Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 41
MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge244@simnet.is Gáfumenni rita á sig göt um galdur tónlistar ? alveg frá Grikklandi til forna. Misvitrir líka. Tuttugusta öld er ekki ein um það: Hitler, Stalín og Maó voru duglegir og höfðu á hrað- bergi úrkynjaða list, gúlag og menn- ingarbyltingu. En listagyðjurnar láta illa að stjórn. Ráðherrann sagði ?klessuverk?. Hann er gleymdur, ekki Kjarval. Söngur 6.30 mín. YouTube: William Byrd mass for three voi- ces (Kyrie et Gloria) Collegium Musicum Sancti Sebastiani Gameraniensis. Marteinn Lúther, Hinrik VIII og William Byrd áttu samleið 1483-1623. Lúther sagði páfanum upp. Nú skal syngja einraddaðar dægurflugur á germönsku. Hinrik sá leik á borði og sagði konum upp eða tók af lífi. El- ísabet tók við. Byrd nennti ekki að þjóna duttlungum svona hreppstjóra og keypti sér eyðikot í heiðinni og hélt áfram að semja kaþólska fjöl- röddun: ?Þú getur haft mig fyrir því að frelsið er meira vert en lofthæðin í bænum.? Byrd var endurlífgaður á tuttugustu öld. Ekki Hinrik. Orgelleikur 1.07.01. YouTube: Bach ? Organ Works ? DVD1.av ? Primera parte de Grandes Obras para órgano de Johann Sebastian Bach, int- erpretadas por Hans-André Stamm. Johann Sebastian er kallaður fyrir hreppstjóra Tómasarkirkjunnar í Leipzig, sem þolir ekki krúsidúllur ? of flókið fyrir almenning ? sér- viskulegt! Gröf Bachs týndist. Hann var endurlífgaður tæpri öld síðar. Ekki hreppstjórinn. Óperukór 12:41. YouTube: Richard Wagner ? Tann- häuser Richard Wagner ? The Pil- grim?s chorus Karl Sig- hvatsson hreifst af Wagner. RÚV bannaði það hljóðrit ? ?líkt og djass og aðra úrkynjaða negramúsík áður? ? sagði Jón Múli. Kalli og Múli lifa. Hreppstjóri RÚV er steingleymdur. Af misvitrum hreppstjórum Í Sænautaseli. Frelsið er meira vert en loft- hæðin í bænum. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Glæpir taka á sig ýmsarmyndir og viðbrögðin viðþeim eru með marg-víslegum hætti. Í spennu- sögunni Lygi tekur Yrsa Sigurð- ardóttir fyrir glæpi og afleiðingar þeirra með þeim hætti að hárin rísa á okkur sem þau hafa. Hinir fá þau hugsanlega aftur. Fáum dettur í hug að fjögurra manna viðhalds- hópur í Þrí- drangavita eigi eitthvað sameig- inlegt með fjöl- skyldu í Skerjafirði sem snýr til baka frá Bandaríkjunum eftir íbúðaskipti, hvað þá að þetta fólk tengist lögreglukonu og eiginmanni hennar í Reykjavík. Sögur ólíks fólks sem ekkert virðist eiga saman að sælda fléttast engu að síður í Lygi Yrsu og úr verður hin besta spennusaga. Yrsu tekst vel upp í þessari sögu. Efniviðurinn er pottþéttur og per- sónusköpunin góð. Snemma í bók- inni segir að öllum merkjum lyg- arans sé skellt saman í einn graut (bls. 91), en í sögunni er áberandi hvað margir læðast eins og köttur í kringum heitan graut. Yrsa lýsir vel jafnréttisbaráttu kvenna innan lög- reglunnar og því hvernig ráðandi menn eru tilbúnir að setja lepp fyr- ir augað til að rugga ekki bátnum. Hún bregður líka á létta strengi í annars óhugnanlegri sögu. Sagan gerist á síðasta þriðjungi í janúar á næsta ári. Nokkurn tíma tekur að kynnast helstu persónum en síðan fer allt á flug og ekki er allt sem sýnist. Af augljósum ástæðum, sem skýrast þó ekki fyrr en undir það allra síðasta, datt rýni helst í hug Hannibal Lecter með aðra hönd á síðu í lokin. Höfundurinn ?Yrsu tekst vel upp í þessari sögu. Efniviðurinn er pottþéttur og persónusköpunin góð,? segir um nýja spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. Lygi bbbbn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. 323 bls. Veröld 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Veiðiferð í anda Hannibals Lecters KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA FROZENENSTAL2D KL.5:40-8-10:30 FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40-6 FROSINN ÍSLTAL3D KL.6 HOMEFRONT KL.5:40-8:20-10:40 HOMEFRONTVIP KL.5:40-8-10:20 MACHETEKILLS KL.10:30 DELIVERYMAN KL.8:20-10:40 THOR-DARKWORLD3DKL.8 ESCAPEPLAN KL.10:40 KRINGLUNNI FROZEN ENSTAL2D KL. 8 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 5:40 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 FALLSTAFF ÓPERA KL. 18:00 HOMEFRONT KL.8-10 MACHETE KILLS KL. 10:20 THOR - DARKWORLD 2D KL. 10:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 3:20 - 5:40 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3:20 HOMEFRONT KL. 3:20 - 5:45 - 8 - 10:15 DELIVERYMAN KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 ENDER’S GAME KL. 5:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 8 MACHETE KILLS KL. 10:30 ESCAPE PLAN KL. 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FROZEN ENSTAL2D KL.8 HOMEFRONT KL.8-10:20 HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:20 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á AKUREYRI FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 - 8 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 HOMEFRONT KL. 8 - 10:20 MACHETE KILLS KL. 10:20 EMPIRE ???? TOTAL FILM ???? VAR BARA BYRJUNIN CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON FRÁBÆR GAMANMYND VARIETY ???? FAÐIR 533 BARNA. BARA VESEN! GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYNDMEÐ JASON STATHAM JÓLAMYNDIN Í ÁR FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH “BESTA TEIKNIMYNDDISNEY SÍÐAN LION KING“ SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ????? LOS ANGELES TIMES ????? “STATHAMDOESN’T DISAPPOINT“ THE PLAYLIST ??? S.B. Fréttablaðið ????? T.V. Bíóvefurinn/Vikan ?ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA? S.B. Fréttablaðið 12 L -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FROSINN 2D Sýnd kl. 5:45 HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 9 Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga SKÓR ERU HANDGERÐIR Í WALES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.