Morgunblaðið - 18.12.2013, Side 29

Morgunblaðið - 18.12.2013, Side 29
Elsku afi Nú þegar þú hefur kvatt þenn- an heim minnumst við góðra tíma sem við áttum með þér og mun- um geyma í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Við systkinin eigum góða minningar af veru okkar í Miðdal hjá þér og ömmu og þá sérstak- lega Davíð Rúnar sem var hjá ykkur mörg sumur. Hann kom til ykkar þegar sauðburður hófst en þá miðuðust skólaslit og þingslit við sauðburð og fór hann ekki fyrr en réttir voru búnar að hausti. Hann hjálpaði til eins og hann gat við bústörfin og fékk ungur að keyra traktor og fara með moðið út á Velli. Eitt af því sem afi lagði áherslu á fyrir fyrsta aksturinn var að ef þú mætir bíl þá ferðu bara rólega og heldur þig hægra megin á veg- inum. Gullin regla sem gott er að vita þegar ekið er í umferðinni. Afi var organisti í kirkjunni og æfði hann sig reglulega, sálmar heyrðust því oft og ennþá hljóma þeir kunnuglega í eyrum. Við vissum einnig með góðum fyrir- vara ef það var gifting í vændum því þá fór brúðarmarsinn að hljóma í stofunni. Í réttunum á haustin var alltaf mikið líf og fjör og þá var alltaf mesti spenningurinn hjá okkur að finna í sameiningu kindina „okkar“ í hópnum. Þar lærðum við einnig að það geta ekki öll lömb lifað heldur þurfa einhver að fara í sláturhús. Fjölskyldan fékk einnig að njóta þess yfir vet- urinn að ekki væri pláss fyrir öll lömb í fjárhúsunum. Afi gaf Dav- íð nafna sínum sína fyrstu kind þegar hann var lítill eins og hann gerði fyrir hin barnabörnin, það sem hins vegar var frekar merki- legt að sá yngri ákvað að kindin ætti að heita Hrútur, við það sat og kindin fékk það nafn. Þetta var uppspretta skemmtilegra stunda þegar útskýrt var fyrir fólki að hrúturinn hefði borið lömbum! Minningarnar eru líka margar frá Ási í seinni tíð. Afi var at- hafnasamur maður og hafði alltaf nóg fyrir stafni í Kjósinni. Ekki þótti okkur leiðinlegt þegar afi ákvað að við sumarbústaðinn skyldi útbúa fótboltavöll. Það þótti honum ekkert tiltökumál. Ætli við höfum þessa athafna- semi og orku ekki frá honum, sem og tónlistina. Já, þú varst fjölhæfur og áttir góða ævi, það geta afkomendur þínir vottað. Seinni árin þótti okkur vænt um að koma til þín í Hæðargarð- inn með langafabörnin. Alltaf gafst þú þér tíma til að spila við þau og skemmtilegast fannst þér að vinna þau. Alltaf var stutt í húmorinn og gleðina hjá þér og lést þú þig ekki vanta í þrítugs- afmælisveislu Hilmars í fyrra þrátt fyrir að sjálfur værir þú að nálgast tírætt. Þar lékst þú á als oddi og tókst þátt í gleðinni og settir upp gerviyfirvaraskegg eins og aðrir gestir. Afskaplega þótti okkur svo vænt um að fá þig síðustu vik- urnar á hjúkrunarheimilið Hamra í okkar heimabyggð, Mosfellsbæ. Þar dvaldir þú þó allt of stutt og hefðum við viljað sjá fyrirsagnir í blöðum á næsta ári „Hundrað ára á Hömrum“. En nú er þessari glímu lokið, elsku afi, og er það ósk okkar að nú sért þú kominn á góðan stað og búinn að finna ömmu. Við hugsum hlýlega til ykkar beggja. Hvíl í friði, elsku afi. Þín afa- börn. Davíð Rúnar, Ragnheiður og Hilmar. Afi Davíð bjó ásamt ömmu Rósu í Hæðargarði þegar við systkinin vorum að alast upp. Þar voru alltaf hlýlegar móttökur og notalegt að koma. Afi var bóndi í Miðdal í Kjós og hafði því mikinn áhuga á að vita hvernig búskap- urinn gengi, hvort kýrnar mjólk- uðu ekki mikið og hvernig lömbin flokkuðust. Afi var alltaf jafn- undrandi þegar við sögðum hon- um frá mjaltaþjóninum í sveitinni sem mjólkar kýrnar. Afi, sem hafði stundað einfaldar hand- mjaltir í uppvextinum, átti erfitt með að gera sér í hugarlund hversu mikið tækninni hefur fleygt fram. Þegar amma Rósa féll frá árið 2008 bjó afi einn í Hæðargarð- inum. Hann naut ríkulegrar um- hyggju barna sinna og barna- barna sem komu oft til hans í heimsókn. Þá var gjarnan gripið í spil og borðaðar kræsingar. Afi hafði sérstaklega gaman af því að spila bridge og höfum við systk- inin spilað ófá spilin við hann. Það var alltaf stutt í húmorinn og reyndi hann oft að rugla okkur í ríminu í spilunum. Afkomendur Davíðs og Rósu eru fjölmennur hópur. Þrátt fyrir háan aldur var afi iðulega með á hreinu hvað flestir höfðu fyrir stafni hverju sinni. Elsku afi okkar. Við munum sakna þess að koma í heimsókn til þín. Okkur fannst sérstaklega gaman þegar Máney var með því þið náðuð svo ótrúlega vel saman þrátt fyrir að 97 ár væru á milli ykkar. Við þökkum þér fyrir að hafa verið einstakur afi og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þín barnabörn, Rósa, Eysteinn og Eyþór. Nú þegar við kveðjum Davíð afa streyma fram í huga okkar margar góðar minningar. Við systurnar nutum þeirra forrétt- inda að fá að alast upp í sveit hjá foreldrum okkar í Eilífsdal og búa á næsta bæ við Davíð afa og Rósu ömmu í Miðdal. Það var alla tíð mikill samgangur á milli bæj- anna og því vorum við mikið með afa og ömmu og erum við afar þakklátar fyrir það. Afi og amma ráku myndarlegt bú, var oft mik- ið um að vera og heimilið afar gestkvæmt, enda voru þau mjög góð heim að sækja. Afi var sveita- maður af lífi og sál og frum- kvöðull í því að tileinka sér nýj- ustu tækni sem í boði var. Hann var einnig íþróttamaður af guðs náð, þar fór heilbrigð sál í hraust- um líkama og þurfti engin töfra- brögð til. Það sem einkenndi afa líka var hve yfirvegaður hann var, félagslyndur og léttur í lund. Hann var ákaflega jákvæður, hafði mörg verk að vinna og sinnti öllu sínu vel. Hann kunni þó að gefa sér tíma til að njóta og gefa af sér. Hann var afskaplega flinkur að spila á orgel og var hann orgelleikari í Saurbæjar- kirkju og Reynivallakirkju. Hann spilaði oft á orgelið heima í Mið- dal og var fátt notalegra en að bardúsa eitthvað með ömmu á meðan afi spilaði sálma. Á meðan afi og amma bjuggu í Miðdal fór- um við fjölskyldan til þeirra á gamlárskvöld. Er það mjög sterkt í minningunni hve skemmtilegt það var, enda ávallt mikil veisla, búið að safna í brennu og á miðnætti spilaði afi á orgelið og allir sungu saman, nú árið er liðið. Eftir að afi og amma fluttu í bæinn hélt heimilið þeirra áfram að vera miðpunktur stór- fjölskyldunnar og einnig Ás, sumarbústaðurinn sem þau byggðu í sveitinni. Alltaf var gott að koma til þeirra, var spjallað og spurt frétta og tekið í spil. Við er- um þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa Davíð afa svo lengi hjá okkur en hann hefði orðið 99 ára nú í lok desember. Hann var áhugasamur um fólkið sitt og fylgdist fram á síðustu stundu með því hvað barnabörnin og barnabarnabörnin tóku sér fyrir hendur. Já, af afa má margt læra. Við fráfall Davíðs afa höfum við misst góða fyrirmynd. Hans verður saknað. Erla, Lilja og Heiða. Okkur systkinin í Miðdal lang- ar til að minnast elsku Davíðs afa í nokkrum orðum. Afi var mikill gleðigjafi í okkar lífi sem og ann- arra. Hann var alltaf svo hress og kátur og til í að spjalla við okkur um heima og geima. Þegar við vorum yngri kenndi hann okkur að spila og leggja kapal og átti alltaf lausa stund til þess að spila við okkur Svarta-Pétur eða Veiði- mann. Hann og Rósa amma pöss- uðu stundum búskapinn í Miðdal ásamt vinnufólki og okkur systk- inum þegar mamma og pabbi fóru í frí. Okkur fannst gaman að vinna með afa og hlógum þegar hann fussaði yfir því að erlenda vinnufólkið talaði ekki nógu góða íslensku. Í seinni tíð þegar við byrjuðum sjálf að eiga stærri hlut í búskapnum þótti okkur fátt skemmtilegra en að ræða ýmsa hluti hans við afa Davíð. Og ennþá skemmtilegra var að hlusta á hann segja sögur úr sveitinni, hann kunni þær nokkr- ar. Elsku Davíð afi, takk fyrir allt og hvíldu í friði. Ó hve gott á lítil lind leika frjáls um hlíð og dal. Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði daga og nætur. Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína hundrað strengi slær. (Bjarki Árnason) Hjalti Freyr, Ólöf Ósk og Andrea. Fallinn er frá sveitarhöfðingi í Kjós, Davíð Guðmundsson frá Miðdal. Davíð var burðarás í sinni sveit á síðustu öld. Hann lést í hárri elli saddur lífdaga eft- ir gæfuríka ævi og farsælt ævi- starf. Miðdalsheimilið hefur ávallt borið húsbændum þar fag- urt vitni um vinnusemi, dugnað, natni og hlýju. Það sem vakti at- hygli mína er ég kom þar sem ungur drengur að hitta æskuvin minn og félaga, Eirík son Davíðs og Rósu, var hlýja, agi, glettni, samheldni og síðast en ekki síst vinnusemi. Davíð bar nafn kon- unga með réttu þó svo að hóg- værð og hófsemi einkenndi lífs- göngu hans umfram annað. Hann var sem ungur maður allra manna best á sig kominn að lík- amlegu atgervi og var glímu- kóngur Íslands og var í farsælu sigurliði UMSK í Haukadal. Dav- íð unni líka því fagra og smáa og var tónlist stór hluti í lífi hans en hann var organisti í Saurbæjar- kirkju á Kjalarnesi í áratugi. Faðir minn minnist með miklu þakklæti góðs samstarfs við Dav- íð í sveitarstjórn og félagsmálum þar sem hann var réttsýnn og allra. Miðdalssystkinin lögðu mikið til sveitar sinnar, þannig var Valgerður ljósmóðir, Njáll skólastjóri og Davíð organisti og frammámaður í félagsmálum. En með hverjum manni stendur kona og Rósa stóð þétt við bak bónda síns og Miðdalsheimilið bar henni fagurt vitni fyrir mik- inn dugnað, elju og ósérhlífni. Ég vil fyrir hönd foreldra minna þakka Davíð og þeim heið- urshjónum frá Miðdal Davíð og Rósu fyrir samfylgdina. Ríki- dæmi Davíðs og Rósu myndi hæfa konungum, fjölskylda þeirra myndarleg, samhent og dugleg og synir þeirra halda uppi merkjum þeirra í búskap, Guð- mundur í Miðdal með afurða- hæsta kúabú landsins og Eiríkur hefur byggt upp á Kanastöðum af miklum myndarbrag. Fyrir hönd fjölskyldunnar Eyjum II í Kjós sendum við ætt- ingjum og vinum Davíðs Guð- mundssonar í Miðdal okkar bestu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu bóndans Davíðs Guðmundssonar frá Mið- dal í Kjós. Fh. fjölskyldunnar Eyjum II Kjós. Ólafur M. Magnússon. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ✝ Pétur Jó-hannsson fæddist á Patreks- firði 31. júlí 1932. Hann lést á Landakotsspítala hinn 6. desember 2013. Foreldrar hans voru Jóhann Pét- ursson skipstjóri, f. 18.2. 1894 á Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, d. 1.4. 1961, og Elín Bjarna- dóttir frá Stóru-Vatnsleysu í sömu sveit, f. 27.7. 1899, d. 18.7. 1982. Pétur var næst- elstur systkina, átti þrjár syst- ur. Þær eru Kristín Björg, f. 18.9. 1930, Oddbjörg Ásrún, f. 20.3. 1936, og Elín Guðbjörg, f. 23.3. 1943, d. 7.1. 2012. Pétur kvæntist 25. október 1958 Kristínu Margréti Guð- mundsdóttur, f. í Reykjavík 29. apríl 1927. Foreldrar skóla Íslands 1956. Pétur hóf sjósókn á unglingsaldri með föður sínum á togaranum Gylfa frá Patreksfirði en faðir hans var um langt árabil skip- stjóri á togurum frá Patreks- firði. Fjölskyldan fluttist bú- ferlum til Reykjavíkur 1950 og bjó fyrst í Reykjavík en síðar í Sætúni, Lamb- astaðahverfi, Seltjarnarnesi. Pétur var á þrítugsaldri orðinn skipstjóri á Hvalfellinu og 28 ára gamall sótti hann Sigurð ÍS til Þýskalands. Pét- ur varð síðar stýrimaður á t.a.m. Ásbergi og Ásbirni RE, Ljósafelli SU og síðar skip- stjóri á t.a.m. Karlsefni RE og Aðalvík KE. Á sextugsaldri hætti Pétur sjósókn á fiski- skipum þegar hann réðst til starfa hjá Björgun og varð stýrimaður og síðar skipstjóri á sanddæluskipum félagsins. Var hann farsæll í sínum störfum. Útför Péturs fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 18. desember 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. hennar voru Guð- mundur Jónsson verslunarmaður og Kristín Mar- grét Jónsdóttir, bæði úr Reykja- vík. Bjuggu Pétur og Kristín fyrst á Ljósvallagötu 22, Reykjavík en fluttu á Lind- arbraut 10, Sel- tjarnarnesi 1965. Börn Péturs og Kristínar eru: 1) Auður, f. 6. desember 1958. 2) Jóhann, f. 22. júlí 1961, í sambúð með Margréti Lilju Magnúsdóttur og er barn hennar og fóst- ursonur Jóhanns Baldvin Búi Wernersson, 3) Brynja, f. 5. júní 1964. Pétur ólst upp á Patreks- firði og gekk þar í barnaskóla. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Núpi í Dýrafirði 1950. Þá lauk Pétur prófi frá Stýrimanna- Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, elsku faðir minn. Þú varst fæddur og uppalinn í vestfirsku sjávarplássi og byrj- aðir ungur að sækja sjóinn með föður þínum sem var skipstjóri á togurum á Patreksfirði um árabil. Væntanlega hefur lítið annað komið til greina af þinni hálfu en að feta í fótspor hans. Þú varst almennt fámáll um eigin hagi í gegnum tíðina en þegar bryddað var upp á sam- ræðum, svo sem um hvernig þriggja mánaða saltfisktúrar á Grænlandi hefðu gengið fyrir sig, þá taldir þú slíka túra ekki í frásögur færandi, svona hefði þetta bara verið á þeim tíma. Á mínum yngri árum var ég með þér á sjó nokkur sumur þegar þú varst skipstjóri á Aðalvík KE. Þar komu þínir mannkostir vel í ljós en hvort sem pokinn var fullur af fiski eða ekki þá skiptir þú lítt skapi og komst þínum fyrirskipunum til skila án þess að hækka róminn. Naust þú enda trausts og virð- ingar áhafnar og varst ávallt farsæll í þínum störfum. Þegar vinnu lauk fannst þér fátt ánægjulegra en að setjast niður með góða fræðibók, ekki síst á náttúrusviðinu eða þá ævisögu. Þá man maður eftir jólunum í gamla daga þegar þú tókst upp nikkuna eða settist við píanóið og lékst jólalög og hélst uppi stemningunni. Þú varst ekki fyrir það að barma þér og man ég ekki til þess að þér hafi orðið misdæg- urt í gegnum tíðina ef frá er talið heilablóðafall fyrir nokkr- um árum. Þrátt fyrir að missa um stund máttinn í fótunum taldir þú algjöran óþarfa að fara á sjúkrahús að láta skoða þig enda hefði mátturinn komið fljótt aftur. Fékkst reyndar til þess að fara eftir nokkrar for- tölur en enn er það minnisstætt hversu ánægður þú varst þegar þeirri stuttu vist lauk. Hugurinn hafði gefið nokkuð eftir síðustu árin sakir heila- sjúkdóms. Þú varst þó lengst af á heimilinu hjá mömmu sem hugsaði afskaplega vel um þig. Undir það síðasta dvaldi hug- urinn nánast alfarið í fortíðinni. Þú varst á Landakotsspítala síðustu vikurnar og á starfsfólk þar þakkir skildar fyrir ein- staklega hlýtt viðmót og nær- gætni. En nú er hugurinn ekki leng- ur í fjötrum og þú er sigldur á fjarlæg mið. Ég minnist af- skaplega góðs föður og drengs sem jafnan lagði vel til mál- anna, með jákvæðni og réttsýni að leiðarljósi. Ég þakka þér, elsku pabbi, fyrir allt og að hafa ávallt getað leitað til þín sem fyrirmyndar. Þinn sonur. Jóhann. Elsku pabbi. Nú ertu farinn í langa „túrinn“ og kemur ekki aftur. Þú valdir ungur að árum að sjómennskan yrði ævistarfið og ólumst við systkinin upp við að þú varst oft mánuðum sam- an á síldinni í Norðursjó og svo seinna í styttri túrum á tog- urum, en alltaf komstu heim aftur, en ekki í þetta sinn. Nú get ég ekki skrifað þér bréf með löngum lýsingum og teikningum á þeim fötum sem mig langar í, enda löngu vaxin upp úr því, en það var gaman að finna bréfin sem þú hafðir geymt öll þessi ár. Þar er margs að minnast öll þessi ár en upp úr stendur þó, hvað þú varst alltaf góður pabbi, skapgóður og léttur í lund og alltaf stutt í húmorinn. Heiðarleiki var þitt aðalsmerki, þú vildir ekki skulda neinum neitt, heldur staðgreiða hlutina. Víðlesinn varstu, iðulega þegar þú varst heima varstu með bók við hönd, einhverjar fræðibæk- ur helst, og þá sveik minnið þig ekki. Þú varst alltaf með réttu svörin í spurningakeppnunum í sjónvarpinu, nema kannski varðandi kvikmyndir og leik- ara. Svo varst þú auðvitað minn helsti veðurspámaður, þegar til stóð að fara í útilegu þá hringdi maður bara út á sjó til að fá veðurspána, og alltaf stóðst þín spá. Hafið bláa hafið hugann dregur, hvað er bakvið ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur, bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr, bauðst mér ekki fyrr. Bruna þú nú bátur minn; Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum, fyrir stafni haf og himinninn! (Örn Arnarson) En nú stendur þú í stafni og hefur lagt úr höfn í síðasta sinn. Elsku pabbi, takk fyrir allt, elska þig ætíð, góða ferð. Þín dóttir, Auður. Nú kveð ég þig elsku pabbi minn. Þú vildir verða sjómaður eins og faðir þinn hafði verið og varst ekki mikið heima þegar ég var að alast upp. Ég fór iðu- lega með mömmu að sækja þig þegar þú komst í land og man hvað það var alltaf gaman að sjá þig koma niður landganginn með sjópokann þinn. Stundum fórstu utan að sækja skip eða sigldir út með aflann. Oft óskaði ég eftir því að þú keyptir eitthvað fyrir mig og alltaf varðstu við því. Jafn- vel þó að stundum kostaði það þig mikla fyrirhöfn að finna það. Þegar ég var fjórtán ára gömul fékk ég að fara með þér til Þýskalands þegar selja átti aflann þar. Ég varð sjóveik á útleiðinni og vildir þú allt fyrir mig gera og áttum við marga skemmtilega daga saman. Einnig eru mér minnisstæð- ar útilegur með ykkur mömmu í fallega hústjaldinu sem þú keyptir í Þýskalandi. Þá var keyrt um og skoðaðir fallegir staðir og alltaf vissir þú ým- islegt um þá og fjöllin í kring. Þú varst víðlesinn og vissir oft- ar en ekki svörin þegar við horfðum saman á spurninga- keppni í sjónvarpinu. Þú varst mikill húmoristi og hélst því alla tíð þrátt fyrir að vera með Alzheimer síðustu ár- in. Það er undarlegt að hugsa til þess að þú kemur aldrei aftur heim. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt svo góðan föð- ur. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín dóttir, Brynja. Þegar ég kom fyrst á Lind- arbrautina fyrir um átta árum var mér og Baldvini syni mín- um einkar vel tekið og við boð- in hjartanlega velkomin í fjöl- skylduna. Pétur var ekki maður margra orða en við fundum það að hann tók okkur opnum örm- um og fannst gaman að fá okk- ur í heimsókn. Alltaf spurði hann hvernig var í sjóinn þegar við komum siglandi frá Vest- mannaeyjum og ræddum við þá veður og sjólag. Pétur var sjómaður allan sinn starfsaldur og málefnið honum því hugleikið. Hin seinni ár spurði hann mig líka hvernig hefði verið í sjóinn þegar við hittumst og skipti þá ekki öllu máli hvort ég var að koma frá Vestmanna- eyjum eða að utan. Enda hefur honum örugglega fundist sjó- ferðir mun mikilvægari en eitt- hvert óþarfa flandur til út- landa. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ljúfa manni áður en veikindin settu sitt mark á hann. Þegar ég gisti á Lindarbrautinni vorum við iðulega fyrst á fætur og var hann oftast búinn að hella upp á sterkt og gott kaffi þegar ég lét sjá mig í eldhúsinu. Við kíktum í dagblöðin og ræddum helstu málefnin en annars sát- um við í þægilegri þögn með blöðin og gott kaffi. Þessar stundir eru dýrmætar minning- ar í dag. Elsku Kristín, Auður, Jói og Brynja, missir ykkar er mikill og votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Margrét Lilja. Pétur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.