Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Ég hélt upp á afmælið mitt á laugardaginn og bauð fjölskylduog vinum,? segir Laufey Bjarnason, kennari og afmælisbarndagsins. ?Það komu um sextíu manns og skemmtu sér víst allir vel,? segir Laufey. Hún bætir við að hún hafi boðið báðum saumaklúbbunum sínum í veisluna. ?Þær höfðu aldrei hist, þó ég hafi verið í þeim í nærri fimmtíu ár.? Spurð um stórafmælið segir Laufey það frábært að vera orðin sjötug. ?Það er gaman að líta yfir farinn veg, sjá börnin manns og barnabörnin vaxa og þroskast.? Laufey segir það hafa gefið lífi sínu mikið gildi að hafa átt góða fjöl- skyldu og stóran frændgarð. ?Ég og Björg, yngri systir mín, erum til dæmis mjög nánar,? segir Laufey. Laufey starfaði sem kennari við Breiðholtsskóla mestan hluta starfsævi sinnar, en fór á eftirlaun fyrir einu og hálfu ári. Seinni hlutann kenndi Laufey einkum lestur, íslensku og stærðfræði í sérkennslu. ?Mér fannst í þessi fjörutíu ár eða svo sem ég starfaði alltaf jafngaman að koma í vinnuna á haust- in, en eftir að ég hætti hefur mér þótt það alveg jafngaman að vera hætt að vinna og geta gert það sem ég vil.? Laufey er sem fyrr segir í tveimur saumaklúbbum, en hún hefur einnig mikinn áhuga á brids og spilar við vinkonur sínar tvisvar sinnum í mánuði. ?Og svo lærð- um við nokkrar kennslukonur í skólanum á gítar í sjö ár hjá Guð- mundi Hallvarðssyni,? segir Laufey, en þær tróðu oft upp á skemmt- unum í skólanum. sgs@mbl.is Laufey Bjarnason er 70 ára í dag Ljósmynd/Árni Rúnarsson Spilaði og söng Laufey hefur meðal annars lært að spila á gítar. Hún segir það frábært að sjá afkomendur sína vaxa úr grasi. Frábært að sjá barnabörnin vaxa Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Kristófer Leon fæddist 18. mars kl. 11.32. Hann vó 2.210 g og var 44 cm langur. Róbert Aron fæddist 18. mars kl. 11.42. Hann vó 2.385 g og var 46 cm langur. Foreldrar þeirra eru Karen Ósk Birgisdóttir og Hilm- ar Poulsen. Nýir borgarar Keflavík Emilía Kolbrún fæddist 18. apríl. Hún vó 3.600 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Maria Natalie Einarsdóttir Alvarez og Reynir Liljar Þorvaldsson. Edda fæddist í Reykjavík18.12. 1963 og ólst þarupp í Vesturbænum til1971 er fjölskyldanflutti til Danmerkur þar sem faðir hennar var í framhalds- námi: ?Við vorum fyrsta árið í Kaup- mannahöfn en í fimm ár í Stenlöse. Þar æfði ég og keppti í handbolta og fótbolta. Við stelpurnar höfðum það í gegn að Stenlöse Fodbold Klub stofn- aði kvennadeild, 1976 sem síðan hefur blómstrað. Ég er svolítið stolt að því að hafa komið að upphafi kvennabolt- ans þar. Þarna var mikið íþróttastarf og blómlegt félagslíf. Ég naut mín vel þarna og held enn sambandi við vin- konurnar frá þessum tíma.? Edda var í Hvassaleitisskóla en lauk grunnskólanámi við FÁ, lauk stúdentsprófi frá MH 1983, stundaði nám í líffræði við HÍ 1983-85, verk- nám í búfræði í Deildartungu í Reyk- holtsdal vorið 1986, nám í dýralækn- ingum við Den kongelige veterinær- og landbohøjskole frá 1986 og útskrif- aðist í ársbyrjun 1993. Edda fékk hryssuna Lottu í ferm- ingargjöf frá afa sínum og ömmu, fór í sveitina að skoða gripinn og var síð- an heilluð af sveitalífinu. Hún var kaupakona á Krossi í Landeyjum 1979, á Orrastöðum í Torfalækj- arhreppi 1982 og í Geirshlíð í Borg- arfirði 1985. Þá starfaði hún við hestaleigu í Húsafelli sumrin 1986, 1987 og l988, með vinkonum sínum sem einnig voru í dýralæknanámi í Danmörku og Noregi. Edda starfaði á Tilraunastöð rík- isins í meinafræði á Keldum sumarið 1991, leysti af sem dýralæknir á Blönduósi, ásamt Ólöfu Loftsdóttur, 1992 og aftur 1993 og starfaði þar til H. Edda Þórarinsdóttir, dýralæknir og bóndi ? 50 ára Stórfjölskylda 70 ára afmæli Þórarins forstöðulæknis og afmæli dóttur og dótturdóttur hans. Þórarinn og Hildur, ásamt dætrum, tengdasonum og barnabörnum, og bróður Hildar og frú, og bróður Þórarins og frú. Ræktar sauðfé og hross Brúðhjón Edda og Guðmundur sem giftu sig 4.7. 1992, ásamt Sveini Flóka. Á opnunni ?Íslendingar? í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón HEITT & KALT Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is Hátíðarstemning að þínu vali: Þægileg jólaveisla Heimilisleg jólaveisla Klassísk jólaveisla Jólasmáréttir Jólaveisla sælkerans Verð á mann frá: 4.890 kr. Allar upplýsingar og matseðlar á www.heittogkalt.is Jólaveisla Fyrirtækja- og veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.