Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 ember í Kampala, höfuðborg Úg- anda, þar sem hann starfaði um tíma hjá Candle Light Foundation. „Mannfræðingurinn Erla Halldórs- dóttir stofnaði Candle Light Founda- tion árið 2001sem kertagerð og vinnustað fyrir munaðarlausar stúlk- ur. Erla lést árið 2004 en hún beitti sér einnig fyrir stofnun Alnæm- isbarna á Íslandi, en félagið hefur haldið uppi merki Erlu og styður nú margar stúlkur til náms og betra lífs í Kampala, með því að greiða kostnað þeirra vegna skólagöngu. Hér er stúlkum einnig boðin óformleg menntun í formi starfsþjálfunar í kertagerð, bakstri, saumaskap, hár- greiðslu, tölvunotkun og fleiru. Nokkrar af þessum stelpum sem hafa fengið þjálfun hér eru núna í góðri vinnu. Þær eru flestar 17-23 ára.“ Auk þess er flóttamönnum boð- ið uppá nám í ensku hjá Candle Lights og Kalli starfaði einmitt þar við að kenna flóttamönnum ensku þá þrjá mánuði sem hann var í Úganda. Flestar eru munaðarlausar „Þessir flóttamenn sem ég kenni koma frá ólíkum stöðum og eru á ólíkum aldri. Einn er frá Sómalíu, tveir frá Eritreu, fimm frá Súdan. En í nemendahópnum mínum eru líka nokkrir heimamenn. Ensku- kunnáttan er mjög misjöfn í þessum hópi, sumir kunna þónokkuð en aðrir ekki stakt orð. Og sumir eru nánast ólæsir. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir flóttamennina frá Súdan því þeir tala arabísku en ég tala hana ekki. Og þeir tala enga ensku. Þann- ig að þeir skilja nánast ekki neitt og þeir geta ekki heldur lesið, því þeirra letur er jú annað. Þetta er verulega krefjandi fyrir mig sem kennara, ég þarf að leika mikið og nota líkamann óspart til að útskýra. Það tekst alltaf að lokum en getur tekið mjög langan tíma,“ segir Kalli og hlær. Hann kennir á hverjum virkum degi fyrir hádegi frá kl 8 til 12, en vinnur líka fyrir Alnæmisbörn sem núna styrkja tíu stelpur með skólagjöldum svo þær geti verið í almennum skólum. „Þær eru flestar munaðarlausar eða eiga aðeins eitt foreldri. Ég hitti eina þeirra í gær sem sagði mér að pabbi Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég sef hér í skólanum, íeinni skólastofunni, ogþað fer vel um mig. Éggisti hér ásamt nokkrum fátækum stúlkum,“ sagði Karl Fann- ar Sævarsson mannfræðinemi þegar blaðamaður heimsótti hann í nóv- Ég varð að fara hingað Hann segir að Afríka sunnan Sahara kalli á sig. Karl Fannar Sævarsson bjó í Kampala í Úganda í þrjá mánuði í lok þessa árs og starfaði hjá Candle Light Foundation, stofnun sem íslensk kona stofnaði fyrir áratug. Kalli vann við að kenna flóttamönnum ensku í Kampala og þurfti oft að beita líkamstjáningu. Skóli Kalli í kennslustofunni ásamt tveimur starfskonum, Miriam og Rose. Saumastúlka Þessi var brosmild þar sem hún var að læra að sauma. Hárlengingar Þær voru að æfa sig stúlkurnar hjá Candle Light. Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ylja og Snorri Helgason hafa í sam- einingu ákveðið að blása til sannkall- aðra hátíðartónleika milli jóla og ný- árs. Tónleikarnir fara fram í Gamla bíói á morgun, laugardagskvöld 28. desember, og eru því tilvaldir til þess að jafna sig eftir jólaösina sem og til að hita sig upp fyrir nýtt ár. Í auglýsingu frá þeim segir að hljómsveitirnar muni skarta sínu skærasta í sérstökum hátíðarbúningi og lofa einstakri upplifun. Þau lofa því líka að eitt eða tvö jólalög fái að hljóma í meðförum sveitanna á tón- leikunum. Aldeilis hæfileikaríkt tón- listarfólk sem ætlar að koma saman og um að gera að njóta þess. Nánar á Facebooksíðunni: Hátíðartónleikar. Vefsíðan www.facebook/ Hátíðartónleikar Flottur hópur Þau spila á morgun. Moses Hightower, Ylja og Snorri Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið virkadaga 10-18 - Laugardaga 11-18www.vmv.hi.is Námskeið í janúar – febrúar - Stærðfræði A - Rekstrarhagfræði II - Tölfræði B - Inngangur að mannauðsstjórnun - Markaðsáætlanagerð - Reikningsskil Námskeið í febrúar - mars - UI-tölvunotkun - Fjármál I - Rekstrarstjórnun - Viðskipti og alþjóðasamskipti - Stefnumótun fyrirtækja - Ársreikningagerð A Námskeið í mars - maí - Markaðsfærsla þjónustu - Lögfræði A - Fjármál II - Verkefnastjórnun - Ársreikningagerð B Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.