Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 31

Morgunblaðið - 18.12.2013, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ✝ SigríðurBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1929. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 8. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ásta Magnúsdóttir, f. 1902, d. 1997, og Bjarni Guðmunds- son læknir, f. 1898, d. 1973. Tví- burasystir hennar var Hildur, sem lést 2009. Guðmundur og Þóra Margrét lifa systur sínar. Sigríður lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi frá Húsmæðrakenn- araskóla Íslands, frekara námi í kjólasaum og hönnun frá Haand- arbejdets Fremme í Kaupmanna- höfn, ennfremur í Edinborg og seinna framhaldsnámi kjólameistara í Þýskalandi og Sví- þjóð. Hún vann í mörg ár sem kjóla- meistari í Mark- aðnum í Reykjavík, rak eigin sauma- stofu og kenndi kjólasaum og hönn- un við Iðnskólann í Reykjavík í fjöldamörg ár. Árið 1957 giftist hún Sveini Þorvaldssyni, f. 1926, d. 2005, byggingartæknifræðingi og kennara við Iðnskólann í Reykja- vík, frá Skúmsstöðum í Vestur- Landeyjum. Útför Sigríðar fer fram í dag, 18. desember 2013, frá Fossvogs- kirkju kl. 13. Horfin er nú þessu jarðlífi Sig- ríður systir mín kær, oftast kölluð Sigga, og leitar nú á slóðir eigin- manns síns og foreldra. Sigga ólst upp í foreldrahúsum þar til hún hleypti heimdraganum undir tvítugt til framhaldsnáms og atvinnu. Hún lauk barnaskólanámi, sem þá hét fullnaðarpróf, frá barna- skólanum á Flateyri, gagnfræða- prófi við Menntaskólann á Akur- eyri, kennaraprófi við Húsmæðrakennaraskóla Íslands, kjólameistaraprófi við Haandar- bejdets Fremme í Kaupmanna- höfn, frekara nám í þeim efnum sótti hún til Edinborgar, Þýska- lands og Svíþjóðar. Hún kenndi um tíma við Húsmæðraskólann á Ísafirði og vann um árabil sem kjólameistari í Markaðnum í Reykjavík, rak eigin saumastofu, en lengst af kenndi hún við Iðn- skólann í Reykjavík. Á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn kynntist hún Sveini Þorvaldssyni frá Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum, f. 1926, og giftist honum 1957. Sveinn stund- aði þá nám í byggingatæknifræði. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap og unnu bæði við kennslu við Iðn- skólann í Reykjavík. Þann veg voru þau stöðugt samstiga, jafnt í vinnu sem og í frístundum, sam- rýmd sem frekast gat orðið, bæði höfðingjar heim að sækja; hlý og létt og gestrisin og glöð hvort í öðru. Helstu áhugamál þeirra utan vinnunnar voru framar öðru úti- vist, náttúruskoðun, ökuferðir og gönguferðir um fjöll og óbyggðir landsins. Urðu þar af margar ógleymanlegar útileguferðir, en eins og gengur sumar blautar og kaldar svo sem veðráttan býður hverju sinni, en alltaf skemmti- legt. Ekki er ég gjörkunnugur lifn- aðarháttum eða matvenjum ann- ars lífs, en líklegt þætti mér að Svenni lyfti glasi til að fagna end- urfundunum við Siggu sína. Guðmundur Bjarnason. Kveðja frá Klæðskera- og kjólameistarafélaginu Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Selma Gísladóttir, for- maður Klæðskera- og kjólameistarafélagsins. Kveðja frá samstarfs- mönnum við Iðnskólann í Reykjavík Sigríður Bjarnadóttir, kær vin- kona og starfsfélagi um árabil, er látin. Hennar kennaraferill við Iðnskólann í Reykjavík hófst fyrir rúmum þrjátíu árum en þá hafði hún starfað lengi við iðn sína, kjólasaum. Þegar kom að stofnun fataiðnabrautar við skólann var leitað til Sigríðar og hún beðin að fara utan til Svíþjóðar og mennta sig frekar og undirbúa skipulagn- ingu á náminu. Það sýnir það álit og traust sem hún naut meðal skólamanna og félaga í fataiðn- greinum. Óhætt er að fullyrða að fataiðn- brautin hafi frá upphafi verið mjög vel skipulögð og vinsæl. Góð- ir námsmenn hafa hlotið þar af- bragðsmenntun á þessu sviði. Menntun sem lyft hefur klæð- skurði og kjólasaumi hérlendis og verið mikilvægur þáttur í nýsköp- un íslensks fataiðnaðar og fata- hönnunar. Sigríður var vel liðinn og far- sæll kennari. Hjá henni fór saman mikil þekking og færni í iðninni og hæfileiki til að ná vel til nemenda. Hún sýndi þeim virðingu og traust en gerði líka miklar kröfur, ekki síst til sjálfrar sín. Uppskeran var eftir því og áfram heldur hennar merka og góða starf því flestir nú- verandi kennarar fataiðnbrautar- innar eru gamlir nemendur henn- ar. Tengsl Sigríðar við Iðnskólann ná reyndar lengra aftur en starf hennar þar. Eiginmaður hennar, Sveinn Þorvaldsson, sem lést árið 2005, hafði starfað við skólann í um tvo áratugi þegar hún hóf þar kennslu. Þau kynntust á námsár- um sínum í Kaupmannahöfn um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Það er óhugsandi fyrir okkur vini þeirra að nefna annað án þess að nefna hitt svo samrýmd voru þau. Sigga og Svenni, voru órjúfanleg heild í okkar huga og fullt jafn- ræði var með þeim. Bæði afburða- skemmileg og elskuleg. Hrókar alls fagnaðar hvar sem þau voru. Það birti í kennarastofunni og á mannamótum þegar þau mættu enda bæði mjög sterkir og já- kvæðir persónuleikar. Þau voru einstakir gestgjafar og oft var boðið til veislu í Geitlandið. Fyrir um fjörutíu árum hófu nokkrir starfsfélagar og vinir að ferðast saman reglulega. Þar voru þau Sigga og Svenni í fararbroddi og svo fór að hópurinn byggði tvö sumarhús til sameiginlegra nota í Laugardalnum. Minningarnar frá byggingartímanum þar sem Sveinn stjórnaði verkum og svo frá ótal ferðum á Apavellina eru dýrmætar. Þátttaka þeirra í því ævintýri er okkur mikils virði og vináttan efldist. Þau hjónin ræktuðu vel ættar- tengslin og ferðuðust mikið með systkinum sínum og þeirra fjöl- skyldum. Á Lödu Sport var ferðast um allt land með tjaldvagn í eftirdragi. Oft voru þetta svað- ilfarir í tvísýnu veðri yfir ár og ófærð, ferðir sem kröfðust áræðis ekki síst að teknu tilliti til stærðar og vélarafls farartækisins. Þau tóku virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara. Léku t.d. með þeim hópi í íslenskri kvik- mynd. Já, þau kunnu svo sannar- lega að lífa lífinu lifandi. Þegar Sveinn féll frá var missir Sigríðar mikill. Hún hélt þó ótrauð áfram, en nú síðustu árin missti lífið smám saman lit sinn og nú hafa þau hjón aftur sameinast. Góð og mikilhæf kona er gengin. Við minnumst hennar með virð- ingu, þakklæti og kærleika og vottum fjölskyldunni samúð. Frímann I. Helgason. Fallin er í valinn ein okkar sem útskrifuðumst úr Húsmæðra- kennaraskóla Íslands vorið 1950, Sigríður Bjarnadóttir, og er henn- ar sárt saknað. Það var eftirminnileg stund er við hittumst fyrsta daginn í skól- anum. Þarna voru ungar stúlkur komnar víða að af landinu, fullar áhuga og eftirvæntingar. Kennsl- an byrjaði fljótlega og nýstárleg verkefni biðu okkar hvert af öðru. Þau voru ærin og sum erfið. Innan hópsins voru duglegar stúlkur og líf og fjör í hverju horni. Sigríður var með þeim yngstu í hópnum og kát í lund og kraftmikil. Þegar leið á námstímann urðu námsefnin þyngri og verkefnin fjölbreyttari, bæði bókleg og verkleg. Allt lék í höndum hennar og hin góða, glað- lega og ljúfa lund hennar létti and- rúmsloftið í kringum hana, og þess nutum við hinar. Þarna bund- umst við allar vináttuböndum, sem hafa enst okkur vel allt til þessa dags. Hún var um árabil kennari í matreiðslu við Hús- mæðraskólann á Ísafirði. Síðan tók hún sig til og lærði kjólasaum bæði hér á landi og í Kaupmanna- höfn. Hún stundaði síðan kjóla- saum og kenndi jafnframt við Iðn- skólann. Hún giftist vini sínum og sam- kennara, Sveini Þorvaldssyni byggingarfræðingi. Þau voru samhent, gestrisin og góð heim að sækja. Þess nutum við skólasyst- ur hennar oft. Að leiðarlokum er margs að minnast. Við eftirlifandi skólasystur úr HKÍ þökkum henni allar ánægjulegar samveru- stundir og biðjum henni Guðs blessunar. Sigríður Kristjánsdóttir. Sigríður Bjarnadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN B. INGASON, Kvistavöllum 29, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 13. desember. Útför frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. desember kl. 15.00. Birna Ólafsdóttir, María Þórunn Helgadóttir, Gissur Kristjánsson, Ævar Sveinsson, Berglind Þ. Steinarsdóttir, Íris Inga Sigurðardóttir, Mikael Jónsson, Ólafur Guðlaugsson, Aðalheiður Runólfsdóttir, Hlynur Guðlaugsson, Kristín S. Baldursdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐMUNDSSON, Hæðargarði 33, Reykjavík, áður bóndi í Miðdal í Kjós, sem lést laugardaginn 7. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 13.00. Fanney Þ. Davíðsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson, Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon, Guðbjörg Davíðsdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson, Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg Anna Magnúsdóttir, Eiríkur Davíðsson, Solveig Unnur Eysteinsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SONJA SIGRÚN NIKULÁSDÓTTIR, lést á heimili sínu að morgni laugardags 14. desember. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Guðmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Steinar Már Gunnsteinsson, Ólöf Pétursdóttir, Eyþór T. Heiðberg, Alda Rose Cartwright, Pétur Már Guðmundsson, Eva Ýr Heiðberg, Hreiðar Þór Heiðberg, Máni Steinsson Cartwright, Urður Ylfa Pétursdóttir Cartwright. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í Seljahlíð, Reykjavík, laugardaginn 14. desember. Útför verður auglýst síðar. Guðjón Bjarki Sverrisson, Særún Þorláksdóttir, Heimir Þór Sverrisson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðlaugur Gylfi Sverrisson, Halla Unnur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURGRÍMUR GUÐMUNDSSON, vélstjóri, Hjallatanga 12, Stykkishólmi, lést á Heilbrigðisstofnun Akraness föstudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, Páll Ágúst Jónsson, Þuríður Erla Helgadóttir, Sigurjón Páll Helgason, Lilja Lind Helgadóttir, Veigar Jóhann Pálsson, Jón Hólm Pálsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Höfða í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Erna M. Sveinbjarnardóttir, Jón S. Garðarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku sonur okkar, bróðir og barnabarn, SVEINN ZOËGA, lést á heimili sínu mánudaginn 16. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafasjóð Rjóðursins, reikningsnr. 513-26-22241, kt. 640394-4479. Gunnar Zoëga, Valdís Guðlaugsdóttir, Jenný Zoëga Guðlaugur Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Jón Gunnar Zoëga, Guðrún Björnsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Austurgerði 7, Kópavogi, lést laugardaginn 14. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. desember kl. 13.00. Sólveig Jónasdóttir, Ósk Ásgeirsdóttir, Marinó Eggertsson, Gísli Hauksson, Ágústa Kristófersdóttir, Erna Hauksdóttir, Skúli Halldórsson, Valdís Hauksdóttir, Rúnar Ólafur Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.