Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 29
✝ Guðríður Gísla-dóttir fæddist í Naustakoti á Vatnsleysuströnd 25. desember 1924. Hún lést í Sunnu- hlíð 14. desember 2013. Foreldrar Guð- ríðar voru Guðný Jónasdóttir, f. 24. júní 1893, d. 23 apíl 1976, og Gísli Eiríksson, f. 22. apríl 1878, d. 2. janúar 1971. Guðríður var þriðja í röð sex systkina. Þau eru: Elín Björg, Eiríkur Jón- as, Hrefna Kristín, Óskar og Lóa Guðrún. Eftirlifandi eru Hrefna Kristín og Lóa Guð- rún. Hinn 7. maí 1960 giftist Guðríður Hauki Einarsyni, f. 3. desember 1923, frá Reykja- dal í Hrunamannahreppi. Hann lést 3. ágúst 2007. Dótt- rún Ósk. Fyrir á Ágústa Hönnu Kristínu. Þau eiga eitt barnabarn. 4) Erna, f. 21.3. 1960, gift Skúla Hall- dórssyni, f. 1.11. 1957. Börn þeirra eru Haukur og Agnes. Þau eiga eitt barnabarn. 5) Valdís, f. 13.10. 1969, gift Rúnari Ólafi Axelssyni, f. 19.6. 1965. Börn þeirra eru Axel Snær og Brynja Líf. Fyrir á Rúnar Auði Hlín. Guðríður og Haukur byggðu sér hús í Aust- urgerði 7 í Kópavogi. Þar hefur verið samverustaður fjölskyldunnar enda sann- kallaður sælureitur og einn- ig Naustakot. Guðríður vann lengst af hjá Vegagerðinni sem matráðskona hjá Jónasi bróður sínum brúarsmið. Hún var flink í höndunum og hannaði og saumaði mikið í gegnum árin. Þau hjón voru áhugafólk um ferðalög og garðrækt, bar garður þeirra vott um listfengi þeirra beggja. Útför Guðríðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 27. desember 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. ir Guðríðar og Pálma: 1) Sólveig Jónasdóttir Pálmadóttir, f. 11.4. 1945, var gift Sturlu Snæ- björnssyni, f. 21.11. 1945. Börn þeirra eru Svan- dís, Snorri, Guð- ríður og Ingveld- ur. Fyrir á Sturla Þórð. Þau eiga 13 barnabörn. Dóttir Guðríðar og Ásgeirs: 2) Ósk Ásgeirsdóttir, f. 6.10. 1946, gift Marinó Eggertssyni, f. 11.1. 1946. Börn þeirra eru Eggert og Haukur. Fyrir á Ósk Sigríði. Þau eiga sex barnabörn og fjögur barna- barnabörn. Börn Guðríðar og Hauks: 3) Gísli, f. 9.12. 1957, giftur Ágústu Kristófers- dóttur, f. 24.5. 1963. Börn þeirra eru Guðríður og Guð- Elsku mamma. Þú varst okkur allt. Sterk, dugleg, glað- leg, skemmtileg, listræn, já- kvæð, ósérhlífin, ákveðin, fróð og minnug. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Takk fyrir allt og allt elsku mamma. Þín börn, Sólveig, Ósk, Gísli, Erna og Valdís. Gauja tengdamóðir mín lést hinn 14. desember síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Hún tók sjúkdómnum af hetjuskap eins og flestu öðru sem á hafði bjátað í lífinu. Mestan hluta starfsævi sinn- ar var Gauja ráðskona í brúar- vinnuflokk Jónasar Gíslasonar bróður síns. Oft var gaman að hlusta á frásagnir hennar af hinu og þessu sem á dagana dreif í brúarvinnunni. Gauja var minnug og mundi vel hve- nær þessi eða hin brúin var byggð. Eins var er verið var að tala um aldur á fólki þá miðaði hún oft við byggingu brúa og sagði hann eða hún er fædd ár- ið sem við vorum við þessa eða hina ána. Gauja var mikil saumakona og vílaði ekki fyrir sér að sauma hvort heldur sem var buxur eða brúðarkjóla. Þau hjón Gauja og Haukur voru mikið garðyrkjufólk. Ber garð- urinn í Austurgerði þess vott, ekki síst rósirnar hennar Gauju sem hún hafði endalausa þol- inmæði til að nostra við. Gauja var hörkudugleg og ósérhlífin og þrekið með ólíkindum fram undir það síðasta. Stundum hefur verið gantast með það í fjölskyldunni þegar undirbún- ingur einhverrar veislu var að ná hámarki, þá fannst henni hægt ganga og sagði við dætur sínar „stelpur gerið eitthvað“. Það var alltaf notalegt að sitja í stofunni hjá Gauju og spjalla um liðna tíð yfir kaffi- bolla eða jafnvel sérrístaupi, því hún hafði gaman af að segja frá samferðafólki frá ýmsu sem á dagana hafði drif- ið. Ég kveð Gauju tengdamóður mína með söknuði því betri tengdamóður hefði ég ekki get- að óskað mér. Ég votta afkomendum henn- ar og systrum samúð mína. Skúli Halldórsson. Í dag kveð ég ömmu mína, Guðríði Gísladóttur. Við vorum miklar vinkonur og ég á eftir að sakna hennar mikið. Amma var mikill skörungur og sannkall- aður ættarhöfðingi. Hlýjar og góðar minningar um sterka og jákvæða konu fylla hugann. Amma hafði jákvætt viðhorf til lífsins og þeirra verkefna sem hún fékk í lífinu. Hún sá ekki vandamál, bara lausnir. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni, jafnvel þótt tekist væri á um menn og málefni. Amma og afi byggðu sér hús í Austurgerði í Kópavogi og þar hefur samastaður fjölskyldunn- ar verið alla tíð. Amma naut þess að vinna í garðinum sínum og þar átti hún einhverjar sínar bestu stundir. Hún var mikil áhugamanneskja um garðrækt og garðurinn þeirra afa bar vott um listfengi þeirra beggja. Rós- irnar hennar ömmu voru alltaf ótrúlega fallegar og einhvern veginn stærri en allar aðrar rósir. Amma átti afmæli á jóladag og var alltaf með jólaboð á þeim degi. Í gegnum árin hefur stór- fjölskyldan komið saman á þeim degi, borðað hangikjöt og upp- stúf og spilað saman vist, stund- um til morguns, og mikið var hlegið. Það verður skrítið að fara ekki til ömmu á jóladag. Amma hefur alltaf verið uppáhalds og reynst mér afar vel. Ég hef getað leitað til hennar með stórt sem smátt. Varðandi persónuleg málefni talaði hún ekki af sér en alltaf þegar ég spurði hana fékk ég heiðarlegt svar og það kunni ég að meta. Hún hafði sterkar skoðanir, var ákveðin og á köfl- um stjórnsöm, en hún mátti það líka alveg enda vissi hún sínu viti. Amma hafði mikinn áhuga á sínu fólki og vissi upp á hár hvað hver var að vinna við eða læra enda var hún stálminnug. Alltaf var hægt að fletta upp í henni. Nú er það okkar að varðveita minningarnar, segja sögur, passa hvert upp á annað og tryggja tengslin. Hvíl í friði elsku amma mín. Svandís Sturludóttir. Elsku amma. Það er sorglegt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá þig framar, en dásamleg til- finning að hugsa til allra stund- anna okkar saman. Ég á ógrynni minninga um þig. Þú varst kletturinn í fjöl- skyldunni og höfuð ættarinnar. Ég er svo einstaklega heppin með að hafa átt margar stundir með þér þegar ég bjó hjá þér í Austurgerðinu. Hlátrasköll og yatzy-spil standa þó upp úr. Ég deildi með þér öllum mínum hugsunum og draumum enda varst þú, elsku amma, mín besta vinkona. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku besta amma mín. Nú kveð ég allt sem kærast er við klökkvan strengjaslátt. Í hinsta sinn þú mætir mér sem morguns lífs míns átt. (Guðrún Gísladóttir.) Agnes. Föðursystir okkar Guðríður, sem alltaf var kölluð Gauja, og maður hennar, Haukur, voru okkur mjög nákomin og tóku verulegan þátt í að ala okkur öll upp, en þó eitthvað mismikið. Fjölskyldur okkar bjuggu lengi í sama húsinu á veturna og síðan nærri hvor annarri í Kópavoginum og á sumrin var stór hluti fjölskyldnanna saman í brúarvinnu. Gauja var alltaf ráðskona og mamma stundum og Haukur og pabbi voru í vinnuflokknum, börnin voru oft höfð með og svo unglingar þeg- ar þeir fóru að geta unnið. Þetta var því oft á tíðum ein stórfjölskylda. Gauja var harðdugleg og vann mjög mikið á langri ævi, fyrst við sveitastörf, síðan í fiski, ráðskonustörf í hátt í 40 ár og svo var hún mikil sauma- kona og saumaði oft fyrir fólk á fyrri árum þegar konur keyptu efni og réðu saumakonur til að sauma kjóla og barnaföt. Þetta var fyrir utan vinnuna við að sinna stórri fjölskyldu og hún hafði nógan tíma til að tala við okkur. Þrátt fyrir alla vinnuna var Gauja alltaf til í að gera eitt- hvað til tilbreytingar, smásprell í vinnuflokknum, fara í leiki eða skreppa eitthvað. Á sumrin voru helgarnar oft notaðar til að skoða svæðið í nágrenni við vinnustaðinn sem stöðugt flutt- ist til. Þá gengu þau Haukur oft heilmikið og skoðuðu margt, meðal annars höfðu þau um langan tíma yndi af að leita að fallegum steinum og áttu mikið steinasafn. Það kom fyrir í brúarvinn- unni að við bræður vorum settir í eldhúsið dagstund ef eitthvað sérstakt var, þetta var oftast í kringum flutninga og slíkt, þeg- ar það þurfti til dæmis að skúra allt og vaska. Það var ekki endi- lega vinsælt en Gauja var stjórnsöm og ekki með neitt vesen. Hún var líka skemmtileg og við kepptumst yfirleitt við að ljúka verkefninu og komast aft- ur út. Björg var mörg sumur ráðskona með henni og notar enn ýmis húsráð og uppskriftir sem hún lærði af Gauju. Má þar nefna að þegar verið er að út- vatna saltfisk er gott að smakka á vatninu til að gæta að réttri seltu, í kakóið er nauðsynlegt að enda á að setja smjör á hnífsoddi til að bragðið verði rétt og að fiskbollur má ein- ungis hræra réttsælis. Minnis- stætt er þegar þeyttar voru svamptertur með handþeytara um miðja nótt þegar verið var að steypa við Síká til að mann- skapurinn fengi rjómatertur í kaffinu. Þetta var ekkert mál fannst Gauju. Eftir að útilegur í brúarvinnu hættu hugsaði Gauja meira um gamla bæinn í Naustakoti þar sem hún var oft, gjarnan með systrum sínum. Þær systurnar söfnuðu öllu fólkinu saman tvisvar á ári; á Jónsmessunni og á litlu jólunum og Gauja stjórn- aði því sem hún taldi þurfa.Það leita á hugann okkar margar góðar minningar er við hugsum til hennar Gauju. Naustakot og Vatnsleysuströnd átti hug hennar allan. Þar var hún fædd og uppalin. Hún var jólabarn, fædd 25. desember 1924. Mikil samheldni hefur verið hjá systkinunum frá Naustakoti. Alltaf var komið saman hjá Gauju á jóladag á afmælisdeg- inum hennar. Þar hittist öll föl- skyldan og spilað var fram eftir morgni. Fólki leið alltaf vel í kringum hana Gauju. Hún hafði góða nærveru og var alltaf boð- in og búin að hjálpa til, ef með þurfti. Það lék allt í höndum hennar. Hún var snillingur í að sauma og garðurinn hennar og Hauks í Austurgerði bar af fyr- ir snyrtimennsku og smekkvísi. 17. júní kom fólk til hennar í kaffi og naut þess að sitja í fal- lega garðinum hennar innan um allar rósirnar, sem hún var svo stolt af. Jónsmessan skipaði fastan sess í lífi Gauju, þar sem hún ásamt systkinum sínum Hrefnu, Lóu, Ellu og Jónasi, undirbjuggu Jónsmessuhátíð. Þar kom fólk úr stórfjölskyld- unni og átti góðan dag saman í Naustakoti. Hún sagði okkur frá fólkinu á Vatnsleysu- ströndinni, ýmsum atburðum og hvernig það var þegar hún var að alast upp. Alltaf voru haldin litlu jólin í Naustakoti. Þar sem gamla jólatréð var skreytt og systurnar voru búnar að baka og skreyta kotið. Allt var þetta fastur liður hjá öllum. Við fjöl- skyldan á Vallartröðinni eigum öll góðar minningar með Gauju. Á hún þakkir fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur. Hún kenndi okkur margt um lífið og tilveruna. Bjartsýni, dugnaður og vinnusemi einkenndi allt hennar líf. Við skulum hafa það að leiðarljósi er við kveðjum Guðríði Gísladóttur frá Nausta- koti. Blessuð sé minning henn- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guðný Dóra, Gunnar og fjölskylda. Gauja hafði gaman af að halda veislur og var dugleg við það bæði heima og í brúarvinn- unni. Þær veislur sem við mun- um best eftir eru jólaboðin í hálfa öld, en Gauja átti afmæli á jóladag og þá lá beint við að vera hjá henni þann dag. Fyrir utan allan matartilbúning og framreiðslu veitinga sá hún til þess að það væri farið í hópleiki með börnunum og að fullorðna fólkið spilaði og, þar verðum við í huganum á jóladag eins og fyrri jól. Gísli, Björg, Þorleifur, Ívar, Flosi og Elín. Guðríður Gísladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÆVAR ÞORSTEINSSON, Ævar í Enni, lést á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 23. desember. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 4. janúar 2014. Ingibjörg Jósefsdóttir, Halldóra Ingimundardóttir, Guðni Eðvarðsson, Jósteinn Ingimundarson, Fjóla Ævarsdóttir, Guðmundur Guðbergsson, Ingibjörg Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, SIGRÍÐUR VALDEMARSDÓTTIR, Böðvarsgarði, Fnjóskadal, sem lést 15. desember verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 10.00. Jarðsett verður í heimagrafreit. Börn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐVEIG ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sólvöllum, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sunnudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg amma okkar, langamma og langa- langamma, MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Austurbrún 4, lést mánudaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 15.00. Sjöfn Arnfinnsdóttir, Snorri Arnfinnsson, Ósk Gunnarsdóttir, Skúli Arnfinnsson, Sólrún Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður Skúmsstöðum, er lést sunnudaginn 15. desember, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 28. desember kl. 14.00. Vilmundur Þórir Kristinsson, Sigurður Einir Kristinsson, Erna Alfreðsdóttir, Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, Gísli Anton Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ARNFRÍÐUR FELIXDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 5. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Baldur Einarsson, Steinunn G. Knútsdóttir, Samúel Einarsson, Elín Ragnarsdóttir, Einar Einarsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.