Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 María Krista Hreiðarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermanns- dóttir eru tilnefndar til Gour- mand-verðlaunanna sem veitt eru fyrir matreiðslu- og vínbækur. María Krista er tilnefnd fyrir bók sína Brauð og eftirréttir Kristu í flokki bestu eftirrétta- og sæt- indabóka ársins 2013. Eva Laufey er tilnefnd í flokki bestu mat- arbloggara ársins. Um bókina Brauð og eftirréttir Kristu segir í tilkynningu að höfundurinn sýni að sætindi og eftirréttir geti ver- ið ljúffengir og spennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. Eva Laufey hefur haldið úti matarbloggi á evalaufeykjar- an.com frá árinu 2010 og er höf- undur bókarinnar Matargleði Evu sem hefur að geyma 80 upp- skriftir. Bækur frá yfir 150 lönd- um eru sendar til keppni í Gour- mand og sigurvegari hvers lands fyrir sig valinn og keppir um að- alverðlaun. María Krista Hreiðarsdóttir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir María og Eva tilnefndar til Gourmand-verðlauna Heródótos ritaði Rann-sóknir sínar á miðrifimmtu öld f.Kr. Þær eruelsta ritið sem talist get- ur falla að hugmyndum okkar um sagnfræðilegt viðfangsefni og efn- istök. Í þessu felst m.a. að Heródótos setur atburði úr fortíðinni fram á skipulegan og samfelldan hátt, beitir ákveðinni heim- ildarýni og reynir að finna skyn- samlegar skýr- ingar á atburða- rásinni og á ákvörðunum ein- staklinganna sem mótuðu hana. Það er því ekki að ástæðulausu að hann er oft kallaður ?faðir sagnfræð- innar?, enda hefur heitið á riti hans, Historiai (sem einfaldlega þýðir ?rannsóknir? á grísku), verið tekið upp sem alþjóðaheitið fyrir sjálfa fræðigreinina sem hann stofnaði. Heródótos er hins vegar á mótum tveggja hugmyndaheima. Þótt hann hafi meðtekið skynsemishyggju jón- ísku upplýsingarinnar er hann enn undir töluverðum áhrifum frá eldri, goðsagnamiðuðum hugsunarhætti. Hann hikar ekki við að skýra suma atburði út frá vilja guðanna og virð- ist oft treysta um of frásögnum heimildarmanna sinna af undarlegu útliti eða furðulegum siðum fjar- lægra þjóða. Lýsing hans á atburða- rás eða persónum er líka oft á tíðum grunsamlega nálægt bókmennta- legum grunnmynstrum sem nútíma- lesandi myndi búast við að finna í ep- ískum skáldskap eða harmleikjum fremur en í sagnfræðiriti. Strax í fornöld kallaði Plútarkos hann því ?föður lyganna?, og löngum hefur fólk lagt frekar litla trú á ýmislegt sem Heródótos greinir frá. Þetta breytir þó engu um afrek hans, sér- staklega í ljósi þess að þetta elsta rit sagnfræðinnar er jafnframt eitt það skemmtilegasta fyrr og síðar, stút- fullt af heillandi frásögnum og lýs- ingum. Stefán Steinsson tileinkar þýðingu sína minningu Sveinbjarnar Egils- sonar, sem er einkar viðeigandi í ljósi stílsins sem hann tileinkar sér. Málfarið er kjarnyrt, þróttmikið og nokkuð fornt. Í því felst ákveðin sér- viska, sem í fyrstu getur virkað ögn fráhrindandi, en venst furðufljótt og virðist fyrr en varir fullkomlega við- eigandi. Stefán gerir sér meðal ann- ars far um að þýða fremur en umrita öll staðarheiti sem hann telur hafa greinanlega merkingu á grísku, og tekst oftast prýðilega upp. Einstaka sinnum gengur þetta þó út í öfgar, eins og þegar hann þýðir Euxeinos Pontos beint sem Gestrisnahaf í stað þess að tala einfaldlega um Svarta- haf. Einnig má nefna að hann heldur sig við hið eldra latínumiðaða umrit- unarkerfi á grískum nöfnum og ritar því t.d. ?Heródótus? og ekki ?Her- ódótos?, eins og fremur tíðkast nú orðið. Ásamt setningaskipan og orðavali stuðla bæði þessi atriði að því að gefa textanum allfornlegt yfir- bragð. Sem áður sagði gengur þetta þó fullkomlega upp, enda er þýðingin í heild unnin af stakri smekkvísi og virðingu fyrir anda frumtextans. Stefán ritar eftirmála sem segir mjög stuttlega frá Heródótosi, verki hans og viðtökum þess. Ekkert er út á eftirmálann að setja annað en að fengur hefði verið að umfjöllun á lengra máli, enda furðulega lítið til um Heródótos á íslensku. Stefán hef- ur jafnframt gert úr garði aftanmáls- greinar með stuttum skýringum við ýmis atriði í frásögn Heródótosar. Þær eru oftast mjög gagnlegar, þótt stöku sinnum virki það svolítið handahófskennt hvað hann kýs að skýra og hvernig. Í bókinni er einnig ýtarleg atriðisorðaskrá, auk nokk- urra landakorta sem sýna helstu staðsetningar og þau staðarheiti sem notuð eru í þýðingunni. Þýðing Stefáns er sannkallað þrekvirki og þeim mun aðdáun- arverðari í ljósi þess að hann hefur ekki getað helgað sig henni öllum stundum, heldur unnið að henni í hjáverkum meðfram læknisstörfum. Allt of mörg grundvallarrit forn- grískrar menningar hafa aldrei verið þýdd á íslensku. Það er mikið fagn- aðarefni að Rannsóknir Heródótosar skuli ekki lengur vera í þeim hópi. Morgunblaðið/RAX Þýðandinn ?? er þýðingin í heild unnin af stakri smekkvísi og virðingu fyr- ir anda frumtextans,? skrifar rýnir um verk Stefáns Steinssonar. Faðir sagnfræðinnar, faðir lyganna Sagnfræði Heródótus: Rannsóknir bbbbb Heródótus: Rannsóknir (Historiai). Stefán Steinsson íslenskaði og ritar eft- irmála. Reykjavík, Mál og menning, 2013. 647 bls. BALDUR A. KRISTINSSON BÆKUR Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott y?rlit y?r það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR ? ?Kraftmikil og litskrúðug sýning.? JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 21/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Mary Poppins ?Stórfengleg upplifun? ? EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 19/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 20/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 28/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.