Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Í umræðunni eru ýmis þjóðþrifamál í samfélaginu og oftar en ekki er fólk óánægt og telur að ekki hafi verið komist að nægi- lega góðri niðurstöðu fyrir hinn almenna borgara. Fólk telur að hagsmunir almennings séu bornir fyrir borð. Engin leið er að átta sig á stöðunni í mörgum for- ystulausum málum og eina úrræðið hjá fólkinu í síðustu kosningum var að kjósa aftur til valda flokka sem mesta óánægjan var með í tengslum við hrunið. Úrlausnum mikilvægra mála hef- ur ekki verið lokið með ásætt- anlegum hætti eða seinkað og mál jafnvel slegin út af borðinu eins og EES-umsóknin þannig að fólk telur sig sitja eftir með sárt ennið – jafn- vel í djúpum skít svo sem í verð- tryggingarmálunum og nauðung- arsölum á heimilum landsmanna. Dæmi um væntingar til breytinga var þegar vinstristjórnin tók við snemma árs 2009. Fólk hélt að þá yrðu gerðar stórkostlegar breyt- ingar á umdeildu fiskveiðistjórn- unarkerfi almenningi í hag. Lítið varð um breytingar og málið varla rætt aftur. Úrlausn og forysta í erf- iðum vandamálum er því í lamasessi og væntingar fólks um úrbætur verða að engu. Fjármálahrunið 2008 hefur breytt afstöðu fólks og gert miklu fleiri mál að krísumálum sem varða al- menning eða fólk er meira vakandi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að þagga niður óþægileg mál og fjalla bara um það sem kerfinu er fyrir bestu. Þessi síðasta skýring er líklega ástæðan fyrir að Píratar hafa unnið gríðarlega á í fylgi en kjósendur hafa áttað sig á þessu vandamáli í kerfinu og sjá að Pírat- ar hafa beitt sér í að koma málum upp á yfirborðið. Miklar deilur hafa verið um rétt forseta um að vísa málum í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem hefur á seinni árum verið lendingin um úr- lausn í stórum málum sem Alþingi er að bauka með. Í þeirri umræðu er oft vitnað til Icesave-samninga sem forsetinn vísaði í tvígang til þjóð- aratkvæðagreiðslu sem þjóðin felldi alla. Þjóð- in fékk að tala í þess- um málum – ólíkt því sem oftast gerist að fólkið fær engu ráðið. Hið opinbera hefur haft tilhneig- ingu til að vísa málum í nefndir sem gefa út skýrslur – virkar eins og svæfing í stað þess að fá málið öfl- ugum leiðtoga til að hrinda verk- efnum í framkvæmd. En þá þarf að leggja fram peninga fyrir verkefnið. Í þessum farvegi hafa málefni um byggingu á nýjum Landspítala verið sem hefur ekki risið þó að blásið hafi verið til atlögu við verkefnið fyrir rúmum áratug. Verkefnið rís líklega ekki án leiðtoga en efnilegur leiðtogi og forstjórinn, Björn Zoëga, gekk út af spítalanum nýlega eftir að ljóst var að Alþingi ætlaði ekki að veita peninga til spítalans á fjár- lögum fyrir árið 2014, a.m.k. ekki eins og Björn hafði væntingar um. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru eins og bygging spítalans – allt í forystuleysi og varðar gríðarlega al- mannahagsmuni. Verðtrygging- armál hafa stjórnlaust tröllriðið heimilunum í landinu lengi og þús- undir fjölskyldna hafa sætt nauð- ungarsölum á heimilum sínum. Þetta er látið viðgangast þrátt fyrir að lagabálkar EES setji hömlur við beinni aðför að heimilum fólks á grundvelli úreltra samningsskilmála sem á Íslandi byggja einnig á ólög- legum vísitölutengingum lána og má hlusta á rökstuðninginn á vef RÚV, http://ruv.is/frett/visitolutenging- hofudstols-er-ologleg þar sem dr. Elvira útskýrir þessa séríslensku efnahagsbrotaleið. Enginn leiðtogi leiðir þessar aðfarir að heimilum í landinu. Í samhengi virðast þessi mál eiga við sameiginlegt vandamál að stríða sem er skortur á leiðtoga með sterka framtíðarsýn sem kann að þróa og framfylgja stöðugri breyt- ingarstefnu í málaflokkunum til að ná fram markmiðum fólksins og ljúka málunum fyrir fólkið í landinu með ávinningi fyrir fólkið. Í nýgerðum kjarasamningum fengu flestir lítið, nema þeir vel settu – og þá er ég ekki að tala um prósentur. Það hefði mátti sleppa að semja um beina launahækkun en semja þess í stað við atvinnurek- endur um að stytta matar- og kaffi- tíma um ca. 5 til 10 mínútur, og að fólk myndi vinna 10 mínútur lengri vinnudag, 5 mínútur á morgnana og 5 mínútur á kvöldin – og með því að auka skilvirkni með mælanlegri aukinni framleiðni í betri mætingum og aukinni ástundun. Þetta gat gefið fólkinu viðbótarlaun, ca. 4.000 kr. á dag eða um og yfir 80 þúsund á mánuði í viðbótarlaun án þess að setja allt efnahagskerfið úr skorð- um. Ef eingöngu hefðu verið hækk- uð laun hjá lægst launaða fólkinu hefði líklega mátt hækka laun þeirra um 10% til 20% án þess að leggja krónu á fyrirtækin eða rík- issjóð og engar hækkanir hefðu far- ið frá fyrirtækjunum út í verðlagið. Einhvern veginn verða heildar- hagsmunir fólksins alltaf undir sem leiðir af sér fátækt og lakari lífskjör og mikið óöryggi fyrir fólkið í land- inu. Yfirvöld þurfa að koma upp miðlægri skrifstofu sem samræmir og tryggir heildarhagsmuni borg- aranna. Skortur á leiðtogum og lausnum Eftir Sigurð Sigurðsson » Þessi mál eiga sam- eiginlegt vandamál sem er skortur á leið- toga með sterka fram- tíðarsýn sem kann að þróa og framfylgja stöð- ugri breytingarstefnu. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc M.Phil (Cand Phil) byggingarverkfræðingur. Tryggingastofnun ríkisins skerðir ör- orkubætur mínar frá Lífeyrissjóði versl- unarmanna orðið svo gróflega að ég fer í mínus og við það tapa ég á því að fá lífeyr- issjóðsgreiðslur. Lög- varðar örorkubætur frá lífeyrissjóði mínum sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot skertar í mínus. Þetta er ekkert annað en eigna- upptaka, því þetta er lögskyldaður sparnaður. Hvar eru verkalýðs- félögin, t.d. VR eða ASÍ? Eru þau í samstarfi við ríkið um eignaupptöku á lífeyrissjóðsgreiðslum mínum? Ekki orð kemur frá þeim um þetta og því er þögn þeirra sama og sam- þykki. Sannleikurinn er sá að þetta er launungarmál hjá þeim og allt gert til að verkalýðurinn komist ekki að sannleikanum um svik þeirra um skertar lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hálaunaliðið fær sínar lífeyrissjóðs- greiðslur óskertar og þarf ekkert með Tryggingastofnun ríkisins að gera. Ekkert skertir og þeirra er líf- eyririnn að fullu. Þeir fá allan annan sparnað sem þeirra eign, meðan við öryrkjar og eldri borgarar í lág- launahópnum erum skert að fullu og meira til. Skerðingarnar Það er allt skert hjá TR með líf- eyrissjóðsgreiðslunum nema grunn- lífeyrir. Þá fáum við, sem erum með lífeyrissjóðsgreiðslur, ekki sömu hækkanir og aðrir lífeyrisgreið- endur, sem eru eingöngu á bótum frá TR, fá. Að fá bara 12% hækkun á örorkulífeyrinn frá Trygg- ingastofnun ríkisins og lífeyr- issjóðnum á fimm árum frá 2008- 2013, á sama tíma og lágmarkslaun hækka um 54% er ekkert annað en þjófnaður. Lífeyrisgreiðslur mínar frá Lífeyrissjóði verslunarmanna notaðar til að hirða hækkun bóta frá TR og þá einnig lögvarða skyldu- hækkun á verðbótum upp á um 35% er lögbrot og svik ríkisins og verka- lýðsfélaga við veikt og slasað fólk. Það vantar um 100.000 kr. löglega hækkun á bætur mínar fyrir skatt. Þetta eru um 63.000 kr. eftir skatt og um 750.000 kr. á ári og það er bara ein skerðing af mörgum. Jóabónusinn skertur Hver skerðir jólabónusinn eftir því hvaðan tekjurnar koma, en ekki hvaða heildartekjur viðkomandi er með? Jú, jú, það gerir Trygg- ingastofnun ríkisins og það með svo grófum hætti að sumir fá 33.000 kr. en aðrir ekkert. Frábært fyrir þá sem eru bara á bótum frá TR, en ömurlegt fyrir þá sem eru með líf- eyrissjóðsgreiðslur og fá smáaura eða ekkert í jólabónus. Ég fékk rúm- lega fimm þúsund krónur í jólabónus og þar náði TR af mér rúmlega 28.000 kr. til viðbótar. Kaupi allar gjafir og jólamatinn fyrir 5.000 kr. og fer fyrir afganginn á jólatónleika og aðrar skemmtanir. Skertar leigubætur Þá skerða þeir einnig leigubætur með örorkulífeyrissjóðsgreiðslunum mínum frá Lífeyrissjóði versl- unarmanna. Leigubæt- ur eiga að vera um 30- 70.000 kr. á mánuði. Á meðan ég var á leigu- markaðinum var ég fyrst með 30.000 kr., síðan 15.000 kr. og í lok- in ekki krónu í leigu- bætur. Verðbólgan fór af stað og leigubæt- urnar hurfu og það þrátt fyrir bara 12% hækkun bóta. Þarna náðu þeir af mér 360.000 kr. á ári. Góðir. Svik gagnvart TR Í Kastljósi RÚV í haust var fjallað um svik bótaþega við Trygg- ingastofnun ríkisins og þar var að mestu talað um skilnaðarsvik á pappírum, til að fá greitt meðlag. Stærsti hópur TR er öryrkjar og eldri borgarar og varðaði þetta ekk- ert þann hóp, en í kjölfarið var talað um að 80% öryrkja væru svikarar. Ekkert var talað um svik TR á skjól- stæðingum þeirra. TR ber að upp- lýsa þá um rétt þeirra. En í viðtali við stjórnanda TR var talað um að veikt, slasað fólk og eldri borgar hjá TR væru vísvitandi að fela eða gefa ekki upp aðrar greiðslur og það bara til að fá hærri bætur. Að ásaka bótaþega TR um lögbrot í Kastljósi er fáránlegt, þegar um veikt og gamalt fólk er að ræða. Þeg- ar fólk fer á örorku hjá TR getur lið- ið allt að ár þangað til viðkomandi fær bætur frá lífeyrissjóði. Þegar greiðslurnar koma loksins í stórri summu sem eingreiðsla allt að ári aftur í tímann, þá getur það ekki vit- að að það verður að endurgreiða TR og í sumum tilfellum allt það sem það hefur fengið frá TR. Endur- greiða hverja krónu til baka og þá svelta ef það hefur eytt þeim. Að borgað skuldir eða bara lifa af er ekki í boði. Nei, allt greitt aftur til TR. Hef orðið fyrir þessu og fleiri sem ég þekki og orðið borga hverja krónu og eða eyri til baka. Lífeyrissjóðurinn bara fyrir útvalda Lögþvingaður og lögvarinn er líf- eyrissjóðurinn og á því að vera eign og varinn fyrir skerðingum og öðr- um eignaupptökum á honum. En hann er misnotaður með skerð- ingum og það bara gagnvart lág- launafólki. Ekki króna er skert hjá þeim sem fá háan lífeyri á bilinu 700.000 kr. og hærri. Nei, ekki skert og jólabónus þeirra er að allar þeirra eignir eru þeirra. Vextir, verðbólgu- hækkun er þeirra að fullu, en skert- ar í spað hjá þeim sem eru á skerð- ingarbótunum. Stoltir ráðherrar, þingmenn og verkalýðsleiðtogar á háum launum allt sitt líf verða auðvitað að vera á háum óskertum lífeyri einnig við ör- orku eða þegar þeir ná aldri til líf- eyris. Það er ekki sama Jón og séra Jón. P.S. Hvernig á ég að borga verðtryggt lán sem hækkar um 47%, með 12% hækkun bóta? Svar óskast eða þögn sem viðkenning á því að það er ekki hægt. Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson » Lögþvingaður og lögvarinn er lífeyr- issjóðurinn og á því að vera eign og varinn fyrir skerðingum og öðrum eignaupptökum á honum. Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. Lögvarinn lífeyrissparnaður skertur í mínus mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.