Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 Opið alla daga fram að jólum NATUSKI „Courageous” My spirit is confident and resolute Nú í svartasta skammdeginu, þegar myrkrið mæðir móður jörð, er rétt að minna á gamalt máltæki sem segir: „Geta skal þess sem vel er gert.“ Með því að gera það er stuðlað að hvatningu og ánægju í öllu starfi og samskiptum manna, meiri samhygð og bjartsýni á framtíðina. Þetta vita allir en því miður er þessi háttur allt of sjaldan tíðkaður í samfélaginu. Sú neikvæða umfjöllun sem er svo algeng hér á landi um menn og málefni bæði í almennri umræðu manna á milli og í fjölmiðlum er niðurdrepandi. Það er eins og ekkert sé frétt- næmt nema slys, glæpir og aðrar slæmar fréttir. Það er eins og ekkert gott sé að gerast neins staðar í þjóðfélaginu sem er alrangt, því víða eru að gerast góðir hlutir sem ekki er minnst á. Sem betur fer eru þó undantekn- ingar frá þessu og langar mig að nefna nokkra sem ég tel verðugt að minna á því allt of sjaldan er þess getið sem vel er gert. Þar vil ég fyrst nefna Landann, þáttinn hans Gísla Einarssonar hjá RÚV. Þar leitar hann uppi alls- konar staði og fólk um allt land, sem er að gera ótrúlegustu hluti af bjartsýni og dugnaði sem athyglisvert er að sjá og kynnast. Einnig vil ég minna á Ómar Ragn- arsson og Stiklurnar hans. Og nú í svartasta skammdeginu þegar ég var að lesa minn- ingargrein um látinn vin þá varð mér hugsað til þeirrar sérstöðu að prent- miðill skuli hafa gert þetta í tæpa öld og þá varð þessi vísa til. Þegar myrkrið mæðir jörð menn og skepnur líka þá skal geta um góða gjörð sem gaman er að flíka Og það er aðaltilefni þessa pist- ils, þessi einstaki þáttur í starfsemi og útgáfu Morgunblaðsins. Ég held að það sé algjört eins- dæmi að prentmiðill, ekki aðeins hér á landi heldur jafnvel um allan heim, leggi til tvær til átta síður úr blaði sínu á hverjum virkum degi til að birta minningagreinar. Á þessum síðum blaðsins er get- ið helstu atriða úr ævi þessa látna einstaklings. Einnig eru þar grein- ar frá ættingja eða nánum vini um atriði og annað sem þeir vilja segja frá. Þar getur hver sem er komið á framfæri því sem hann langar til að segja úr samskiptum hans og þess látna og kynnum sínum af honum. Þetta gerir blaðið öllum að kostnaðarlausu, þó svo að það hljóti að vera nokkur kostnaður fyrir blaðið í efni og vinnu við þessa framkvæmd. Að mínu mati er þetta mjög virðingarvert og vert að geta, því það er mörgum, ekki síst eldra fólki, mikils virði að geta fylgst með því þegar samferðamenn og kunningjar eru að kveðja þessa til- veru. Ég er ekki að mæra Morgun- blaðið með þessum pistli mínum, aðeins að benda á að „geta skal þess sem vel er gert“, því ýmislegt gott má finna hjá flestum ef að er gáð. Að lokum tvær heilræðisvísur. Eitt orð getur saklausan sárlega meitt. Eitt orð getur einnig frá átökum sneitt. Eitt orð getur einnig til illinda leitt. Eitt orð getur verið svo öflugt og beitt. Að gefa er athöfn sem öllum er fær. Að gefa er athöfn er á sérhyggju slær. Að gefa er athöfn er að hjartanu nær. Að gefa er athöfn sem öllum er kær. Athyglisverður þáttur í útgáfu Morgunblaðsins Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Það er mörgum, ekkisíst eldra fólki, mik- ils virði að geta fylgst með því þegar sam- ferðamenn og kunn- ingjar eru að kveðja þessa tilveru. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.