Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við höfum undanfarin ár boðið upp á jólatónleika með efnisskrá á þess- um nótum. Aðsóknin hefur aukist ár frá ári og stemningin verið góð, þannig að sú hugmynd kom upp í fyrra að gefa út jólaplötu,“ segir Eyþór Ingi Jóns- son, organisti við Akureyrarkirkju sem og stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu. Kórinn sendi nýverið frá sér 24 laga jólaplötu sem nefnist Þar ljós inn skein. Spurður um lagavalið á plötunni segir Eyþór Ingi það vera blöndu af nýjum og eldri þekktum jólalögum. „Á jólunum má maður ekki vera of frumlegur, því fólk vill fá sín jólalög. Við viljum þó alltaf vera skapandi og blöndum þess vegna alltaf nýju og óþekktu efni við auk þess sem spuninn er aldrei langt undan,“ seg- ir Eyþór Ingi og bendir á að á plöt- unni séu ný og nýleg lög eftir m.a. Michael Jón Clarke og Daníel Þor- steinsson. Falleg kápa plötunnar vekur at- hygli og upplýsir Eyþór Ingi að Pét- ur Halldórsson, kórfélagi og fyrr- verandi dagskrárgerðarmaður á Rás 1, eigi heiðurinn af henni. „Um er að ræða nýja ljósmynd sem tekin er á 19. aldar votplötu í Laufási. Með þessu móti tengjum við nýju plötuna við fyrstu plötuna okkar,“ segir Eyþór Ingi og vísar þar til Heyr mig mín sál sem út kom fyrir 2008 og inniheldur eingöngu kór- verk eftir konur. „Ljósmyndina, sem prýðir fyrri plötu okkar, feng- um við úr ljósmyndasafni Þjóð- minjasafnsins.“ Ævintýraleg verkefni Hymnodia fagnaði tíu ára starfs- afmæli fyrr á þessu ári. Spurður hvort hópurinn hafi haldist óbreytt- ur frá stofnun segir Eyþór Ingi frekar litlar mannabreytingar hafa orðið, fyrir utan að hópurinn hafi stækkað, þ.e. farið úr átta í sautján manns. „Aðalmarkmið okkar er að endurtaka okkur ekki og fara helst ótroðnar slóðir. Við leggjum mikið upp úr líflegri framkomu auk þess sem spuninn hefur fylgt kórnum frá upphafi,“ segir Eyþór Ingi og bend- ir á að Hymnodia hafi flutt mikið af nýrri tónlist og fengið tónskáld til að semja fyrir kórinn. „Við sækjumst í að taka þátt í æv- intýralegum verkefnum,“ segir Ey- þór Ingi og nefnir í því samhengi þátttöku kórsins í nýlegu tónleika- haldi Skálmaldar með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, flutning á stjórnarskrá lýðveldisins, uppsetn- ingu hópsins á óperunni Dido og Aeneas eftir Henry Purcell og fjöl- bragðadagskrá þar sem flutt var fjölbreytt tónlist og kórfélagar léku á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri á borð við tyrkneskt þurrkað ávaxtahýði, ryðgaða báru- járnsplötu og stóra sænska sálma- bók. „Í tilefni afmælisins sungum við sl. sumar á tíu tónleikum í tíu kirkjum á tíu klukkustundum í Eyjafirði. Við reynum alltaf að finna upp á einhverju frumlegu.“ Spurður hvað sé framundan hjá Hymnodiu segir Eyþór Ingi að kór- inn muni halda jólatónleika í Akur- eyrarkirkju laugardaginn 21. des- ember kl. 21. „Við erum búin að skipuleggja verkefni næsta hálfa annað árið fram í tímann. Á vor- mánuðum ætlum við að fara í gegn- um sögu kórtónlistar allt frá miðöld- um til samtímans á fimm tónleikum. Haustið 2014 munum við vinna tón- leika með Sigurði Flosasyni saxó- fónleikara, sem verða að hluta til spunatónleikar og stefnum að því að vera á óvenjulegum tónleikastað. Vorið 2015 munum við síðan flytja H-moll-messuna eftir J.S. Bach í Akureyrarkirkju þar sem Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, annast allan undirleik á orgelinu,“ segir Eyþór Ingi og tekur fram að hann viti ekki til þess að verkið hafi verið flutt með þessum hætti áður. „Aðalmarkmið okkar er að endurtaka okkur ekki “  Kammerkórinn Hymnodia með jólatónleika í Akureyrarkirkju nk. laugardag Ljósmynd/Daníel Starrason Skapandi „Á jólunum má maður ekki vera of frumlegur. Við viljum þó alltaf vera skapandi,“ segir Eyþór Ingi. „The Secret life of Walter Mitty fel- ur í sér ómetanlega landkynningu fyrir Ísland,“ segir m.a. í tilkynn- ingu sem Íslandsstofa hefur sent frá sér. Þar er bent á að kvikmynd- in sé jólamynd kvikmyndaversins 20th Century Fox í ár og mikið því lagt í markaðssetningu hennar. „Stór landkynningartækifæri eru fyrir Ísland samhliða frumsýningu myndarinnar enda er landið í for- grunni í fjölmörgum senum í mynd- inni. Íslandsstofa hefur, undir for- merkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20th Century Fox og erlenda fjöl- miðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu mynd- arinnar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsstofu efndi hún til spurninga- leikja um Ísland þegar myndin var frumsýnd í Frakklandi m.a. í sam- starfi við National Géographic, Canal+ og RTL þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning. „Einnig stóð Íslandsstofa fyrir sérstakri forsýningu á kvikmynd- inni fyrir breska miðla í London 16. desember. Þar fengu fjölmiðlar að kynnast íslenskri matargerð og Einar Hansen Tómasson, verk- efnastjóri Film in Iceland, kynnti Ísland sem ákjósanlegt sögusvið kvikmynda á undan sýningu mynd- arinnar. Þá skipulagði Íslandsstofa blaða- mannaferð til Íslands þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Banda- ríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Í liðinni viku var farið með hóp af fjölmiðlum á Suðausturland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1. Var fulltrúum miðlanna boðið upp á æv- intýralega dagskrá á svæðinu. „Ómetanleg landkynning“ Tökustaður Einn gesta Íslands- stofu í nýlegri blaðamannaferð. Ljósmynd/Daði Guðjónsson Menningarhúsið Skúrinn verður fyr- ir framan Norræna húsið næstu þrjá daga, 18.-20. desember, þar sem boðið verður upp á bókmennta- dagskrá frá kl. 20 til 21. Í Skúrnum verður komið fyrir litlum útvarps- sendi og geta áheyrendur hlýtt á upplestur rithöfunda með því að stilla útvarpið í bílum sínum á FM 103,9. Meðal þeirra höfunda sem lesa upp úr nýjustu verkum sínum eru Sjón, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, Hermann Stefánsson, Sigurlín Bjarney Gísla- dóttir, Stefán Máni, Þorsteinn frá Hamri, Steinar Bragi, Eva Rún Snorradóttir, Þórunn Valdimars- dóttir, Þórdís Gísladóttir, Jónína Leósdóttir, Sigurbjörg Þrastar- dóttir, Þorsteinn Mar, Sólveig Páls- dóttir og Eiríkur Guðmundsson. Á sunnudaginn, 22. desember, kl. 20 verður svo framinn gjörningur í Skúrnum sem felst í því að kór flytur lög sem sungin voru á Látrum á Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Kórinn syngur inni í Skúrnum og á skúrinn festur stór lúður sem líkist þeim sem finna má á gömlum grammófónum og gegnir sama hlutverki. Gjörningurinn verð- ur þá á Ingólfstorgi. Skúrsstjóri Finnur Arnar Arnarsson með lúðurinn sem festur verður á Skúrinn á sunnudaginn og honum breytt í gamaldags grammófón. Hlustað í bílum og sungið í Skúrnum JÓLAGARDÍNUR Í MIKLU ÚRVALI Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið virkadaga 10-18 – Laugardaga 11-18 ÚRVAL - G ÆÐI - ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.