Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna. E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 0 2 7 OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Miðvikudagur 1. janúar (nýársdagur) Lokað Fimmtudagur 2. janúar Talning Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is Mánudagur 30. desember kl. 11.00 -20.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 -20.00 Þriðjudagur 31. desember kl. 10.00 - 14.00 Stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright veitti um helgina Helga Björnssyni jökla- fræðingi heiðursverðlaun fyrir árið 2013. Í tilkynningu segir að verð- laun úr sjóði Ásu séu veitt íslensk- um vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Helgi Björnsson hefur meðal annars aflað grunngagna um alla helstu jökla Íslands, kennt jökla- og grunnvatnsfræði, rannsakað jarð- hitasvæði í jöklum og fylgst með skriði jökla og hreyfingum þeirra. „Ritverk hans spanna allan þennan skala og hefur hann bæði birt fræðigreinar og rit til upplýsinga fyrir almenning,“ segir í tilkynn- ingunni. Helgi lauk cand. mag.-prófi frá jarðeðlisfræðideild Óslóarháskóla 1966 og cand. real.-prófi frá sama skóla í árslok 1969. Á árinu 1988 hlaut hann doktorsgráðu við Ósló- arháskóla fyrir bókina Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hann hlaut fyrstur sérfræðinga framgang í starf vísindamanns haustið 1993. Þetta er í 45. sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en Gylfi Zoëga, pró- fessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin í fyrra. Ásusjóður var settur á stofn á hálfr- ar aldar afmæli Vísindafélags Ís- lendinga árið 1968. Stofnaði Ása hann til minningar um eiginmann sinn, foreldra og systkini. kij@m- bl.is Hlaut Ásuverðlaunin  Helgi Björnsson jöklafræðingur heiðraður fyrir störf sín Ljósmynd/Vísindafélag Íslands Ásuverðlaun Helgi tók við verðlaununum á laugardag. Sigrún Ása Sturlu- dóttir, Sveinbjörn Björnsson og Þráinn Eggertsson skipa stjórn sjóðsins. Mildi þykir að ekki fór illa er eldur kviknaði í kertaskreytingu í íbúð í fjölbýlis- húsi við Stórak- rika í Mosfellsbæ í fyrrinótt. Ná- grannar vöknuðu við reykskynjara í húsinu og fundu reykjarlykt fram á gangi en kona sem var í íbúðinni vaknaði ekki við reykskynjarann. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var maður konunnar að koma heim af næturvakt og bar hann skreytinguna út og slökkti eldinn sem hafði náð að læsa sig í borðið sem skreytingin stóð á. Nágrannar höfðu hringt í neyðarlínuna og þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn en töluverð- ur reykur var í íbúðinni og var hún reykræst. Snarræði á Akueyri Slökkvilið og lögregla á Akureyri voru kölluð út skömmu fyrir klukk- an tíu í fyrrakvöld vegna elds í húsi við Gránufélagsgötu. Einn íbúi var í húsinu og sýndi maður sem var gestkomandi í íbúð í húsinu snar- ræði við björgun mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu og slökkviliði var um minni- háttar eld að ræða en hann hafði kviknað út frá potti á eldavél. Mikill reykur var hins vegar í húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var búið að koma manninum út úr húsinu. Slökkviliðið flutti íbúann á slysadeild vegna reykeitrunar og reykræsti íbúðina. Eldur í kertaskreyt- ingu í fjöl- býlishúsi Flöskuskeyti sem Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufu- dalssveit „setti í póst“ á Sauðá á Vatnsnesi þegar hún var tíu ára gömul, eða fyrir fjórtán árum, kom í leitirnar í Trékyllisvík á Strönd- um í haust. Frá þessu er greint á Reykhóla- vefnum, en 12 ára drengur í Árnesi, Kári Ingvarsson, gekk fram á flöskuna þegar hann var að smala í haust. „Mamma sendi mér skilaboð um að þetta flöskuskeyti hefði fundist. Þá var ég stödd í Nepal, þar sem ég var að fljúga svifvæng sem ég geri eins mikið og ég get í frítímanum mínum. Ég ákvað að senda honum póstkort til að þakka fyrir að senda mér bréfið aftur,“ segir Ágústa Ýr á vefnum en um hátíðarnar er hún stödd heima á Skálanesi. Póstkortið sem Ágústa sendi Kára í Árnesi fór því talsvert lengri leið frá Nepal og skilatíminn var styttri en hjá flöskuskeytinu eða nokkrir dagar á móti fjórtán árum. Flöskuskeytið skilaði sér eftir fjórtán ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.