Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nýtt ár vekur þér löngun til að betr- umbæta heimili þitt. Taktu vini í neyð vel, því bón hans er vel innan þess sem þú ert í fær- um um. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er heillaráð að leggja á ráðin um framtíðina. Sýndu þolinmæði og fylgdu þeim eftir í rólegheitunum. Aðrir eru forvitnir og reyna að finna veikan blett á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Himintunglin sýna fram á að þú ert umkringd/ur fólki sem hægt er að treysta og átt eftir að laða einn þeirra að þér án fyrirhafnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að venja þig á að tala skýrt og skorinort svo þeir sem hlusta á þig velkist ekki í vafa um fyrirætlanir þínar. Gættu þess bara að valda fólki ekki vonbrigðum við nán- ari kynni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur ekkert að skammast þín fyrir og getur því alveg horft stolt/ur framan í heiminn. Veldu rétta augnablikið og vertu vandlát/ur á það sem þú lætur fara frá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðfangsefni í einkalífinu tekur á sig mynd. Ef þú sýnir öðrum að þú viljir leggja mikið á þig munu þeir fara að þínu dæmi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú setur markið hátt og nærð því. Og reyndu að komast hjá þeirri hrikalegu leti að láta aðstæður eða aðra ákveða líf þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn hentar vel til að taka á leyndarmálum eða feimnismálum. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að and- mæla þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til þess að gera langtímaáætlanir í fjármálum. Svaraðu kall- inu ef þú vilt en ef ekki þá vertu óhrædd/ur við að segja það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekkert er eins bráðdrepandi fyrir vináttuna og peningamál. Forðastu slíka reynslu með því að gefa þér nægan tíma. Hugsanlega á það vel við í ástum að setja úr- slitakosti. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Láttu þig dreyma! Ekki þykjast vita hvað fólk hugsar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Í dag er dagurinn sem þú átt að gefa hjarta þitt allt í vináttu eða ástarsamband. Vertu hvergi smeyk/ur, því þú ert með allt þitt á hreinu. Stolin krækiber? er vísnasafn,sem út kom í lok september. ?Skopmyndaskreytt úrval vísna- þátta úr Skessuhorni? er undirtitill- inn. En Dagbjartur Dagbjartsson, bóndi í Hrísum í Flókadal, hefur um tveggja áratuga skeið skrifað vísna- þætti fyrst í héraðsfréttablaðið Borgfirðing en 15 síðustu árin í Skessuhorn og er bókin afrakstur þeirrar vinnu. Bjarni Þór Bjarnason á Akranesi hefur myndskreytt bók- ina og gerir það ágætlega. Höfundatal eða efnisyfirlit fylgir ekki bókinni og er það galli, því að fyrir bragðið er hún nær óbrúkleg sem uppflettirit. En það breytir ekki því, að okkur vísnavinum þykir skemmtilegt að grípa niður í henni og byrja ég á fyrst tveim vísunum: Vísan stendur öld og ár, oft er send til varnar. Hún er að benda á bros og tár bak við hendingarnar. Þessi hringhenda er eftir Ásgrím Kristinsson. Vísu fylgir sú athuga- semd að menn geti velt fyrir sér hvernig vísur eigi að velja í svona bók og tæpast yrðu allir á eitt sáttir. En sér finnist hæfa nokkuð vel þessi mannlýsing Egils Jónassonar á Húsavík: Hlýtt og vandað, kalt og klúrt, hvorugt grandar hinu. Virðist blandað sætt og súrt saman í andlitinu. Ég greip niður á bls. 65: ?Á fyrstu árum atómljóðanna orti Bjarni frá Gröf: Ég elska þessi atómljóð sem enginn skilur. Þau hvíla alveg í mér vitið sem er að verða þreytt og slitið. Margir hafa reynt sig á formi fer- skeytlunnar með misjöfnum árangri enda sagði Bjarni líka: Vanalega verður hálf vísan illa kveðin ef hún kemur ekki sjálf eins og hjartagleðin.? Á bls. 109 er sagt, að Einar Bein- teinsson hafi gert sér fullljóst, að allt er breytingum undirorpið og ekki verður allt á morgun eins og það er í dag: Lofn þó kveiki lostaflugur, löngum sveik það vænan pilt, þar sem reikull hefur hugur holdi veiku að málum fylgt. Og síðan kemur þessi vísa vest- urheimska skáldsins Þorskabíts, sem ?hefur vafalaust séð það fullvel eins og fleiri hvað mannanna láni er misskipt og orti einhvern tíma þegar honum þótti nóg um?: Svíðingana sólgna metta svitadropar fátæks manns, ágirndin er engispretta í akurlöndum kærleikans. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gripið niður í Stolin krækiber Í klípu ?ÉG GET EKKI GERT VIÐ HANN, HANN KITLAR SVO MIKIÐ.? eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ?ÞETTA ER Í ÞRIÐJA SKIPTI SEM ÞÚ ERT SAMMÁLA HONUM!? Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... aðgerð sem getur bjargað lí?. BLÓÐBANKI HARMONIKKAN MÍN ER TÝND! Ó NEI, EN HRÆÐILEGT. GETUR ÞÚ ÍMYNDAÐ ÞÉR EITTHVAÐ HRÆÐILEGRA EN ÞAÐ, GRETTIR? NEI, EKKI NEITT HRÆÐILEGRA. HEEEY... ! ÞEGAR MAÐUR RÆÐST Á KASTALA ER ALLTAF VERIÐ AÐ VARA MANN VIÐ GRIMMUM HUNDUM ... VARÚÐ! EIGANDINN BÍTUR ... EN ÞETTA ER FÁRÁNLEGT! Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík-ur, lagði til í ræðu á borgarstjórn- arfundi í gær að enskukennsla yrði efld á kostnað dönsku. ?Við ættum að hætta að kenna dönsku,? sagði borg- arstjóri. ?Ég tel hana úrelta í ís- lensku skólakerfi.? x x x Víkverji áttar sig á því að margraára dönskukennsla í íslenskum skólum skilur ekki mikið eftir sig. Dönskuslettur eru mikið til horfnar úr málinu og tengslin kannski ekki eins og áður var. Þó fara enn þús- undir Íslendinga í nám til Danmerk- ur og annarra norrænna ríkja og þá kemur sér vel að hafa einhverja und- irstöðu í dönsku, sem einnig nýtist í Noregi og Svíþjóð. x x x Víkverji lærði sína dönsku knúinnbókmenntaþorsta. Á uppvaxt- arárum hans voru blöðin um Andrés önd á dönsku og var því ekki um ann- að að ræða en að læra málið, eða mæla göturnar fáfróður ella. x x x Þótt Víkverji þykist slarkfær ídönsku, geta bæði lesið hana sér til gagns, skrifað og jafnvel talað, strandar skilningurinn ævinlega á hinu talaða máli. Þegar Danir tala verður Víkverji annaðhvort að þykj- ast skilja eða hvá við hvert orð. x x x Ríkissjónvarpið hefur undanfariðsýnt þáttaröð, sem heitir Brúin. Þar starfa saman sænskir og danskir lögreglumenn. Í þessum þáttum ríkir alger veruleikafirring ? ekki vegna þess að sögufléttan sé langsótt, held- ur vegna þess að persónur eru látnar tala saman á móðurmáli sínu eins og þær skilji hver aðra hikstalaust. Allir sem til þekkja vita að það er útilokað. x x x Í norrænu samstarfi hafa menn tal-að sitt móðurmál. Það er sennilega ástæðan fyrir því að norrænt sam- starf hefur verið farsælt. Gera má ráð fyrir því að menn skilji ekki þriðj- ung þess sem sagt er og haldi því frekar að sér höndum en að gera ein- hverja fádæma vitleysu. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Jólatúlípanar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.