Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráð-herra Jap-ans, Shinzo Abe, kallaði í gær yfir sig harða gagnrýni þegar hann heimsótti Yasukuni-helgidóminn í Tók- ýó. Yasukuni er til minningar um tvær og hálfa milljón fall- inna hermanna Japana frá því seint á 19. öld, en helgidómur- inn var byggður árið 1869. Hörðustu gagnrýnendurnir eru nágrannaríkin Kína og Suður-Kórea, en aðrir hafa einnig fundið að heimsókn- inni. Bandaríkin voru gagn- rýnin, en þó vinsamleg í gagn- rýni sinni þar sem þau lýstu „vonbrigðum“ sínum með að forysta Japans hefði gert það sem mundi auka á togstreitu á milli Japans og nágrannaríkja þess. Íbúum annarra ríkja þætti sjálfsagt sérkennilegt ef leið- togar þeirra gætu ekki án þess að fundið yrði að því sýnt föllnum hermönnum virðingu, en Yasukuni hefur fengið á sig slæma ímynd og þar er eink- um um að kenna að árið 1978 var nöfnum 14 dæmdra stríðs- glæpamanna bætt í þann stóra hóp sem fengið hefur vist í helgidómnum og sú ráð- stöfun hefur skiljanlega kall- að á gagnrýni. Abe forsætisráðherra lagði á það áherslu eftir heimsókn sína að hann hefði ekki aðeins verið að sýna föllnum jap- önskum hermönnum virðingu heldur einnig föllnum her- mönnum annarra þjóða. Hann hefði beðið fyrir friði og vildi ekki að Japan lenti nokkurn tímann aftur í stríði. Hann sagðist harma fortíðina mjög og að heimsóknin í Yasukuni hefði alls ekki verið til þess ætluð að sýna Kínverjum eða Kóreubúum tillitsleysi. Málið snýst vitaskuld að stórum hluta um fortíðina sem Abe harmar, en sem kunnugt er gengu Japanir afar grimmilega fram í hernaði undir miðbik síðustu aldar, sér í lagi gagnvart nágrönnum sínum. Þó að ekki sé einfalt að leggja mælistiku á slíka grimmd er til að mynda óvíst að í öllum þeim óhugnaði sem gekk yfir Evrópu um svipað leyti megi finna meiri mann- vonsku. En þó að þessi ljóti kafli í sögu Japans ráði miklu um viðbrögð nágrannanna nú við heimsókn Abes er ekki ólík- legt að fleira komi til. Japan á í deilum við bæði Kínverja og Suður-Kóreumenn um til- teknar eyjar og yfirráðasvæði og þessi ríki hafa þar með hagsmuni af að japönsk stjórnvöld fari varlega og forðist deilur. Áhyggjur Bandaríkjamanna, sem fram komu í tilefni af heimsókn Abes í gær, af stöðugleika í þessum heimshluta eru skilj- anlegar. Mikið er í húfi að ekki sjóði upp úr á þessum slóðum. Því má þó ekki gleyma að þrátt fyrir sögu Japans á þessu sviði dettur engum í hug að Japan reki í dag heimsvaldastefnu eða sé ógn við önnur ríki. Jap- an er lýðræðisríki, hefur verið það áratugum saman og á að því leyti samleið með vestræn- um þjóðum. Meiri ástæða er til að hafa áhyggjur af framgöngu kín- verskra stjórnvalda og í raun eru það áhyggjurnar sem Bandaríkjamenn hafa þó að þeir beini orðum sínum að jap- önskum ráðamönnum. Kínverjar hafa á liðnum ár- um orðið æ fyrirferðarmeiri í heiminum öllum og þá ekki síst þar sem þeir telja vera sitt umráða- og yfirráðasvæði. Þeir finna til aukins máttar síns og vilja njóta viðurkenn- ingar í samræmi við það. Slíkt er ekki óeðlilegt en getur fljótt snúist upp í ótta annarra við að þeir séu farnir að horfa of mik- ið út á við og jafnvel að þeir kunni þegar fram í sækir að grípa til þess gamalkunna ráðs að finna sér sameiginlegan ytri óvin þegar kreppa mun að heima fyrir. Sumir telja að slíkt sé yfirvofandi og má að minnsta kosti telja óhjá- kvæmilegt til lengri tíma litið, sé sagan nokkurs virði. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að Abe hefur einsett sér að efla japanska herinn og breyta honum þegar fram í sækir úr þeirri hálf- gerðu friðargæslusveit sem hann nú er í hefðbundinn her. Japanir telja þetta eðlileg við- brögð við vaxandi hernaðar- mætti Kínverja og skyldi eng- an undra. Mesta hættan á aukinni tog- streitu og einhverju þaðan af verra á milli Japans og Kína stafar ekki af minningarathöfn forsætisráðherra Japans, þó að henni hefði mátt velja betri stað, til að mynda við gröf óþekkta hermannsins í þjóð- argrafreitnum Chidorigafuchi. Hættan er miklu frekar sú að með vaxandi afli kunni Kín- verjar sér ekki hóf og ryðji sér um of til rúms á kostnað ná- granna sinna. Þeim gæti vissu- lega orðið ágætlega ágengt ef þeir beittu sér, en ekki án þess að stöðugleikinn á þessum slóðum yrði innan tíðar aðeins umfjöllunarefni sagnfræðinga. Hæpið er að halda því fram að Japan sé ógn við stöðugleik- ann á svæðinu} Umdeild minningarathöfn E itt það fyndnasta sem ég man eftir að hafa horft á – og það ósjaldan – er uppistand með hinum bandaríska George Car- lin á Youtube þar sem fjallar með hárbeittum gálgahúmor um svikamyll- una sem trúarbrögð eru. Hann setur fram, máli sínu til stuðnings, ýmis skondin dæmi, til dæmis þá fjarstæðu að uppi í himninum sé ósýnilegur maður sem fylgist með þér, hvar á hnettinum sem vera skal, hverja stund, allan ársins hring. Hann hóti þér ennfremur eilífð- arvist í eldi og pínu ef þú hagar þér ekki vel – en hann elskar þig nú samt. Fáránleikinn í gríni Carlins er alger en hann hefur samt mestanpartinn lög að mæla. Þeir sem amast við trúarbrögðum geta þó vel við unað nú þegar árið er á enda og verk páfa eru skoðuð. Frans páfi hefur nefnilega komið inn á sviðið með meiri myndarbrag en nokkur hefði getað vænst fyrirfram. Þegar Argentínumaðurinn Jorge Mario Bergoglio tók sér nafn Frans frá Assisi mátti sjálfsagt lesa úr því einhverja vísbendingu um það sem koma skyldi, en framganga hans hefur verið aðdáunarverð og komið flestum í opna skjöldu. Frans páfi gaf snemma til kynna að honum hugnaðist hvorki hinn íburðarmikli pá- fabústaður, lúxusbifreið embættisins né flúraður skrúð- búningur embættisins. Þvert á móti kaus hann einfaldan aðbúnað í hvívetna og skar upp herör gegn bruðli og óráðsíu meðal kirkjunnar þjóna. Meðal annars tók hann þýska biskupinn Franz-Peter Tebartz-van Elst til bæna fyrir ótrúlegan lúxuslifnað og rak hann að því loknu. Hann lagði þeim mun meiri áherslu á að skapa aukna nánd og per- sónuleg samskipti við söfnuð sinn, hvar sem hann kom. Hann leyfði börnunum að koma til sín og varnaði þeim það eigi, hversu hátíðlegt sem tilefnið var. Hann tók meira að segja sjálfsmynd af sér og nokkrum táningum á síma eins þeirra. Hann steig sögulegt skref til aukinna réttinda samkynhneigðra gagn- vart kaþólsku kirkjunni og þegar hann laug- aði fætur ungra sakamanna til að minnast þess er Jesú gerði slíkt hið sama, braut hann blað með því að lauga fætur kvenna og músl- ima um leið. Þá hefur Frans páfi gefið sér tíma til að berjast fyrir verndun regnskóg- anna á Amazon-svæðinu og nýlega komst það upp að hann stelst reglulega út úr páfagarði í skjóli næt- ur til að gefa fátækum og heimilislausum að borða. Of- stæki þekkir hann ekki enda lýsti hann því yfir að trú- leysingjar væru jafn gott fólk og aðrir, ef þeir breyttu rétt og kæmu almennt vel fram. Er hér aðeins fátt upp talið. Þegar þessi framganga æðsta manns kaþólsku kirkj- unnar er höfð í huga, er kannski stórt plan í gangi okkur öllum til góða. Skipting risapottsins í lottóinu fyrr í mán- uðinum er alltént til þess fallin að láta mann halda að ein- hver sé á vaktinni yfir þessu öllu saman? Gleðilega hátíð, lesendur góðir. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Stóra planið og maður ársins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is S læm útkoma Íslands í ár- legri rannsókn hugveit- unnar Fraser Institute um efnahagslegt frelsi í heiminum, sem nefnist Economic Freedom of the World, er áhyggjuefni að mati Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknarmiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál. „Þessi niður- staða er óviðunandi fyrir Ísland enda sýna þessar rannsóknir Fraser Insti- tute að lífsgæði og velmegun er mest í þeim löndum þar sem einstaklingar njóta sem mests efnahagslegs frels- is,“ segir Birgir og bendir á að á ár- unum 1995 til 2005 hafi Ísland raðað sér meðal efstu þjóða en hafi nú fallið niður um flokk og farið úr 10. sætinu árið 2005 í það 41. á þessu ári. „Þegar einstakir flokkar skýrslunnar eru skoðaðir kemur í ljós að við sitjum í 106. sæti í flokknum um frjálsa versl- un og erum þar sæti á eftir Kína og rekum lestina í Vestur-Evrópu. Fyrir þjóð sem er jafn háð inn- og útflutn- ingi eru þetta slæmar fréttir fyrir ís- lensk heimili og efnahagslíf.“ Drifkraftur hagvaxtar Í tölum sem samtökin Atlas Free Trade hafa tekið saman kemur fram að á síðustu fimmtán árum hef- ur tekist að skapa 200 milljarða doll- ara verðmæti og reisa 500 milljónir einstaklinga úr fátækt með því einu að draga úr viðskiptahindrunum, því er til mikils að vinna með því einu að greiða fyrir viðskiptum. „Tollar, skattar og há vörugjöld eru helsta ástæðan fyrir slæmri útkomu Íslands í þessum flokki á lista Fraser- stofnunarinnar. Frjáls verslun er drifkraftur hagvaxtar enda hefur það sýnt sig að þegar þjóðir draga úr höftum þá lækkar verð til neytenda hvort, sem er á mat eða öðrum vörum,“ segir Birgir og bendir auk þess á að mikil afskipti hins opinbera af verslun sendi röng skilaboð inn í efnahagslífið sem fjárfestir þá oft í óarðbærum verkefnum í stað þess að einblína á þær greinar sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Skortur á pólitískri forystu Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, segir útkomu Íslands verri en hann átti von á. „Við höfum vitað það að Ísland þarf að gera betur á vettvangi frjálsrar versl- unar enda bæði komið fram í McKin- sey-skýrslunni og síðustu skýrslu Viðskiptaþings en að staðan væri þetta slæm óraði mig ekki fyrir,“ seg- ir Hreggviður en hann telur að hér skorti fyrst og fremst pólitíska for- ystu í þessu máli. „Málafjöldi Íslands hjá ESA er vísbending um við þurf- um að gera miklu betur enda snýst þetta um kjarabætur fyrir íslensk heimili, að verslun verði frjálsari og vöruúrval meira. Við þurfum ekki að gera annað en líta til Svíþjóðar og sjá framfarir þar t.d. í landbúnaði þegar þeir opnuðu sitt kerfi.“ Fríverslun við Japan Bolli Thoroddsen, nýkjörinn for- maður Verslunarráðs Íslands í Jap- an, segir til mikils að vinna fyrir ís- lensk fyrirtæki að sækja inn á nýja markaði en líka tækifæri fólgin í því að opna íslenskan markað fyrir er- lendum vörum og fyrirtækjum. „Það eru ekki bara íslensk fyrirtæki sem hagnast á fríverslun við Jap- an heldur líka heimili landsins, sem fá aðgang að góðum og vönd- uðum vörum á betra verði. Við hjá Verslunarráði Íslands í Japan höf- um ákveðið að eitt okkar fyrsta verkefni á nýju ári verður að kanna kosti og möguleika þess að koma á fríverslunarsamn- ingi milli þjóðanna. Það verður spennandi áskorun fyrir okkur.“ Haftastefna gegn íslenskum heimilum Morgunblaðið/Golli Verslun Ísland er að færast aftar á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða og situr nú í 106. sæti á lista yfir frjálsa verslun eða einu sæti fyrir aftan Kína. „Samkeppnishæfni íslenskrar verslunar er mjög slæm,“ segir Björn Jón Bragason, fram- kvæmdastjóri samtaka kaup- manna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Við búum við hæsta virðisaukaskatt í heimi og hér er t.d. sum innflutt matvara skatt- lögð fimm sinnum frá hafnar- bakkanum að matarborði lands- manna.“ Mikil tækifæri eru í verslun á Íslandi og bendir Björn á að af- nám tolla, vörugjalda og skatta muni auka vöruúrval, lækka verð og skapa störf. „Verslun á Ís- landi hefur þurft að búa við það í marga áratugi að fólk fer utan að versla. Væri ekki nær að af- nema höft á verslun og færa viðskipti fólks heim? Það væri raun- veruleg kjara- bót og myndi skapa fjölda starfa.“ Tækifærin í verslun HÖFTIN BURT Björn Jón Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.