Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Það er með sárum söknuði að við kveðjum okkar kæru vin- konu. Magga var þannig gerðar að hún var heil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og var sannur vinur vina sinna, opin og einlæg. Hún var frændrækin Margrét S. Gunnarsdóttir ✝ Margrét S.Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1950. Hún lést á Hrafnistu í Boða- þingi 7. desember 2013. Útför Margrétar var gerð frá Árbæjarkirkju 16. desember 2013. og vinarækin og dugleg að rækta sambönd. Hrókur alls fagnaðar á mannamótum með smitandi hlátur. Það sannaðist á Möggu að þá fyrst kemur í ljós hvaða mann fólk hefur að geyma þegar á móti blæs í lífinu. Öll þau próf stóðst hún með sóma. Lífsþrótturinn og baráttuvilinn var ótrúlegur þótt hlekkir lömunarsjúkdóms- ins legðust æ þyngra á hana. Þótt hún ætti orðið erfitt um mál þá hafði hún augljósa gleði af því að tala um börnin og barnabörnin og fylgdist ná- kvæmlega með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur þar til yf- ir lauk. Að leiðarlokum langar okkur að þakka ljúfar minningar og samverustundir í gegnum árin bæði í blíðu og stríðu. Halldóri og börnum þeirra sem og ætt- ingjum öllum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Gunn- arsdóttur. Kristín og Grímur. HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Björn Kort, Ágústa Kort og Helgi Kort. Hver vegur að heiman er vegur heim. Hratt snýst hjól dagsins, höllin við lindina og tjaldstæðin hjá fljótinu eru týnd langt að baki, það rökkvar og sigðin er reidd að bleikum stjörnum. Hamraklifin opnast, Birgir Guðnason ✝ Birgir Guðna-son fæddist í Reykjavík 4. júní 1955. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. des- ember 2013. Útför Birgis fór fram frá Laugarneskirkju 17. desember 2013. hrímgrá og köld blasir auðnin við, öx stjarnanna hrynja glóhvít í dautt grjótið og þungfæran sandinn. Löng verður nóttin, nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Hafðu þökk fyrir samfylgd- ina, Biggi minn, og hvíldu í friði. Guðfinna. Ég var svo lán- söm að komast á námssamning hjá Sigríði Bjarnadóttur kjóla- meistara þegar ég hóf nám í kjólasaum. Sigríður rak sauma- stofu sína í hjarta bæjarins við Laugaveg 18. Á þeim árum (1963-1966) sem ég var í námi hjá Sigríði var nokkuð um stof- ur sem sinntu sérsaumi og framleiddu einnig takmarkað magn fyrir eigin verslanir. Á saumastofu Sigríðar var nær eingöngu saumaður sérpantað- ur fatnaður eftir máli úr há- gæðaefnum. Þar með talin ís- lensk handofin efni. Sigríður var að eðlisfari heimsborgari fram í fingur- góma. Henni var jafn eðlislægt að fylgjast með hátísku Par- ísar-tískuhúsanna og veðrinu á Sigríður Bjarnadóttir ✝ SigríðurBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1929. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 8. des- ember 2013. Útför Sigríðar fór fram 18. desem- ber 2013. Íslandi. Hún var fastur áskrifandi að franska blaðinu L‘Officel. Það blað opnaði augu lær- lingsins fyrir því að hátískan væri þess virði að kynn- ast henni nánar. Sigríður fór nokkrar ferðir til Parísar á sýning- ar, og var það nokkuð meira mál þá en er í dag. Og ekki fór það á milli mála hvaðan hún var að koma þegar hún kom aftur heim, klædd og klippt samkvæmt tísku þess tíma. Eftir að ég lauk námi skildi leiðir um tíma. Ég fór til Par- ísar að læra meira um franskar aðferðir í hátískunni. Sigríður rak stofuna sína áfram einhver ár. Og svo lágu okkar leiðir saman aftur. Bæði í félaginu okkar, Félagi kjólameistara (nú Klæðskera- og kjólameistara- félagið) og síðar enn frekar eft- ir að fataiðnbraut var stofnuð við Iðnskólann í Reykjavík. Sigríður vann að undirbúningi og skipulagi brautarinnar frá byrjun. Hún fór til Svíþjóðar til að kynna sér hvernig þar var staðið að málum og síðan var hafist handa. Hún var braut- arstjóri fyrstu árin, eða þar til hún fékk námsleyfi og fékk mig til að sjá um það starf á meðan. Ég hafði þá verið stundakenn- ari um tíma en dreif mig þá í kennsluréttindanám. Sigríður vildi hinsvegar ekki taka við stöðunni aftur þegar hún kom úr námsleyfinu og ég var fast- ráðin við skólann. Við unnum þar saman allt til þess að hún hætti. En hún kaus að hætta um leið og Sveinn maður henn- ar sem einnig var kennari við skólann. Eins og fyrr sagði var Sig- ríður heimsborgari. Það var gaman að ferðast með henni er- lendis. Hvort heldur var með nemendum í útskriftar- og fræðsluferð eða við fórum sam- an að skoða skóla eða á nám- skeið. Hún þekkti til mark- verðra staða og safna hvar sem komið var og ólöt að ganga. Að rölta um verslunargötur stór- borga og skoða fallegan fatnað með Sigríði var bæði skemmti- legt og lærdómsríkt. Sigríður var mikil útivistar- kona. Hún og Sveinn voru farin af stað um leið og snjóa leysti með tjald eða tjaldvagn. Ég sendi samúðarkveðjur til systkina og annarra vanda- manna. Guðrún Erna. Minningar okkar um Sigríði Bragadóttur munu lifa. Sirrí var víðförul og gáfuð heimskona sem unni menningu og listum. Hún hafði hlýjan og góðan faðm, sterka útgeislun og góða nærveru, sem lýsir sér m.a. í orðum sem henni voru töm eins og besta, ljúfust. Sigríður Bragadóttir ✝ SigríðurBragadóttir fæddist 3. mars 1943 á Siglufirði. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. nóvember 2013. Útför Sigríðar fór fram frá Graf- arvogskirkju 9. desember 2013. Hún hafði unun af því að sýna okkur eigin listaverk og annarra, opnaði okk- ur nýja heima, sendi frá sér fallegar myndir og skilaboð og það var svo ánægjulegt að spjalla við hana og sækja hana heim. Aldrei var neitt hjá Sirrí sem var vanda- mál. Hún leitaði úrlausna og fór vel með það. Hörðurnar eru lítill hópur áhugasamra golf-vinkvenna í Golfklúbbi Reykjavíkur sem hafa spilað saman vikulega undanfarin ár. Sirrí var góður kylfingur og einstaklega gott að spila með henni. Jákvæð og hvetjandi. Í golfi var Sirrí alltaf glæsileg til fara eins og annars staðar og okk- ur fremri í því. Gaf sér alltaf tíma til að líta vel út, varaliturinn og veskið var með í golfbílnum. Við flestar í Hörðunum vorum háværari og meiri skvettur en hún en Sirrí náði athygli okkar hinna með sinni einstöku ljúfu fram- komu. Hún var farsæll grafískur hönnuður og mun list hennar lifa víða. Hannaði hún fallegt og lýs- andi lógó fyrir hópinn sem við ber- um stoltar á peysunum okkar. Sirrí komst í kynni við franskan kvenkylfing sem var meistari í sínum klúbbi. Sú franska var í sambærilegum kvennakylfinga- hópi og við Hörðurnar. Þær höfðu báðar rætt hvað það væri gaman ef þessir hópar gætu myndað vinahóp og heimsótt hvor annan. Þannig myndum við Hörðurnar kynnast franskri golfmenningu í innsta hring, spila á fallegum völl- um í Frakklandi, og umfram allt víkka okkar sjóndeildarhring og öfugt þegar við tækjum á móti þeim frönsku. Þetta lýsir henni vel. Í maí tal- aði hún um konu sem skipuleggur ferðir til Ítalíu í matar- og golf- ferðir. Kannski við högum næstu ferð okkar þannig fagurkeranum til heiðurs og okkur til ánægju. Matargerð var henni áhugamál og Sirríar-pavlovur verða áfram á borðum hjá okkur. Hún naut þess að taka fallegar útsýnismyndir úr Ólafsgeislanum yfir golfvöllinn þar sem henni fannst útsýnið svo fallegt eins og það var mismunandi eftir veðrum og vindum. Sirrí sýndi í verki hver hún var og fyrir hvað hún stóð. Með hlýhug og söknuði kveðj- um við góða vinkonu. Við vottum Reyni, fjölskyldu og ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þau í sorg þeirra. Fyrir hönd Harðanna, Helga Hilmarsdóttir. ✝ Kristinn fædd-ist í Sandgerði 7. ágúst 1936. Hann lést 27. apríl 2013. Foreldrar hans voru Trausti Jóns- son trésmiður frá Skógi á Rauða- sandi, f. 26.6. 1907, d. 17.5. 1994, og Dagbjörg Jóns- dóttir frá Sand- gerði, f. 14.12. 1906, d. 9.11. 1949. Kristinn gekk að eiga Sæunni Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Kvígindisfirði. Þau gengu í hjónaband 26. jan- úar 1963 og sonur þeirra er Rík- harður, f. 8.10. 1962. Kristinn og Sæunn skildu árið 1985. Sonur Krist- ins og Láru Hafdís- ar Óskarsdóttur er Vigfús Elías, f. 21.2. 1963. Kristinn kvænt- ist Guðrúnu Guð- mundsóttur frá Þingeyri í Dýra- firði 1. desember 2012. Útför Kristins fór fram 3. maí 2013. Mig langar að minnast Krist- ins Traustasonar sem nú hefur kvatt okkur. Árið var 1986 og ég fór að vinna hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Þar kynntist Ríkharði Kristinssyni og fljótlega Kristni Trausta- syni. Þeir feðgar voru svona bíladellumenn sem ég kynntist fljótt og vel. Á þeim tíma fyrir mig ungan, óreyndan bíladellu- dreng var mikill fengur að kynnast Kidda. Hann hafði margt að segja, hokinn af reynslu sem ég drakk í mig. Kiddi var allt öðruvísi en ég nokkur sem ég hafði kynnst, Kiddi var ónískur á að miðla af sinni miklu reynslu. Hann kenndi mér mörg góð vinnu- brögð bæði í boddíviðgerðum, bílaviðgerðum og fleiri hlutum. Hann var oftast til í hlutina eins og sagt er. Veturinn 1989 langaði mig að taka þátt í vél- sleðakeppni sem var haldin á Ólafsfirði. Það var ekki sjálfgefið að komast á slíka samkomu í þá tíð, en jú Kiddi Trausta, hann var ekki lengi að ákveða það „við förum í kvöld“, sagði hann „setjum sleðann á pallinn hjá mér og verðum mættir snemma á mótið“. Nú þá var það klárt, ég og Kiddi fórum norður um kvöldið/ nóttina. Mótið gekk vel og á heimleiðinni gaf Kiddi eftir ökumannsætið og ég ók suður. Svo varð allt ófært, vegagerðin lokaði veginum og allt var að verða stopp. Kiddi hlustaði ekki á neitt hvorki vegagerð né fréttir og hvatti mig svo við héldum áfram suður. Þegar við Rikki vorum að þreifa fyrir okkur um húsnæði fyrir bíla- verkstæði kom Kiddi færandi hendi, seldi ofan af sér íbúðina sem hann átti í Hafnarfirð og keypti 150 fm bil í Skeifunni 5. Almenna Bílaverkstæðið ehf. var stofnað í því húsnæði í febrúar 1991. Kiddi var mikill hestamaður og átti hann góða reiðhesta sem ég fékk að njóta. Kiddi var töffari alla tíð, stund- aði skotveiði, hvar og hvenær sem var. Kiddi fór sínar eigin leiðir í einu og öllu, barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm í nokkur ár og til dauðadags. Hann hafði oft vinninginn en ekki alltaf. Kristmundur Þórisson Kristinn Traustason Guðrún Elín Skarphéðinsdóttir ✝ Guðrún ElínSkarphéðins- dóttir fæddist á Siglufirði 25. mars 1940. Hún lést á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra á Dal- vík, 6. desember 2013. Útför Ellu fór fram frá Dalvík- urkirkju 14. desem- ber 2013. Örfá kveðjuorð frá „Litla ljúfa hópnum“ sem átti samleið einn vetur í Húsmæðraskólan- um Ósk á Ísafirði. Ótrúlegt hversu sterk tengsl geta skapast á ekki lengri tíma. Enda nálægðin mikil. Samveran allan sól- arhringinn, sam- vinna í öllu sem við vorum að gera. Við komum víðsvegar að, missterkir persónuleikar en all- ar áttu sinn þátt og Ella var einn af sterkari þáttunum í vefnum okkar, þrátt fyrir að vera skemur með okkur en aðr- ar. Hressileiki, glaðværð og hlýja í fari hennar smitaði okkur hinar. Við vorum þarna að búa okkur undir lífið, sem enginn veit hvað færir hverjum. Nú hefur Ella kvatt eftir harða glímu við erfiðan sjúkdóm, dyggilega studd í baráttunni af eiginmanni sínum og afkomend- um. Hún skilur eftir margar góðar minningar í huga okkar sem áttum með henni samleið um stund og við þökkum fyrir. Erla Sigurðardóttir. Það er nú þannig að þegar einhver fer sem maður átti samleið með, þá leitar hugur- inn aftur til þeirra góðu stunda sem maður minnist frá liðinni tíð. Hallfríður Ásmundsdóttir var gift móðurbróður mínum, Kristni Finnbogasyni, átti ég þeim margt að þakka. Sérstak- lega minnist ég þeirra tíma Hallfríður Ásmundsdóttir ✝ Hallfríður Ás-mundsdóttir fæddist á Kverná við Grundarfjörð 4. apríl 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. des- ember 2013. Hallfríður var jarðsungin frá Digraneskirkju 23. desember 2013. þegar við komum til Reykjavíkur og gistum þá ætíð hjá þeim hjónum á Flókagötu 64. Fríða stjórnaði þar húsum með miklum glæsibrag. Heimili þeirra hjóna var glæsi- legt og öðruvísi en maður átti að venj- ast í sveitinni, stássstofa sem við strákarnir, synir hennar og við bræður, máttum alls ekki fara inn í og því var mjög spennandi að skoða þennan bannstað. Enn eitt sem kemur upp í huga minn við þessa upprifjun er maturinn hjá henni Fríðu því hann var svo frábrugðinn matnum í Breiðafjarðareyjum. Matur, sem við bræður höfðum ekki vanist í Flatey, steikt læri í ofni og ýmislegt annað góð- gæti, því á þeim tíma var margt frábrugðið í stórborg- inni og í sveitunum. Sérstak- lega vil ég þakka Fríðu fyrir ógleymanlega veislu sem hún hélt fyrir okkur bræður er við fermdumst. Í gegnum tíðina kom ég oft á heimili Fríðu og Kristins að Háleitisbraut og voru það ætíð skemmtilegar heimsóknir, að fá kaffi og með því hjá Fríðu og spjalla við þau hjón oft um sveitirnar þeirra, því bæði héldu þau sinni sveit á lofti, en þau hjónin, Fríða og Kristinn, ólust upp sitt hvorum megin við Breiðafjörðinn. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ég vil þakka þér, Fríða, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur bræður. Megi guð vernda þig á þeirri leið sem þú nú ert á. Votta ég sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra mína samúð. Ægir Franzson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.