Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 30
✝ Laufey Jens-dóttir fæddist 21. maí 1924 á Ný- lendugötu 19 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 19. desember síð- astliðinn. Foreldrar Lauf- eyjar voru Jens Jón Sumarliðason fæddur á Jaðri í Bolungarvík 26. júní 1896, starfandi sjómaður á togar- anum Surprise í Hafnarfirði og Guðrún Ólafsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði. Hún var fædd á Þórisstöðum í Grímsnesi 15. nóvember 1900. Laufey ólst upp í Reykjavík fyrstu árin en síðar fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar og reisti húsið Suðurgötu 56. Systkinin voru sex og var Laufey elst þeirra. Systkinin eru: Vigdís f. 16.7. 1926, gift Gunnlaugi Skafta- syni, Ólafur, f. 3.10. 1927, d. 14.3. 1992, k. Sesselía Sóf- aníasdóttir. Anton Helgi, f. 26.4. 1930, giftur Maríu Gunn- arsdóttur, Vilhjálmur Kjartan, f. 12.5. 1933, d. 29.8. 1940, og Ragnhildur, f. 9.8. 1935, gift Jónatani Þórissyni. Laufey gekk í Kaþólska barnaskólann í Hafnarfirði og átti þar ynd- Kristjáni Jóni Jónssyni. Börn þeirra eru: Aðalheiður, Laufey, Kristján Páll og Jóhannes Steinar. 3) Guðmundur Pálsson heimilislæknir, f. 19.12. 1959, giftur Tetiönu Novgorodsku Pálsson kennara. Börn Guð- mundar eru Erla Steinunn, Laufey Ásta og Guðrún Fjóla. Laufey var fagurkeri og safnaði málverkum og fallegum munum á sitt ástríka heimili sem hún elskaði mjög. Hún átti jarðir, fylgdist með viðskiptalífi og stjórnmálum og var huguð í samskiptum. Umfram allt var hún ræðin og með hæglátri gleði laðaði hún að sér fólk til að uppörva og gleðja. Laufey var heimavinnandi til 1973 en þá réð hún sig sem matráðs- kona við Raunvísindastofnun Háskólans og gegndi því starfi í áratug. Síðar starfaði hún í móttökunni í Safnahúsinu við Hverfisgötu fram að opnun Þjóðarbókhlöðunnar 1994. Hún var sérlega vinsæl og vinamörg á báðum stöðum. Árin eftir sinnti hún umönnun kærrar vinkonu Margrétar Garðars- dóttur og eignaðist hún góða vini í hennar fjölskyldu. Síðustu tvö ár ævinnar dvaldi hún á vistheimilinu Grund við Hring- braut og naut þar fádæma fal- legrar og ástríkrar umönnunar sem fjölskyldan þakkar. Sálu- messa verður sungin í Dóm- kirkju Krists Konungs í Landa- koti í dag 27. desember kl. 15. islega skólavist, síðar í Flensborg- arskóla. Hún fór snemma að starfa við fiskvinnslustörf í sínum heimabæ og þótti afspyrnu fylgin sér og dug- leg. Þá fór hún að þjóna ung að árum í Hvítárskála í Borgarfirði en þau árin bar hún ávallt lof á. Afdrifaríkust urðu þó sumurin 1947-48 þegar hún réði sig í vinnu á síldarvertíð á Siglufirði. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Páli Guðmundi Hannessyni tollverði. Hann fæddist á Hellissandi 12. apríl 1922 og lést í Reykjavík 18. ágúst 2005. Páll og Laufey giftu sig 1952 og keyptu þá nýja íbúð á Ægi- síðu 86 þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Börn: 1) Vilhjálmur Kjartan Jónsson vélfræðingur, f. 9. nóv. 1943, af fyrra sam- bandi. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Guðrúnu og Jens Jóni, og kærum börnum þeirra. Kona Vilhjálms er Guð- rún Ásgeirsdóttir úr Keflavík. Börn þeirra eru Vigdís, Laufey Guðrún, Ásgeir Hálfdan og Vil- hjálmur. 2) Steinunn Pálsdóttir læknaritari, f. 2.5. 1950, gift Mig langar að minnast minn- ar elskulegu móður sem nú er látin. Ég sakna hennar mikið og ég á áreiðanlega eftir að finna söknuðinn ennþá betur síðar. Kannski á hann eftir að auka mér kraft síðar því að móðir mín skilur eftir sig heilbrigða og sterka mynd – á sama hátt og foreldrar hennar skiluðu henni. Það sagði hún mér margoft. Ég er henni sérstaklega þakklátur fyrir að gera líf mitt fallegt og ríkulegt þegar ég var drengur. Það var nógur tími fyr- ir ímyndunarafl drengsins og líf- ið í minningunni var svífandi fagurt þar sem við bjuggum í Vesturbænum við Ægisíðufjör- una innan um alla vinina í hverf- inu. Þar voru óþrjótandi verk- efni, sjór, grjót, skrítið fólk, ójöfnuður, spenna. Menn tóku áhættu í þá daga og þurftu að standa sig. Og maður óx. Kerfið okkar mömmu var svona: Hún vissi að ég gat farið mér að voða og ég vissi að ég þurfti að passa mig. Það myndaðist ákaflega mikið traust á milli okkar sem hélst allt lífið. Ég gat alltaf sagt henni hvað mér fannst og hún var snjöll að fara ekki að segja mér hvernig ég ætti að hafa hlutina síðar meir heldur studdi mig með hæglátri afskiptasemi sem ég tók varla eftir. Hún sagði mér síðar að Guðrún Ólafsdóttir móðir hennar hefði haft þetta sama lag. Það þurfti ekki mikið að segja til að hnika hlutunum til – lítil ábending eða augnaráð til áréttingar. Ég sé það nú sem fullorðinn að það er mikilvægt að foreldrar dragi ekki börn sín inn í fullorð- inslífið of fljótt með alvarlegu tali, stórum dómum og sterkum tilfinningum eða deilum. Svo ég tali nú ekki um illmælgi um aðra. Þetta var aldrei á borðum hjá mömmu og pabba og ég skildi það ekki fyrr en ég fór að heiman hvað þetta var gott hjá þeim. Á fallegu æskuheimili for- eldra minna á Ægisíðunni átti ég marga góða vini og var Árni Konráð Bjarnason þeirra best- ur. Hann bjó í sömu götu og kom til okkar á hverjum degi. Það var augljóst hvað mamma elskaði Árna, eins og hann væri bróðir minn. Ég held að persóna mömmu hafi gert að ég fékk súrt með sætu. Lífið var eðlilegt í þeim skilningi að það ríkti ekki til- finningasemi heldur kyrrlátur Brekkukots-taktur og sjórinn var klukkan. Heldur ekki væmni eða ofdekur. Lífið var einfalt, maturinn hollur, vináttan sterk og foreldarnir ástríkir. Það var vissulega sjaldan minnst á Guð, en var hann ekki þarna allan tímann, þolinmóður og gæsku- ríkur? Á vissu tímabili voru miklir erfiðleikar heima og veik- indi sem ég skildi betur þegar ég kom á unglingsárin en þetta gaf mér mikið líka, þó að furðu- legt sé. Það var auðvitað hart undir tönn í fyrstu en svo breyttist það í ágæta tuggu. Þegar mamma fór út í at- vinnulífið á unglingsárum mín- um kom í ljós háttvísi hennar og samskiptafærni. Fyrir það var hún elskuð bókstaflega alls stað- ar. Getur einhver mótmælt því? sagði vinur minn. Nei, við sáum flest að þetta var sjaldgæfur eiginleiki og fallegur. Fólk sagði, „ert þú! sonur hennar Laufeyjar?“ og brosti ég auðvit- að tvíræðu brosi. Farðu nú vel, elsku móðir mín, og algóður Guð verndi þig um alla eilífð. Guðmundur Pálsson sonur. Laufey var mér mjög elsku- leg og góð tengdamóðir. Hún Laufey Jensdóttir var hjálpsöm, myndarleg ogelegant kona og minn fyrsti kennari í íslensku, íslenskum siðum og gamla Íslandi. Hún sagði mér margar skemmtilegar sögur frá bernsku sinni í Hafn- arfirði. Við hittumst og töluðum mikið og hún var mjög elskuleg við mig og við áttum hlýtt sam- band. Ef við urðum ósáttar gat ég komið til hennar og beðið hana fyrirgefningar og hennar svar var alltaf, „elskan mín þú ert svo góð við mig“. Laufey var mjög smart, eleg- ant og áhugaverð kona. Ég get sagt að eftir að ég kynntist henni er ég ekki lengur hrædd að verða eldri kona. Hún kenndi mér að það er ekki aldur kon- unnar, heldur er það konan sjálf sem ákveður hve lengi hún verð- ur áhugaverð og falleg. Það skipti ekki máli hvenær maður kom til hennar, snemma morguns eða seint að kvöldi, hún var alltaf vel klædd og til- höfð. Mínar vinkonur dáðust líka að henni og þær kölluðu hana greifynjuna. Laufey var mjög örlát og vinaleg við ættingja mína í Úkraínu. Þegar ég ferðaðist þangað kom hún til mín með fullan poka af gjöfum til allrar fjölskyldu minnar. Hún skrifaði kort með sólblómum sem er úkraínskt tákn, með fallegum orðum til móður minnar og þakkaði henni fyrir tengdadótt- ur sína. Mamma mín geymir kortið ennþá. Allir mínir ættingjar eru mjög sorgmæddir að hún fór frá okkur og mamma mín og systir biðja fyrir henni og vona að hún verði í Guðs ríki með öðrum góðum mönnum. Laufey hafði mjög góðan smekk og það gat maður séð í öllu sem hún gerði. Ég gleymi aldrei sprengidegi hjá Laufeyju, saltkjöti og baunum sem hún bauð okkur í. Hún var svo flink að bera fram og skreyta borð fallega og ég lærði það af henni. Laufey var glöð kona, skemmtileg, jákvæð og flink í samskiptum. Allir vinir okkar eru líka hennar vinir, hún var svo vinsæl. Laufey elskaði hátíð- ir og boð þegar allir ættingjar komu saman og þá var mikið talað, glaðst og hlegið. Við gátum alltaf reitt okkur á hjálp hennar og með gleði gætti hún alltaf heimilis okkar þegar við vorum á ferðalögum. Tengdamóðir mín var flink að hekla. Þegar ég heimsótti hana frá Svíþjóð áttum við fallegar stundir uppi í handavinnunni á Grund. Ég keypti mér líka heklunál og garn og hún kenndi mér að hekla. Þetta var ógleym- anlegt. Í hléi fengum við kaffi og kökur, hún var svo hugulsöm og sagði við mig „fáðu þér meira, elskan mín“. Ég þakka Guði fyrir fjöl- skyldu mína hér á Íslandi. Þau eru öll mjög gott og myndarlegt fólk, sérstaklega tengdamóðir mín Laufey. Hún sem mamma ól upp mjög góðan son, manninn minn, Guðmund. Ég þakka henni mikið fyrir það. Við getum ekki lengur hitt hana líkamlega en við getum verið með henni í anda í gegn- um minningar og bænir fyrir henni til Guðs. Hún mun biðja fyrir okkur öllum og við fyrir henni og það verður okkar samband alla tíð. Ég vona að hún verði á fallegum stað í Guðs ríki. Tetiana Novgorodska Pálsson tengdadóttir. Laufey tengdamóðir mín og amma dætra minna er látin á ní- tugasta aldursári. Síðustu 2-3 árin hafði minni hennar dofnað og samfara því fjarlægðist hún okkar daglega líf. Ég kynntist Laufeyju fyrir hartnær 35 árum þegar ég og sonur hennar, Guð- mundur, vorum að draga okkur saman. Um svipað leyti og ung- lingurinn ég kynntist Laufeyju las ég Bókina um veginn eftir Lao-Tse. Oft á tíðum síðan tengi ég hana við þá bók, og finnst næstum eins og hún speglist í blaðsíðum bókarinnar. Þegar ég sat í fyrsta skipti í eldhúskrókn- um hennar og fylgdist með henni stússast og tala, gat mig ekki grunað hvað þessi ljúfa kona ætti eftir að skipa stóran sess í mínu lífi og hvað ég ætti eftir að eiga góðan vin í henni. Og nú á ég heima við sömu götu og hún bjó við í 60 ár. Heimili hennar og Páls var hlýlegt og bar vitni um hennar góða smekk. Hún hafði óbilandi áhuga á myndlist og gladdist yf- ir að geta prýtt heimilið sitt með verkum samtímalistamanna. Innan um persónulega muni og myndir af fjölskyldunni var áberandi sterk og jafnvel ögr- andi myndlist. Myndlistin og fagurfræðin var hennar áhuga- mál og hlóð hún heimili sitt fögrum munum svo að lá við þrengslum sem kallaðist á við opinn faðm og þjónustulund Laufeyjar sem voru í raun engin takmörk sett. Hún tjáði ást sína á fjölskyldunni með ræktarsemi og gleði og tók því sem að hendi bar með einstöku jafnaðargeði. Lífið ber með sér sorgir og hamingjustundir, harka og ást- ríki takast á en hennar viðmót var jafnt og glatt, orð hennar varkár og mild. Enginn gekk frá borði hjá henni án þess að hafa þegið veitingar af einhverju tagi. Hún bar fram mat fyrir alla sem settust í krókinn henn- ar, masaði um daginn og veginn, settist varla nema rétt framan á kollinn, alltaf tilbúin að sækja hvað sem gestinn vanhagaði um, ef til vill örlítið vör um sig. Þeg- ar þau Palli heimsóttu og dvöldu hjá okkur kom hún sem hjálp- andi hönd. Tók til við heim- ilishald og barnastúss og breiddi mildi sína yfir fjölskylduna. Fal- leg og vinnusöm dró hún ástríðufulla fjölskyldumeðlimi inn í gleði hversdagsins og heimilislífsins. Styggðaryrði átti hún ekki til, hennar aðferð var sáttin. Hún mætti ósanngirni og illsku með stöðuglyndi og þol- inmæði. Ég er henni ævarandi þakklát fyrir það vinarþel sem hún sýndi mér í mínum vand- ræðum. Ég kveð Laufeyju, tengda- móður mína ævarandi. Megi hún fylgja mér og barnabörnunum hennar, dætrum mínum í minn- ingu og sem fyrirmynd um ókomin ár. Salome Ásta Arnardóttir. Elsku amma Lulla, nafna mín, var stór hluti af minni æsku og átti svo mikið í mér. Hún var með hlýtt og traust faðmlag, talaði fallega um alla sem hún þekkti og öllum þótti vænt um hana. Ég get alltaf leitað til hennar í gegnum minn- ingar mínar um hana. Æsku- minningar eru oft smáar en þýð- ingarmiklar fyrir hvern og einn. Amma Lulla gaf mér ótal æsku- minningar og þær geymi ég á góðum stað. Ein minning sem logar sterkt í mér þegar ég hugsa um ömmu mína er heim- ilið hennar og afa. Þau bjuggi í kjallara á Ægisíðu sem var stút- fullur af dóti sem ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig komst þar fyrir. Í kjallaranum var eldhúsið ljósblátt með litlum borðkrók og í honum var gler- rammi með myndum af öllu hennar fólki. Í borðkróknum sátu gestir og hlustuðu á hana segja sögur, stússast og stjana við þá. Ég sat í borðkróknum þegar ég var orðin eldri og gat setið kyrr. Þangað til fléttaði ég kögrið sem hékk niður úr sóf- anum inni á skrifstofunni hans afa og skoðaði allt dótið hennar ömmu og undraði mig á því hvernig allt komst fyrir. Nú fylgist hún með okkur frá öðr- um stað og ég og systur mínar, Erla Steinunn og Guðrún Fjóla, minnumst hennar saman með því að skiptast á sögum um þeg- ar hún raulaði inni í eldhúsi á meðan hún steikti pönnsur og hellti uppá pepsí max fyrir okk- ur stelpurnar í dökkgrænum glösum. Laufey Ásta Guðmundsdóttir. Elsku systir. Það var erfitt að kveðja þig í hinsta sinn. Þú varst stóra syst- ir okkar, elst af sex systkinum. Minningarnar koma upp í hugann nú þegar Laufey er horfin sjónum okkar. Við eigum margar dýrmætar minningar um hana, allt frá bernsku til fullorðinsára. Laufey var glað- lynd og kraftmikil kona við allt sem hún kom að. Hún var ein- staklega mikill fagurkeri og list- unnandi og bar heimili þeirra Páls því vitni. Laufey og Páll voru afar glæsileg hjón svo at- hygli vakti og allur ættbogi frá þeim. Þá minnumst við þeirra starfa sem Laufey vann sem ung kona, hvort það var í frysti- húsi við að flaka fisk eða við framreiðslustörf hjá Theódóru á Hvítárvöllum í Borgarfirði en þar vann hún í nokkur ár yfir sumarmánuðina. Laufey vann einnig meðfram heimilisstörfunum eftir að börn- in voru orðin stálpuð. Um tíma starfaði hún við matreiðslu hjá Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands og síðustu starfsárin í móttökunni á Landsbókasafninu við Hverfisgötu þar sem hún tók vel á móti nemendum og fræði- mönnum og öðrum sem leið áttu í þetta merka hús. Ó, hvar ertu þú, ljós, sem að lifðir í gær? Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei bjarta frá mjer, nje blíðan og varminn sem streymdi frá þjer. Jeg æðrast ei, ljós mitt, þó færir þú fjær, það fölnaði aldrei neitt birtan þín skær, og brimalda tímans, svo breytingafull, hún breytti þjer ekki, þú hreinasta gull. (Undína.) Nú er komið að leiðarlokum og við systkinin kveðjum þig og þökkum allar góðu stundirnar. Góður Guð geymi þig. Vigdís, Ragnhildur og Anton. Vigdís Jónsdóttir. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Hvíldu í friði Lullan mín ljúfa og góða. Laufey Kristjánsdóttir. 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, BALDUR SCHRÖDER FLUGVÉLSTJÓRI, Steinási 27, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13. Naomi Dwi Herlita, Inga Vigdís Baldursdóttir, María Mekkín Baldursdóttir, Stella Björk Baldursdóttir, Gunnar Bjarnason, Erna María Jóhannsdóttir, Ásvaldur Andrésson, og barnabörn. Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, HEIÐRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR, Birkihlíð 33, Sauðárkróki, lést sunnudaginn 22. desember á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 15.00. Sveinn Sigfússon, Alda Ellertsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Stefán Friðriksson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Rúnar Sveinsson, Efemía R. Sigurbjörnsdóttir, og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR FRÁ SYÐRA-LANGHOLTI, áður til heimils í Skólagerði 6a, Kópavogi, lést á Borgarspítalanum að kvöldi aðfangadags. Jónína Ágústsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Ingibjörg Ásgrímsd, Helga Ásgeirsd. Thorlacius, Einar Thorlacius, Guðrún B. Zóphaníasd, Kristjana L. Ásgeirsdóttir, Ólafía Ásgeirsdóttir, Árni Rúnar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.