Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ? Valdís RegínaGunnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. nóvember 1958. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 8. des- ember 2013. Foreldrar Val- dísar voru Gunnar Magnús Jónsson, f. á Vopnafirði 5. júlí 1933, d. 19. september 1989, og Margrét Einarsdóttir, f. í Reykjavík 13. ágúst 1934, d. 31. maí 2006. Alsystkin Valdísar eru Ásta Margrét Gunnarsdóttir, f. 1955, Jóna Björk Gunn- arsdóttir, f. 1956, og Eyrún Anna Gunnarsdóttir, f. 1960. Sammæðra bróðir er Trausti Már Kristjánsson, f. 1967. Lengst af starfaði Valdís við útvarp, fyrst á Rás 2, en síðar m.a. á Bylgjunni, FM 95,7 og útvarpsstöðinni Matthildi. Árið 1985 réð hún sig til starfa hjá Flugleiðum hf. sem flugfreyja. Því sinnti hún með hléum í nokkur ár samhliða þáttagerð í útvarpi. Hún var um tíma dagskrárstjóri Bylgjunnar. Valdís stofnaði og rak fyr- irtækið Kroppar og kiðlingar ehf., sem sérhæfði sig í útgáfu tækifæriskorta og almanaka. Árið 2010 lauk hún diplóma- námi í forystu og stjórnun fyr- ir fólk í flugi hjá Háskólanum í Reykjavík. Valdís var velunnari fólks. Hún lét alltaf að sér kveða til hjálpar þeim sem minna máttu sín, sérstaklega á jólum. Hún hóf sig aftur til flugs árið 2007 og starfaði sem flug- freyja hjá Icelandair til dauða- dags. Útför Valdísar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 18. desember 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. Samfeðra systkin eru Einar Gunn- arsson, f. 1951, Gunnar Magnús Gunnarsson, f. 1952, Þorbjörg Jó- hanna Gunn- arsdóttir, f. 1961, Björn Ragnar Gunnarsson, f. 1963, og Tryggvi Þór Gunnarsson, f. 1965. Valdís eignaðist tvö börn, Hrafn Valdísarson, f. 1994, og Gretu Lind Kristjánsdóttur, f. 1973. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa í föðurætt. Valdís ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Hún fluttist ung að heiman og hóf að vinna fyrir sér m.a. sem bókari hjá Manser hf. Kveðja til þín elsku syss. Æi, það er svo ótal margt sem við vildum segja á þessum sorgardegi. Valdís systir okkar var einstakur persónuleiki, hún fór sínar eigin leiðir og gerði það líka einhvern veginn fram á síðasta dag. Við héldum að hún myndi kveðja 7. des. en nei hún valdi 8. des., sama dag og John Lennon dó, þegar við röltum fram í setustofu eftir að hún kvaddi heyrðist óma í útvarpinu War is over. Já hún fór sínar leiðir þessi elska. Og það er svo margs að minnast þegar komið er að leið- arlokum. Hugsanir um hana og um lífið eru alls staðar og alltaf er eitthvað sem minnir okkur á hana. Líf okkar breyttist mikið 29. október síðastliðinn þegar Val- dís fékk hjartastopp. Þegar litið er til baka er þessi tími óraun- verulegur. Við lentum inni í að- stæðum sem eru óútskýranlegar ? já og óraunverulegar. Hvern einasta dag veltum við fyrir okkur hvernig henni liði og hvað færi í gegnum huga henn- ar. Valdís var falleg kona ? og dásamleg í alla staði. Hún var með fallega sál og vildi öllum mönnum vel. Við og hennar bestu vinir sáum líka til þess að umhverfi hennar á spítalanum væri í anda þessarar fallegu konu. Við fengum í gegnum þessa þolraun hennar að kynnast fólk- inu á gjörgæsludeild LHS undir stjórn Ölmu Möller sem og starfsemi líknardeildarinnar í Kópavogi. Það má aldrei gleyma hvað starfsfólk gjörgæsludeilda og líknardeildar vinnur einstakt starf. Nærgætni starfsmann- anna er eftirtektarverð. Það getur enginn sem ekki kynnist starfseminni skilið hvað fer þar fram. Elsku Valdís okkar ? takk fyrir árin okkar saman. Við höldum utan um Hrafninn okkar ásamt okkar vinum bestu. Guð og allir englar umvefji þig ástin okkar. Við sjáumst svo síðar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ásta, Jóna, Eyrún og Trausti Már. Ég sit hér með kveikt á kerti og horfi á mynd af fallegri og skemmtilegri stelpu með ynd- islegt bros. Hugurinn reikar aftur um nokkuð mörg ár, ég er níu ára og hitti þig fyrst. Það sem mér fannst þessi fallega stelpa smart og flott, ég held að það hafi ekki komið svona mikil skvísa í Vest- urbæinn áður. Blái kjóllinn þinn með hvíta kraganum og leður- stígvélin upp að hné, ég man hvað mig langaði að passa í þau, þau voru það flottasta sem ég hafði séð. En það fór enginn í skóna þína, hvorki þá né síðar. Þú varst alltaf góð við mig og við fylgdumst að í gegnum lífið á sérstakan hátt, byrjuðum sam- an að fljúga um heiminn og sett- umst á skólabekk saman, fylgd- umst vel með lífi hvor annarrar á okkar hátt, spjölluðum saman og alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Þú kallaðir mig oftast ?Tilda mín?, þá skellihlógum við báðar. Lífið breyttist hjá okkur þeg- ar við kynntumst, allir fengu ný hlutverk, miserfið, en alltaf varstu jafndugleg. Guð blessi alla ástvini þína, góða nótt og Guð geymi þig. Þín Ásthildur. Valdís Gunnarsdóttir var eins og silkimjúkt flauel, fjólublátt. Röddin undurþýð, seiðandi og rómantísk, nærvera hennar ein- staklega notaleg og augnaráðið geislaði af umhyggju. Valdís elskaði lífið og lífið elskaði Val- dísi. Það hefur enginn fyllt það skarð sem hún skildi eftir þegar hún sagði skilið við öldur ljós- vakans, allt of snemma. Og svo hefur hún kvatt þennan heim, allt of snemma. Valdís var með minn tónlist- arsmekk og ég hennar. Við átt- um líka sameiginlegan vin sem hvorugt okkar hitti nokkurn tímann; George Michael. Þegar hún setti lagið Careless Whisper undir nálina fylgdi yfirleitt ljúf kveðja. Þannig var Valdís. Hún hafði hugrekki til að vera per- sónuleg og þannig náði hún að snerta strengi sálarinnar. Ein- lægni er eftirsóknarverð, helst í hendur við hugrekki en hvort tveggja virðist á undanhaldi. Valdís talaði ævinlega fallega um Gretu Lind, dóttur sína, hún dýrkaði Hrafn son sinn og henni þótt vænt um fólk. Faðmlagið var hlýtt. Við hittumst síðast í háloftunum. Ég gaukaði að henni bók, hún þakkaði fyrir sig með kossi og knúsi. Næst hitt- umst við án efa aftur í háloft- unum og hlustum saman á Care- less Whisper, líklega við þriðja mann. Börnum, systkinum, vinum og ættingjum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Við söknum öll Valdísar og hún saknar okkar allra án efa jafnmikið. Þorgrímur Þráinsson. Elsku Valdís. Hvern hefði grunað síðast þegar við sátum saman í yndislegri kvöldsólinni að endalausi hláturinn og sög- urnar yrðu minningar sem við yljum okkur við nú þegar þú hefur haldið í ferðalagið heim. Þú færð nú svör við mörgu því sem stundum var rætt og eftir sitjum við með bros á vör en barmafullt hjarta af söknuði og þakklæti fyrir þig. Megi eilífðar sól á þig skína, kærleikur umlykja og þitt innra ljós þér lýsa áfram þinn veg. (Írskt ljóð) Megi ljós og kærleikur og fal- legar minningar sefa sársauka þinn elsku Hrafn. ?The happyStreet crew?, Íris E., Íris H., Guðbjörg og Kristín. Mannsævina er hægt að mæla á margan hátt. Sumir staldra stutt við en afreka oft miklu meira en þeir sem lengri ævi eiga. Valdís var ein af þeim. Þótt hún hafi ekki átt langa við- dvöl hér reisti hún sér veglegan minnisvarða með því að snerta hjörtu margra með góðmennsku sinni, glettni, raddfegurð, elju og krafti alla tíð. Engin lognmolla var í kring- um Valdísi, alls staðar var eftir henni tekið og var hún fljót að afla sér vina. Hún smeygði sér inn í hjörtu manna með hljóm- þýðri rödd sinni á öldum ljós- vakans og ekki síður með ríkri þjónustulund og nærgætni við gesti sína í háloftunum. Sam- starfsfólki var hún sannur gleði- gjafi og þakka ég henni fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og votta aðstandendum hennar og vinum innilega samúð vegna fráfalls hennar. Að lokum vil ég minnast hennar með eft- irfarandi ljóðlínum: Lífið er skrýtið, lífið er stutt og samferðamenn misgóðir. Fyrr en varir við erum flutt á framandi nýjar slóðir. Flogin er frá oss fögur sál til frelsis hinum megin. Hún kynti hér mörg hjartabál og horfði fram á veginn. Með góðlyndi og glettni sinni gladdi hún okkur ferðum í. Eilíflega í okkar minni mun ljóma hennar dýrðarský. Við þökkum fyrir samveruna, skýjum ofar, láði á. Hún góða hafði nærveruna og notalegt var henni hjá. Hugur okkar dapur dvelur drengnum hennar fagra hjá. Nú frábær móðir honum felur í fótspor sín að fara á stjá. Íris Dungal. Hún Valdís vinkona mín er dáin. Ég les þessi orð aftur og aft- ur. Orðin eru svo óraunveruleg ? þau geta varla verið sönn. Þessi yndislega, fallega vin- kona mín var alltaf svo lifandi og skemmtileg. Valdís var hrók- ur alls fagnaðar hvert sem hún fór. Nú er hún farin frá okkur. Eftir sitjum við með brostin hjörtu og tómarúm. Það voru mikil forréttindi að geta kallað sig vin Valdísar. Ég kynntist Valdísi fyrst þeg- ar ég fór í mitt fyrsta útvarps- viðtal á Rás 2. Valdís vissi að ég væri hálfsmeykur og feiminn að koma fram og tala um sjálfan mig á svona opinberum vett- vangi, en hún náði strax að róa mig niður með sínu einstaka hlýja viðmóti og örugga fasi. Við urðum fljótt góðir og nánir vinir eftir það, sú vinátta hélst alla tíð, þótt samband væri ekki dag- legt. Það er hægt að dásama kosti Valdísar með mörgum orðum, því þeir voru ómældir. Valdís var mikill vinur vina sinna, það þekktu allir sem stóðu henni nærri. Næm, tilfinningarík með risastjórt hjarta. Að hlæja með Valdísi var með því skemmti- legra, því hún var einstaklega orðheppin og með frábæran húmor. Valdís átti ekki langt að sækja sín yndislegheit. Þau systkinin voru alltaf samrýnd og einsaklega góð hvert við annað og alla aðra sem á vegi þeirra urðu. Sonur Valdísar, Hrafn, var augasteinn hennar og eftir fæð- ingu hans komst fátt annað að en ljósgeislinn í lífi hennar. Hrafn ber mannkostum móður sinnar glöggt vitni, því hann er einstakur drengur. Þegar sameiginlegur vinur okkar Valdísar, Hemmi Gunn, lést vorum við bæði miður okkar að missa þennan frábæra mann svona snemma. Við áttum gott og einlægt spjall þar sem við töluðum um hvað lífið væri stutt og hverfult, og að við þyrftum að vera dugleg að vera í sam- bandi og hittast oftar ? um þetta vorum við sammála. Valdís hafði orð á því að hún ætti fullt eftir og væri sannarlega ekki tilbúin til að fara neitt. Hún ætl- aði sér að vera til staðar fyrir Hrafn sinn a.m.k. næstu þrjátíu árin. Því miður hefur almættið haft önnur áform fyrir hana. Að missa Valdísi úr lífi okkar sem elskuðum hana og dáðum er þungbærara en hægt er að færa í orð. Fallegt ljós hefur nú slokknað á þessari jörðu. Ljósið hennar Valdísar vinkonu minn- ar. Ljós sem hún var svo gjaf- mild á og færði yfir á líf okkar sem stóðum henni nærri. Þetta er þungt og mikið högg. Ég mun sakna hennar meira en orð fá lýst. Ég er ekki í nokkrum vafa um að nú lýsir mín góða vinkona upp aðra veröld og sinnir ekki síður mikilvægum verkum þar. Góða nótt elsku Valdís mín ? sofðu rótt fallegi engill. Sjáumst hinum megin. Ég votta Hrafni syni hennar og systkinum henn- ar mína dýpstu samúð. Ég bið algóðan Guð að veita þeim öllum styrk og huggun á þessari erfiðu stundu. Guð blessi ykkur öll. Richard Scobie. Ég er glöð ? að hafa sagt þér í okkar síðasta samtali að mér þætti óendanlega vænt um þig ? Ég er glöð ? að hafa sagt þér að ég væri þess fullviss að þú ættir 100% þátt í því að Hrafn- inn þinn væri eins vel gerður og flottur ungur maður og raun ber vitni. Sorgin við fráfall þitt er áþreifanleg ? skerandi verk- ur ? þannig er það bara ? hver á núna að leiðbeina mér á jafnhreinskiptinn hátt og þú gerðir? Ég þekki engan sem getur hrækt yfir öxlina á sér ? og það á prenti eins og þú ? vin- skapur okkar var mér ómetan- legur, þú gafst meira en þú vild- ir taka við. Við vorum sammála um að árið 2013 væri ekki besta árið, ætluðum að nýta 2014 til betri verka ? ég lofa þér því, elsku vinkona, að standa við minn hlut ? þú stendur við þinn á annan hátt ? því miður ? orð eru eitthvað svo tilgangslaus á svona stundu, erfitt að skrifa án þess að hljóma sjálfhverf ? en þannig er það þegar hugsanir og minningar hrannast upp. ?I closed my eyes and spoke to you in a thousand silent wa- ys.? Kveð þig með orðum Sigur- björns Þorkelssonar sem eiga svo vel við þig og okkar sam- skipti, elsku vinkona: Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. Elsku Hrafn, Raggi, Jói og fjölskylda Valdísar, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari erfiðu stundu. Sigrún Jónsdóttir. Hugtakið vinátta mun aldrei ná að lýsa því sambandi sem við áttum frá því við hittumst fyrst. Trúnaðurinn, traustið, væntum- þykjan og samveran er fjársjóð- ur í minningunni. Við þurfum ekki að rekja samband okkar í smáatriðum til að minnast þess sem var. Við erum þakklátir, svo mikið er víst. Þakklátir fyrir tímann sem við áttum saman, þakklátir fyrir húmorinn þinn. Þakklátir fyrir hrósin og hvatn- inguna. Fyrir gleðina, hláturinn, hljóðu stundirnar og þær góðu. Og góðu stundirnar voru marg- ar. Takk fyrir samveruna á Ítal- íu, Aró, Hrísó, Bjarkó og Kató. Allar stundirnar voru góðar og fyrir þær erum við þakklátir. En við söknum þeirra meira en orð fá lýst. Við söknum hláturs- ins, brossins þíns, raddarinnar þinnar og tónlistarinnar sem við hlustuðum á saman. Nú hlustum við á hana einir og minnumst þín, Dísarinnar okkar fögru og bestu. Betri vin munum við aldrei eignast. Þú sagðir svo oft: ?ég elska orð?, en nú er okkur orða vant, því miður. Okkur litlu þínum. Eins mörg orð og okkur langar að segja að leiðarlokum er svo erfitt að finna þau réttu. Sorgin og söknuðurinn yfirtekur augna- blikið. Að horfa á eftir þér, besta vini sem hugsast getur, er þyngri raun en tárum taki. Þögnin og tómið sem þú skilur eftir eru yfirþyrmandi. Það er óyfirstíganleg hugsun að samverustundir okkar verði ekki fleiri í bráð. Við vitum þó að við hittumst á ný og því kvíð- um við engu. Við vitum að þegar okkar tími kemur tekur þú á móti okkur á þinn einstaka hátt. Þá verður gaman. Við erum svo þakklátir fyrir að hafa fengið að vera þér og Hrafni við hlið undanfarin ár. Þau hafa gefið okkur svo óend- anlega mikið og fyrir þau getum við aldrei þakkað að fullu. Takk fyrir öll símtölin, tölvupóstana, ?randið?, kósístundirnar, ?rowdy?-dagana, rossóið og lufs- urnar. Þú veist hvað við mein- um. Takk fyrir hreinskilnina, sterku skoðanirnar, flugferðirn- ar, fyndnu mannlífslýsingarnar og einlægnina. Líf okkar væri ekki samt hefði þín ekki notið við. Takk fyrir að hafa eignast Hrafn. Við gætum hans alltaf, alveg eins og við lofuðum. Hann er stoltið þitt og þannig verður það alltaf. Og þú mátt svo sann- arlega vera stolt af honum. Fal- legri og betur gerð manneskja er vandfundin og það er þér að þakka og engum öðrum. Og við erum líka svo stoltir af honum. Við lifum minninguna um þig með honum alla tíð. Aldrei hafa áhyggjur af Hrafninum þínum, aldrei. Elsku Valdís. Við vildum að þessi orð gætu verið í anda þeirra tölvupósta og orða sem við skiptumst á í tíma og ótíma. En það myndi enginn skilja þau orð, svo við hlífum þeim við því. Við munum alltaf sakna stund- anna okkar saman og þú munt alltaf verða okkur innblástur og hvatning í öllu því sem við tök- um okkur fyrir hendur. Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og skilur eftir. Takk fyrir að hafa verið til, elsku Dísin okkar. Svo sjáumst við og þá verður gaman. Við elskum þig, höfum alltaf gert og munum alltaf gera. Kældu bubblur áður en við komum. Þínir bestu að eilífu, Ragnar og Jóhann Þór (Raggi og Jói). Við kveðjum nú vinkonu okk- ar Valdísi Gunnarsdóttur, eins ósanngjarnt og það er. Við Val- dís höfum verið vinkonur í mörg ár og margs er að minnast. Vin- skapur okkar varð þó annar og nánari haustið 1993 þegar í ljós kom að við bárum allar barn undir belti. Von var á börnunum á komandi vori. Spariskór og tjúttgallar voru lagðir til hliðar en tækifærisklæðnaður, ógleði og ?Oilly? varð helsta umræðu- efnið. Fannst fólki fyndið að við værum þetta samtaka að bæta þremur fallegum drengjum í hóp Íslendinga eins oft og við höfðum gantast með hversu fáir fallegir karlmenn væru hér á landi. Mikið hlógum við, borðuðum og blöðruðum þennan vetur meðan gullmolarnir okkar þroskuðust í kviðum okkar. Val- dís var fyrst af stað og leit Hrafn dagsins ljós 7. maí 1994; þvílíkur prins, Valdís var bók- staflega í skýjunum og skal eng- an undra. Við komum svo með okkar drengi í heiminn 13. og 25. maí. Sumarið 1994 er ynd- islegt í minningunni; kaffiboð, mömmumorgnar og eintóm gleði. Lífið var framundan og, eins og það er, færði það okkur ólík verkefnin. Alltaf fylgdumst við hver með annarri og bárum bækur okkar saman. Og mikið töluðum við um strákana okkar, nú fallegir ungir menn á tutt- ugasta aldursári sem eiga fram- tíðina fyrir sér. Nú skyndilega þarf sá ?elsti?, samt svo ungur, að takast á við að kveðja móður sína. Svo alltof alltof fljótt. Sárt er til þess að hugsa að Valdís fái ekki að fylgja Hrafni sínum lengur en Valdísi var ætlað ann- að. Elsku Hrafn, megi góður Guð styrkja þig á þessum sorgartím- um, megi góðvild og ást mömmu fylgja þér um ókomin ár. Við sendum fjölskyldu og vinum Valdísar innilegar samúðar- kveðjur. Anna Þóra og Steinunn (Systa). Valdís Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Steinn Steinarr orti: Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. Hvíldu í friði fallegi eng- ill og takk fyrir að gefa mér líf. Við hittumst bara aftur þegar húmar aftur að og Drottinn vill fá fleiri á þennan ljúfa stað. (Þorbjörg Gísladóttir) Greta Lind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.