kynntu stjórnendur Hafró til hvaða úrræða yrði að grípa til að ná jöfnuði í rekstrinum. Úthald rannsóknarskipanna er lang- kostnaðarsamasti þáttur rekstrarins og því einsýnt að þar verði að skera hraustlega niður. Fækka verður út- haldsdögum með það afgerandi hætti að Bjarna Sæm. yrði einungis haldið úti í 49 daga framan af ári og síðan lagt en hann var á sjó 160 daga í ár. 15-16 ársverk hverfa til viðbótar þeim 28 sem áður er getið. Gert er ráð fyrir að sjódagar Árna Friðriks- sonar verði 149 í stað 180 á síðasta ári. Lykilatriði sem hljóta að falla innan algjörra grunnþátta starfsem- innar eru felld út, s.s. stofnmælingar botnfiska að hausti (Haustrallið) og rannsóknir á veiðistofni loðnu. Fjöl- margir rannsóknarþættir eru þurrk- aðir út og aðrir fá mun minni tíma og fjármuni en þyrfti, svo ásættanlegt væri, s.s. veiðarfærarannsóknir sem leggja þyrfti mun meiri áherslu á en gert hefur verið. Ljóst er að trúverð- ugleiki okkar sem leiðandi fisk- veiðiþjóðar sem byggir á sjálfbærum veiðum verður fljótur að bíða hnekki ef við sinnum ekki lengur þeim rann- sóknum sem leggja þarf til grund- vallar sjálfbærninni, s.s. að afla og viðhalda þeirri gagnasöfnun sem er undirstaða þess orðspors sem við höfum náð á alþjóðavettvangi. Ráð- gjöf sem byggð er á veikari grunni, nýmótaðar aflareglur fyrir okkar helstu nytjastofna, enginn byrj- unarkvóti í loðnu að hausti 2014, áunninn árangur varðandi gæðavott- un auk sölu og markaðsmála. Allir þessir þættir eiga það sammerkt að verða fyrir verulegum skaða í víð- ustu merkingu þess orðs. Ekki síst veldur þetta ómældu fjárhagslegu tjóni fyrir þjóðarbúið í heild. Að- haldsaðgerðir sem leiða af sér marg- þætt tjón og útgjöld umfram ætlaðan sparnað, bera vott um hættulegan skort á skynsemi. Ég skora því á þá sem með völdin fara að íhuga vand- lega afleiðingarnar áður en lengra er haldið. Að skera undan sjálfum sér Eftir Árna Bjarnason » Trúverðugleiki okk- ar sem leiðandi fisk- veiðiþjóðar verður fljót- ur að bíða hnekki ef við sinnum ekki lengur þeim rannsóknum sem leggja þarf til grund- vallar sjálfbærninni. Árni Bjarnason Höfundur er forseti FFSÍ. Brids í Stangarhyl Fimmtudaginn 12. desember var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 11 borðum. Efstu pör í N/S Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 272 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 222 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 222 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgas. 221 A/V Gunnar Jónss. – Magnús Jónsson 283 Ólafur Ingvarss. – Björn E. Péturss. 270 Margrét Gunnarsd. – Vigdís Hallgr. 249 Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartanss. 232 Mánudaginn 16. des. var spilað á 13 borðum. Meðalskor 220. Efstu pör í N/S: Ragnar Björnss. – Bjarni Þórarinsson 254 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 237 Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 236 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 235 A/V Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 304 Hrólfur Guðmss. – Oddur Halldórsson 272 Guðjón Eyjólfss. – Sigurður Tómasson 265 Jón Hákon Jónss. – Höskuldur Jónss. 237 Á nýju ári hefst spilamennska fimmtudaginn 9. janúar. Oddfellow-skálin Ýlir fór vel í þá feðga Pál Hjalta- son og Hjalta Pálsson. 71% skor var uppskeran í þriðju lotu um Oddfel- low-skálina. Úrslit í þriðju lotu, meðalskor 192. Páll Hjaltason – Hjalti Pálsson 238 Stefán R. Jónss. – Hans Óskar Isebarn 199 Gísli Jóhanness. – Guðbjartur Halldórss. 188 Guðm. Ágústsson – Brynjar Níelsson 182 Björn Júlíuss. – Hreinn Ó. Sigtryggsson 176 Heildarstaðan. Meðalskor 576. Páll Hjaltason – Hjalti Pálsson 743 Guðm. Ágústsson – Brynjar Níelsson 638 Stefán R. Jónsson – Hans Óskar Isebarn 626 Jón Briem – Ágúst Ástráðsson 574 Rafn Haraldsson – Jón Sveinsson 566 Rafn Kristjánsson – Tryggvi Jónasson 557 Næst verður spiluð hraðsveita- keppni á nýju ári, 13. janúar. Síðan taka þrjár lotur við í keppni um Odd- fellow-skálina. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Verð frá 37.000 kr. www.genevalab.com Sendu pöntun ámbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 ER ÞÍN AUGLÝSINGIN ÞAR? Alla þriðjudaga fylgir Morgunblaðinu sérblað umBÍLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.