Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 30

Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ✝ (Guðrún) Mar-grét Péturs- dóttir fæddist 20. október 1915 á Skagaströnd. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 10. desember 2013. Faðir Margrétar var Jakob Pétur Stefánsson frá Höfðahólum, f. 29.6. 1878, d. 28.6. 1962, sjómað- ur og verkamaður á Lækj- arbakka á Skagaströnd. Móðir hennar var Marta Guðmunds- dóttir frá Torfalæk, f. 22.1. 1885, d. 31.5. 1957. Systkini hennar voru Sig- urbjörg (hálfsystir samfeðra), f. 1906, d. 1993, Guðmunda, f. 1914, d. 2001, Jóhann, f. 1918, d. 1999, Elísabet, f. 1919, d. 2006, Ingibjörg, f. 1921, og Ófeigur, f. 1928. Hinn 19. desember 1942 gift- ist hún Jóni Helgasyni frá Stóra-Botni í Hvalfirði, ritstjóra og rithöfundi. Jón fæddist 27.5. 1914 en hann lést 4.7. 1981. Börn þeirra: 1) Helgi Hörður, f. 14.5. 1943, fyrri kona hans var þau tvö börn, og Jakob Ein- arsson, f. 1973, og á hann eina dóttur. 3) Sturla, f. 15.9. 1953, eiginkona hans er Helga Harð- ardóttir, f. 1953. Börn þeirra eru Margrét, f. 1978, maki Jó- hann Þorláksson og eiga þau tvo syni, Hörður, f. 1981, maki Ágústa Björnsdóttir og eiga þau eina dóttur, Hildur, f. 1988, sambýlismaður Jón Magnús Hannesson. 4) Ónefnd dóttir, f. 21.5. 1956, látin sama dag. Margrét ólst upp í stórum systkinahópi á Lækjarbakka á Skagaströnd. Eins og þá tíðk- aðist fór hún snemma að heiman og stundaði ýmis störf. Árið 1941 lágu leiðir Margrétar og Jóns Helgasonar saman, en Margrét starfaði þá á Gimli þar sem Jón var kostgangari. Eftir að hafa gengið í hjónaband var hún framan af heimavinnandi húsmóðir, en starfaði síðan um stuttan tíma hjá Olíuverslun Ís- lands en lengst af þó við bók- band, og handbatt m.a. inn heilt bóksafn í skinnband. Margrét hafði yndi af handavinnu og var mikil prjónakona. Þau Jón bjuggu lengst af í Miðtúni 60 í Reykjavík, en höfðu komið sér upp öðru heimili í Botnsdal í Hvalfirði, á æskuslóðum Jóns, stuttu áður en Jón lést. Lang- ömmubörnin eru orðin 12. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag, 18. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Gyða Jóhanns- dóttir, f. 1944. Þeirra börn eru: Jóhann Árni, f. 1971, maki Þóra Einarsdóttir og eiga þau tvö börn, Jón Ari, f. 1973, maki Ingibjörg Þóra Sæmunds- dóttir og eiga þau þrjár dætur. Seinni kona Helga var Helga Jónsdóttir, f. 1953. Þeirra börn eru: Oddný, f. 1981, maki Cornell Ban, Sólveig, f. 1985, maki Bóas Hallgrímsson og á hann einn son, og Gunnlaugur, f. 1987, sambýliskona Ásta Þyri Emilsdóttir. 2) Pétur Már, f. 23.4. 1945. Fyrri kona Péturs var Ellen M. Pétursdóttir, f. 1946. Þeirra börn eru Hrönn, f. 1966, Hlynur, f. 1972, maki Hekla Vilhjálmsdóttir og eiga þau tvo syni, Hrafn, f. 1974, og á hann eina dóttur. Seinni eig- inkona Péturs er Hugrún Jóns- dóttir, f. 1951, þeirra dóttir er Margrét, f. 1983, og á hún eina dóttur. Stjúpbörn Péturs eru Unnur Einarsdóttir, f. 1967, maki Harri Ormarsson og eiga Margrét Pétursdóttir var um margt óvenju sjálfstæð kona af sinni kynslóð. Hún aflaði eigin tekna meðal annars með því að kenna bókband, prjóna lopapeys- ur og sjá um ræstingar. Hún átti öflugan hóp góðra vinkvenna sem gerðu ýmislegt saman sér til dægrastyttingar. Þær sóttu leik- hús og sýningar og fóru í sum- arbústaðaferðir. En Margrét nýtti aflafé sitt ekki aðeins í eigin þágu. Hún var gjafmild og hafði yndi af því að gauka ýmsu að af- komendum og ættingjum. Hún sinnti vinum vel og var ættrækin. Það voru ekki aðeins hennar eig- in afkomendur og tengdabörn sem fengu notið umhyggju henn- ar – heimilið stóð opið ættingjum og vinum og iðulega voru dvalar- og næturgestir um lengri og skemmri tíma. Allir og allt virtist rúmast vel í Miðtúni. Vönduð og vandvirk eru þau orð sem fyrst koma í hugann þeg- ar ég hugsa um Margréti. Hún var vönduð kona, sem vart féll verk úr hendi. Engan var betra að spjalla við ef eitthvað lá manni á hjarta. Þá var sest niður í Mið- túninu þar sem ætíð var ró og næði. Í lok stundarinnar gerði maður sér grein fyrir að Margrét hafði líka nýtt tímann til að prjóna eða vinna annað í höndum. Sjaldnast virtist sem Margrét hefði fyrirhöfn af nokkrum hlut en samt var heimilið alltaf snyrti- legt, þvotturinn hreinn og strauj- aður, skórnir burstaðir og mat- urinn vel fram reiddur á réttum tíma. Margréti vannst allt vel, hún sinnti ekki bara heimilis- störfum og garði, heldur sá líka um að mála og gera við ef svo bar undir. Hún var listfengur bók- bindari og þau hjónin hún og Jón Helgason, ritstjóri og rithöfund- ur, áttu gott safn ákaflega fag- urlega innbundinna bóka. Margrét lifði langa ævi. Eig- inmaðurinn og vinkonurnar góðu kvöddu þennan heim langt á und- an henni. Hún kvaddi í friðsæld í faðmi fjölskyldunnar eftir afar hlýja og góða umönnun á Skjóli. Ég minnist tengdamóður minnar með þakklæti og virðingu. Helga Jónsdóttir. Við hittumst fyrst í forstofunni í Miðtúni 60, fyrir 44 árum, ég að- eins 16 ára nýbúin að kynnast yngsta syninum. Frá fyrstu stundu tók hún mér afar vel, og áttum við alla tíð gott samband. Heimili Margrétar og Jóns var mikið menningarheimili, allir veggir þaktir bókum og málverk- um. Þar var mikið bókasafn, sem Margrét var í óðaönn að binda inn í skinn, allt frumútgáfur af helstu höfundum þjóðarinnar. Hún var afar vel lesin og alltaf hægt að ræða við hana um nýj- ustu bækurnar. Hún fylgdist líka vel með öllum þjóðmálum og var afar pólitísk. Þegar hún passaði nöfnu sína, eldri dóttur mína, sjö ára gamla varð ég vör við að sú stutta var orðin mjög harður her- námsandstæðingur en Margrét var alla tíð vinstrisinnuð í pólitík- inni. Hún var mjög ánægð þegar Ingibjörg Sólrún, dóttir Ingu vin- konu hennar, varð borgarstjóri í Reykjavík. Hún fylgdist afar vel með framgangi Sólrúnar á borg- arstjórastóli og seinna á Alþingi, enda fylgdist hún alltaf vel með fréttum, þar til fyrir nokkrum ár- um, en þá var hún búin að missa að mestu heyrn. Hún var búin að vera ekkja í rúm 32 ár, sem er langur tími. En hún sat ekki auðum höndum, heldur tók hún til við að prjóna lopapeysur með vinkonum sínum, þær hittust reglulega og ein prjónaði búkinn, önnur ermarnar og svo sú þriðja setti þær saman. Nú er hún síðust úr þeim hópi að fara. Hún var alltaf dugleg að halda utan um fjölskylduna. Fram að níræðisaldri bauð hún fjölskyld- unni reglulega í mat. Barnabörn- in sóttu mikið til hennar, enda jafnan hægt að ræða ýmis mál án þess að kynslóðabilið væri til trafala. Hildur, yngri dóttir mín, vann á dvalarheimilinu Dalbraut í tvö sumur eftir að Margrét flutti þangað og höfðu þær báðar ánægju af þeim mikla samgangi. Við fjölskyldan vorum svo lán- söm að geta verið með síðustu dagana og hún hafði þrátt fyrir allt krafta til að brosa þegar Hörður minn sýndi henni Úlfhildi sína, sex mánaða. Hvíl í friði Margrét mín. Helga Harðardóttir. Í dag kveðjum við Margréti Pétursdóttur fyrrverandi tengdamóður mína. Leiðir okkar lágu saman fyrir um það bil 53 ár- um eða þegar við Helgi sonur hennar og Jóns heitins Helgason- ar, ritstjóra fórum að draga okk- ur saman en þau Jón tóku mér ákaflega vel. Margréti var mjög annt um fjölskyldu sína og bjó henni fallegt heimili í Miðtúni 60. Þangað var gott að koma og á ég margar góðar minningar þaðan alveg frá unglingsárum. Margrét var mjög traust og trygg fjölskyldu og vinum og afar barngóð. Hún var hreinskilin og sagði oft umbúðalaust það sem henni bjó í brjósti. Hún var myndarleg húsmóðir en auk þess var henni margt til lista lagt. Hún var þó afar hógvær og gerði lítið úr því. Hún lærði bókband og þar kom listfengi hennar og vand- virkni vel í ljós. Jón var mikill bókasafnari, hún tók við og batt þær inn. Hún varð hissa þegar kennari hennar bað hana að kenna með sér og fyrir sig en það kom mér svo sannarlega ekki á óvart. Hún málaði einnig á yngri árum og ef hún hefði verið ung stúlka í dag hefði hún sennilega stundað nám við Listaháskóla Ís- lands. Sambandið við fjölskylduna í Miðtúni rofnaði ekki þegar leiðir okkar Helga skildu enda var þetta ein af þeim fjölskyldum sem mótuðu mig á unglingsárum og auk þess voru Jói og Jari komnir til sögunnar. Mjög gott samband var milli Margrétar og móður minnar og fjölskyldu hennar. Margrét var góð tengda- móðir og frábær amma. Strák- arnir áttu hana alltaf að og hún var í miklu uppáhaldi hjá þeim alla tíð. Eitt sinn hafði ég farið til útlanda og Jari fótbrotnaði, þá fimm ára gamall. Þegar ég kom heim sat hann eins og prins í sóf- anum í Miðtúni og sagðist hafa fengið margar heimsóknir og gjafir. Margrét brosti og hvíslaði að mér að Jói dauðöfundaði hann af fótbrotinu og velti fyrir sér hvernig hann gæti líka fótbrotn- að og tekið á móti gestum og gjöf- um. Hún sagðist þó hafa gætt vel að því að hann færi sér ekki að voða Margrét kom oft í heimsókn á Melhagann þar sem við strák- arnir bjuggum á einni hæð en móðir mín, systur hennar og systir mín og hennar fjölskylda bjuggu á hinum hæðunum. Þegar hún kom, þá hlupu strákarnir um stigaganginn og hrópuðu að amma Margrét væri komin i heimsókn. Það varð til þess að kaffi var drukkið annaðhvort hjá okkur eða móður minni, okkur öllum til mikillar ánægju. Við Margrét töluðum oft sam- an um lífið og tilveruna en einnig um persónuleg mál sem snertu okkur báðar og ríkti gagnkvæmt traust á milli okkar. Ég fann að hún bar hag okkar mjög fyrir brjósti og ég gleymi því ekki hvað hún varð glöð þegar ég kynnti Hauk fyrir henni. það varð mjög kært á milli þeirra tveggja en einnig fór mjög vel á með henni og fjölskyldu Hauks, þeim Frið- finnu tengdamóður minni og Dísu og Sigrúnu systrum Hauks. Fjölskylduboðin stækkuðu. Að leiðarlokum þökkum við Haukur Margréti fyrir væntum- þykju, vináttu og tryggð. Minn- ingin um góða konu lifir áfram í huga okkar. Hvíl þú í friði. Við sendum þeim Helga, Pétri, Sturlu og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gyða og Haukur. Amma mín átti sófa sem var alls ekki fallegur en var þeim töfrum gæddur að allir sem lögð- ust í hann sofnuðu værum svefni. Þegar ég var syfjaður unglingur fór ég oft í heimsókn til ömmu eftir skóla, sérstaklega þegar til- veran var eitthvað að flækjast fyrir mér. Hún gaf mér þá eitt- hvað gott að borða og við sátum og ræddum lífsins gang. Oftar en ekki sofnaði ég svo í sófanum hjá henni og amma breiddi yfir mig handklæði. Hún hélt því nefni- lega fram að ef maður svæfi und- ir teppi yrði manni of heitt og ætti á hættu að fá martraðir. Á meðan ég svaf undir mátulega hlýju handklæði sat amma við hliðina á mér, hlustaði á útvarpið, prjónaði og greiddi úr flækjum. Svona minnist ég ömmu minn- ar, Margrétar Pétursdóttur, sem lést 10. desember síðastliðinn. Hún var hlý, yfirveguð og örlát og það var alltaf hægt að leita til hennar. Aðrar minningar um hana eru af sama meiði: Þegar ég var barn bjuggum við foreldrar mínir hjá ömmu um skeið. Stund- um fórum við tvær saman í bæj- arferð og gengum Laugaveginn. Það var spennandi og skemmti- legt, en langt fram eftir aldri stóð ég í þeirri meiningu að stöðumæl- ar væru einhvers konar leikfang, því þegar við amma áttum leið hjá fyllti hún gjarnan á mælana fyrir ókunnugt fólk sem var að renna út á tíma. Þegar vinir eða vandamenn rötuðu í dagblöðin klippti hún greinarnar út og stillti þeim upp í hillu og skoðaði þær svo reglulega með stækkun- argleri sem hún geymdi í stof- unni. Í hvert sinn sem barna- börnin komu í heimsókn bakaði hún pönnukökur. Sjálf borðaði hún aldrei nema síðustu pönnu- kökuna en það var hörð sam- keppni um allar hinar. Síðustu árin var amma mjög veikburða, lá fyrir og gat lítið tal- að. Þá var ég orðin fullorðin og óskaði þess að ég hefði spurt hana um fleira á meðan færi gafst. En ég er mjög þakklát fyr- ir stundirnar sem við áttum sam- an. Það sama á við um systkini mín, Sólveigu Helgadóttur og Gunnlaug Helgason, sem minn- ast ömmu af jafnmikilli hlýju. Hún kvaddi í friðsæld, umkringd börnum, tengdabörnum og barnabörnum, og við vonum að einhver taki jafn vel á móti henni og hún gerði okkur. Oddný Helgadóttir. Elskuleg amma okkar, Mar- grét Pétursdóttir, lést hinn 10. desember síðastliðinn, 98 ára að aldri. Við systkinin eigum margar góðar minningar um ömmu en hún tók okkur alltaf opnum örm- um. Amma var róleg og yfirveguð að eðlisfari, hún skipti aldrei skapi þrátt fyrir ýmis prakkara- strik af okkar hálfu. Til dæmis þegar Hörður strauk af leikskóla með nokkrum vinum sínum og amma var heima að passa okkur systkinin. Hörður sagði að það væri frí á leikskólanum en hún vissi betur og var hin rólegasta yfir þessu uppátæki. Einnig þegar Hörður hjólaði tvisvar til ömmu aðeins sex ára að aldri frá Skeiðarvogi í Miðtún. Seinna skiptið vildi hann sýna vinum sínum hvað hann hefði gert. Amma var ekkert að æsa sig heldur bauð vinunum inn og lét foreldrana vita af ferðum þeirra. Þessi atvik lýsa vel jafn- aðargeði ömmu. Amma var mjög dugleg að bjóða okkur í mat, alveg þangað til hún mjaðmabrotnaði og flutti á Dalbraut, þá 89 ára að aldri. Yf- irleitt voru það fiskbollur sem voru á boðstólum en einnig oft kjötbollur eða saltkjöt og baunir. Í eftirrétt var hins vegar alltaf ís- blóm. Amma var mikil handavinnu- kona og prjónaði mikið af íslensk- um lopapeysum og seldi í ýmsar búðir, m.a. á Skólavörðustígnum en það kom oft í hlut þess elsta af okkur systkinunum, Margrétar, að skutlast með ömmu þangað. Hildur var svo heppin að fá sumarvinnu á Dalbraut, þar sem amma bjó, og fékk því að eyða miklum tíma með henni. Þar eyddi Hildur ófáum stundum á spjalli við ömmu um allt milli himins og jarðar og eru þær stundir ómetanlegar. Amma Margrét hafði gaman af börnum, ekki síst langömmu- börnunum sínum. Þegar hún bjó á Dalbraut fóru Margrét og lang- ömmubarnið Ísak Árni oft í heim- sókn til hennar með kexpakka sem kláraðist yfirleitt mjög hratt. Skemmtilegast þótti henni þegar Ísak Árni söng fyrir hana. Hún fékk að hitta yngsta langömmu- barnið sitt, hana Úlfhildi, á dán- arbeði sínum og erum við mjög þakklát fyrir það. Þegar hún hitti Úlfhildi lifnaði yfir andlitinu hennar og hún brosti með aug- unum. Það er minning sem við gleymum ekki. Hvíl í friði elsku amma. Margrét, Hörður og Hildur. Amma Margrét var svona erkiamma. Hún var alveg eins og ömmur eiga að vera. Okkur barnabörnin elskaði hún skilyrð- islaust og tók alltaf á móti okkur með sitt stóra hjarta og yfirleitt enn stærri stafla af pönnukökum. Það þarf vart að taka það fram að pönnukökurnar hennar ömmu voru þær bestu í heimi. Það þýddi þó lítið að biðja hana um upp- skriftina; „ég geri þetta bara eftir hendinni“ svaraði hún með þess- ari undarlegu hógværð sem ein- kennir svo hennar kynslóð. Eng- inn veit fyrir víst af hverju pönnukökurnar hennar ömmu báru svona af en einhvern tímann sáum við hana þó lauma smákaffi í deigið. Þegar amma hét ekki amma Margrét þá hét hún amma í Mið- túni. Miðtúnið var nefnilega kon- ungsríki ömmu og uppspretta óteljandi minninga fyrir okkur bræður. Þar smökkuðum við fífl- amjólk í fyrsta og síðasta skipti, stálumst í bratta stigann og lét- um okkur dreyma um flugvéla- módel úr Tómstundahúsinu sem var rétt hjá. Stundum voru frændur okkar Hlynur og Hrafn líka í heimsókn hjá ömmu og þá var farið í leiðangra út á víðátt- una fyrir framan Miðtúnið. Þegar sá yngri okkar varð fyrir því ein- staka láni að fótbrotna þá tók við margra vikna sælulega á sófan- um hjá ömmu. Þar var tekið á móti gestum og gjöfum milli þess sem afi sagði sögur og amma fór með „fagur fiskur í sjó“ út í hið óendanlega. Og ekki má gleyma jólaboðunum og sirkusnum á gamlárskvöld sem við horfðum alltaf á hjá ömmu í Miðtúni. Sirk- usinn var reyndar leiðinlegur. Þegar við urðum eldri og amma fluttist úr Miðtúninu yfir í Hátúnið breyttust heimsóknirn- ar eins og gengur og gerist. Ein- hvern veginn fannst manni eins og amma ætti aldrei heima í Há- túninu, svo sterkar voru minn- ingarnar úr Miðtúninu. En þó að heimilisfangið breyttist þá breyttist amma ekki. Amma var alltaf jafnskemmtileg að tala við. Maður talaði ekki um daginn og veginn og þaðan af síð- ur veðrið við ömmu. Hjá ömmu snerust samræðurnar um sorgir og sigra. Stundum sagði hún manni leyndarmál úr fortíðinni og maður vissi að hægt var að segja henni hvað sem er. Hún amma í Miðtúni var nefnilega svona erkiamma. Jón Ari Helgason og Jóhann Árni Helgason. Margrét Pétursdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, KRISTJÁN JÓN KRISTJÁNSSON, Kútti, Engjavegi 21, Ísafirði, lést á heimili sínu laugardaginn 14. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Inga Þorkelsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA LÁRA HERTERVIG, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, lést á gjörgæsludeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 12. desember. Óli H. Sveinbjörnsson, Tómas Sveinbjörnsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, KRISTJÁN BJARNI GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Bjargi, Álftanesi lést á Landspítalanum, Hringbraut, mánudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju mánudaginn 23. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinslækningadeild Landspítala, 11E. Helga Kristjana Einarsdóttir, Þórólfur Kristjánsson, Guðrún Lísbet Níelsdóttir, Salvör Kristjánsdóttir, Jón Þór Gunnarsson, Gunnar Freyr Jónsson, Sesselja M. Kjærnested, Einar H. Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.