Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020 Jólaplatti Á plattanum er: Hangikjöt Jólaskinka Dönsk lifrarkæfa Síld Reyktur lax Hreindýrapaté Kalkúnabringa Eplasalat Laufabrauð Rúgbrauð Flatbrauð og smjör Cumberland sósa Súkkulaði marquise FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 HarðskeljadekkTIRES Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk!TILBOÐ Fólksbíla og jeppadekk Jólin eru tími krafta- verks. Barn fæddist sem ekki var getið með náttúrulegum hætti. Margir, líka sumir þeir sem kenna sig við kristna trú, setja fyrir- vara við meyfæðinguna af einum eða öðrum toga. Ýmsir hafa „vís- indalega“ fyrirvara þegar spurningin um meint kraftaverk er annars vegar. Þeir halda því fram að reynsla okkar af náttúrulögmálum sýni að krafta- verk séu vísindalega óhugsandi. Þá er gjarnan gengið út frá þeirri heim- spekilegu forsendu fyrirfram að Guð sé ekki til. Hitt er þó annað mál að ef Guð er til, sá sem skóp náttúruna og setti henni lögmál sín, sem af ýmsum ástæðum er skynsamlegt að ætla, eru kraftaverk vitanlega möguleg. Ekki óhugsandi Raunin er að þeir sem trúa á kraftaverk líta ekki framhjá þeirri reglufestu sem Guð hefur fólgið í náttúrunni. En þótt maður hafi ekki borið kraftaverk augum þýðir það ekki að kraftaverk séu ekki möguleg. C.S. Lewis bendir réttilega á að sú skoðun að framþróun vísinda hafi með einhverjum hætti útilokað kraftaverk tengist þeirri hugmynd að fólk til forna hafi trúað á kraftaverk vegna þess að það þekkti ekki lögmál náttúrunnar. En stundarhugsun sýn- ir að slíkt tal er vitleysa – og frásögn- in af fæðingu Jesú er skínandi gott dæmi. Þegar Jósef komst að því að unn- usta hans væri barnshafandi ákvað hann að skilja við hana. Ástæðan var sú að hann vissi jafnvel og nútíma- fæðingarlæknar hvernig börn eru til- komin. Hann vissi að samkvæmt hefðbundinni framvindu náttúrunnar eignast konur ekki börn án þess að karlmaður komi þar nærri. Slík fæð- ing væri með öðrum orðum óhugs- andi nema hin reglubundna fram- vinda náttúrunnar hefði verið sett til hliðar eða eitthvað lagt við hana af einhverju utan og yfir náttúrunni. Þegar Jósef viður- kenndi fyrir sjálfum sér að ástand Maríu var ekki tilkomið vegna ótrúmennsku hennar heldur vegna krafta- verks þá viðurkenndi hann að kraftaverkið var eitthvað sem and- stætt var reglu náttúr- unnar – og þar af leið- andi vitnisburður um yfirnáttúrlegan mátt ut- an hennar. Ekkert getur verið óvenjulegt fyrr en þú hefur uppgötv- að og komið auga á það sem er venju- legt. Trú á kraftaverk veltur því ekki á vanþekkingu á lögmálum náttúr- unnar. Þvert á móti er trú á krafta- verk einungis möguleg í krafti þekk- ingar okkar á lögmálum náttúrunnar. Forsendur fyrir trú eða vantrú á kraftaverkum eru þær sömu í dag og þær voru fyrir tvö þúsund árum. Ef Jósef hefði ekki átt þá trú sem gerði honum kleift að treysta á Guð hefði hann getað afneitað yfirnáttúrlegum uppruna Jesú með eins hægu móti og hver annar í dag. Með sama hætti getur sérhver nútímamaður sem trú- ir á Guð gengist við kraftaverki með eins hægu móti og Jósef. Boðskapur jólanna Með fæðingu Jesú gekk sjálfur Guð inn á vettvang sögunnar. Guð er ekki fjarlægur máttur, utan og ofan þessa heims, sem lætur sig líf þitt engu varða. Hann steig á svið þessa heims, inn í líf þitt og mitt. Hann kom sem maður líkt og þú til þess að finna þig þín vegna. Koma hans inn í þenn- an heim áréttar umfram allt að þessi heimur skiptir máli. Þú skiptir máli! Það eru sannarlega góðar fréttir nú á dögum og sannkallað fagnaðarerindi. Við erum ekki ein í blindum og skeyt- ingarlausum alheimi. „Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss.“ Hann stendur við dyrnar og knýr á Jólin leiða okkur fyrir sjónir Guð sem er með okkur, Guð sem er hér og nú. Hann er kominn til þess að láta til sín taka. Hann ætlar sér að umskapa þennan heim til þeirrar myndar sem honum var ætlað frá fyrstu hendi. Guð lítur ekki framhjá ranglæti og þjáningum þessa heims. Hann er ekki tilbúinn til þess því svo elskaði hann heiminn. Hann ætlar að leiða okkur fyrir sjónir það líf sem hann ætlar okkur – líf í fullri gnægð – og vísa okkur veginn þangað. Með komu hans í heiminn hefur kærleikurinn rutt sér til rúms, réttlætið og mis- kunnsemin. Jólin snúast ekki um andlega, ein- staklingsbundna upplyftingu. Þau eru ekki fólgin í því einu að finna fal- legum boðskap stað í hjarta sínu. Guð er raunverulega kominn í heiminn. Það þýðir að kristin trú er fagnaðar- erindi ætlað öllum, erindi sem fyllir hjarta okkar einmitt vegna þess að það snýst ekki um andlega uppfyll- ingu um stund. Jólin segja okkur að Guð ætlar sér ekki að sitja hljóður og aðgerðalaus hjá í hnignandi heimi sem þjakaður er af ranglæti, ófriði og ofbeldi. Og þess vegna erum við kölluð að jötunni þessi jól sem önnur, til þess að opna fyrir Guð dyrnar að okkar lífi, til þess að taka höndum saman með honum til að umskapa eða endurnýja þennan heim til sinnar upprunalegu myndar og leiða fram sigur Krists yfir öllu sem stendur í veginum fyrir því – fyrst okkur sjálfum. Jólin eru ekki aðeins tími til að trúa heldur og til að treysta Guði rétt eins og Jósef gerði þegar hann tók engil- inn á orðinu og gekkst við kraftaverk- inu sem leiddi frelsara heimsins inn í þennan heim. Jólin – tími kraftaverks og endurnýjunar Eftir Gunnar Jóhannesson » Jólin segja okkur að Guð ætlar sér ekki að sitja hljóður og aðgerðalaus hjá í hnignandi heimi sem þjakaður er af ranglæti, ófriði og ofbeldi. Gunnar Jóhannesson Höfundur er sóknarprestur. Við vorum að ræða um efnahagsmál og lífskjörin á Íslandi, þegar vinnu- félagi minn sagði með bros á vör og í fullkomnu æðru- leysi: „Ef ég get soðið mér svið og borðað með rófu- stöppu, þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta.“ Mér fannst þetta vel mælt og lofaði honum því, að þessi orð hans yrðu í minnum höfð í íslenskri hagfræðiumræðu okkar félaganna. Stundum þegar ég stend við af- greiðslukassana í matvöruversl- unum og virði fyrir mér, það sem fólk hefur safnað í innkaupakerr- urnar sínar, sé ég að oftast kostar það allt of mikla peninga. Það er nefnilega alls kyns óþarfi, sem fólk er að kaupa til að setja ofan í sig. Margt þetta fólk kvartar yfir því að eiga ekki fyrir salti í grautinn, á meðan það kaupir marga lítra af gosi og orkudrykkjum, þegar það getur drukkið vatn, kartöfluflögur og ann- að snakk, þegar það getur borðað hollar soðnar kartöflur og hafra- graut. Það er nefnilega hægt að versla ódýrt og fá í kaupbæti fleiri næring- arefni, sem bæta heilsuna og holda- farið, en úr dýrari og unnari mat- vörutegundum. Það er ekki sama í hvað er eytt. Það þarf ekki að kosta mikið að hafa það gott og viðhorfið í þeim efn- um er allsendis ókeypis. Á Íslandi hafa allir það sem þeir þurfa. Það er að vísu allt of margir, sem sólunda kaupi sínu eða atvinnuleysisbótum samdægurs í dýrasta matinn, tísku- fatnað og utanlandsferðir. Þannig fólki finnst það líða skort og á það með réttu skilið. Það er ekki við stjórnvöld að sakast í þeim efnum, heldur dómgreindarleysi vanþakk- látra þegna, sem lifa í flottræfils- hætti og vilja stöðugt kaupa, án þess að eiga fyrir því og án þess að eiga það í rauninni skilið. Nei, það er ekki sama hvernig far- ið er með peninga. Að spara aurinn en sólunda krónunni hefur aldrei þótt góð hagfræði, viðskiptavit né búrekstur. Íslendingar hafa margt að þakka, þótt innflytjendur séu iðnari við að koma auga á lífsgæðin, allsnægtir vörumarkaðanna og friðinn og ör- yggi landsins. Við vorum sammála um það, ég og vinnufélagi minn, að það þyrfti eng- inn að kvarta, sem gæti soðið sér svið og gert sér rófustöppu í matinn, þótt hann ætti ekki fyrir salti í hafragrautinn. EINAR INGVI MAGNÚSSON, áhugamaður um samfélagsmál. Allsnægtir og nægjusemi Frá Einari Ingva Magnússyni Einar Ingvi Magnússon Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.