Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 31
Elsku amma mín hefur nú fengið hvíld. Ég samgleðst henni að komast til hans afa og allra hinna sem bíða hennar, en á sama tíma mun ég sakna hennar sárt. En hver myndi ekki sakna hlýs faðmlags, nýbakaðra kleina og mjólkurglass við eldhúsborðið yfir spjalli um daginn og veginn? Eitt get ég sagt með vissu og það er, að það var ekki til það mál- efni sem hún elsku amma mín hafði ekki skoðun á og hvað þá að tjá sig um þá skoðun við hvern sem nennti að hlusta. Það vantaði heldur ekki upplýsinga- flæðið. Ef eitthvað var að frétta gat maður alltaf treyst því að amma vissi allt um það. Amma var alltaf til í að spjalla, hvort sem maður hringdi eða kíkti í heimsókn. Ég held að enginn hafi nokkurn tímann farið svang- ur þaðan út. Ég er einstaklega stolt að hún leyfði mér að fá allar uppskriftirnar sínar og ég vona bara að ég geti gert hana stolta. Nú er bara að sjá hvort ég næ að endurskapa þetta rétta „ömmu- bragð“ sem er alveg ómissandi. Ævintýrin sem ég heyrði sem barn voru alltaf jafnspennandi. Sögur af álfum og tröllum sagðar á þann hátt að þær urðu að heil- ögum sannleika. Þetta varð svo ljóslifandi fyrir mér, að í einni ferðinni minni í litla húsið með ömmu og afa var ég alveg hand- viss um að álfarnir myndu taka mig ef ég væri ein úti. Ég náði líka einu sinni að plata ömmu í fjallgöngu með mér upp með fossunum fyrir ofan Gluggafoss þar sem við skoðuðum alla kletta Ásta Ingibjörg Árnadóttir ✝ Ásta IngibjörgÁrnadóttir húsfreyja fæddist í Ölversholtshjá- leigu, Holtum, 23. janúar 1923. Hún lést 6. desember 2013 á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Útför Ástu fór fram frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljótshlíð 21. des- ember 2013. og ræddum hvort þetta væri álfahús eða mögulega tröll sem hefði orðið að steini. Ekkert þótti eðlilegra og augljós- lega voru álfar að skoppa í kringum okkur. Ég er nokkuð viss um að ég hafi átt ömmulegustu ömmuna í heimi. Alltaf að prjóna, sauma, elda eða baka. Sá lærdómur sem ég tek mest með mér frá henni elsku ömmu minni er eflaust fjölskyld- an og mikilvægi hennar. Að safna fólkinu sínu saman og halda sambandi, því án þessarar tengingar getur heimurinn orðið ansi einmanalegur staður. Og hvað er svo betra til að ná fjöl- skyldunni saman en að elda góð- an mat og eyða ljúfum stundum saman. Hún amma mín ilmaði alltaf af mat og ég get staðhæft það að það hafa margar kynslóð- ir haft matarást á henni. Sá kær- leikur sem hún setti í matargerð- ina er ómetanlegur. Ef ég á að velja minningu sem situr sterkast eftir þá er það að spila ólsen-ólsen inni í stofu eða kannski að skoppa í kringum hana inni í eldhúsi í Heiðargerð- inu eða jafnvel hlusta á hana lesa Dísu litla ljósálf. Sú bók er ennþá í miklu uppáhaldi hjá mér. Garðurinn í Heiðargerði var líka alveg ævintýralegur og amma sá til þess að litla húsið í garðinum innihéldi allt það sem lítil stelpa þurfti. Ekki skemmdi að geta fengið sér gulrót eða rabarbara ef maður varð svangur í miðjum leik. Þessar minningar mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og þær munu hlýja mér þegar sökn- uðurinn verður of mikill. Fyrir mig er það einkennilegt að sú manneskja sem alltaf hefur verið til staðar og bara símtal í burtu er nú farin á vit nýrra ævintýra. Ég vona bara að hún nái að plata afa einn rúnt í viðbót og þau nái að skoða allan heiminn eins og ömmu dreymdi alltaf um. Margrét Pétursdóttir. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna … Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stefánsson) Þetta erindi eftir Davíð Stef- ánsson á vel við hana ömmu mína sem hafði unun af vorinu. Farfuglarnir að koma, birtan að aukast, sólin farin að hækka á lofti og gróðurinn að lifna við eft- ir grámyglu vetrarins. Þá var amma rokin af stað í vorverkin í sveitinni, eða bara eitthvað út í buskan með afa. Stundum feng- um við barnabörnin að fara með þeim. Oft hef ég líkt þeim við persónurnar í bíómyndinni Börnum náttúrunnar. Þegar amma varð eldri og komst ekki eins oft í ævintýraferðirnar sínar sagði hún oft „ætlar þú ekki að skreppa vestur“ eða „ætlið þið ekki að skreppa eitthvað um helgina“, svo vildi hún fá að heyra ferðasöguna. Það kom líka fram í mynd- unum hennar ömmu hversu mik- ið hún unni vorinu og sumrinu, því grænu hlíðarnar, gróðurinn í fullum blóma, fallegu lækirnir og fossarnir og fuglarnir prýddu myndirnar hennar. Amma var mikil húsmóðir og heimilið hennar fallegt. Ekki leið á löngu þegar komið var í heim- sókn til hennar að hún var farin að bjóða upp á góðgerðir og eng- inn gat staðist þær. Margar veislurnar og fjölskylduboðin hefur hún haldið þar sem borðin svignuðu undan kræsingunum hennar. Ekki vildi hún setjast niður í veislunum, því hún var að sinna húsmóðurstarfinu. Margar flíkurnar sem amma prjónaði hafa yljað afkomendum hennar. Þegar yngsta dóttir mín frétti að langamma væri dáin fór hún að gráta og sagði: „Hver á núna að prjóna á mig sokka?“ Síðustu tvenn jól hefur amma verið hjá mér og fjölskyldu minni á aðfangadag. Hún hafði unun af því að fylgjast með börn- unum njóta jólanna, taka upp pakka og að segja þeim sögur frá því hvernig jólin voru í gamla daga. Elsku amma, myndanna þinna, heimsóknanna til þín, sokkanna þinna, nærveru þinnar og þín verður saknað. Ásta Björg Jónsdóttir. ✝ Ásta Lára Sig-ríður Tómas- dóttir fæddist 11. október 1922 í Merki, Reyðarfirði. Hún lést á LSH á Landakoti 7. desem- ber 2013. Foreldrar Ástu voru þau Þorgerður Jónsdóttir frá Sómastaðagerði, Reyðarfirði, og Tómas Nikulásson frá Teiga- gerði, Reyðarfirði. Þorgerður og Tómas eignuðust sjö börn, fimm þeirra komust til full- orðinsára og var Ásta yngst þeirra. Sigríður, Jón, Arthur og Jens eru látin. Ásta giftist Einari Sigurðs- syni kjötiðnaðarmanni 12. maí 1956. Þeim varð ekki barna auðið. Eftir að móðir hennar lést hélt hún heimili fyrir föð- ur sinn ásamt Jens bróður sín- um. Jens flutti síðan til þeirra hjóna Ástu og Einars þegar faðir hennar lést árið 1968 og bjó hann hjá þeim allt þar til hann fór á Hjúkr- unarheimilið Eir. Ásta vann ýmis framreiðslu- og verslunarstörf, en síðustu 15 ár starfsævinnar vann hún hjá Landsvirkjun. Útför Ástu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 27. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Nafna mín. Það er svo margs að minnast að það er vandasamt að koma því í nokkur orð. Þakk- læti kemur fyrst upp í hugann og mér hlýnar við að rifja upp hvað þú varst alltaf kát og hlý við okk- ur systkinin. Það var alveg sama hvernig heilsan var, sólskinsbros beið manns alltaf í dyrunum í Hvassó. Þú hættir aldrei að hugsa um Einar og fjölskylduna þína sama hversu erfitt það var orðið fyrir þig að gera hluti. Sólríku dagarnir í kartöflu- garðinum fara seint úr minni. Það var sannkölluð paradís á jörðu, öll leikföngin í kistunni, Andrésblöðin og besta nesti í heimi. Steingrímsstöð var líka toppurinn á tilverunni, ég man eftir því hvað þú varst glöð þegar við Hjördís komum heim úr könnunarleiðangri með lúpínur handa þér, og þú þurftir að færa Arnar Njál úr vaskinum til að setja vatn í vasa fyrir þær. Það var mesta sport í heimi að fá að fara í vaskinn. Úthlíðarferðir voru ekki síður fjör, okkur fannst það hrikalega fyndið þegar þú fórst alveg harðákveðin út á pall að berja í potta til að fæla í burtu rollurnar. Þú varst mikil fyrirmynd, kjarnakona sem kvartaði aldrei og hafðir botnlausa ást að gefa. Mikið mun ég sakna þess að koma í Hvassó til þín, og nú verð ég að læra að gera fiskibollurnar þínar sjálf og ég skal reyna að giftast ekki einhverjum Englend- ingi sem var þér nokkurt áhyggjuefni. Þú verður alltaf í hjartanu mínu, elsku nafna. Heiðrún Ingrid Hlíðberg. Elsku ömmusystir mín, sem ég alltaf kallaði Nöfnu, þótt hún væri nafna Ástu systur en ekki mín, hefur kvatt okkur, 91 árs að aldri. Þrátt fyrir háan aldur kom þetta áfall samt nokkuð á óvart. Ég var svo heppin að eignast í henni þriðju ömmuna mína, og er svo óendanlega þakklát fyrir öll árin sem ég fékk með henni. Bernskuminningarnar sem tengjast Nöfnu og Einari eru margar, bæði frá Akureyri, þar sem þau bjuggu um tíma, og svo úr Hvassaleitinu. Oft var gist hjá þeim eða farið með þeim í ferða- lög. Fékk maður þá alla athygli þeirra óskerta. Allt var gert til að engum leiddist. Farið var í leiki, spilað á spil, föndrað eða jafnvel sett upp leikrit. Að ekki sé minnst á matar- og kaffitímana sem mikið var lagt upp úr. Seinna fengu mín börn svo að njóta þess sama. Það voru jú alltaf börnin í fjölskyldunni sem fengu mestu umhyggjuna. Einhvern veginn kemur matur og bakkelsi sterkt upp í hugann, enda var mikið lagt upp úr bakstri og matseld nánast fram á síðasta dag. Alltaf verður mér minnisstætt þegar ég eignaðist frumburðinn minn og Nafna fyllti frystinn hjá mér af kökum. Ég yrði jú að geta boðið gestum sem kæmu að skoða nýburann, eitt- hvað með kaffinu. Seinna í mín- um búskap kom það ekki sjaldan fyrir að ég hringdi í Nöfnu til að fá góð ráð þegar kom að bakstri eða öðru viðkomandi matargerð. Umhyggjan fyrir okkur í fjöl- skyldunni var mikil, og var henni alltaf órótt ef einhver var veikur. Alltaf var hringt daglega ef eitt- hvað var að. Sjálf var hún mikið þakklát öllum þeim sem sýndu henni og Einari umhyggju og að- stoð þegar aldurinn færðist yfir og blessaði mikið allt það góða fólk sem þau hefðu í kringum sig. Já, elsku Nafna. Ég veit að þú frábaðst þér allt skjall, enda ákveðin kona og sagðir þínar skoðanir umbúðalaust. Gast ef- laust virkað nokkuð hvöss á þá sem ekki þekktu þig betur. Ég ætla samt að fá að þakka þér fyr- ir allt það sem þú gafst mér og mínum. Ég á eftir að sakna þín mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við stelpurnar þínar munum hugsa vel um Einar. Þín Berglind (Linda). Ásta L.S. Tómasdóttir MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð • Virðing • Traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Sóltúni 2 (áður Hallveigarstíg 2), lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 26. desember sl. Oddný Björg Halldórsdóttir, Helgi Kristjánsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Stefán Örn Betúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTA GUÐRÚN ENGILBERTSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. desember. Eyjólfur Davíðsson, Héðinn Eyjólfsson, Guðrún H. Fjalldal, Guðrún S. Eyjólfsdóttir, Snjólfur Ólafsson, Sigríður Eyjólfsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, barnabörn og barnabörn. Félagi okkar og vinur Sveinn Ingason, starfsmaður á Vinnu- vélaverkstæði ISAL, lést laug- ardaginn 14. desember eftir harða baráttu við erfiðan og ill- vígan sjúkdóm, rétt tæplega 67 ára. Sveinn hóf störf hjá ISAL 1. ágúst 1969 og lærði hér bif- vélavirkjun, hann var alla tíð virkur í félagsmálum, sem stjórnarmaður í sínu fagfélagi, FIT, félagslegur trúnaðarmaður síðan 1993 og ritari Trúnaðar- ráðs frá 2010, fulltrúi starfs- manna í samstarfsnefnd ISAL, Sveinn var fulltrúi í Hugmynda- bankanum til margra ára sem fulltrúi starfsmanna. Hann vann m.a. við öryggisgreiningu far- tækja hjá verkstæðinu en hann hafði sótt námskeið við örygg- isgreiningu og úttekt á vinnu- umhverfi. Við samningagerð var Sveinn virkur og hafði sótt fjölda námskeiða m.a. við Há- skólann á Akureyri í „Rekstri og Stjórnun“ til þess að verða hæfari m.a. til að mæta viðsemj- endum á jafnréttisgrundvelli og þar var hann mjög glöggur og fylginn sér. Einnig var Sveinn ritari á síðustu þingum ASÍ. Sveinn var mikill stangveiði- maður og sinnti einnig mörg sumur veiðileiðsögn þar sem reyndi mikið á sérhæfða þekk- ingu á veiðistöðum hvaða flugur ætti að nota, hvernig ætti að kasta og það kunni Sveinn og allar þær hagnýtu upplýsingar sem veiðimenn þurfa að fá frá veiðileiðsögumanni, ekki síður reyndi á frásagnargleði en Sveinn var sögumaður góður og þar eignaðist Sveinn marga Sveinn Birgir Ingason ✝ Sveinn BirgirIngason fædd- ist í Neskaupstað 3. janúar 1947. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 13. desember 2013. Útför Sveins var gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 20. desember 2013. góða vini. Sveinn var góður tónlist- amaður og spilaði á nokkur hljóðfæri og söngmaður góð- ur og spilaði með nokkrum hljóm- sveitum í gegnum tíðina. Við félagar hans og vinir hjá ISAL kveðjum með sökn- uði vin og félaga og þökkum Sveini öflugt starf fyrir okkar hagsmuni og sendum Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans og fjölskyldu, okkar inni- legustu samúðarkveður Blessuð sé minning Sveins Ingasonar og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður. Kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Nú er hann Sveinn Ingason, einn af okkar dyggustu fé- lögum, fallinn frá. Sveinn gekk í Lionsklúbb Kópavogs 1991. Hann var alla tíð mjög virkur í starfi og gegndi nær öllum störfum innan klúbbsins. Hann var formaður árin 1996-97 og 2003-04. Í upphafi hvers fundar hefur til margra ára verið sung- ið og hefur Sveinn þá leikið undir á píanó. Sveinn var mikill músíkant og nutum við fé- lagarnir þess á mörgum sviðum. Lionsfélagar koma nú til með að sakna þess. Í gegnum tíðina hafa félagar farið í vorferð og oft hefur það lent á Sveini að skipuleggja slíkar ferðir. Þær ferðir sem hann stýrði voru alltaf fræðandi og gefandi. Við nutum einnig hans miklu hagmælsku. Upp úr honum runnu oft á fundum nokkrir kviðlingar um menn og málefni. Eftir hann liggja m.a. drápur um flesta af okkar eldri fé- lögum. Við félagarnir munum sakna hans starfa í framtíðinni. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Að lokum vottum við Birnu og öllum aðstandendum innilega samúð. Fyrir hönd Lionsklúbbs Kópavogs, Sigurjón Sigurðsson, formaður. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 lín- ur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.