Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lyftingar, bæði kraftlyftingar og ólympískar lyftingar, eru í mikilli sókn um þessar mundir og sérstak- lega vekur athygli hversu konur eru orðnar margar í hópi iðkenda. Al- mennur áhugi á heilsu og hreyfingu og uppgangur cross-fit er nefnt sem helstu skýringarnar. En mögulegar skýringar eru fleiri. Anna Hulda Ólafsdóttir, sem hef- ur náð afar góðum árangri í ólymp- ískum lyftingum, telur að viðhorf samfélagsins til sterklegra kvenna hafi breyst – það þyki ekki lengur hallærislegt eða ljótt að konur séu sterklegar og vöðvastæltar. Konur um 30% iðkenda Lyftingasambandið og Kraftlyft- ingasambandið eru aðilar að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og samkvæmt samantekt ÍSÍ fjölgaði iðkendum mest í þessum sam- böndum á milli áranna 2011 og 2012, eða um 57% og 51%. Í Lyftinga- sambandinu voru 459 skráðir iðk- endur árið 2012 og í Kraftlyftinga- sambandinu 939. Um 30% iðkenda eru konur. Fjölgunin hefur haldið áfram á árinu 2013. Innan Lyftingasambandsins er keppt í ólympískum lyftingum og keppnisgreinarnar eru tvær; snörun og jafnhending. Í cross-fit-líkamsþjálfun eru stundaðar ólympískar lyftingar og Lárus Páll Pálsson, formaður Lyft- ingasambandsins, segir að mikill áhugi á cross-fit eigi stóran þátt í fjölgun þeirra sem stunda og keppa í ólympískum lyftingum. Ólympískar lyftingar krefjist liðleika og henti konum því afar vel, því þær séu yfir- leitt mun liðugri en karlar. Þá séu lyftingarnar afar hollar fyrir konur enda hafi verið sýnt fram á að með lyftingum geti konur komið í veg fyr- ir beinþynningu, sérstaklega ef þær virkja allt stoðkerfið, líkt og ólymp- ísku lyftingarnar geri. Lagaði akkilesarhælinn Það segir sína sögu um aukinn áhuga á íþróttinni að á jólamóti Lyft- ingasambandsins, sem var haldið í CrossFit XY-stöðinni í Garðabæ, tóku 50 manns þátt og er það eitt fjölmennasta mót sem sambandið hefur haldið. „Þetta er sport sem menn vissu varla af fyrir nokkrum árum,“ segir Lárus Páll. Anna Hulda Ólafsdóttir var í landsliðinu í áhaldafimleikum en hætti að æfa fimleika þegar hún byrjaði í menntaskóla. Hún hélt sér í formi í ræktinni en byrjaði að æfa cross-fit ári eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, dóttur, fyrir þremur árum. Fimleikaþjálfunin reyndist henni vel í cross-fit og hún náði fljótt góð- um árangri en hún fann fljótt að ólympísku lyftingarnar voru hennar akkilesarhæll. Hún fór því til besta kennarans sem völ var á, Gísla Krist- jánssonar, margfalds Íslandsmeist- ara. Gísli er enn á toppnum, fertugur að aldri, og hefur raunar skorað á yngri keppendur að reyna að ná hon- um áður en hann verður fimmtugur. „Eftir það lagði ég meiri áherslu á lyftingarnar og fann mig fljótt í þeim. Þú þarft að vera liðugur, sterkur, með góða samhæfingu og mikla snerpu í ólympískum lyft- ingum. Þetta eru þættir sem mér finnst gaman að fínpússa. Þannig að ég fór á fullt í þetta, eins og ég gat, því ég er að gera margt annað,“ seg- ir hún. Þetta „annað“ er m.a. að ala upp dóttur sína með unnusta sínum, Gunnari Hilmarssyni, stunda dokt- orsnám í iðnaðarverkfræði við Há- skóla Íslands og kenna námskeið um kvik kerfislíkön sem er á meistara- stigi í verkfræði við HÍ. Anna Hulda hefur undanfarin ár verið ein öflugasta konan í ólymp- ískum lyftingum hér á landi. Hún segir að samkeppnin sé hörð og hún þurfi að halda sig við efnið, ætli hún ekki að missa aðrar konur fram úr sér. Hún telur að ástæðan fyrir fjölgun kvenna í lyftingum almennt tengist því að hér á landi sé jákvætt viðhorf í garð sterkra og stæltra kvenna. Við- horfið hafi breyst frá því hún útskrif- aðist úr menntaskóla árið 2005. „Þá áttu stelpur bara að vera rosalega grannar og sumum finnst það ennþá. Ég man líka að þegar ég fermdist vildi ég ekki vera í ermalausu því mér fannst handleggirnir of stæltir. Í dag er ég stolt af þessu,“ segir hún. Átti sterka móður Anna Hulda segir mikilvægt að stúlkur sem vilji stunda lyftingar og verða stæltar hafi fyrirmyndir í sam- félaginu. Í hennar tilviki hafi móðir hennar, Guðrún Þórsdóttir, skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, sem lést árið 2010, haft mestu áhrifin. „Hún var rosalega sterk kona. Hún hjólaði í vinnuna, úr Breiðholti og niður í bæ, á hverjum einasta degi, fór í sjósund allan ársins hring og var ekkert að hlífa sjálfri sér. Þetta hafði áhrif á mig,“ segir Anna Hulda. Eftir andlát hennar hafi hún ákveðið láta ekki það sem hana lang- ar að gera bíða betri tíma. Hluti af þessu viðhorfi felist í að keppa, alveg sama þótt hún sé e.t.v. ekki í sínu besta formi. „Ég ákvað að ég skyldi kýla á það,“ segir hún. Og það hefur hún líka gert. Sterkum fyrirmyndum fjölgar  Kraftlyftingar og ólympískar lyftingar í mikilli sókn  Iðkendum hefur fjölgað mikið á milli ára  Telur að viðhorf til sterkra og stæltra kvenna hafi breyst  Konum fjölgar í kraftagreinum Lárus Páll Pálsson Anna Hulda Ólafsdóttir Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnasmiðja Reykjavíkur sendir landsmönnum öllum sínar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is • ww w.perlan.is Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Jólahladbord í Perlunni Velkomin á Fjórir söngvarar ættaðir úr Skaga- firði heiðra minningu þriggja lát- inna tónskálda úr firðinum í menn- ingarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð annað kvöld, laugardagskvöld. Söngskemmtunin hefst kl. 21. Það eru þau Ásgeir Eiríksson, Helga Rós Indriðadóttir, Margrét S. Stefánsdóttir og Sigurjón Jó- hannesson sem koma fram ásamt Gróu Hreinsdóttur píanóleikara og kalla skemmtunina Þú sem eldinn átt í hjarta. Flutt verða lög eftir Ey- þór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson. Lögin á efnisskránni eru við texta eftir ýmsa kunna höfunda: Jón Björnsson, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Jóhannes úr Kötl- um, Helga Sæmundsson, Pétur Sig- urðsson, Friðrik Hansen, Eyþór Stefánsson, Helga Konráðsson, Huldu og Jakob Jóhannesson Smára. Þú sem eldinn átt í hjarta í Miðgarði Sungið og spilað Margrét S. Stef- ánsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Sigurjón Jóhannesson og Helga Rós Indriða- dóttir ásamt Gróu Hreinsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.