Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Deginum verður varið með vinum og vandamönnum og svogeri ég fastlega ráð fyrir að bregða undir mig betri fætinumog viðra mig eitthvað um kvöldið. Kannski verður kaka ein- hversstaðar í ferlinu og ég treysti því að fyrir mig verði sungið á einhverjum tímapunkti,“ segir Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leik- kona og frumkvöðull, en hún fagnar 31 árs afmæli sínu í dag. Tíu ára afmælisdagurinn er Ólöfu Hugrúnu ofarlega í huga en hún hafði nokkrum árum áður sagt við móður sína á meðan Perlan var í byggingu að þangað vildi hún fara þegar hún yrði tíu ára. „Það var ekkert lítill áfangi að ná þessari tveggja stafa tölu og honum skyldi fagnað. Mamma lét þetta eftir mér og við fórum út að borða eins og eðaldömurnar sem við erum. Mér leið eins og algerri prinsessu enda fékk ég stjörnuljós á eftirréttinn og var með útsýni í stíl,“ segir hún um afmælisdaginn minnisstæða. Ólöf Hugrún er vön að vera með mörg járn í eldinum á hverjum tíma en á meðal þess sem hún ætlar að vinna að á nýju ári er misfæt- lingaverkefnið Odd Sized Feet sem gengur út á að létta fólki með misstóra fætur lífið. „Mig er þó farið að langa í fullt starf þar sem mínir hæfileikar og kraftar nýtast til fulls og ég óska eftir slíku í nýársgjöf,“ segir hún að lokum. kjartan@mbl.is Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir er 31 árs Jólabarn Ólöf Hugrún segir að tíminn á milli jóla og nýárs sé hinn besti afmælistími þótt henni sem barni hafi fundist hann ósanngjarn. Eins og prinsessa í Perlunni á afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vík í Mýrdal Mikael Ebbe fæddist 12. desember 2012 kl. 14.55. Hann vó 4.220 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Carina M. Ek og Ingvar Jó- hannesson. Nýir borgarar Reykjavík Theodór Jónas fæddist 21. febrúar kl. 21.13. Hann vó 3.742 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Jónasdóttir og Pétur Fannar Sævarsson. M ár fæddist í Reykja- vík 27.12. 1943 og ólst upp hjá móð- urömmu sinni, Kristínu Guð- mundsdóttur sem var um árabil hús- vörður í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Már var í Lang- holtsskóla og Miðbæjarskólanum, lauk landsprófi í Vonarstræti og stúdentsprófi frá MR 1963. Jafnhliða menntaskólanámi stund- aði Már nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og naut einkakennslu í söng hjá Sigurði Demetz og Maríu Markan. Þá var Einar Kristjánsson kennari hans síðasta árið í Tónlistar- skólanum, áður en Már hélt til Vínar þar sem hann dvaldi við nám og störf í 13 ár. Hann stundaði nám í mál- fræði og þjóðháttarfræði við Háskól- ann í Vín og stundaði söngnám við Tónlistarháskólann þar. Már Magnússon söngvari og söngkennari – 70 ára Á nemendatónleikum Már fyrir miðju, ásamt nokkrum nemendum sínum og samkennurum. Með leiðsögn um land, tónlist og tungumál Leiðsögumaðurinn Hér er Már með ferðamenn í Almannagjá. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.