Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 35
vors 1994. Þá flutti Edda, ásamt manni sínum, Guðmundi, og börnum þeirra, til tengdamóður hennar í Geirshlíð í Flókadal. Þau festu kaup á jörðinni Giljahlíð í Flókadal, 1996. og hafa stundað þar búskap síðan, fyrst með blandaðan búskap en eru nú með hross og sauðfé. Edda er starfandi dýralæknir í Borgarfirði og var um skeið sölumað- ur í hlutastarfi hjá Líflandi, áður Mjólkurfélagi Reykjavíkur: „Starfið hjá Líflandi hefur veitt mér góða inn- sýn í alla þá þætti sem lúta að fóðrun. Það hefur verið mér mikils virði sem dýralækni og bónda.“ Afkvæmi Lottu og Fálka Edda er formaður æskulýðs- nefndar hestamannafélagsins Faxa og syngur með Freyjukórnum. Áhugamál hennar snúast þó fyrst og fremst um ræktun: „Okkur hefur tek- ist að gera góðan sauðfjárstofn enn betri. Síðan er hrossaræktin mjög spennandi. Við fengum tveggja vetra moldóttan fola frá Rósu í Geirshlíð árið 2002. Hann heitir Fálki, er undan Oddi frá Selfossi og gefur leirljósan, moldóttan og glóbrúnan lit. Afkvæmi hans eru nú orðin á annað hundrað og eru mörg hver býsna spennandi. Við sýndum tvo unga stóðhesta og þrjár hryssur á ræktunarbússýningu Fjórðungsmóts Vesturlands sl. sum- ar. Hryssurnar eru undan Fálka en auk þess er Lotta mín amma fjögurra af þessum fimm hrossum. Ég og Sverrir, sonur minn, tókum þátt í sýningunni. Það var hreinlega topp- urinn á tilverunni.“ Fjölskylda Eiginmaður Eddu er Guðmundur Sigurjón Pétursson, f. 26.8. 1960, vél- tæknifræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Hann er sonur Péturs Jónssonar, f. 28.8. 1917, d. 10.10. 1979, bónda í Geirshlíð, og k.h., Rósu Guðmundsdóttur, f. 30.4. 1921, d. 6.4. 2012, bónda og húsfreyju. Börn Eddu og Guðmundar eru Sveinn Flóki, f. 2.7. 1989, nemi í hug- búnaðarverkfræði við HÍ; Rósa Stella, f. 3.6. 1993, nemi í vélvirkjun og rennismíði og starfsmaður Marels; Sverrir Geir, f. 21.12. 2000, grunn- skólanemi í Grunnskóla Borg- arfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Systur Eddu: Ragnheiður Inga, f. 17.10. 1968, efnaverkfræðingur í Reykjavík; Brynja Kristín, f. 10.11. 1973, í framhaldsnámi í barnalækn- ingum í Gautaborg. Foreldrar Eddu eru Hildur Bern- höft, f. 15.7. 1944, fyrrv. fulltrúi við danska sendiráðið í Reykjavík, og Þórarinn E. Sveinsson, f. 11.11. 1943, fyrrv. forstöðulæknir krabbameins- lækningadeildar Landspítala. Edda og Guðmundur verða með opið hús í Logalandi. föstudags- kvöldið 20.12. frá kl. 19.30. Úr frændgarði H. Eddu Þórarinsdóttur H. Edda Þórarinsdóttir Hildur Helgadóttir Zoëga fatahönnuður og kaupm. í Rvík Jón Þorvaldsson Sívertsen skólastj. VÍ Geirþrúður Hildur Jónsdóttir Bernhöft f. Sívertsen ellimálafulltr. Rvíkurborgar og fyrsti kvenguðfræðingurinn Hildur Sverrisdóttir Bernhöft fyrrv. fulltrúi í danska sendiráðinu í Rvík Sverrir Vilhelmsson Bernhöft stórkaupm. í Rvík Kristín Þorláksdóttir Bernhöft f. Johnson tannsmiður í Rvík Svanlaugur Jónasson b. á Þverá í Öxnadal Ragnheiður Friðrika (Ragna) Svanlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Sveinn Hallgrímsson verkstj. í Kassagerðinni Þórarinn E. Sveinsson fyrrv. forstöðulæknir Krabba- meinslækningadeildar LSH Sigurveig Sveinsdóttir húsfr. á Felli Hallgrímur Brynjólfsson b. á Felli í Mýrdal Jón Brynjólfsson b. á Höfðabrekku í Mýrdal Þorgerður Jónsdóttir húsfr. í Vík í Mýrdal Erlendur Einarsson forstjóri SÍS Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. á Þverá Kristjana Þorsteinsd. húsfr. á Þórshöfn Ragnheiður Jónasd. húsfr. á Húsavík Pétur Olgeirsson fram- kvæmdastj. á Vopnafirði Linda Pétursd. fyrrv. alheims- fegurðar- drottning Vilhelm Georg Theódór Vilhelmsson Bernhöft tannlæknir í Rvík Marie Vilhelmsdóttir Bernhöft húsfr. í Rvík Lucinda Fr.V. Hansen húsfr. í Rvík Hjálmtýr E. Hjálmtýsson bankamaður í Rvík Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöngkona Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og söngvari Dýralæknirinn Edda með sónar- tækið í skoðunarferð í Dölunum. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Snæbjörn Jónasson fæddist áAkureyri 18.12. 1921. For-eldrar hans voru Jónas Snæ- björnsson, brúarsmiður og mennta- skólakennari á Akureyri, og k.h., Herdís Símonardóttir húsfreyja. Bróðir Jónasar var Hafliði, faðir Kristjáns póstrekstrarstjóra. Jónas var sonur Snæbjörns Kristjáns- sonar, hreppstjóra í Hergilsey, bróð- ur Stefáns, langafa Gunnlaugs, föður Sigmundar Davíðs forsætisráð- herra. Móðir Jónasar var Guðrún Hafliðadóttir. Systir Herdísar var Steinunn, móðir Jóhannesar Zoëga hitaveitustjóra. Herdís var dóttir Símonar, b. á Iðunnarstöðum, bróð- ur Hildar, ömmu Péturs Ottesen alþm. og Magnúsar Ásgeirssonar skálds. Símon var sonur Jóns, ætt- föður Efstabæjarættar Sím- onarsonar, bróður Teits, ættföður Teitsættar, langafa Óskars Vil- hjálmssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkur, og Helga Sigurðssonar hitaveitustjóra. Eftirlifandi eiginkona Snæbjörns er Bryndís, dóttir Jóns Stefánssonar listmálara og Sigríðar Zoëga ljós- myndara. Börn Snæbjarnar og Bryndísar eru Sigríður, fyrrv. for- stjóri við Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja; Jónas, verkfræðingur og umdæmisstjóri, og Herdís rekstr- arfræðingur. Snæbjörn lauk stúdentsprófi frá MA 1941 og prófi í byggingaverk- fræði frá HÍ 1946. Hann stundaði framhaldsnám í ETH í Zürich 1947- 48 og í MIT í Massachusetts í Bandaríkjunum 1951. Snæbjörn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins frá 1948, deild- arverkfræðingur 1963-64, yfirverk- fræðingur 1964-74, forstjóri tækni- deildar 1974-76 og vegamálastjóri á árunum 1976-91. Hann sat í stjórn VFÍ 1956-58, var formaður Íslands- deildar Norræna vegtækni- sambandsins, sat í stjórn skipulags- nefndar OECD um rannsóknir aðildarríkja í vegagerð, var formað- ur ofanflóðanefndar og samvinnu- nefndar um gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendi Íslands frá 1992-99. Snæbjörn lést 16.7. 1999. Merkir Íslendingar Snæbjörn Jónasson 90 ára Sigurlaug P. Þormar 80 ára Jóhann Magnússon Jósef G. Magnússon Kolbeinn Bjarnason 75 ára Grímur Haraldsson Guðmundur Bjarnason Gunnar Stefánsson Halla Gunnlaugsdóttir 70 ára Laufey J. Bjarnason Stefán Rafn Valtýsson 60 ára Anna Jensdóttir Friðrika Selma Tómasdóttir Guðmundur Ólafsson Guðrún Þóranna Níelsdóttir Helga Einarsdóttir Jens Rúnar Ingólfsson Jocelyn Helen Lanksher Jóna Birna Bjarnadóttir Jóna Björg Kristinsdóttir Kristín R.E. Jóhannesdóttir Kristín Sigurþórsdóttir Svava Ásdís Steingrímsdóttir Tómas Bjarni Tómasson Þorgeir Hjaltason Þóra Óladóttir 50 ára Guðbjörg G. Guðmundsdóttir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir Halldóra Traustadóttir Hannes Alfreð Hannesson Hrafnkell Guðjónsson Ingvar Oddgeir Magnússon Jakob Þorsteinsson Jóhann Bergmann Loftsson Pétur Benediktsson Þórey Eyjólfsdóttir Þórir Helgi Helgason Þuríður Herdís Sveinsdóttir 40 ára Artur Piernikowski Ása Lára Þorvaldsdóttir Eggert Briem Elva Dögg Númadóttir Erna Jónsdóttir Fjóla Benny Víðisdóttir Guðmundur Tómasson Helena Bjarney Ingvadóttir Jóhannes Smári Þórarinsson Jósef Zarioh Kristjana Magnúsdóttir Sara Hermannsdóttir Sigþór Sigurðsson Þórður Dagsson 30 ára Aðalheiður Helgadóttir Berglind Helga Bergsdóttir Birgitta Lára Þorsteinsdóttir Dagbjört Ósk Njarðardóttir Dariusz Jan Zuchowicz Izabela Domitrz Katarzyna Monika Koniuszy Lára Jóhanna Jónsdóttir Matthías Daði Guðbjartsson Mindaugas Liaugaudas Regína Angela Ýrr Bertelsdóttir Sæmunda Fjeldsted Sæmundudóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þórunn ólst upp í Kópavogi, lauk BSx-prófi í klassískum söng í Hol- landi og er óperu- söngkona. Maki: Guðmundur Rúnar Benediktsson, f. 1977, verkfræðingur. Stjúpdætur: Karen Ásta, f. 1998, og Freyja Björk, f. 2006. Foreldrar: Karen Júlía Júlíusdóttir, f. 1960, og Valdimar Friðrik Valdi- marsson, f. 1958. Þórunn Vala Valdimarsdóttir 30 ára Sigríður ólst upp í Garðinum, hefur búið í Sandgerði frá 2004 og er að hefja nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Hafn- arfirði og stundar hús- freyjustörf. Börn: Ragnheiður Júlía, f. 2008, og Rafn, f. 2012. Foreldrar: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 1960, skólaliði í Garðinum, og Árni Guðnason, f. 1958, forstöðumaður hjá Garð- inum. Sigríður Maggý Árnadóttir 30 ára Stefán ólst upp á Vatnsenda og er búsettur þar, lauk biblíunámi á Hawaii og starfrækir Upp- skeruna, heilsuverslun sem verið var að opna í Skeifunni 3 A. Maki: Melissa Shu Fen Chung, f. 1985, í fæðing- arorlofi. Dóttir: Ásbjörg Elisabeth, f. 2013. Foreldrar: Björn I. Stef- ánsson, f. 1955, og Björg Jóhannesdóttir, f. 1958. Stefán Andri Björnsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.