Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Vinkona mín hún Ólafía Arn-dís er mætt aftur í sinnifjórðu bók og leggur okk-ur nú lífsreglurnar. Ólafía Arndís er orðin fjórtán ára og virðist ekki frábrugðin öðrum unglingum. Hún og mamma hennar eiga ekki samleið, rífast mikið og fara í taug- arnar hvor á annarri. Til að bæta sambandið ákveður móðirin að fara með dóttur sína á foreldranámskeið á sveitasetrið Jörð við rætur eld- fjallsins Heklu í Rangárvallasýslu. Námskeiðið er kannski ekki alveg eins og þær sáu það fyrir sér auk þess sem þær fá aðeins hráfæði að borða. Ólafíu Arndísi er ráðlagt að byrja að blogga til að tjá tilfinningar sínar, skrifa um reynslu sína af nám- skeiðinu og reyna að finna leið- arljósið sitt. Hún tekur bloggið með trompi og segir frá öllu sem á daga hennar drífur. Það eru nokkrar skrautlegar fjölskyldur á námskeið- inu og kynnist Ólafía Arndís tveimur jafnöldum sínum þar sem eiga við svipað foreldravandamál að stríða og hún. Eftir nokkra daga tekur nám- skeiðið óvænta stefnu og allt í einu eru foreldrar Ólafíu Arndísar orðnir ferðaþjónustubændur í sveit og þar bíða hennar ný ævintýri. Þrátt fyrir að gera gys að námskeiðinu og fara sínar eigin leiðir sem fyrr lærir Ólafía Arndís heilmikið þennan tíma og í lokin, þegar hún tekur saman lífsreglurnar sínar, sést greinilega að unglingurinn veit hvað er honum mikilvægt í lífinu og getur framtíð þessarar flottu stelpu ekki verið annað en björt. Aðdáendur Ólafíu Arndísar verða ekki sviknir af þessari bók. Persónu- sköpunin er stórskemmtileg sem fyrr, sagan vel uppbyggð og vel skrifuð og textinn flæðandi og fræð- andi. Höfundurinn fellur ekki í gryfju enskuslettna og unglinga- slangurs þótt Ólafía Arndís sé orðin fjórtán ára, hún ritar bloggið sitt á góðu íslensku unglingamáli. Lífsreglur Ólafíu Arndísar er kraftmikil og fjörug bók, full af smit- andi lífsgleði. Lífsgleði „Aðdáendur Ólafíu Arndísar verða ekki sviknir af þessari bók,“ segir gagnrýnandi m.a. um nýjustu bók Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Líflegar lífsreglur Barna- og unglingabók Lífsreglur Ólafíu Arndísar bbbbn Eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. JPV útgáfa, 2013. 127 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Unglingabók frá helvíti Lærlingur djöfulsins bbbbn Eftir Kenneth Bøgh Andersen. Björt, 2013. 304 bls. Djöfullinn sjálfur er lífshættulega veikur og þarf því að huga að eftirmanni sínum. Til starfans finnur hann sérlega slæman pilt, en vegna mistaka verður prúðmennið Filip Engils fyrir valinu. Sá þægi og sannsögli piltur er þar með lentur í helvíti hjá þeim svarta sjálfum þar sem hann þarf að tileinka sér ýmsa illsku til að geta tekið við af honum. Í neðra er býsna skrautlegt persónugall- erí; krökkt af for- dæmdum mannverum, djöflum og demónum og þar þarf Filip meðal annars að leysa dul- arfulla gátu og læra að treysta öðrum. Svo er ýmsum þörfum spurningum velt upp, t.d. er aldrei nokkurn tímann réttlætanlegt að ljúga? Bókin er sú fyrsta í röð fjögurra bóka danska rithöfundarins Kenneth Bøgh And- ersen um Djöflastríðið mikla sem hefur fengið afbragðs viðtökur í Danmörku og hún lofar býsna góðu. Undirrituð hefur aldrei nokkurn tímann lesið barna- eða unglingabók sem ger- ist í helvíti og átti satt best að segja ekkert endilega von á að einhver myndi skrifa slíka bók. En það er gott að Bøgh Andersen lét verða af því, því hér er á ferðinni afar frum- leg, bráðfyndin, vel skrifuð og hressileg bók með vænum skammt af óhugnaði, þar sem menn láta fara vel um sig í rafmagnsstólum, dreypa á blóði og gæða sér á leðurblökum. Sagan er vel upp byggð, mætti að ósekju fara aðeins hraðar í gang en grípur síðan býsna fljótt og heldur fast til enda. Ekki kæmi á óvart að Lærlingur djöfulsins myndi höfða til breiðs hóps barna og fullorðinna, líka þeirra sem lesa sjaldan sér til skemmtunar. Og það hlýtur að vera ansi gott, einkum í ljósi nýjustu Pisa-niðurstaðna. Skemmtileg samtímasaga Flöskuskeytið bbbnn Eftir Sigríði Dúu Goldsworthy. Óðinsauga, 2013. 114 bls. Dísa er kát og hugmyndarík stelpa, „yngri unglingur“ samkvæmt eigin skilgreiningu og flytur til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar þau missa húsið sitt. Þar þarf hún að fóta sig í nýjum krakka- hópi og lendir í ýmsum ævintýrum. Frá þessu og ýmsu öðru segir í Flösku- skeytinu. Þetta er raunsæ samtímasaga þar sem fólk missir hús sín í hendur banka, fjöl- skyldur flytja til Noregs og börn eiga um sárt að binda vegna áfengisneyslu foreldra sinna. En þetta er engin harmsaga, síður en svo. Sigríð- ur Dúa veltir upp ýmsum álitamálum og tekur þau alvarlega, en þrátt fyrir félagslegan und- irtón tekst henni vel að segja fjöruga sögu sem er nokkuð vel skrifuð og rennur átaka- laust áfram. Ekki laust við að skrifin minni á köflum á Guðrúnu Helgadóttur í Jóns Odds- og Jóns Bjarna-bókinni. Svo er líka skemmti- legt að lesa um krakka sem eru í útileikjum, því þvert á það sem margir vilja halda fram, þá er það helsta dægrastytting íslenskra barna þegar til þess viðrar. Fiskar og furðuverur Undirborgir bmnnn Eftir Ingu Björgu Stefánsdóttur. Óðinsauga, 2013. 50 bls. Í Dimmuborgum á hafsbotni gerast ýmis ævintýri. Valdagráðugur krabbi svífst einskis, sæhestur þjáist af völdum ormakórs sem hef- ur tekið sér bólfestu á höfði hans og inni á milli svamla kisufiskar, fiðrild- aflakkarar og vatnadísir. Þegar krabbinn stelur rödd einnar sögupersón- unnar kemur til kasta drengsins Flóka. Ýmsar hættur leynast í hafinu og gera þarf upp ýmis mál til að ná sáttum á meðal íbúa þess. Undirborgir er önnur bókin í þríleik höf- undar og virðist byrja þar sem fyrsta bókin endaði, þegar nokkuð er liðið á framvindu sögunnar. Bókin stendur því tæplega sem sjálfstæð saga, enda er það líklega ekki ætl- unin. En í bókarbyrjun er lesandinn ekki sett- ur inn í hvað hefur áður gerst. Á bókarkápu eru heldur engar upplýsingar um að um framhaldsbók sé að ræða, sem hlýt- ur að vera handvömm. Táfýlu- og prumpubrandarar eru nokkuð fyrirferðarmiklir og vekja væntanlega kátínu ungra lesenda. Þetta er nokkuð frumleg bók og einkennist af sagnagleði, en sökum fjölda persóna er nokkur vandi að henda reiður á söguþræðinum. Myndir Karls Jóhanns Jóns- sonar eru býsna áhugaverðar og bæta við sög- una. Knár og kátur knattspyrnustrákur Meistari Tumi bbbnn Eftir Fríðu Bonnie Andersen. Óðinsauga, 2013. 117 bls. Tumi er 11 ára fótboltastrákur sem fær heldur betur eitthvað til að keppa að þegar ákveðið er að halda fótboltanámskeið í hverf- inu hans, þar sem þeir bestu verða í úrvalsliði sem síðan keppir á stóru móti. Til mikils er að vinna, því besta liðið fær að fara í heimsókn til fé- lagsliðs í Englandi. Þar sem Tumi er bestur í fótbolta í bekknum sín- um finnst honum nokk- uð ljóst að hann muni hreppa hnossið, en ann- að kemur á daginn þeg- ar öflugir strákar slást í hópinn og veita hon- um harða samkeppni. Í ofanálag þarf hann að passa litlu systur sína á sama tíma og fótboltanámskeiðið er haldið og þarf að beita nokkurri útsjónarsemi til að fá lífið og til- veruna til að ganga upp. Þá gerir hrokafull unglingssystir honum gramt í geði og hann kemst að raun um að jafnöldrur sínar eru ekkert svo slæmar! Sagan flæðir áreynslulaust og markvisst áfram og er bráðfyndin á köflum. Lýsingin á úrslitaleiknum á fótboltamótinu er fínn há- punktur sögunnar og er bæði ljóslifandi og hröð. Fríðu tekst vel upp með persónusköpun, einkum hvað varðar strákinn Tuma og besta vin hans hugsuðinn Garðar sem hefur engan áhuga á fótbolta en er þeim mun snjallari við annað og lýsingarnar á önnum köfnum for- eldrum eru býsna trúverðuglegar. Þetta er að mörgu leyti nokkuð dæmigerð þroskasaga stráks sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir og læra af reynslunni og er í bók- arlok nokkuð vísari en í byrjun sögu. Meistari Tumi á án efa eftir að gleðja marg- an lesandann á aldrinum 8-11 ára. Hún er líka hæfilega löng og vel kaflaskipt, en það getur oft skipt sköpum hjá yngri lesendum. Djöflar, furðufiskar og fótboltagæjar Yfirlit yfir nýjar þýddar og íslenskar barna- og unglingabækur Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja árlega að- ventutónleika sína undir heitinu: „Kvöldlokkur á jólaföstu“ sunnudaginn 22. desember kl. 20.00 í Fríkirkjunni í Reykja- vík. „Þessi gamla hefð blásarakvintettsins þar sem boðið er upp á unaðslegar blásaraserenöður eða kvöldlokkur (á ekki skylt við hárlokk heldur sögnina að lokka) hefur glatt eyru borgarbúa í áratugi og á sinn fasta aðdáendahóp. Fríkirkjan í Reykjavík er afar falleg og hljómfögur umgjörð um þessa áhrifamiklu blásaratóna sem að þessu sinni er eftir tón- skáldin Mozart, Krommer og Blasé,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tónleikarnir standa yfir í eina klukkustund. Kvöldlokkur í Fríkirkjunni á jólaföstu Morgunblaðið/Golli Blásari Einar Jóhannesson leikur á klarínettu með Blás- arakvintett Reykjavíkur á sunnudag. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook TOYOTA YARIS TERRADÍSEL 09/2006, ekinn 136 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.380.000. Raðnr.284105 Chrysler GrandVoyager V6 3,6 Pentastar stow´n go 06/2012, ekinn 43 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 5.790.000. Ath skipti á ódýrari. Rnr.400169 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.