Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Stundum virðist mér semannar hver Íslendingur séSiglfirðingur. Sé alinn þarupp, eigi þar ættboga, hafi dvalist þar um lengri eða skemmri tíma í bænum, eigi þaðan vini og svo framvegis. Oft er líka sagt að þar sem sé fólk séu alltaf fréttir í ein- hverri mynd og víst er að Örlyg- ur Kristfinnsson er fundvís á gott frásagnarefni frá Siglufirði. Hann sendir nú frá sér 2. bindi af Svip- myndum úr síld- arbæ, en hin fyrri með þessum titli kom út fyrir nokkrum árum. Sú var ljómandi góð og þeim þræði heldur Örlygur í nýrri bók. Segja má sögur einstakra byggða og bæja með ýmsu móti. Stundum er skrifuð hin opinbera saga, þar sem framkvæmda og forystumanna er sérstaklega getið. Slík rit verða lesendum líklega sjaldan minnis- stæð, því sögu alþýðufólksins er að takmörkuðu leyti getið. Fólksins sem stendur í hinu venjulega basli, á sína sigra og sorgir, rækir skyld- ur og er þannig, hvað með sínu móti, þátttakandi í því spilverki þjóðfélagsins. Í Svipmyndum úr síldarbæ 2 eru margir á sveimi. Upphafskaflinn fjallar um Ástu Júl og fjölskyldu hennar og þræði sem liggja út og suður. Í pokahorni þess kafla er meðal annars áhugaverð frásögn um son Ástu, Valbjörn Þorláksson sem á sinni tíð var kunnur frjáls- íþróttamaður. Alli King Kong er heldur enginn venjulegur maður. Alfreð Jónsson hét hann annars, var lengi forystumaður Gríms- eyinga en var Siglfirðingur og mað- ur sem munaði um. Lýsing á þátt- töku Alfreðs í björgunarleiðöngrunum í Héðins- fjörð vorið 1947 þar sem vél Flug- félags Íslands fórst er áhrifarík. „Innan um sundraðan flugvélar- skrokkinn sat fólkið bundið í sætum sínum. Allir dánir – tuttugu og fimm að tölu. Lík flestra voru heil- leg að sjá … Allt var þögult og kyrr eftir hinn ægilega árekstur. Dauða- djúp kyrrðin við þungan undirleik brimrótsins við klettana,“ segir í bókinni. Samandregið má segja að Svip- myndir úr síldarbæ sé góður vefn- aður. Margir þræðir eru ofnir sam- an svo úr verða áhugaverðar frásagnir. Karlinn í frystihúsinu, sjómannskonan, lögregluþjóninn og fleiri spretta ljóslifandi fram. Er þá ónefndur kaflinn um Kristfinn myndasmið þar sem Örlygur skrif- ar um föður sinn af smekkvísi, sem – ásamt virðingu fyrir söguefnunum – er einkennandi fyrir bókina alla. Morgunblaðið/Golli Sögumaðurinn „Samandregið má segja að Svipmyndir úr síldarbæ séu góð- ur vefnaður. Margir þræðir eru ofnir saman svo úr verða áhugaverðar frá- sagnir,“ segir um bók Örlygs Kristfinnssonar. Góður vefnaður og virðing fyrir fólki Sagnaþættir Svipmyndir úr síldarbæ 2 bbbbn Eftir Örlyg Kristfinnsson. Uppheimar, 2013. 268 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Í nýju tölublaði Tímarits Máls og menningar, því fjórða í ár, segir Einar Kárason rithöfundur í ádrepu sögu af því þegar hann var ráðinn til þess af auglýsingastofu á veg- um voldugra kostunaraðila að velta vöngum yfir því hve- nig persónur úr Íslendingasögum myndu birtast okkur í dag. Þá er birtur fyrirlestur sem Arnaldur Indriðason flutti á ráðstefnunni Heimur handritanna og einnig er- indið „Dvergar og stríð“ sem Auður Ava Ólafsdóttir flutti í september sl.á fæðingardegi Sigurðar Nordals. Meðal annars efnis má nefna smásögu eftir Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro, grein Hjalta Hugasonar um hrunið frá sjónarhóli guðfræðinnar og grein Ómars Valdimarssonar um ástandið í Norður-Kóreu. Þá er skrifað um merkar bækur sem komu út á liðnu ári. Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson og kápumynd er eftir Jóhann Pál Valdimarsson hirðljósmyndara Forlagsins. Athyglisverð erindi Einar Kárason HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Mið 29/1 kl. 19:30 Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fim 30/1 kl. 19:30 Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Pollock? (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 11/1 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30 Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu! Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas. Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik. Lúkas (Kassinn) Lau 28/12 kl. 19:30 Lau 4/1 kl. 19:30 Sun 29/12 kl. 19:30 Sun 5/1 kl. 19:30 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fös 17/1 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 lokas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.