Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ? Davíð Guð-mundsson fæddist á Litla- Sandi á Hvalfjarð- arströnd, 30. des- ember 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum, 7. desem- ber 2013. Foreldrar Davíðs: Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1878, d. 1979, og Guð- mundur Brynjólfsson, f. 1867, d. 1949. Systkini Davíðs: Val- gerður, 1906-1990, Sigurjón, 1907-1958, Steinunn, 1908-1996, Brynjólfur, 1909-1975, Berg- þóra, 1910-1985, Njáll, 1916- 1987, og Rósa, 1921-2012. Hinn 30. apríl 1949 kvæntist Davíð Rósu Eiríksdóttur, f. 19.1. 1920, d. 11.8. 2008. Foreldrar hennar: Eíríkur Pétursson og Sigríður Brynjólfsdóttir Egilseli í Fellum. Dóttir Davíðs og Heru Karlsdóttur er 1. Fanney Þur- íður, f. 1945, m.: Sigurður Ingi Gíslason. Þau skildu. Börn þeirra, a. Margrét Björg, f. 1969, m.: Hörður Hermannsson, börn Thelma Dögg, Fanney Lilja og Agnes Lína, b. Inga Rósa, f. 1976, m.: Halldór Hrannar Halldórsson, börn Sunneva Hrönn, Hafdís Rut og Sigurður Ingi. Dóttir Rósu og dóttir. 6. Sigríður, f. 1956, m.: Gunnar Guðnason. Börn þeirra a. Guðni Rafn, f. 1975, m.: Rúna Dögg Cortez, börn Saga, Sara og Tumi, b. Svanþór, f. 1979. Börn með Þórunni Kristínu Snorradóttur, Gunnar Snorri og Rebekka Líf, c. Rósa Dögg, f. 1985. 7. Guðmundur Halldór, f. 1959, m.: Svanborg Anna Magn- úsdóttir. Börn þeirra a. Hjalti Freyr, f. 1985, b. Ólöf Ósk, f. 1988, c. Andrea, f. 1990. 8. Ei- ríkur Þórarinn, f. 1964, m.: Sol- veig Unnur Eysteinsdóttir. Börn þeirra a. Rósa, f. 1988, m.: Al- marr Erlingsson, barn Máney Marín, b. Eysteinn, f. 1991, unn- usta Steinunn Elfa Jóhanns- dóttir, c. Eyþór, f. 1995. Davíð flutti sex ára að Miðdal í Kjós, lauk barnaskólaprófi í Kjósinni og var síðan einn vetur í Íþróttaskólanum í Haukadal. Hann tók við búi í Miðdal af for- eldrum sínum 1943 og bjó þar blönduðu búi allt til ársins 1987 en þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Davíð var í hreppsnefnd Kjós- arhrepps og tók virkan þátt í fé- lagsstörfum sveitarinnar. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og keppti í glímu. Var hann meðal annars glímukóngur Kjósarsýslu. Davíð lærði ungur á orgel og var organisti í Saur- bæjarkirkju í tæp 60 ár og einn- ig nokkur ár í Reynivallakirkju. Þá söng hann í Karlakór Kjós- verja meðan kórinn starfaði. Útför Davíðs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 18. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Þorsteins Guð- mundssonar er 2. Hulda, f. 1946, m.: Aðalsteinn Gríms- son. Börn þeirra a. Erla, f. 1969, m.: Ólafur Þór Júl- íusson, börn Snæ- dís, Sóley og Íris, b. Lilja, f. 1973, m.: Þór Hauksson, börn Borgþór Örn, Hulda Kristín og Jóhanna Melkorka, c. Heiða, f. 1981, m.: Guðmundur Ingi Þor- valdsson, barn Aðalsteinn Ingi. Börn Rósu og Davíðs eru: 3. Kristín, f. 1949, m.: Gunnar Rún- ar Magnússon. Börn: a. Davíð Rúnar, f. 1973, m.: Alda Davíðs- dóttir, börn Birkir og Jökull. Auk þess á Alda Sögu Hrönn Aðalsteinsdóttur, barn Þor- steinn Waage. b. Ragnheiður, f. 1978, m: Einar Bragason, börn Helena, Eyþór og Hafþór, c. Hilmar, f. 1982, m.: Oddný Þóra Logadóttir, barn Kristófer. 4. Guðbjörg, f. 1951. Sonur hennar og Stefáns Brynjólfssonar er Róbert, f. 1977, unnusta Shawna Cook. 5. Katrín, f. 1953, m.: Sig- urður Ingi Geirsson. Synir þeirra a. Sigurþór Ingi, f. 1984, m.: Helga Hermannsdóttir, barn Hermann Ingi, b. Davíð Þór, f. 1989, unnusta Ásdís Ásgeirs- Söknuður, virðing og þakklæti fylla hug minn fyrst og fremst nú þegar faðir minn er látinn. Pabbi var yndislegur maður, með sitt ljúfa viðmót og jafnaðar- geð en það væri ekki í anda hans að ég skrifaði mikið lof um hann. Ég get þó ekki sleppt því að minnast á nokkur atriði. Ég var ekki há í loftinu þegar hann fór að taka mig með sér í útihúsin til að sinna bústörfum. Það var eitthvað sérstakt við það að halda í þessa hlýju, þykku og traustu hönd þegar hann leiddi mig við hlið sér. Pabbi bjó myndalegu blönd- uðu búi og tók hann við því af föð- ur sínum. Húsakostur var ekki mikill en hann dyttaði að þeim húsum sem fyrir voru og byggði síðar ný eftir efnum og aðstæð- um. Þau hjónin voru bæði mjög gestrisin og var oft þröngt en glatt á hjalla í gamla húsinu. Það var hluti af uppvextinum að hlusta á pabba spila á orgelið. Hann spilaði á orgel í kirkjunni í Saurbæ og var gjarnan með söngæfingar heima í litlu stof- unni í Miðdal. Oft þegar fólk kom saman spilaði hann og vildi að all- ir tækju undir, þá naut hann sín. Pabbi var traustur maður og voru honum falin mörg trúnaðar- störf innan sveitarinnar. Þegar pabbi og Rósa fluttu í bæinn var reistur sumarbústaður í Miðdal. Eitt sinn þegar ég var stödd uppi í bústað með pabba kom vinkona mín í heimsókn. Þau spjölluðu saman og hún spurði hvað stæði nú upp úr á langri ævi. Hann svaraði því til að það væri að börnin skyldu öll komast upp og verða mannvænlegt fólk. Ég dáðist að því hvað honum var alltaf annt um að halda heim- ilinu sínu í Hæðargarðinum snyrtilegu eftir andlát Rósu og hann sagði gjarnan: ?Hún vildi hafa það svona.? Innilegustu þakkir fyrir allt, elsku pabbi, far þú í friði. Fanney Þ. Davíðsdóttir. Í dag er til moldar borinn Dav- íð Guðmundsson, fyrrverandi bóndi í Miðdal. Davíð náði tæplega 99 ára aldri og naut þess að geta verið heima hjá sér utan seinasta mán- uðinn þegar hann dvaldi á hjúkr- unarheimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ. Andaðist hann þar eftir stutt veikindi. Á þessum tíma kynntumst við frábæru fólki sem annaðist Davíð af miklum kær- leik og fengum við oft að heyra: ?Hann er svo góður hann pabbi ykkar.? Fyrir þessa umhyggju vil ég þakka, hún var okkur svo mik- ils virði. Já, hann var svo sannarlega góður, hann pabbi ykkar, þó að ég væri ekki blóðdóttir hans og kallaði hann ekki pabba var hann mér alltaf sem slíkur, gerði ekki upp á milli barnanna. Upp í hugann streyma ótal minningar enda samveran löng. Æskan í Miðdal í stórum systk- inahópi auk fjölda skyldmenna og annarra sem dvöldu þar til hjálp- ar einkum á sumrin. Þessum skara var stjórnað af festu en há- vaðalaust. Davíð naut þess að spila brids, skipti þá tíminn engu máli og var mikið hlegið. Einnig hafði hann gaman af að tefla, var söngmaður góður, orgelleikari í Saurbæjarkirkju og fóru flestar söngæfingar fram í stofunni heima. Davíð var mikill framfara- bóndi, fljótur að tileinka sér nýj- ungar og rak sitt bú af myndar- skap. Hann tók einnig virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar og var vel kynntur. Man hvað ég var glöð að finna hve öðrum þótti vænt um foreldra mína. Væntum- þykja og kærleikur í garð ná- granna okkar sem og annarra einkenndi þau. Þó að Davíð stundaði ekki hestamennsku sjálfur studdi hann okkur börnin í því sem öðru, alltaf tilbúinn að járna og keyra okkur til að sækja hestana, hafði gaman af að fylgjast með og leið- beina. Það var ekki síst fyrir áskorun Davíðs að við Alli festum kaup á Eilífsdal. Það voru ómetanleg 18 ár sem við áttum sem næstu ná- grannar áður en þau fluttu til Reykjavíkur. Þau studdu okkur sem hægt var og gott var að njóta reynslu Davíðs þegar var farið að rækta og byggja upp. Alltaf gát- um við fengið vélar og aðstoð þegar þurfti. Byggð var sameig- inleg rétt milli bæjanna, var þar oft margt um manninn og mikið fjör. Ekki var síður ómetanlegt að geta skilið dæturnar eftir hjá ömmu og afa ef við þurftum að skreppa eitthvað. Á síðari bú- skaparárum þeirra var gott að geta endurgoldið þessa hjálp þegar á þurfti að halda. Eflaust var erfið ákvörðun að þurfa að flytja til Reykjavíkur en Davíð var ánægður þegar Guðmundur og Svana keyptu jörðina og tóku við búskapnum. Þau héldu þó eft- ir landspildu sem var deilt á okk- ur systkinin og á einni reistu þau sumarhús sem þau nefndu Ás. Þarna gróðursetti hann og rækt- aði kartöflur og naut hverrar stundar sem hann gat dvalið þar, best ef sem flestir voru og eitt- hvað var verið að framkvæma. Ég fæ ekki fullþakkað að hafa fengið að eiga svona góða for- eldra og systkini. Foreldra sem hvöttu mig og studdu jafnt í námi, félagsmálum sem og áhugamálum, aldrei hallað á nokkurn mann, ekki háreysti eða skammir, ákveðin og fylgin sér, ég gat alltaf treyst þeim. Elsku Davíð, þú varst okkur góð fyrirmynd. Takk fyrir sam- veruna. Þín. Hulda Þorsteinsdóttir, Eilífsdal. Við gluggann ég horfi á heiminn. Það hallar á það sem ég sé. Fjólan er álút og feimin og fífillinn er hvorki né. Lækur í móanum leikur. Ljúft er að heyra hans lag. Kaldur en örlítið keikur hann kallar á daginn í dag. Þannig er hugurinn við fráfall Davíðs Guðmundssonar tengda- föður míns. Hann var góð fyrir- mynd og frábær félagi. Fjöl- skyldunni var hann allt. Minningarnar hrannast upp frá liðnum samverustundum. Birtu slær frá þeim hvar sem á er litið: í hinu daglega amstri, í fjöl- skylduboðunum, við spilaborðið, í sumarbústaðnum Ási eða hvar sem er. Davíð var mikill náttúruunn- andi þótt ekki hafi hann víða ferðast á nútímamælikvarða. Þetta sá maður best þegar tæki- færi gafst til að fylgjast með hon- um við bústörfin í Miðdal. Þar skilaði hann ævistarfi sínu með sóma ásamt eiginkonu sinni Rósu Eiríksdóttur. Hann þekkti öll kennileiti í Miðdal og var unun að heyra hann segja frá. Föður- og afahlutverkið tók hann alvarlega og stóð sem klettur við hlið barna sinna og barnabarna. Traustið var augljóst. Tengdafólki mínu færi ég sam- úðarkveðju. Davíð þakka ég sam- fylgdina á lífsins vegi. Við sem eftir lifum vitum að það kemur dagur eftir þennan dag og minn- ing hans lifir í hjörtum okkar. Minning sem er full virðingar og þakklætis. Megi hann hvíla í friði. Gunnar Guðnason. Elskulegur afi minn. Þótt komið sé að kveðjustund er ekki bara söknuður sem maður finnur fyrir heldur einnig þakklæti fyrir að hafa verið með þér á lífsleið- inni, hvort sem var í Miðdalnum góða, Fossvoginum eða sumarbú- stað þínum Ási með Rósu ömmu. Mér og eflaust öllum þótti það mjög dýrmætt að geta tekið í spil hjá þér í seinni tíð og var ekki komið að tómum fróðleiksbrunn- inum þar. Bridge var spilið og var nánast sem spilin lékju í hönd- unum á þér slag eftir slag. Gerði maður sér vonir um að allt gengi nú upp hjá manni stráfelldir þú slagina af manni með eindæma snilli. Það var að mér fannst oft líka annar maður á bak við andlit þitt sem tók á móti manni þegar sest var að spilaborðinu; með glettin tilsvör og gleði sem skein oft í gegnum ellilegan líkamann. En auðvitað var alla jafna aldrei langt í gleðina og húmorinn hjá þér, einstaklingi sem best er lýst sem hlédrægum og virðulegum manni. Án efa þarf einnig að leita nokkuð að manni í eins líkamlega góðu atgervi og þú varst á gamals aldri; teinréttum manninum sem nýlega þrátt fyrir háan aldur setti það ekki fyrir sig að taka upp kartöflur í sveitinni góðu. Það er ákveðið stolt sem býr í mér að vera kominn af þér og for- réttindi að kynnast gildum ís- lensku sveitarinnar gegnum þig og þína afkomendur. Þó að búið hefði verið að taka af honum Davíð loforð um að lifa hundraðasta afmælisdaginn sinn, þá er það allt í lagi því hann lifir áfram í hjarta okkar. Megi guð geyma þig og ég mun halda minn- ingu þinni á lofti um ókomin ár. Sigurþór Ingi Sigurðsson. Elsku afi minn, Nú brjótast fram minningarn- ar og yfirtaka daglegt amstur. Í gegnum hugann fara allar góðu stundirnar sem við áttum saman og eru þær allar litaðar af já- kvæðni og gleði. Undantekning- arlaust og ómeðvitað færðist bros yfir andlitið á manni í hvert sinn sem við heilsuðumst eða kvödd- umst og nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn og við brosum gegn- um tárin og kveðjum þig en vitum að þú vakir yfir okkur. Frá því fyrst ég man eftir þér og fram á síðustu dagana eru bara til minningar um gleði, kímni og jafnvel hlátur, meira að segja í síðasta kaffiboðinu okkar saman, í vikunni sem þú kvaddir, á hjúkrunarheimilinu þar sem hugsað var svo vel um þig. Þar settist þú með okkur og brostir svo eftir er munað. Það var alveg sama hvort stutt eða langt var síðan við hittumst, alltaf varst þú með hugann við það hvað við barnabörnin hefðum fyrir stafni og aldrei var til neitt annað en hamingja þegar talað var við þig. Maður fann fyrir sterku tengslunum við heimahag- ana og það mun liggja innra með okkur áfram. Það sitja eftir minningar um ótal þriðjudagskvöldkaffi með ykkur Rósu ömmu og mömmu í Hæðargarði sem virtust hvers- dagsleg þá en dýrmætari núna en nokkuð annað. Það er núna sem maður gerir sér grein fyrir því hversu verðmætar stundirnar voru sem við fengum saman, hvort sem það var kaffiboð í Hæðargarðinum, ?frír? matur í matarboði heima, kennsla í kart- öfluræktun í Ási eða að leggja kapal eða vel lyktandi skötuveisla á Þorláksmessu. Þín verður alltaf minnst á komandi Þorláksmessum sem og afmælisdaginn þinn og skírnar- daginn minn þegar ég fékk þann heiður að bera nafnið þitt. Sökn- uðurinn við að sitja ekki með þér á Þorláksmessu eða komandi af- mælisdag er mikill en við munum samt halda upp á daginn til heið- urs þér. Kæri afi, það er sár söknuður- inn við að kveðja þig en á sama tíma gefur það okkur von um okkar möguleika á að verða jafn lífsglöð og jákvæð fram á síðasta dag eins og þú varst. Nafni þínu mun ég aldrei gleyma. Þú munt áfram og alltaf eiga stað í okkar hjarta, okkar fyrirmynd. Hvíl í friði, elsku afi, þakkir fyrir allt. Davíð Þór Sigurðsson. Þegar komið er að kveðju- stund er svo margs að minnast. Afi okkar var einstaklega heilsuhraustur og duglegur mað- ur og sinnti bústörfum og fjöl- skyldu sinni af natni. Í Miðdal var alltaf gaman að koma og eigum við ljúfar minningar þaðan. Ein af þeim myndum sem upp í hug- ann koma er þegar hádegisverði var lokið fór afi alltaf inn í stofu og fékk sér kríu. Hann lagði blaðið yfir höfuðið og dottaði í örfáar mínútur áður en hann hélt aftur út til bústarf- anna. Eflaust er hluti af þessum ljúfu minningum að við fengum að valsa um og gera allt sem okk- ur langaði á sama tíma og við vissum hvar mörkin voru. Þær voru ófáar stundirnar sem við lékum okkur í heyinu og ferðirnar í Land-Rovernum voru sannkallaðar ævintýraferðir, það var ekkert slegið af þó vegurinn væri ósléttur og þá var eins gott að halda sér fast þó það væri oft erfitt fyrir hlátrinum. Í seinni tíð eftir að afi flutti í bæinn byggði hann sér sumarhús í Miðdal. Þar er athvarf stórfjöl- skyldunnar og hélt afi alltaf vel utan um afkomendur sína. Þar eiga börnin okkar minningar um yndislegar stundir, í fótbolta, úti- leikjum, trampólíni og við stíflu- gerð og sull í læknum. Afi hafði mjög gaman af spil- um. Ef hann var ekki að spila við fullorðna brids þá tók hann í ól- sen ólsen og spilaði mörg spilin við börnin okkar. Ef enginn var spilafélaginn þá einfaldlega lagði hann kapal. Spilin voru því mikið notuð og því fannst börnunum okkar þau tilvalin til að byggja spilaborgir. Elsku afi, okkur langar að þakka fyrir yndislegar stundir og kveðjum með þessu fallega ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Margrét Björg Sigurð- ardóttir, Inga Rósa Sigurðardóttir og börn. Þrátt fyrir að afi Davíð hafi fengið að lifa lengur en flestir þá var erfitt að kveðja þegar að því kom. Það er aðdáunarvert hversu hraustur hann var sem sýnir sig best í því að fyrir aðeins tveimur mánuðum bjó hann ennþá einn og þá ekki nema tæpir þrír mánuðir í 99 ára afmælisdaginn. Á æskuárum okkar bjuggu afi Davíð og amma Rósa í Miðdal í Kjós og þar var alltaf gott að vera. Sumrin í sveitinni eru ógleymanleg og þar lærðum við ótal margt um náttúruna og dýr- in. Þegar afi og amma fluttu svo í bæinn vorum við svo heppin að hafa þau í næsta nágrenni. Kjósin var þeim þó alltaf kær og hefur fjölskyldan átt óteljandi ánægju- stundir í Ási, sumarhúsi ömmu og afa. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu og afa og móttök- urnar ávallt hlýjar. Amma bakaði bakkelsi og afi spilaði við okkur á meðan. Afi Davíð hafði alltaf gaman af spilum og skipti þá minnstu hvað var verið að spila. Þegar við vorum lítil varð svarti Pétur eða þjófur oftast fyrir val- inu en eftir því sem við urðum eldri fórum við að spila við hann flóknari spil og hafa barnabörnin eytt ófáum stundum með honum við Bridge-borðið. Ekki mátti spila á föstudaginn langa eða á aðfangadag en þegar jóladagur rann upp og við mættum í jólaboð til ömmu og afa þá var sagan önn- ur. Um leið og allir voru búnir að borða á sig gat af hangikjöti og öðrum kræsingum voru spilin dregin fram og spilað fram eftir nóttu. Fjölskyldan var afa Davíð afar hugleikin og var hann duglegur að fylgjast með okkur öllum. Þótt fjölskyldan telji nú yfir 70 manns vissi hann nánast fram á síðasta dag alltaf hvað allir voru að fást við. Hann hafði yndi af því að hitta litlu barnabarnabörnin. Gaman var að upplifa hvað hann ljómaði allur þegar hann hitti nýjasta afkomandann, hann Tuma, undir það síðasta en ald- ursmunurinn á þeim er tæp 99 ár. Við þökkum allar samveru- stundirnar sem við áttum með afa Davíð. Megi hann hvíla í fríði. Guðni Rafn, Svanþór og Rósa Dögg. Davíð Guðmundsson ? Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, SÆVAR VILHELM SÖLVASON, lést föstudaginn 22. nóvember. Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Inga Hulda Sigurgeirsdóttir, Garðar Grétarsson, Sölvi Þór Sævarsson, Sigurgeir, Kolbrún Fjóla, Aníta Björg, Fjóla Oddný Sigurðardóttir, Björg Hulda Sölvadóttir, Sævar Vilhelm Bullock. ? Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður Skúmsstöðum, lést sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 28. desember kl. 14.00. Vilmundur Þórir Kristinsson, Sigurður Einir Kristinsson, Erna Alfreðsdóttir, Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, Gísli Anton Guðmundsson, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.