Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gengi krónu gagnvart helstu við- skiptamyntum er mun sterkara en fyrir ári og má nefna að sl. föstudag var kaupgengi evru 158 krónur en var 168 krónur sama dag í fyrra. Kaupgengi bandaríkjadals var 115 krónur en 127 krónur fyrir ári. Krónan veikt- ist á fyrstu vikum ársins og fór kaupgengi evru í tæpar 174 kr. 30. janúar sl. og dollars í um 128 kr. Spurður hvort þess sé að vænta að gengið veikist jafn mikið eftir ára- mót og í byrjun þessa árs segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, að líkur séu á að gengið geti haldist nokkuð stöð- ugt næstu vikur. „Það er ekki útilokað að þennan veturinn haldist gengi krónu tölu- vert sterkara en í fyrra. Það er þó aldrei hægt að segja til um þróun gengis frá mánuði til mánaðar. Það kom okkur mjög á óvart að krónan skyldi styrkjast í desember. Það held ég að sé einsdæmi frá hruni,“ segir Jón Bjarki og víkur að auknum gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu. Minna útflæði gjaldeyris „Það virðist vera undirliggjandi töluvert minna útflæði gjaldeyris vegna yfirvofandi gjalddaga hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum sem þurfa að kaupa gjaldeyri vegna er- lendra lána. Á sama tíma hefur inn- flæði gjaldeyris vegna ferðaþjónustu aukist, en hún hefur vaxið gríðarlega Krónan styrkist milli áramóta  Kaupgengi evru er 158 krónur en var 168 krónur fyrir ári  Evran fór í tæpar 174 kr. 30. janúar sl.  Hagfræðingur telur útlit fyrir sterkari krónu næstu vikur  Minni verðbólguþrýstingur en fyrir ári Morgunblaðið/Ómar Í miðbæ Reykjavíkur Mikilli fjölgun erlendra ferðamanna og aukinni versl- un þeirra hér fylgir aukið innflæði erlends gjaldeyris. Það styrkir gengið. Jón Bjarki Bentsson og ferðamannatíminn lengst. Sjávar- útvegurinn er líka að koma inn af meiri þrótti, bæði hefur verðið hækkað og magnið sem flutt er út aukist. Þótt ekki sé hægt að stóla á að gengi krónu veikist ekki á næstu mánuðum, þá eru horfur á að hún haldist talsvert sterkari en á fyrstu mánuðum þessa árs. Þá var krónan afskaplega veik.“ – Þannig að það verður ekki undir- liggjandi verðbólguþrýstingur á næstu vikum vegna veikara gengis, líkt og í byrjun þessa árs, þegar vís- að var til veikingar krónu? „Nei. Það er allt annað upp á ten- ingnum en við sáum á fyrstu mán- uðum þessa árs. Nefna má að í febr- úar sl. var mjög há mánaðarmæling í vísitölu neysluverðs, eða 1,6% hækk- un milli mánaða. Veiking krónunnar var þá að koma fram, þegar verslanir tóku upp nýjar vörur eftir útsölur með mun veikari krónu en þær höfðu keypt inn með um haustið. Verslanir sem panta inn vörur núna eru að fá þær með sterkari krónu,“ segir Jón Bjarki og nefnir Landsbankann. Umskipti hjá Landsbankanum „Við sáum jafnframt á uppgreiðslu Landsbankans [vegna 50 milljarða króna afborgunar af skuldabréfi í er- lendri mynt] hvað lausafjárstaða bankans í gjaldeyri er sterk tíma- bundið. Það er allt annað en var upp á teningnum í fyrra. Ég held að það séu góðar líkur á að krónan haldist sterkari en í fyrra,“ segir Jón Bjarki. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Staða frjálsrar verslunar hefur versnað á Íslandi undanfarinn ára- tug samkvæmt árlegum úttektum Fraser Institute, eins og fram hefur komið í umfjöllun Morgunblaðsins. Á lista stofnunarinnar yfir versl- unarfrelsi og frjálsa verslun þjóða heims situr Ísland í 106. sæti en var árið 2005 í 67. sæti. Þegar greining stofnunarinnar er skoðuð nánar kemur í ljós að við stöndum okkur verst þegar kemur að samanburði við aðrar þjóðir um tolla, vörugjöld og skatta en þeir eru töluvert háir hér á landi á vörur og þjónustu og þá einkum á matvöru. Tollar og tollkvótar Íslensk matvælaframleiðsla og aðallega landbúnaður er varin ann- ars vegar með beinum stuðningi úr ríkissjóði og hins vegar með toll- vernd. Ekki er tekið fram í úttekt Fraser Institute hversu mikið vægi hver þáttur hefur eða hversu mikið fríverslunarsamningar og tollkvótar vega upp á móti neikvæðum þáttum en samkvæmt bæði samkomulagi Ís- lands á grundvelli 19. gr. EES og samkomulagi frá 1994 á grundvelli Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má flytja inn takmarkað magn landbún- aðarvöru á lægri tollum en almennt gerist. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tollkvótana vissulega auka vöruúrval í verslunum en hafi lítil sem engin áhrif á vöruverð. „Eftirspurnin eftir tollkvótunum er gífurlega mikil en framboðið mjög takmarkað. Þeir sem bjóða hæst verð í tollkvótana fá kvótann og það endurspeglast í verði til neytenda sem njóta þá ekki þeirra hagsbóta sem þeir ættu að fá.“ Innlegg í kjaraviðræðuna Lækkun tolla og vörugjalda er augljós kjarabót fyrir íslensk heimili að mati Andrésar og bendir hann á að Samtök verslunar og þjónustu hafi komið með það sjónarmið sem innleg í síðustu kjaraviðræðum. „Tollvernd á alifuglakjöti er tæp 50 prósent og á unnum kjötvörum og svínakjöti um 35 prósent. Við erum þeirrar skoðunar að tollvernd á svína- og alifuglakjöti eigi engan rétt á sér og beri að afnema, meiri rök eru fyrir því að viðhalda einhvers konar tollvernd fyrir gamlan hefð- bundinn íslenskan landbúnað,“ segir Andrés Jón Gerald Sullenberger, kaup- maður í Kosti, hefur bent á það í auglýsingum sínum hversu stór hluti kaupverðs fer til hins opinbera en í sumum tilvikum er það meira en helmingur af innkaupaverði vör- unnar hjá neytendum. „Gott dæmi er þegar við fluttum inn pekingönd en innkaupaverðið var 1.575 krónur en opinber gjöld og skattur 1.775 krónur. Með álagningu og flutnings- kostnaði vorum við að selja hana á 3.998 krónur,“ segir Jón og bendir á að sykurskatturinn kosti neytendur einnig töluvert á hverju ári en hann leggst á allt frá morgunmat upp í íþróttadrykki og auðvitað sælgæti. „Vissulega þarf að reka hér hluti eins og heilbrigðiskerfið og aðra op- inbera þjónustu og á því er fullur skilningur en með svona háum sköttum erum við að færa verslun úr landi. Við eigum að finna leið til að ná í tekjurnar erlendis frá inn í land- ið en ekki flytja verslunina og tekj- urnar út úr landi.“ Flytur verslun úr landi  Tollkvótar auka vöruúrval en hafa lítil áhrif á vöruverð  Kaupmaður segir háa skatta ýta undir verslun erlendis Tollvernd á innfluttum kjötvörum 0203 Svínakjöt Tollvernd hlutfall Tollvernd hlutfall0207 Alifuglakjöt m.v. innflutt magn á árinu 2012 *Dæmi: 1kg af sykri: ESB tollkvótar 22,70% WTO tollkvótar 60,00% Annar tollaður innflutningur 15,30% Samtals 31,50% ESB tollkvótar 48,30% WTO tollkvótar 20,70% Annar tollaður innflutningur 15,30% Samtals 31,40% *Heimild: Kostur Heimild Samtök Atvinnulífsins Tollar og opinber gjöld: 202 kr. Virðisauka- skattur: 26 kr. Innkaupa- verð: 160 kr. Flutnings- kostnaður: 19 kr. Álagning: 17 kr. Sólveig Ásgeirsdóttir, fv. biskupsfrú, lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 27. desember sl. Hún var fædd í Reykjavík 2. ágúst 1926. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirs- son kaupmaður í Reykjavík og Kristín Matthíasdóttir. Sól- veig var gift Pétri Sigurgeirssyni (f. 2. júní 1919, d. 4. júní 2010). Pétur var sóknarprestur Ak- ureyrarkirkju 1948 til 1981 og biskup Íslands frá 1981 til 1989. Börn þeirra eru dr. Pétur Pét- ursson, f. 19. febrúar 1950, pró- fessor við Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands; Guðrún Pétursdóttir, f. 25. maí 1951, d. 26. mars 1986, háskólanemi og flugfreyja; Kristín Pétursdóttir, f. 31. maí 1952, hús- mæðrakennari og fulltrúi, og Sólveig Pétursdóttir, BA í sálfræði, ráðgjafi, f. 21. júní 1953. Sólveig stundaði nám við Versl- unarskóla Íslands og Húsmæðraskólann í Reykjavík. Á Ak- ureyri vann hún um tíma hjá bæjarfóg- etanum á Akureyri og sat í stjórn Kvenfélags Akureyrarkirkju um árabil og var virk í Oddfellowregl- unni. Sólveig tók virkan þátt í starfi eiginmanns síns. Um skeið sótti hún tíma í Guðfræðideild Há- skólans. Andlát Sólveig Ásgeirsdóttir Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst um helgina og fer hún hægt en örugglega af stað. „Helmingur flugeldasölunnar fer fram eftir hádegi á gamlársdag en þetta lítur vel út í ár og veðurspáin lítur vel út þannig að við erum mjög bjartsýn,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Ólöf segir fjáröflunina skipta miklu máli fyrir björgunarsveitir. „Þetta er langmikilvægasta fjáröfl- unin og getur numið um 85% til 90% af rekstrarkostnaði björgunar- sveita.“ Sölustaðir verða flestir opnir til klukkan 22 í kvöld og til klukkan 16 á gamlársdag. mariamargret@mbl.is Flugeldasalan fer vel af stað í ár  Mesta salan fer fram á gamlársdag Morgunblaðið/Ómar Flugeldar Það er nauðsynlegt að hafa hlífðargleraugu þegar flug- eldar eru annars vegar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, segir útlit fyrir að þrýstingur á verð- hækkanir í versluninni á næstu mánuðum verði minni en í byrjun þessa árs, ef gengi krónu helst áfram jafn sterkt miðað við í ársbyrjun. „Ef krónan veikist skapast augljóslega þrýstingur á verðlag, enda erum við Íslendingar mjög háðir innflutn- ingi á varningi og aðföngum til matvælaframleiðslu og annarrar framleiðslu. Gengið hefur því afgerandi áhrif á verðlag í landinu, í verslun og ýmiss konar iðnaðar- framleiðslu. Ef krónan verður svona stöðug og ef nýju kjarasamningarnir verða samþykktir af öllum aðilum, þá hjálpar þetta hvort tveggja til við að ná verðbólgu niður. Það eru hreinar línur.“ Minnkar þrýsting á hækkanir FRAMKVÆMDASTJÓRI SVÞ GREINIR STÖÐUNA Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.