Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi flísar „Þetta gekk bara vel. Það var mjög kalt þarna uppi og hált þannig að við gömlu hjónin fórum ekki alveg eins langt og krakkarnir,“ segir Rún- ar Már Jónatansson, en hann gekk á Esjuna ásamt fjölskyldu sinni í gær. „Þetta var flott til þess að ná af sér jólaspikinu,“ segir Rúnar, sem gekk ásamt Ernu og Önnu Margréti Benedikts- dætrum, Maríu Níelsdóttur og Símoni Bolin. Símon, tengdasonur Rúnars, er sænskur og hafði gaman af göngunni. „Honum þótti líka gott að komast í snjóinn enda hefur verið rakt og blautt haust úti í Stokkhólmi.“ Það er hollt að hreyfa sig yfir hátíðirnar Morgunblaðið/Ómar Sigri hrósandi eftir Esjugöngu í kuldanum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á flugeldum hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg hækkar um að meðaltali 7% milli ára. Að sögn Jóns Inga Sigvaldason- ar hjá Landsbjörg er meginskýr- ingin sú að framleiðslukostnaður hefur farið hækkandi í Kína. „Það er 3% verðbólga í Kína og flutningskostnaður hefur aukist. Hins vegar hjálpar það okkur að gengi krónunnar er hagstæðara en á sama tíma í fyrra. Útkoman er að flugeldar eru um 7% dýrari í ár en um áramótin í fyrra. Hækkunin frá Kína hefur verið frá 7-12% á hverju ári undanfarin ár. Launakostnaður hefur hækkað jafnt og þétt í Kína. Þar eru engin verkalýðsfélög en kínverski komm- únistaflokkurinn hefur hækkað launin, sem hafa hækkað töluvert milli ára. Réttindi verkafólks í Kína fara einnig batnandi. Sem fyrrver- andi formaður Iðnnemasambands Íslands fagna ég því.“ Þær ódýrustu á 5.900 krónur Jón Ingi segir aðspurður að verð á stórum rakettum sé frá 5.900 og upp í 7.900 krónur í ár. Þá kosti svonefndar tertur af minni gerðinni frá 3.500 til 21.900 krónur. Dýrustu terturnar kosti allt að 70.000 kr. Sölustaðir Landsbjargar verða opnaðir á morgun og eru 95 talsins um land allt. Þar af eru 28 sölu- staðir á höfuðborgarsvæðinu, jafn- margir og í fyrra. Jón Ingi segir flugeldasöluna lykilþátt í fjármögnun björgunar- sveita. Salan sé yfir 90% af fjár- mögnun margra sveita. „Fólk hefur verið mjög hliðhollt okkur og keypt flugelda. Við erum mjög þakklátir fyrir það. Við hvetjum fólk til að fylgja leiðbein- ingum og nota hlífðar- gleraugu, líka þá sem eru að horfa á,“ segir Jón Ingi. Flugeldar hækka í verði  Hækkunin hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er að jafnaði um 7% milli ára  Innkaupsverð frá Kína hækkar  Dýrustu terturnar kosta 70.000 krónur Banaslys varð á Reykjanesbraut, rétt sunnan við Elliðaár í Reykjavík, í fyrrinótt. Þar valt bíll með þeim af- leiðingum að ökumaðurinn, miðaldra karlmaður, lést. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Aðra í umferðinni sakaði ekki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um slysið á öðrum tímanum aðfaranótt fimmtudags. Rannsókn lögreglu á tildrögum slyssins stendur yfir og í gærkvöldi gat hún ekki veitt frekari upplýs- ingar um málið. Ökumaður lést í bílslysi Að minnsta kosti fjórir hópar ferðamanna sitja nú veðurtepptir á Egilsstöðum og hafa verið frá því á aðfangadag. Hóparnir telja um fimmtán manns og eru á leið hringinn í kringum landið en komast ekki norður fyrir vegna ófærðar. Öll gistipláss og veitingastaðir hafa verið lokaðir yfir hátíðirnar svo að ferðafólkið hefur þurft að gista heima hjá bæjarbúum. Óvíst er hvort fært verður í dag. Hópar ferðamanna fastir á Egilsstöðum Snjór Ferðaveðrið er vont fyrir austan. „Ódýrasta rakettan í þriggja tommu flokki er kölluð bleika rakettan. Við bjuggum hana til að ósk forsetafrúarinnar, Dorrit Moussaieff. Hana langaði svo í bleika rakettu. Ein björgunar- sveitin spurði hvort við gætum ekki búið til bleika rakettu og þannig orðið við ósk forseta- frúarinnar. Rakettan er bleik á allan hátt; bleik í útliti og springur bleikum lit,“ segir Jón Ingi. Á vef Veðurstofu Íslands er spáð þriggja stiga hita og rigningu á höfuðborg- arsvæðinu á miðnætti á gamlárskvöld. Sérsniðin fyrir Dorrit BLEIKA RAKETTAN Dorrit Moussaieff Morgunblaðið/Ómar Ljósadýrð Verð á flugeldum hefur farið stighækkandi undanfarin ár. Sérsveit lögreglunnar vopnuð riffl- um yfirbugaði vopnaðan mann sem hélt barnsmóður sinni og barni á þriðja ári nauðugum í Miðholti í Mosfellsbæ á jólanótt. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 2. janúar. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hlaut barnið ekki skaða af en talið er að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi, þó ekki með eggvopni sem hann hótaði henni með. Maðurinn er íslenskur ríkisborgari en bú- settur erlendis. Fjölmennt lið Konan náði að sleppa út úr íbúð- inni og leita aðstoðar og stóðu að- gerðir lögreglu yfir í um þrjár klukkustundir. Þær voru allviða- miklar samkvæmt lýsingu Elvu Dísar Adolfsdóttur, íbúa í ná- grenninu; þrír sjúkrabílar og sjö lögreglubílar auk sérsveitarinnar. Hún segir að um sjöleytið hafi lögreglumenn verið komnir á vett- vang en á milli átta og níu hafi að- gerðir verið komnar í fullan gang. „Það var sennilega um 9:15 sem sérsveitarmenn hlaupa inn í bíl og ná í hlífðarskjöld og það var greinilegt að þeir ætluðu þá að brjótast inn. Um korteri seinna komu þeir út með manninn í járn- um,“ segir hún. Skömmu síðar leiddu sjúkraflutningamenn kon- una og barnið út í sjúkrabifreið. „Manni var ofsalega brugðið og frekar hræddur að sjá fullvopnaða menn labbandi um eins og ekkert væri,“ segir hún. Hélt barni á þriðja ári og móður nauðugum  Nágranna brugðið að sjá vopnaða sérsveitarmenn Hegningarlög » Samkvæmt ákvæðum 225. greinar almennra hegningar- laga um brot gegn frjálsræði manna skal hver sá sem sviptir annan mann frelsi sínu sæta fangelsi allt að fjórum árum. » Maðurinn er talinn hafa haldið konunni nauðugri á heimili hennar á jólanótt, beitt hana ofbeldi og hótað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.