Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is ÁRSKORT á aðeins 4.990 krónur á mánuði (12 mán. binditími) Eða 49.900 krónur staðgreitt (gildir til 31.janúar) 1 heppinn árskortshafi verður dreginn út í apríl og fær hann Trek reiðhjól. 4 flottir skvasssalir - Ketilbjöllutímar - Cross train extreem XTX - 6 spinning tímar á viku - Einn besti golfhermir landsins - Góður fullbúinn tækjasalur - Körfuboltasalur - Einkaþjálfarar - Gufubað í búningsklefum. Allir árskortshafar í Veggsport eru í fríðindaklúbbi Veggsports. Fríðindaklúbburinn veitir þér: Handklæði eftir ræktina.- Fæðubótapakki frá EAS- 2 tímar með einkaþjálfara í fitumælingu, markmiðasetningu og- persónulegt æfingarprógram. 5 skipta Boost kort.- Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi. 2 heppnir verða dregnir út og geta boðið maka/vini með sé Allir sem kaupa árskort í Veggsport í ja núar fara í pott Ert þú með árskort í Veggsport? r í ræktina í HEILT ÁR. . Þótt Sareye hafi verið stofnað í kringum hugmyndina um að nota flygildi við leitarstörf og að sú hug- mynd hafi unnið keppnina um Gull- eggið í vor tekur smíði og sala á aðgerðastjórnunarkerfi fyrir björg- unarsveitir og fleiri nú mestan tíma þeirra Sareye-manna. Sareye samdi í haust um sölu á kerfinu, sem heitir Aðgerða- grunnur, til Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og hefur kerfið verið í notkun hjá Landsbjörg frá í nóv- ember. Aðgerðagrunnur leysti bandarískt kerfi af hólmi. „Stærsti munurinn er að okkar kerfi er sér- smíðað fyrir þarfir viðbragðsaðila í neyðarástandi og auk þess þróað í samvinnu við Landsbjörg,“ segir Skúli Freyr Hinriksson. Sareye-menn eru einróma um að sigurinn í Gullegginu, sem er ný- sköpunarkeppni fyrir háskólanema og nýútskrifaða, og sú aðstoð sem þeir fengu aðgang að með sigr- inum, hafi riðið baggamuninn. „Sigur í Gullegginu og að komast að hjá Start up Reykjavík hjálpaði okkur mjög mikið,“ segir Guð- brandur. Sigur í Gullegginu í apríl færði þeim þriggja milljóna króna framlag frá Arion banka, frítt hús- næði í sumar og aðgang að sér- fræðingum hjá Klaki og Innovit. Guðbrandur gagnrýnir mjög áform stjórnvalda um niðurskurð til tækniþróunarsjóða. „Það er ofboðsleg skammsýni að skera niður stuðning til sprotafyr- irtækja því þar er verið að búa til eitthvað úr engu. Þetta snýst um þekkingu og hugmyndir og að fá smávegis pening. Og nú erum við bara með fínt fyrirtæki í hönd- unum. Við erum svo sem ekki farn- ir að moka peningunum en það er ýmislegt spennandi í farvatninu,“ segir hann. Þótt þeir hafi í sumar unnið að flygildaverkefninu sáu þeir fljótt að bæði hefði Landsbjörg þörf fyrir nýtt aðgerðastjórnunarkerfi og að þeir hefðu þekkingu til að smíða slíkt kerfi. Flygildaverkefnið varð ekki lengur aðalatriðið heldur Að- gerðagrunnurinn. Guðbrandur bendir á að vendingar sem þessar séu algengar hjá sprotafyrir- tækjum; þau séu gjarna sett á laggirnar í kringum eina hugmynd en reksturinn geti leitt þau í allt aðrar áttir. „Það skiptir máli að finna markað sem ekki er verið að sinna.“ SAReye er nú í viðræðum við al- mannavarnadeild ríkislög- reglustjóra og fyrirtæki í orkugeir- anum um Aðgerðagrunn. Guðbrandur bendir á að fyrir- tæki í orkugeiranum, símafyrirtæki og stóriðjufyrirtæki eigi það sam- merkt að þurfa að bregðast hratt við áföllum. Því sé gott aðgerða- stjórnunarkerfi þeim ákaflega mik- ilvægt. Flygildaverkefnið er því hliðar- búskapur í bili. Rétt er að nefna að því verkefni er ekki ætlað að skapa SAReye tekjur en Cintamani, Ný- herji og Greenqloud hafa styrkt verkefnið. Þarf hugmynd, þekkingu og smá pening  Sigur í Gullegginu og aðstoð sem bauðst í kjölfarið skipti miklu máli  Gagnrýnir niðurskurð Landsbjörg vann með SAReye að þróun Aðgerðagrunnsins og Gunnar Stefánsson hjá Lands- björg er mjög ánægður með út- komuna. Hann sé einfaldari, hraðvirkari og betri en sá að- gerðagrunnur sem Landsbjörg hafi áður notast við. Í Aðgerðagrunni má fylgjast með og skrá allar aðgerðir björgunarsveita um allt land. Hægt er að skoða og skrá í grunninn á netinu. Gunnar segir gríðarlega mikilvægt að hafa góðan að- gerðagrunn þegar stýra þurfi miklum mannskap, búnaði og tækjum í umfangsmiklum að- gerðum. Grunnurinn verði mikilvæg uppspretta fyrir hvers kyns vinnslu upplýsinga um aðgerð- ir sem munu nýtast við að þjálfa og skipuleggja starfsem- ina. Einnig til að sjá hvar slys verði helst og efla þannig for- varnir. Skrá allar aðgerðir björgunar- sveitanna AÐGERÐAGRUNNUR Morgunblaðið/RAX SAReye Björn Geir Leifsson, Guðbrandur Örn Arnarson, Hjörtur Geir Björnsson og Skúli Freyr Hinriksson með Ásgeiri Jónassyni, Kára Tristani Helgasyni og Trausta Sæmundssyni, sem eru nemendur við HR og vinna Fyrir SA- Reye meðfram námi. Skrifstofur SAReye eru í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.