Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 1
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sameiginlegur áhugi á flygildum og björgunar- sveitarstarfi kveikti þá hugmynd hjá tveimur gömlum félögum sumarið 2011 að nota mætti flyg- ildi til að taka loftmyndir sem björgunarsveitir gætu nýtt við leit að týndu fólki. Myndirnar yrðu settar á netið til að almenningur gæti aðstoðað við leitina. Leitin að sænska ferðamanninum Daniel Markus Hoij, sem fannst látinn á Sólheimajökli þá um haustið, varð enn til að auka áhuga þeirra á að kanna hvort hugmyndin væri raunhæf. Þeir fengu fleiri til liðs við sig og úr þessari hugmynd varð til sprotafyrirtækið SAReye sem nú hefur bæði þróað hugbúnað til að greina loft- ljósmyndir sem teknar eru úr litlum flygildum eða drónum með tilliti til þess hvort maður gæti leynst á myndum og nýtt aðgerðastjórnunarkerfi sem Landsbjörg hefur tekið í notkun. Raunar er aðgerðastjórnunarkerfi þeirra, Aðgerðagrunnur, aðalframleiðsluvara SAReye en SAReye-menn telja engu að síður raunhæft að innan fárra ára geti flygildi gegnt veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi. M Flygildi í hverjum björgunarsveitarbíl »18-19 Flygildin leita að týndu fólki Sameiginlegur áhugi á flygildum og björgunarsveitarstarfi kveikti hugmynd sem varð að fyrirtæki  Geta gegnt veigamiklu hlutverki innan fárra ára  Setja myndirnar á netið Morgunblaðið/Golli Sprotar Félagarnir hjá SAReye með eitt flygildi á lofti og annað í fanginu. Leit að týndum ferðamanni jók áhuga þeirra á að kanna möguleika flygilda.  Kraftlyftingar og ólympískar lyftingar njóta vaxandi vinsælda og samkvæmt samantekt ÍSÍ fjölgaði iðkendum hlutfallslega mest í þess- um greinum milli áranna 2011 og 2012, eða um 57% og 51%. Konur eru um þriðjungur þeirra sem þessar kraftaíþróttir stunda og Anna Hulda Ólafsdóttir, marg- faldur Íslandsmeistari í ólymp- ískum lyftingum, telur að viðhorf samfélagsins til sterkra og stæltra kvenna hafi breyst til batnaðar undanfarið. Mikilvægt sé að stúlkur sem vilji verða sterkar hafi fyrir- myndir ? sterkar konur. »16-17 Iðkendum fjölgar mest í lyftingum Átök Elín Melgar Aðalheiðardóttir lyftir. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lífjarðlagafræðingurinn Hanna Rósa Hjálmarsdóttir var á olíu- borpalli í Norðursjó um jólin og hún segir jólastemninguna hafa verið mjög góða. Eldhússtarfsfólkið hafi lagt sig fram um að elda góðan mat fyrir fólkið sem er við vinnu úti á miðju hafi yfir hátíðarnar. ?Í jólamatinn var mikið úrval af kjöti, fiski og alls konar meðlæti og gervibjór og -vín því það er ekkert áfengi leyft hérna. Eina sem er er að þeir halda jólin hátíðleg á vitlausum degi!? segir Hanna Rósa kát í bragði, en ytra er mesta hátíðin á jóladag. Hún er menntaður jarð- og stein- gervingafræð- ingur og hefur einbeitt sér að rannsóknum á svokölluðum göt- ungum sem eru gagnlegar til að meta umhverfis- aðstæður í sjó. Hún starfar fyrir breska ráðgjafar- fyrirtækið Ichron Ltd. og sér um að greina jarðlaga- sýni úr borunum. Niðurstaða grein- ingar hennar hjálpar svo til við ákvörðunina um hvort haldið sé áfram að bora á hverjum stað. ?Þessi starfsvettvangur sem ég hef valið mér er ekki mjög vinsæll. Ég var til dæmis sú eina sem var að læra þetta í stærsta háskóla Noregs. Þetta er því mjög lítill heimur og fólkið sem vinnur við þetta þekkist yfirleitt,? segir hún. Einstaka konur Hanna Rósa er búin að vera á Clyde-olíuborpallinum frá 16. desem- ber og heldur heim á leið á sunnu- daginn. Hún segir veruna á borpall- inum líkjast því að vera á sjó. ?Það eru tólf tíma vaktir og unnið allan sólarhringinn. Karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þó að það hafi lagast síðustu árin og núna sjást konur um borð, þó ekki margar. Það er oft horft svolítið á mann, sérstak- lega ef maður er ljóshærður.? Fínasta jólastemning á olíuborpalli úti í Norðursjó Hanna Rósa Hjálmarsdóttir  Íslenskur lífjarðlagafræðingur hélt jólin á vitlausum degi F Ö S T U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 3  300. tölublað  101. árgangur  Ljósmynd/Landsnet Stuðlalína Tíu möstur á línunni skemmdust í norðanáhlaupinu. Búist er við samfelldri snjókomu á Norður- og Austurlandi og talið lík- legt að snjóflóðahætta muni vofa yfir a.m.k. fram á laugardag. Stórt snjó- flóð féll í fyrrinótt á veginn um Ljósavatnsskarð og hættustigi var lýst yfir á vissum svæðum á Vest- fjörðum. Tíu rafmagnsmöstur á Stuðlalínu brotnuðu í miklu hvassviðri og ísingu um hátíðarnar. Unnið var að viðgerð í gærkvöldi og átti Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets, von á að henni lyki innan tveggja daga. Á meðan leysa aðrar línur og vara- aflstöðvar Stuðlalínu af hólmi. Stuðlalína liggur frá Skriðdal í Eskifjörð. Þá skemmdist eitt mastur á Vopnafjarðarlínu auk þess sem truflanir urðu á dreifingu raforku um Mjólkárlínuna á Vestfjörðum á Þorláksmessu og aðfangadag. Tjónið er talið nema 40-50 milljónum króna. Mikið annríki var hjá björgunar- sveitum um jólin. »6 Enn talin hætta á snjóflóðum  Möstur brotnuðu  ?Það er auðvit- að alls ekkert á ábyrgð Reykja- víkurborgar. RIFF hefur verið styrkt um miklar fjárhæðir í gegn- um árin og staðið vel að sínu verki,? segir Margrét Kristín Blöndal, fulltrúi Besta flokksins í menningar- og ferðamálaráði, um það sjónarmið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgin ógni grundvelli Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík (RIFF) með því að hætta stuðn- ingi við hátíðina. »9 Ekki hlutverk borgar að halda uppi RIFF Margrét Kristín Blöndal VETRARFERÐA- MENNSKA ORÐIN STERKARI ÉG VARÐ AÐ FARA HINGAÐ HEIMILDARMYND UM HEIMA- FÆÐINGAR KALLI Í KAMPALA DÖGG MÓSESDÓTTIR 40NÝTT HÓTEL Á SKÓGUM 20 ÁRA STOFNAÐ 1913  Færri viðskiptahindranir eru í Kína en á Íslandi að mati Fraser Institute en Ísland fellur niður í 106. sæti lista rannsóknarstofnun- arinnar um frjáls viðskipti og er einu sæti fyrir neðan Kína og mörg- um sætum fyrir aftan flestar Evr- ópuþjóðir að Úkraínu undanskil- inni. Ekki er litið til fjármagnshafta heldur tolla, skatta og vörugjalda í mælingunni. »24 Haftastefnan meiri á Íslandi en í Kína 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.