Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Hermdarverkamenn hafa fram-ið enn eitt hryðjuverkið gegn leiðtogum í Líbanon.    Nú var þaðChata, fyrr- verandi fjár- málaráðherra og sendiherra landsins í Bandaríkjunum, sem var sprengdur í loft upp í bifreið sinni.    Hinn myrti var stjórnmálaleganátengdur Hariri, fyrrver- andi forsætisráðherra Líbanons, sem hlaut sömu örlög.    Sérkennilegt er að lesa frétta-skýringu fulltrúa BBC á staðn- um, sem telur að tveir aðilar komi helst til álita þegar tilræðismann- anna er leitað.    Annars vegar hljóti Ísrael (!) aðkoma til álita eða þá Hez- bolla-hreyfingin og aðrir útsend- arar ráðamanna í Sýrlandi og Ír- an.    Furðar fréttaskýrandi BBC sigá því að enn hafi talsmenn á svæðinu ekki bent á Ísrael sem lík- legasta ábyrgðaraðila ódæðisins.    Hvernig skyldi standa á þessusameiginlega einkenni sem er á fréttum þessarar fréttaveitu og ríkisfréttastofunnar hjá okkur?    Sú síðarnefnda ræður alls ekkivið sig, þegar gerð er grein fyrir fréttum frá þessu svæði, vegna andúðar ef ekki beinlínis haturs á Ísraelsríki.    Allir vita hvernig fréttaveita„RÚV“ ber sig að í pólitískum dilkadrætti heima fyrir, en af hverju einnig í erlendum fréttum? Mohamad Chata Sömu einkenni STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -4 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 0 heiðskírt Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 7 alskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 7 heiðskírt París 6 heiðskírt Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 7 skúrir Vín 7 skýjað Moskva 2 heiðskírt Algarve 13 heiðskírt Madríd 8 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -32 heiðskírt Montreal -7 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 23 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:40 ÍSAFJÖRÐUR 12:05 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:47 DJÚPIVOGUR 10:59 15:01 Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Fagleg þjónusta í 60 ár Óskum viðskiptavinum okkar um land allt gleðilegs nýs árs og friðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Farsímaleikir frá Íslandi, Finn- landi og Svíþjóð verma fimm efstu sætin yfir mest sóttu snjallsímaleikina í AppStore, smáforritaverslun Apple. Qui- zUp, leikur íslenska fyrirtækis- ins Plain Vanilla, er þar fremstur í flokki. Mikill áhugi bandarískra fjöl- miðla virðist vera að skila sér en QuizUp-samfélagið hefur haldið áfram að vaxa í stað þess að hægja á sér eins og oftast gerist með farsímaleiki í AppStore- búðinni. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, hefur engar útskýringar á því hvers vegna leikir frá Íslandi, Finn- landi og Svíþjóð njóta jafnmikilla vinsælda og raun ber vitni. „Kannski er þetta skammdegið og spilahefðin. Fólk hefur þurft að finna sér eitthvað að gera. En það er auðvitað líka spilað í öðr- um löndum.“ Wikipedia í leikjaformi Hann segir mikinn áhuga meðal spilenda á að semja spurn- ingar, því tugir þúsunda hafi sótt um að gera það fyrir leikinn. „Það, eins og allt í þessu, hefur komið okkur fullkomlega á óvart, bæði hversu margt fólk er að kynnast gegnum sín sameig- inlegu áhugamál og vill fá sína flokka inn í leikinn. Það má líkja þessu við Wikipediu. Ég sá tíst um leikinn þar sem notandinn sagðist hafa spilað QuizUp í fjóra klukkutíma, eða eins og hann kaus að kalla það, „Wikipedia - The game“. Það er skemmtileg- ur punktur í því að allir geta skrifað sitt efni og allir geta séð, nema að þetta er í leikjaformi.“ gunnardofri@mbl.is QuizUp „Wikipedia í leikjaformi“ Þorsteinn Baldur Friðriksson  Símaleikir frá Norðurlöndum vinsælastir í iPhone  Íslenskur leikur á toppnum Skátamótið „Á norðurslóð“ fór fram í Útilífsmiðstöð skáta við Úlf- ljótsvatn um helgina. Mótið er fyrir dróttskáta, þ.e. skáta á aldrinum 13-15 ára. Alls komu 40 krakkar saman og skemmtu sér við göngu- ferðir, spil og snjóhúsagerð auk þess sem vakað var langt fram eftir nóttu. Nokkur renndu sér niður snævi þaktar hlíðarnar á upp- blásnum gúmmíbátum. „Við byrjuðum á að fara í göngu- ferð upp í Reykjardal við Hvera- gerði en þaðan þurftum við að snúa aftur þar sem það var orðið of dimmt og kalt til að halda áfram. Þegar við komum á Úlfljótsvatn var svo búið að elda fyrir okkur dásam- lega súpu,“ segir Eydís Líf Þóris- dóttir, en hún er úr skátafélaginu Fossbúum á Selfossi. Ljósmynd/Guðmundur Finnbogason Snjór Skátar skemmta sér við alls konar aðstæður, sumar jafnt sem vetur. Líflegt skátamót í vetrarríkinu við Úlfljótsvatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.