Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 20
Setur Teikning af gistiheimilinu sem fyrirhugað er að rísi á Skógum.  Eigendur Reykjavik Backpackers stefna á opnun nýs hót- els á Skógum  Vetrarferðamennska sterkari en hún var Veturinn orðinn væn- legri fyrir ferðaþjónustu Morgunblaðið/Rósa Braga Praktískir „Aukin áhersla lággjaldaflugfélaga á ferðir til Íslands hefur bætt aðgengið fyrir sparsama ferðamenn sem eru einmitt að leita að þessari tegund gistingar,“ segir Björk um markaðinn fyrir farfuglaheimili. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var árið 2009, í miðri kreppu, að hópur ungra vina tók sig til og opn- aði lítið farfuglaheimili á miðjum Laugaveginum. Reykjavik Back- packers sló fljótlega í gegn og er smám saman að verða að litlu ferða- þjónustuveldi, með útibú á Akureyri og nýtt hótel á Skógum á teikniborð- inu. Björk Kristjánsdóttir er fram- kvæmdastjóri Reykjavík Backpack- ers og segir frá því hvernig, í hálf- gerðu bríaríi, það gerðist að ein hæð á Laugavegi 28 – beint á móti Brynju – varð að gistiheimili sem loks tók yfir allt húsið. „Við fórum þá leið að gera sjálf allt það sem við gát- um, og munduðum hér hamra og pensla eins og fagmenn. Fljótlega eftir að hafa opnað gistirými á efri hæðum hússins losnaði allt rýmið í húsinu svo við opnuðum á jarðhæð- inni upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn og bar. Nú í ár var svo haldið áfram þegar við endurinnréttuðum barinn okkar, sem heitir nú Bunk bar, og opnuðum veitingastaðinn Cava í kjallara hússins,“ útskýrir Björk. Að sögn Bjarkar var greinilega gat á markaðinum þegar Reykjavik Backpackers bættist við flóruna. Þá voru aðeins tvö önnur farfuglaheim- ili í Reykjavík en síðan þá hafa fleiri bæst við. „Erfitt er að segja til um hvort markaðurinn sé að mettast. Aukin áhersla lággjaldaflugfélaga á ferðir til Íslands hefur bætt aðgeng- ið fyrir sparsama ferðamenn sem eru einmitt að leita að þessari teg- und gistingar.“ Árið 2012 var opnað annað Back- packers-gistiheimili á Íslandi, á Ak- ureyri. „Þar var farin svipuð leið og við opnun Reykjavík Backpackers en við gerðum þar upp friðað hús í Hafnarstræti og opnuðum farfugla- heimili, bar og veitingastað.“ Ferðamannamiðstöð á Skógum Ásamt Björk eru það Torfi G. Yngvason, Jón Heiðar Andrésson, Halldór Hafsteinsson og Davíð Más- son sem standa að félaginu sem á og rekur Reykjavik Backpackers. Enn heldur fyrirtækið áfram að vaxa og er nýjasta verkefnið jafnframt það stærsta: bygging nýs farfuglaheim- ilis á Skógum. „Í samstarfi við Hilmar Þór Krist- insson höfum við sótt um lóð til að byggja miðstöð fyrir ferðamenn á þessum fjölsótta stað,“ segir Björk. „Straumur ferðamanna liggur í miklum og auknum mæli á Suður- land og við gerum ráð fyrir að starf- semi sem þessi geti verið mikil lyfti- stöng fyrir svæðið. Skógar eru virkilega fallegur viðkomustaður og munum við passa upp á að haga starfseminni og yfirbyggingu þannig að svæðið geti notið sín sem best. Við bárum upp hugmynd við for- svarsmenn Rangárþings eystra, sem mjög vel var tekið í, og nú er unnið að uppfærslu á skipulagi svæðisins. Á svona stað er ákaflega mikilvægt að bjóða upp á þjónustu við alla ferðamenn sem á svæðið koma og út á það gengur okkar hugmynd.“ Það er af sem áður var að íslensk hótel standi meira og minna auð yfir háveturinn. Ekki þarf að leita langt aftur til að finna tímabil þar sem margir gististaðir í Reykjavík voru hreinlega lokaðir á jólum því gestir voru of fáir. Björk segir aðsókn ferðamanna hafa tekið miklum breytingum og vetrarferðamennska styrkist með hverju árinu. Þessi jól- in er t.d. fjöldi gesta á Reykjavik Backpackers. „Í takt við fjölgun ferðamanna hafa þjónustufyrirtækin tekið við sér. Hér áður fyrr var þjón- usta takmörkuð á þessum tíma og framboð afþreyingar yfir hátíðarnar lítið. Í dag er fjöldi verslana og veit- ingastaða opinn í kringum hátíðirnar og margt um að vera fyrir erlenda gesti. Veturinn almennt er orðinn mun vænlegri fyrir ferðaþjónustuna, menningarviðburðir á borð við Ice- land Airwaves laða gesti til landsins og æ fleiri leggja leið sína hingað til að berja norðurljósin augum.“ Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Staðsetjið kerti ekki nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Reykjavik Backpackers getur hýst 96 gesti í 20 herbergjum. Velja má um einstaklings- og paraherbergi eða deila stóru sameiginlegu svefnrými með ókunnugum. Björk segir marga ferðalanga einmitt sækja í farfugaheimili ekki aðeins vegna lágs verðs heldur vegna tækifærisins til að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini á ferða- lögum sínum. En er ekki erfitt að halda góðri stjórn á gestunum þegar ungu og ævintýragjörnu fólki er safnað saman undir einu þaki, jafnvel mörgum saman inni í einu og sama herberginu? Eru ekki bakpoka- ferðalangar uppátækjasöm ólík- indatól og núningur á milli gesta? „Ég hef starfað í ferðaþjónustu- geiranum um langt skeið, m.a. sem leiðsögumaður, og ég er ekki frá því að bakpokaferðalangar séu rjóminn af ferðamönnum,“ segir Björk. „Ferðamenn sem gista á far- fuglaheimilum eru oftast víðsýnir, opnir fyrir því að kynnast öðru fólki og reyna nýja hluti. Þess vegna gengur fyrirkomulagið vel upp.“ Víðsýnir og opnir gestir „BAKPOKAFERÐALANGAR RJÓMINN AF FERÐAMÖNNUM“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.